Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLA'ÐIÐ FIMMTUDAGUR/14. DESEMBER 1989 45, Umferðarmál og1 ábyrgð fjölmiðla Opið bréf til ritstjórnar Morgunblaðsins eftirÞórarin Hjaltason Laugardaginn 11. nóvember sl. birtist í Lesbók Morgunblaðsins grein éftir Gísla Sigurðsson rit- stjórnarfulltrúa, þar sem hann gagnrýnir m.a. umferðarskipulag á Bústaðavegi vestan Kringlumýrar- brautar. Þessi grein er full af mis- skilningi, jafnvel hreinu þekkingar- leysi, og í henni felast óréttmætar ásakanir í garð þeirra, sem bera ábyrgð á skipulagi umferðar í Reykjavík. í lesendadálkum og kjallaragreinum blaðanna er al- gengt að leikmenn séu að upplýsa þjóðina um það, hvernig eigi að skipuleggja umferðina í höfuðborg- inni. Við á umferðardeild borgar- verkfræðings erum önnum kafnir og gefum okkur yfirleitt ekki tíma til að svara slíkum aðfinnslum. En þar sem hér er um að ræða ritstjórn- arfulltrúa Morgunblaðsins, verður ekki komist hjá því að svara þess- ari grein. Gagnsemi umferðarljósa Fyrir þremur árum voru aðeins tæp 30 umferðarljós á gatnamótum í Reykjavík. Miðað við erlenda staðla voru þau allt of fá. í Banda- ríkjunum eru t.d. u.þ.b. ein um- ferðarljós á hvetja 1000 íbúa. Sam- kvæmt því ættu að vera 250 um- ferðarljós á gatnamótum hér á landi, langflest á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta er athyglisvert í Ijósi þess, að Bandaríkin eru fræg fyrir margar og miklar hraðbrautir án umferðarljósa. I Þýskalandi eru umferðarljósin færri, enda umferð- in á hvern íbúa töluvert minni, þar eru aðeins ein umferðarljós á hveija 2.000 íbúa. Samkvæmt því ættu að vera um 125 umferðarljós á landinu, og væri hæfilegt að ætla um 100 þeirra stað á höfuðborgar- svæðinu, þar af um 70-80 í sjálfri höfuðborginni. Hér á umferðar- deildinni notum við þýskar leið- beiningar um það, hvenær rétt sé að setja upp umferðarljós á gatna- mótum. í dag eru ljósastýrð gatna- mót orðin 56 að tölu. Af þessu má sjá, að ásökun G.S. um að það hafi verið farið offari í uppsetningu umferðarljósa á ekki við rök að styðjast. Allir vita, hve umferðin hefur aukist gífurlega hér í höfuð- borginni á síðustu árum. Gera má ráð fyrir að' umferðar- ljós fækki slysum um 30-50% mið- að við sams konar gatnamót án ljósa. Umferðarljós kosta aðeins rúmlega eina milljón og skilar sú fjárfesting sér yfirleitt á innan við einu ári. Umferðarljós hafa þann ókost, að seinkanir ökutækja á aðalbrautinni aukast lítillega. Hins vegar minnka umferðartafir öku- tækja á þvergötunni verulega og vegur það yfirleitt á móti hinu. Gult blikk á nóttunni? G.S. fullyrðir í grein sinni, að rétt sé að „láta þetta ljósafargan blikka á nóttunni". Fyrir nokkrum árum var ákveðið að hætta að láta umferðarljós blikka gulu á nóttuni. Þessi ákvörð- un var byggð á reynslu erlendis. Viðamiklar rannsóknir í Þýskalandi benda til þess, að gula blikkið sé fjórum sinnum hættulegra en að láta ljósin loga á nóttunni eins og á öðrum tímum sólarhringsins. I sömu rannsókn var reiknað út, að sparnaður væri aðeins brot af hin- um aukna slysakostnaði. Umferð- ardeild hefur kannað tíðni umferð- arslysa á nóttunni á þeim gatna- mótum„þar sem áður var gult þlikk „Gera má ráð fyrir að umferðarljós fækki slysum um 30-50% mið- að við sams konar gatnamót án ljósa. Um- ferðarljós kosta aðeins rúmlega eina milljón o g skilar sú fjárfesting sér yfirleitt á innan við einu * • IL an. á nóttunni, og komist að þeirri nið- urstöðu að slysum hafi fækkað um 60% á nóttunni, þ.e. gula blikkið sé 2,5 sinnum hættulegra. Ákvörð- unin um að hætta við gula blikkið á nóttunni hefur því leitt til þess, að slysakostnaður hefur lækkað um nokkra tugi milljóna á hverju ári. Fjarlægð milli ljósastýrðra gatnamóta G.S. setur út á það, að almennt sé of stutt á milli ljósastýrðra gatnamóta í bórginni. Hver sé rétt fjarlægð á milli gatnamóta er oft álitamál. Ég er þeirrar skoðunar að fækka megi gatnamótum og tengingum í borginni. Slíkt leiðir til fækkunar slysa. Óhófleg fækkun gatnamóta myndi á hinn bóginn valda of miklu álagi á þau gatna- mót sem eftir stæðu og aukningu á akstursvegalengdum. Ef við skoðum fjarlægð milli ljósastýrðra gatnamóta í borgum nágrannalandanna, kemur í ljós að hún er mun styttri en hér í höfuð- borginni. Eins og ég vék að í upp- hafi þessarar greinar, þá eru um- ferðarljós þar að meðaltali fleiri á hvern íbúa. Þar að auki bætist við, að þar eru borgir yfirleitt þéttbýlli en Reykjavík. Á Miklubrautinni eru t.d. um 700 metrar milli gatna- móta. Það þætti gott í nágranna- löndunum. Eg myndi ætla, að þar væri fjarlægð milli ljósastýrðra gatnamóta á stofnbrautum (hrað- brautir undanskildar) u.þ.b. 300 til 400 metrar að meðaltali. Á Bú- staðavegi vestan Kringlumýrar- brautar er fjarlægð milli gatna- móta að meðaltali um 400 metrar, eða svipað og gengur og gerist í nágrannalöndunum. Ég get ekki verið sammála G.S. í því, að rétt hefði verið að sleppa tengingu Litluhlíðar við Bústaða- veg. Litlahlíð og Langahlíð eru skilgreindar sem tengibrautir í að- alskipulagi Reykjavíkur, en Bú- staðavegur sem stofnbraut. Það er meginregla að leyfa alla beygju- strauma á mótum tengibrautar og stofnbrautar. Sérstaklega má benda á að ef vinstri beygja af Litluhlíð austur Bústaðaveg yrði bönnuð í því skyni að losna við umferðarljósin, þá myndi gegn- akstur um Hamrahlíð aukast, en Hamrahlíð er safngata, og er það því óæskilegt. Auk þess myndi þetta rekast á leiðakerfi SVR. Fráleitt er að loka miðeyju Bú- staðavegar við Flugvallarveg til að losna við umferðarljósin þar. Sú gata er megintenging Skógarhlíðar við aðalgatnakerf ið og eina tenging Hótels Loftleiða og fleiri fyrir- tækja. Á því svæði á eftir að rísa flugstöð fyrir innanlandsflug, og meiningin er að tengja íþróttasvæði Vals við Flugvallarveg. í dag fara um götuna um þijú þúsund bílar á sólarhring. Til samanburðar má nefna Keflavíkurveginn, um hann fara fimm þúsund bílar á sólar- hring. Þetta er þó vissulega lítil umferð samanborið við umferðina á Bústaðavegi, hún er um 30 þús- und bílar á sólarhring og er þegar orðin um 5 þúsund bílum meiri en var á Skógarhlíð. Umferðarbrú á mótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar Tillaga G.S. um að leiða Bú- staðaveginn á brú yfir Flugvallar- veg er góðra gjalda verð, svo langt sem hún nær. I ljósi þess takmark- aða fjármagns sem er til ráðstöfun- ar til nýbyggingar á stofnbrautum í borginni er þetta fráleit hug- mynd. Talið er að þörf sé á 250-300 milljónum á hverju ári til nýbygg- ingar og viðhalds svokallaðra þjóð- vega í þéttbýli í Reykjavík. Lögum samkvæmt á ríkisvaldið að útvega fjármagnið, en stendur sig engan veginn í stykkinu. Síðustu árin hafa árleg framlög ríkisins numið innan við 100 milljónum krónum á núvirði. Af því hafa farið nálægt 50 milljónir í viðhald þjóðvega í þéttbýli. Þetta hefur því hvergi dugað til að fjármagna þær brýnu framkvæmdir, s.s. Bústaðaveg, sem hefur verið lagt í á undanförn- um árum, þannig að skuld ríkisins við borgina á þessu sviði er farin áð nálgast einn milljarð króna. Gera má ráð fyrir að aukakostn- aður vegna brúarinnar hefði orðið nálægt 100 milljónum króna. Brúin sjálf hefði e.t.v. kostað aðeins 50 milljónir, eins og G.S. hefur eftir mér. En aukakostnaður vegna lyft- ingar Bústaðavegar (eða lækkunar Flugvallarvegar) hefði orðið nokkr- ir tugir milljóna. Þá er miðað við að tengingar Flugvallarvegar við aðalgatnakerfið hefðu orðið um Skógarhlíð. Þessar tengingar hefðu kostað aukna slysahættu á öðrum stöðum, t.d. á Skógarhlíð, og tölu- verða aukningu á akstursvega- lengdum umferðar til/frá flugvall- arsvæðinu. Vegna plássleysis hefðu beinir tengivegir milli Bústaðaveg- ar og Flugvallarvegar vart komið til álita í brúartillögunni. Óhætt er að fullyrða að arðsemi þessa mannvirkis hefði í besta falli orðið á mörkum þess að vera já- kvæð. Vegna hins takmarkaða fjár- magns gerir borgarverkfræðings- embættið yfirleitt ekki tillögur um nýbyggingu þjóðvega í þéttbýli nema arðsemi framkvæmdar sé a.m.k. 20-30%. Hér geta þó um- hverfisáhrif breytt dæminu. Gerð er minni krafa til framkvæmdar, sem bætir umhverfið. Hækkun Bústaðavegar myndi hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hönnun á hæð- arlegu Bústaðavegar var gerð í samvinnu við Borgarskipulag Reykjavíkur. Lögð var áhersla á að lagning Bústaðavegar bitnaði sem minnst á umhverfinu í Öskjuhlíð. G.S. minnist á þann möguleika að hita upp Bústaðaveginn í brekk- unni ofan við gatnamótin. Þessi möguleiki kom til álita, en frá hon- um var horfið vegna kostnaðar og þeirrar staðreyndar, að heitt vatn er af skornum skammti eins og stendur. Hjá borgarverkfræðings- embættinu hefur verið rætt um að með tilkomu Nesjavallavirkjunar verði til nóg af heitu vatni og þá megi e.t.v. semja um lægra verð til upphitunar gatna. Vonandi fæst þá fjármagn til upphitunar á þess- ari brekku sem og fleiri hættuleg- um eða erfiðum brekkum í höfuð- borginni. Upphitun í þessari brekku kemur til álita, þegar nýtt slitlag verður sett á Bústaðaveg eftir nokkur ár. Hlíðarfótur í grein G.S. kemur greinilega fram ósk um hraðbrautir með um- ferðarbrúm. Á umferðardeildinni köllum við slíkar götur 1. flokks stofnbrautir með mislægum gatna- mótum. í greinargerð með aðal- skipulagi Reykjavíkur setja borgar- yfirvöld skýrt fram ósk um sam- hangandi kerfi slíkra gatna. En það er ríkið sem á að borga brúsann, og miðað við óbreytta stefnu ríkis- valdsins er hætt við að draumurinn rætist seint. Bústaðavegur er skil- greindur sem 2. flokks stofnbraut, en á slíkum götum er ekki gert ráð fyrir mislægum gatnamótum, nema þá e.t.v. þar sem þær mæta 1. flokks stofnbrautum, samanber mislægu gatnamótin á mótum Bú- staðavegar og Kringlumýrarbraut- ar og væntanleg mislæg gatnamót Bústaðavegar og Miklubrautar. Framtíðarspár um umferð gefa til kynna sívaxandi umferð milli sveitarfélaganna fyrir sunnan Fossvog annars vegar og vestur- hluta Reykjavíkur hins vegar. Bú- staðavegur mun ekki geta annað þessari umferð á fullnægjandi hátt í miklu meira en 5-10 ár. Þá verð- ur að leggja Hlíðarfót (sjá með- fylgjandi mynd) með mislægum gatnamótum við Kringlumýrar- braut og Flugvallarveg. Hér er um að ræða 1. flokks stofnbraut með mislægum gatnamótum, og gera má ráð fyrir að slysakostnaður á þessari götu verði aðeins lítið brot af slysakostnaði á Bústaðavegi. Til álita kom að leggja þessa braut á undan Bústaðavegi. Kostnaður við gerð fjögurra akreina Hlíðarfótar verður vart undir 600 milljónum króna (mislæg gatnamót innifalin). Hinn nýlagði kafli Bústaðavegar kostaði aðeins rúmlega 200 milljón- ir króna (umferðarbrú við Miklu- braut innifalin) og því var ákvarð- anataka tiltölulega auðveld. Á næstu árum liggja fyrir mjög brýn- ar framkvæmdir eins og breikkun Sætúns, lagning nýrrar brautar yfir Elliðaárósa, færsla Hring- brautar, breikkun Yesturlandsveg- ar, mislæg gatnamót á mótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar. Lagning Hlíðarfótar verður því varla á dagskrá fyrr en eftir 1995. Ábyrgð fjölmiðla Það má segja Morgunblaðinu til hróss, að eins og kom fram í ný- legri skoðanakönnun þá er það mest traustvekjandi í fréttaflutn- ingi af dagblöðum landsins. Önnur blöð komast ekki með tærnar þar sem Morgunblaðið hefur hælana í þeim efnum. Það er líka þakkar- vert, hversu opið og gagnrýnið blaðið er. T.d. má benda á margar greinar nú nýlega um stjómun fisk- veiða. Þar tel ég að blaðið hefi sýnt góða blaðamennsku. Til að upplýsa lesendur sem best á því sviði hefur blaðið notið aðstoðar sérfræðinga, m.a. fiskihagfræð- inga. En í umferðarmálum kveður við annan tón, og tel ég að blaðið hafi ekki sinnt þessum málaflokki sem skyldi. Sérstaklega sakna ég já- kvæðrar umræðu um framtíðar- skipulag umferðar á höfuðborgar- svæðinu. Lítt grundaðar aðfinnslur um einstakar götur eða einstök gatnamót em ekki til þess fallnar að skapa þá umræðu og skoðana- skipti, sem þörf er á. Ábyrgð fjöl- miðla er mikil, og einmitt vegna þess hve Morgunblaðið nýtur mik- ils trausts, er áríðandi að þið á rit- stjórninni kynnið ykkur þennan málaflokk betur, áður en þið látið í ljós skoðanir ykkar. Starfsmenn umferðardeildar borgarverkfræð- ings munu verða boðnir og búnir til að upplýsa ykkur eins og frek- ast er kostur. Höfundur er yfirverkfræðingur umferðardeildar borgarverkfræðings. ■ ATHUGASEMD- Vegna frétt- ar af reglugerð um jöfnunarsjóð sveitarfélaga í Morgunblaðinu þriðjudaginn 12. desember síðast- liðinn, þar sem haft er eftir Hún- boga Þorsteinssyni að útsvarsá- lagning ársins 1989 hafi ekki áhrif á möguleika sveitarfélaga að fá tekjujöfnunarframlag úr jöfnunar- sjóði árið 1990, vill Karl Bjömsson, bæjarstjóri á Selfossi, fagna þeim skilningi ráðuneytisins á fram- kvæmd reglugerðarinnar. Skilningur sambands íslenskra sveitarfélaga var sá að ef útsvars- 'prósentan væri ekki nýtt að fullu árið 1989 hefði það áhrif til skerð- ingar á tekjujöfnunarframlaginu. Öðru leyti telur bæjarstjóri ekki ástæðu til að koma fram frekari leiðréttingum vegna misskilnings í fréttinni en stendur að öðru leyti að fullu við það sem haft var eftir honum í blaðinu 12. desember. ■ HAPPDRÆTTI HÍ- í vinn- ingaskrá Happdrættis Háskola Is- lands, sem birtist í Morgunblaðinu á miðvikudag, féll niður númerið, sem hæsti vinningurinn, f imm millj- ónir króna, kom á: 13012. Beðist er velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.