Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 49
Viðgerð á Helgafellskirkju lokið Helgafellskirkja. eftir Margréti Kjartansdóttur Kirkja sú er nú stendur að Helga- felli var vígð á nýársdag 1903, og var kirkjusmiður Sveinn Jónsson snikkari í Stykkishólmi. Sagan hermir að fyrsta kirkja að Helga- felli hafi verið reist árið 1000 af Snorra goða Þorgrímssyni, eða sama ár og kristni var lögtekin á íslandi. Helgafell er sögufrægur staður sem flestum er kunnur og þangað leggja fjöldamargir leið sína á ári hverju, jafnt innlendir sem erlendir. Nú í haust var lokið mikilli við- gerð og endurbótum á kirkjunni, og hún meðal annars færð að miklu leyti í upprunalegt horf. Var þess minnst með hátíðamessu að Helgafelli 22. okt. sl. að við- stöddu fjölmenni. Sr. Hjalti Guð- mundsson fyrram sóknarprestur flutti hátíðarræðu og próf. sr. Ingi- berg J. Hannesson og sr. Gísli H. Kolbeins þjónuðu fyrir altari. Með- hjálpari Hjörtur Hinriksson, organ- isti frú Sigríður B. Kolbeins, ein- söngvari Ronald Wilson Turner og söngfólk úr kirkjukór Stykkishólms annaðist söng. Að lokinni messu var kirkjugest- um.boðið til kaffidrykkju í félags- heimilinu á Skildi. Þar tilkynnti sóknarprestur sr. Gísli H. Kolbeins um peningagjöf sem borist hefði Helgafellskirkju að upphæð kr. 200 þúsund til minning- ar um hjónin Hall Kristjánsson og Sigríði Illugadóttur fyrrum ábúend- ur á Gríshóii í Helgafellssveit og börn þeirra 5 sem látin eru. Er gjöf- in frá börnum og barnabörnum þeirra hjóna. Einnig bárust gjafir í tilefni 85 ára afmælis kirkjunnar, kr. 25 þús- und frá Jóni Jónssyni fyrrum bónda á Kóngsbakka og börnum hjónanna Maríu M. Kristjánsdóttur og Krist- jáns Jóhannssonar áður ábúenda á Þingvöllum, sem gáfu rafmagns- þilofna til upphitunar kirkjunnar. En María hefði orðið 100 ára 10. ágúst sl. Þess má geta að María stofnaði sjóð nokkru áður en hún lést til minningar um mann sinn og systur og nefnist hann Viðhaldssjóð- ur Helgafellskirkju og var stofnfé hans kr. 155 þúsund. Síðla árs 1983 var ákveðið á safn- aðarfundi að hafin skyldi viðgerð á kirkjunni og þótti það við hæfi er kirkjan var áttræð og yrði það nokk- urskonar afmælisgjöf. Á þriðja ára- tugnum var upphafleg turnspíra tek- in niður vegna leka, en í hennar stað settur lítill turn eða hetta, sem ekki þótti til prýði. Þar sem enn hafði orðið vart umtalsverðs leka var ákveðið að smíða nýjan turn. Og að tillögu hús- friðunarnefndar var hann hafður i líkingu við þann turn sem upphaf- lega var á Helgafellskirkju. Þegar hafin var viðgerð, kom í ljós mikill fúi og einnig að festingar höfðu losn- að svo kirkjan hafði raskast á granni svo mænir og þak höfðu skekkst. Er framkvæmdir hófust átti Helgafellskirkja kr. 50 þús. í sjóði og var þá þegar ljóst að svo um- fangsmikil viðgerð yrði litlu sveitar- félagi erfið. En brátt fóru kirkjunni að berast gjafir víða að. Ekki er þess kostur að telja upp.alla gefend- ur, en gjafafé á þessum tima er komið - í eina milljón króna. Fleiri gjafir hefur kirkjan fengið sem ekki verða í krónum taldar en eru ekki minna virði, og er þar átt við alla þá sem gefið hafa vinnu eða sýnt hlýhug sinn í verki á einn eða annan hátt. Eru þeim öllum færðar alúðar- þakkir, svo og hreppsnefnd Helga- fellssveitar, sem oftar en einu sinni hljóp undir bagga er fjárhagur var kominn í þrot. Einnig era þakkir ti húsafriðunarmanna fyrir veitta að- stoð. Á tveim heimilum hefur mætt öðrum fremur meðan á viðgerð stóð. Era það Helgafells og Þingvalla heimilin, en Hallvarður Kristjánsson bóndi á Þingvöllum hefur haft á höndum framkvæmdastjórn öll árin. Verður honum seint fullþakkað það mikla og góða starf sem hann hefur unnið fyrir Helgafellskirkju. Er viðgerð hófst var Hafsteinn Sigurðsson smiður og tónlistarkenn- ari í Stykkishólmi fenginn til verks- ins. Vann hann með hléum á fjórða ár og smíðaði meðal annars þann fallega og vandaða turn sem nú prýðir kirkjuna. Þegar Hafsteinn lauk verki tók við verkstæðið Eining hf. í Stykkishólmi. Þá hefur Skipavík hf. í Stykkishólmi annast sérsmíðar. Síðasta verkefnið var að mála innan kirkjuna og tók það að sér Jón Svan- ur Pétursson málari í Stykkishólmi. Hefur hann lagt mikla vinnu í að ná upprunalegum svip á kirkjuna og er það verk honum til sóma. Eru þessum mönnum öllum þökkuð vel unnin störf. En þess er ógetið að lagður hefur verið gangstígur að kirkjunni og steyptar tröppur, gerð skábraut fyr- ir hjólastóla, ásamt því að útbúið hefur verið bílastæði, komið hefur verið fyrir flóðlýsingu utan dyra og fánastöng, sem niðjar hjónanna Jó- hanns Magnússonar og Ingibjargar Þorsteinsdóttur gáfu fyrir nokkrum áram. Þá hefur hluti kirkjugarðs verið sléttaður. Að lokum má minnast klukkunnar fornu frá dögum Helgafellsklausturs sem nú hefur verið hengd upp í Helgafellskirkju. Orðin sem á hana eru letruð eiga við enn í dag: Gef frið Drottinn á voram dögum. Höfundur er formaður sáknarncfmiar. 4& Kápa bæklings, sem Umferðar- ráð hefiir gefið út um öryggi barna í bílum. Umferðarráð: • • Oryggibarna í bílum ÖRYGGI barna í bílum er efni bæklings sem Umferðarráð hefiir gefið út. í honum er kynnt hvaða öryggisbúnaður er á boðstólum fyrir börn í bílum. Skýrt er hvem- ig ganga eigi ffá þeim öryggis- búnaði sem til er og hvað henti hinum ýmsu aldursflokkum barna. í frétt frá Umferðarráði segir, að algengt sé að sjá fullorðið fólk sitja í bílum með beltin spennt, en börnin séu höfð laus í aftursætinu. Sumir foreldrar virðist halda, að sitji bömin í aftursæti séu þau öraggt. Þetta sé rangt. Enginn njóti nauðsynlegs ör- yggis í bíl, nema hann noti bílbelti eða sérstakan öryggisbúnað. Miklu máli skipti, að fólk noti aðeins viður- kenndan öryggisbúnað, sem hafi verið gæðaprófaður og sé sam- kvæmnt staðli sem miðaður er við Evrópumarkað og er merktur ECE 44 eða E 44. Þá segir í frétt Umferðarráðs, að dæmi séu um að fólk noti veigalitla hvíldarstóla fyrir böm í bílum og telji þá fullnægja öryggiskröfum. Það geri þeir ekki og sé vitað um a.m.k. tvö slys hér á landi á þessu ári þar sem börn köstuðust úr slíkum stólum við árekstur. Þegar sé í lögum að allir ökumenn og farþegar í fram- sæti hafi bílbelti spennt. Krafan núna sé sú, að allir séu „spenntir", sama hvar þeir sitja í bílnum. Eldhússett. Eitt tæki, með hleðslu - engin snúra. Handþeytaripískari, dósahnífur og kjöthnífur ísenn. Jólatilboð: Kr. 5.990.- Liliput. Töfrasópurinnfrá AEG: lítil, hanahœg og snúru- laus ryksuga. Tilvalin fyrir heimilið, bílinn eða sumar- bústaðinn. Kr. 2.978.- Djúpsteikingarpottur. Frá SEB, 2 lítra með timarofa. Margar aðrar útfœrslur einnig fáanlegar. Kr. 7.685.- KM-21. Eldhúsundriðfrá AEG: hrœrir, hakkar, rífur, sker, þeytir, hnoðar, möguleikarnir eru nœr óteljandi. Kr. 9.820.- Vöfflujárn. Frá Ismet, þýsk gœoavara. Fallegt útlit og gottverð. Kr. 4.781.- AEG ismet B R Æ Ð U R N R PJ OKMSSON HF Lágmúla 9. Sími 38820 v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.