Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 16
I , G86I H38M333a .l1! HUOAOUTMMr? GIGAJaWUDJlOM .jg "MORGUNBL'AÐIÐ' FIMHTUDAGUR' I4.~ UESEMBER1W Kíminn verka- lýðsfrömuður r Raögreiðslur Póstsendum samdægurs SNORRABRAUT 60 - SÍMI 12045 __________Bækur______________ Stefán Friðbjarnarson Ómar Valdimarsson og Guðmund; ur J. Guðmundsson: JAKINN I BLÍÐU OG STRÍÐU. Vaka-Helga- feli 1989. Bókin hefur verið íslendingum ljós í myrkri í þúsund ár. Aðventan, að- faratími jóla, er vertíð bókanna. Það fer vel á því að tengja þær hátíð ljóssins, jafvel að söluhyggindum slepptum. En misskært er ljós bó- kanna sem streyma á markaðstorg jólanna nú sem oft áður. Bókinn „Jakinn í blíðu og stríðu", skráð af Omari Valdimarssyni, kunn- um blaðamanni, fer ekki mikinn í meðferð fjölmiðla og fagfólks um bókmenntir, en hún stendur fyrir sínu. Hún verður að vísu hvorki hengd á klakk sagnfræði né hug- myndafræði — í þröngri merkingu þeirra orða — og heildstæð ævisaga er hún heldur ekki. Hún er nánast safn svipmynda úr verkalýðsbaráttu í hálfa öld — og ævi- og starfsferli litríks persónuleika, sem þar var í ósmáu hlutverki, Guðmundar J. Guð- mundssonar. Þessar svipmyndir eru oftar en ekki fullar af mennsku, kímni og góðvild. Þær setja flesta samferða- menn, sem koma við sögu, í jákvætt ljós, þótt frásögnin beri með sér, að horft er á atburðarásina frá af- mörkuðum sjónarhóli. Mergurinn málsins er e.t.v. sá að hér eru góðir sögumenn á ferð. Saman hefur þeim tekizt, frásegjanda og þeim er skrá- ir, að setja saman texta, sem er allt -í senn: forvitnilegur, fróðlegur og skemmtilegur. Þeir hafa því erindi sem erfiði, hvað sem sagnfræðinni líður. Guðmundur J. Guðmundsson seg- ir í svipmynd af foreldrum sínum, að faðirinn hafi verið „helblár íhalds- Leitiö til okkar: SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SÍMI 28300 Ómar Valdimarsson maður“ en móðirin „heit jafnaðar- manneskja". Sjálfur varð hann for- seti Æskulýðsfylkingarinnar, lands- sambands ungra sósíalista, og borg- arfulltrúi og alþingismaður fyrir Al- þýðubandalagið, auk þess sem hann gegndi margháttuðum trúnaðar- störfum fyrir Dagsbrún, Verka- mannasambandið og Alþýðusam- bandið. Þjóðmálin svífa því yfir vötn- um sögumanna. En þeir fálla ekki, sem suma stjórnmálamenn hendir, í gryfjur alhæfinga. Það er einn af kostum þessarar bókar að höfundar hennar feta ekki einstigi þröngsýn- innar. Svipmyndir bókarinnar eru flestar hógværar og kímnar. Glöggur les- andi verður þó var við sterka undir- strauma. Milli lína má kenna hel- kuldann, sem hefðartindum fylgir, ekki sízt í stjórnmálum. Þaðan kem- ur margur kalinn á hjarta. Það verð- ur þó vart sagt um Guðmund J. Guðmundsson. En ósár er hann ekki, eftir allt sitt stjórnmálaumstang, eins og frásögn hans af viðskilnaði við Alþýðubandalagið og Þjóðviljann ber með sér. Þar — og aðeins þar — má greina biturleika í frásögninni. Sársaukinn segir hins vegar til sín í minningunni um bág almenn kjör á fyrirstríðsárunum og hin harðari verkföll, sem komu illa við umbjóð- endur hans og heimili þeirra, ekki sízt verkföll í jólamánuðinum. Lítið dæmi um pólitíska kímni- sögu: Fyrir fjörutíu árum eða svo, þegar Sovétríkin vóru ennþá fyrir- heitna landið í hugum meðvitaðra sósíalista, læddi Jakinn þeirri skrök- sögu inn á framkvæmdastjórnarfund í Sósíalistaflokknum að uppreisn hefði brotizt út í Sovétríkjunum, Leníngrad væri fallin og harðir bar- dagar stæðu yfir i Ukraníu! Það varð uppi fótur og fit í söfnuðinum. „Leiðtogarnir urðu öskugráir í fram- an og komu varla upp orði,“ segir sögumaður „einn forystumannanna sagði mér síðan að þetta hefðu verið einar lengstu tíu mínútur sem hann hefði lifað", en þann tíma tók að leiða hið rétta í ljós. Ekki þarf að taka fram að sögumaður fékk form- lega áminningu fyrir stráksskapinn. „Jakinn í blíðu og stríðu“ er læsi- leg bók, létt á bárunni á stundum, er, ristir þó djúpt í liðinn tíma annað veifið. Undirtónninn er lífsbarátta fólksins í landinu. Þessvegna nær hún trúlega athygli lesenda. A skort- ir hins vegar að sá þátturinn, sem þyngst vegur í lífskjarabata þjóðar- innar á þessari öld, fái þá athygli í frásögninni er hann verðskuldar: stóraukin almenn og sérhæfð mennt- un og þekking með og ásamt tækni- væðingu atvinnulífsins. Þessi þáttur hefur margfaldað verðmætin í þjóð- arbúskapnum, þjóðartekjurnar, skiptahlutinn. Hann er undirstaða batans í almennum kjörum fólks — ásamt viðskiptakjörum þjóðarinnar við umheiminn. Allt í skötulíki í stigaganginum Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Arnmundur Backman: Hermann, skáldsaga Útg. Frjálst framtak 1989 í kynningu um þessa fyrstu skáld- sögu Ammundar Backman segir að hún sé gamansöm hetjusaga um nútimamanninn, hinn vinnandi ís- lending. Satt er að eitthvað vinnur Hermann og félagar hans í stiga- ganpinum. En þeir tala einnig mikið og er fátt mannlegt þeim óviðkom- andi. Sagan gerist meðal íbúa í fjölbýl- ishúsi í desembermánuði. Sögumað- urinn er Hermann og fjallað er mis- munandi ítarlega um flestar fjöl- skyldurnar sem búa í stigagangin- um. Desember er flestum þessara fjölskyldna hinn ferlegasti tími, jóla- stresstíminn er að ganga í garð. Menn vilja ekki láta það ná tökum á sér en þeir sogast með og inn í sömu hringiðuna og fyrr, nauðugir viljugir. Meðal þessa fólks er fátt sem er ekki að gerast. Fólk á í hjóna- bandsvandræðum, drykkjuvandræð- um, peningavandræðum. Rétt eins og gengúr og gerist. Að því leyti hygg ég að Arnmundur sé með nokk- uð fjölbreytilega mannlífsmynd í bók sinni. Hann hefur kímilegan frá- sagnarmáta, temur sér ákveðið kæruleysi sem gefur sögunni, eink- um framan af, óþvingaðan léttleika. Það má til sanns vegar færa að hér eru á rúmum 220 blaðsíðum tekin fyrir öll helstu meginvandamál íslensks þjóðfélags. Ekki lítið í ráð- ist' enda fannst mér bókin ofhlaðin svo að hún rís fljótlega upp á rönd og jafnvægi næst ekki. Persónurnar eru málglaðar og höfundur leyfir þeim að láta gamm- inn geisa átölulaust. Dæmi eru mý- mörg, meðal annars þegar fyrir dyr- um stendur að Hermann fái fisk í matinn, þá fara næstu blaðsíður í að lýsa því máli. Ekki aðeins afstöðu Arnmundur Backman íslendinga til fiskáts gegnum aldirn- ar, heldur er fjallað með stöðugum málalengingum sérstaklega um skötuát í blokkinni og þau vandræði sem af því hafa hlotist að Hermanni þykir góð skata. Sama má segja um mörg önnur mál, hjónabandið og kynlífið verður höfundi uppspretta langs máls, bernskuminningar, landslag, pólitík. Það er því ekki ofmælt að víða er komið við og er yfirleitt talað of mikið og of lengi um hvert atriði svo að ýmsar ágæt- ar hugmyndir týnast í mergðinni og ádeilan fer forgörðum. Af þessari bók Arnmundar Back- man, sem er frumraun hans í skáld- sagnagerð, má sjá að hann hefur ágæta ritgáfu og hæfileika til að sjá hið tragikómíska í umhverf i og sam- félaginu almennt. Á hinn bóginn hefði hann þurft að leggja niður fyrir sér hvað hann vildi sagt hafa með þessari sögu. Það er ekki fjarri lagi að í þessari bók séu eins konar drög að þó nokkrum skáldsögum, fáeinum ritgerðarsöfnum um þjóð- félagsmál og hugvekjubækur nokkr- ar um minningar og þjóðlegan fróð- leik. í (I I I I I í ( ( ( -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.