Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 76
SAGA CLASS Ferðafrelsi FLUGLEIDIR ttgmiÞIfltfeffe FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. DAGAR TIL JÓLA VSÍ vill að stjórnvöld ógildi endurskoðunarákvæði samningsins BANDALAG háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna fær á næsta ári að minnsta kosti 7% launahækkun, samkvæmt kjarasamning-i BHMR og rikisins. Laun BHMR hækka um 1,5% þann 1. janúar, 1,5% 1. maí og um minnst einn launaflokk þann 1. júlí. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins telur Þjóðhagsstofhun að samningurinn feli í sér ekki minni launahækkun en 7% á árinu 1990 fyrir félaga í BHMR. Stjórnvöld á hinn bóginn telja að ekkert liggi fyrir um það að launa- flokkahækkunin þann 1. júlí nk. komi til framkvæmda og úr því fáist ekki skorið fyrr en samanburði á kjörum félaga í BHMR og háskóla- menntaðra manna á almenna vinnu- markaðnum er lokið, en slík könnun eru nú í vinnslu hjá Gallup á íslandi. „Ég benti á það á aðalfundi Sam- taka íslenskra fiskvinnslustöðva í haust að ef nást ættu vitrænir kjara- samningar, þá væri þetta ákvæði í sgmningunum við BHMR um launa- flokkahækkun, að loknum saman- burði við almenna markaðinn, hrein tímasprengja," sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Ég sagði einnig að ef stjóm- völdum væri það kappsmál að vit- rænir samningar næðust, þá skyldu þau hafa það sem sitt fyrsta verk að taka þessa tímasprengju úr sam- bandi,“ sagði Einar Oddur. Kjarasamningur BHMR er til árs- ins 1994. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, vildi ekkert um málið segja er Morgunblaðið ræddi við hann í gær, né um það hvort hann teldi að BHMR-samningurinn gæfi vísbendingu um hvaða lág- maitkslaunahækkun BSRB og ASÍ gætu sætt sig við. mínnsta kostí 7% næsta ár Jólamynd úr Sandvíkurhreppi Morgunblaoio/KAX Börnin í fjósglugganum á bænum Hreiðurborg í Sandvíkurhreppi í Arnessýslu bíða greinilega spennt eftir jólunum og ekki er annað að sjá en kettlingurinn og hundurinn séu í góðum félagsskap. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar ört: Búist við áframhaldandi hækk- unum og jaftivel verðsprengingu Mjög- alvarlegt mál fyrir útgerðina segir Kristján Ragnarsson OLIUVERÐ fer um þessar mundir ört hækkandi á heimsmarkaði og er tonnið af gasolíu nú skráð á 212 dollara, en við síðustu verðákvörð- un hér á landi var meðalverð birgða í landinu 186 dollarar. Búist er við áframhaldandi verðhækkunum, jafhvel svo að kalla megi „verð- sprengingu á endanum," eins og talsmaður eins olíufélaganna orðaði það. Þá hafa orðið truflanir á afgreiðslu bensíns og gasolíu til íslands frá Sovétríkjunum. Helstu ástæður þessara verð- hækkana nú eru mikill innflutningur Bandaríkjamanna, kuldi í allri Evr- ópu og samstaða ÓPEC-ríkjanna um að halda framleiðslukvótum og þar með háu verði. Innflutningur Banda- ríkjamanna er talinn valda mestu um verðhækkanirnar, hins vegar fengust ekki skýringar á því, hvers vegna hann hefur aukist undanfarið. „Þetta er mjög íþyngjandi fyrir okkur öll og mjög alvarlegt mál fyr- ir útgerðina," sagði Kristján Ragn- arsson framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna í gærkvöldi. Hann kvaðst ekki enn hafa upplýsingar um hvort orðið væri hagstæðara fyrir íslensk skip að kaupa olíu hér heima heldur en erlendis. Fyrir tveimur mánuðum var með- alverð birgða hér á landi 165 dollar- ar, í byijun mánaðarins 186 dollarar og þá voru um 43 þúsund tonn af gasolíu til í birgðum. Nú er verðið 212 dollarar og fer hækkandi. Hækkun olíuverðs hefur bein áhrif á kjör sjómanna, þar sem hluta- skipti skerðast við hækkun. Kristján segir að við verðlagninguna fyrir tveimur mánuðum hafi áhrifin á Nýir skattar á bíla nema 900 millj. kr. AUKNAR tekjur ríkissjóðs vegna hækkunar bensíngjalds 2. desem- ber síðastliðinn og vegna hækkun- ar kílógjalds í 5,20 krónur nema tæpum 900 milljónum króna á næsta ári. Fjármálaráðuneytið áætlar að hækkun kílógjaldsins skili 600 milljónum króna og að gjaldið í heild skili 1.290 milljón- um. Sé gert ráð fyrir 10% vísitölu- hækkun á kílógjaldið síðari hluta næsta árs og reiknað samkvæmt áætlaðri meðalþyngd bíla, gætu tekj- ur ríkissjóðs orðið 1.800 milljónir af kílógjaldi. í virðisaukaskattskerfi verða bif- reiðatryggingar skattlausar, en þær bera söluskatt nú. Af þeim sökum léttast álögur á bifreiðaeigendur um rúmar 600 milljónir króna á næsta árs verðlagi. A móti því koma hinir nýju skattar, 890 milljónir. Heildartekjur ríkissjóðs af bílum og rekstri þeirra þetta ár eru áætlað- ar um 12,5 milljarðar króna. Til vegamála fara 3,2 milljarðar, eða 25,6%. Miðað við áætlanir fjárlaga og verðlagshækkanir fer hlutfall það lækkandi, sem rennur til vegamála á næsta ári. Sjá fréttaskýringu á miðopnu. hlutaskiptin verið 1% og um síðustu mánaðamót 2%. „Það hefur enginn spáð fyrir um verðhækkun á olíu núna,“ segir hann. „Það er kannski eins og venjulega, að ef menn spá ekki, þá hækki verðið, og ef þeir spá því, þá gerist það ekki. Menn sjá þetta víst aldrei fyrir að minnsta kosti." Undanfarið hafa orðið truflanir á afgreiðslu bensíns og gasolíu frá Sovétrikjunum. Afgreiðslu farma hefur seinkað og því eru birgðir í landinu minni en alla jafnan. Barnungir peru- þjófar gripnir; Fjaðurhníf- ur tekinn af 8 ára dreng LÖGREGLAN í Hafharfírði hefur haft uppi á nokkrum drengjum, sem hafa játað stuld á ljósaperum úr jóla- skreytingum, meðal annars af jólatrénu í miðbæ Hafnar- fjarðar. Tveir þessara drengja eru að- eins átta ára. Unglingar stóðu þá að verki á þriðjudag, þar sem þeir voru að stela perum úr jóla- skreytingu. Unglingarnir héldu drengjunum og kölluðu til lög- reglu. í ljós kom, að annar þess- ara átta ára drengja var með fjaðurhníf með 12 sentimetra blaði í vasanum. Lögreglan kvaðst ekki þekkja önnur dæmi þess, að svo ungt barn gengi með jafn hættulegt vopn á sér. Laun BHMR hækka um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.