Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ' KIMMTUDAGUR 14. DKSEMBKR' 1989 47 Jarðyrkju og kvikfjárrækt. Strand- menningu, svo sem veiðar á fisk, sel, hákarli, hval, fuglum og fleira. Heimilisstörf eins og mataragerð, handiðnir o.fl. Trúarhætti, munn- mentir og bókmenningu, svo sem málsögu bókagerð, læsi, sögur, kvæði og gátur. Vísindi og alþýðu- fræði, lækningar, veðurfræði, tímat- al, dulargáfur o.fl. Sjónmenntir, skurðlist, listmálun, skrift, tixtíll, málmsmíð, byggingarlist o.þ.h. Samgöngur, verslun og félagslíf. Fólkið í bændasamfélaginu, mótun, yfirbragð, daglegt líf og fleira. Einna erfiðlegast hefur gengið að fá dýralækni til þess að skrifa um dýralækningar og er ekki enn útséð með hvort það tekst að sögn Frosta.„Raunar er það svo að höf- undarnir hafa mjög misjafnlega mikið fyrir þessum skrifum sínum,“ sagði Frosti ennfremur. „Vissa þætti hefði hreint ekki verið hægt að skrifa á þann hátt sem nú er gert, fyrir nokkrum árum. Má þar til dæmis nefna þátt- inn um strandmenninguna. Fyrir t.d. tíu árum hefði verið margfalt meiri erfiðleikum bundið að skrifa þann þátt. Nú liggur fyrir hið vandaða rit Lúðvíks Kristjánssonar íslenskir sjávarhættir sem er undirstöðurit í slíkum fræðum í dag. Um einn tíundi efnis þess verks er í íslenskri þjóð- menningu. í þættinum um hand- menntir er sagt frá tágariðn. Þetta efni er hægt að skrifa um í dag en hefði sömuleiðis verið erfitt að fá gert fyrir tíu árum. Svona mætti telja áfram. Það er. ekki hægt að ganga framhjá því að um suma efn- isþætti hefur verið mikið skrifað og hægt að styðjast við það en um aðra hefur lítið verið ritað og þá aðeins hægt að vinna eftir frumheimildum sem er vitaskuld miklu seinlegra. Einn stór liður í ritstjórn minni er að sjá um að menn geti heimilda. Ég hef fylgst grannt með að menn vísi til heimilda. Allar slíkar tilví- sanir eru neðanmáls og svo er heim- ildaritaskrá í lokin. Þessar bækur eru því nokkurs konar lyklar að frumheimildum, og eiga að gagnast jafnt bæði leikmönnum sem fræði- mönnum. Atriðisorða- og nafnaskrár fylgja þessum ritum og að baki þeim liggur meiri vinna en menn getur almennt órað fyrir. Mér þykir trúlegt að Hafsteinn Guðmundsson sé einn af frumkvöðlunum á þessu sviði. Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, sem hann gaf út, fylgir heilt bindi af ítar- legum skrám sem eru lyklar að verk- inu. þar er reynt að gefa nánari upplýsingar um hvern einstakling sem í þjóðsögunum er nefndur. Þess- ar nafnaskrár hafa m.a. orðið að gagni við ritun kafla í Islenska þjóð- menningu." Frosti F. Jóhannsson er þjóðhátta- fræðingur að mennt og vann m.a. við Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns og kenndi við Háskóla íslands áður en hann hóf störf sem ritstjóri ís- lenskrar þjóðmenningar. Hann er fæddur árið 1952 að Ljósalandi í Skagafirði. „Ég er að vísu ekki maðuf tveggja alda eins og Haf- steinnn Guðmundsson segir stund- um bæði í gamni og alvöru um sjálf- an sig. Eigi að síður er ég með nokkrum hætti maður hins gamla og nýja tíma rétt eins og hann. Ég ólst upp í sveit þar sem gamli tíminn hafði enn sterk ítök í hinu daglega lífi og þanpig kynntist ég ýmsu af því sem í þssum ritum er um fjall- að. Þegar ég svo hins vegar tók við ritstjórn þessara rita þá var nýi tíminn að taka völdin í prentiðnaðin- um. Þá voru prentsmiðjurnar í vax- andi mæli að taka á móti öllu efni í „gegnum einkatölvur", ef svo má segja, ég hef því lítið kynnst hinum gömlu vinnubrögðum prentiðnaðar- ins. Það hefur því verið mjög lær- dómsríkt fyrir mig að vinna með Hafsteini Guðmundssyni sem hefur áratuga reynslu í prentlist og útg- áfumálum. Hann sá nær algerlega um útlitshönnun bókanna um íslenska þjóðmenningu. Hann hefur mjög fastmótaðar skoðanir á ýmsu í þeim efnum. Hins vegar voru mér gefnar mjög fijálsar hendur við að skipuleggja efnistök þessara bóka að ýmsu öðru leyti. Guðrún Guðlaugsdóttir Sálin og draumurinn Hilómpiötur Árni Matthíasson SÁLIN hans Jóns míns, Hvar er Draumurinn? Sálin hans Jóns mins var á sínum tíma stofnuð sem hermi- sveit og sendi frá sér eina breiðsk- ífu sem ekki er vert að minnast fyrir meira en skammtíma skemmtigildi hennar. Stuttu eftir það tók sveitin stakkaskiptum og við stjórn hennar tóku Stefán Hilmarsson söngvari og Guð- mundur Jónsson gítarleikari. Ekki verður rakinn frekar ferill Sálarinnar hér, en þó ber að geta þess að sveitin hefur sent frá sér fjögur lög á réttu ári og náðu þau lög öll, sem Guðmundur Jónsson samdi, Stefán Hilmarsson texta, mikilli hylli. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem menn biðu fyrstu breiðskífunnar, sem út kom fyrir skemmstu. Sú skífa heitir Hvar er draumurinn? Lagasmiðurinn Guðmundur, sem hóf feril sinn í keflvísku sveit- inni Kikk, á heiðurinn af öllum lögum plötunnar en Stefán semur flesta texta. Stefán segist sjálfur hafa samið sinn fyrsta texta fyrir ári, en á plötunni nýju eru textar hans eru sumir hálfgerðar heil- ræðavísur og greinilegt að hann hefur fullan hug á að syngja um fleira en „fiðurmjúka arma“. Stef- án kemst og vel frá plötunni sem textahöfundur, þó enn eigi hann nokkuð í land í að móta persónu- legan stíl. Það verkar til að mynda ankannanlega að heyra eftirfar- andi hendingu í nútímalegu popp- lagi: „Ég vil verða halur þinn/og þú verður mitt sprund." Eins og áður sagði á Guðmund- ur öll lög á plötunni og sannar að fáir popplagasmiðir eru honum fremri um þessar mundir. Best tekst honum upp í laginu vinsæla Hvar er draumurinn?, en önnur lög á eru vel frambærileg s.s. Ævin er augnablik og Auður en önnur, s.s. Gefðu mér, Öskrið og Ræfillinn ná ekki að lifna fyrir eyrum áheyrandans og það þó í Öskrinu bregði fyrir prýðis rokk- töktum. Guðmundur er með meira en létta rokktónlist undir í laga- smiðju sinni (sbr. rokktakta í Salt í sárin) og gaman væri ef hann beitti meira svörtum „fönk“tökt- um sem bregður fyrir í mörgum lögum. Hljómur allur á plötunni er prýðilegur og útsetningamar einkar vel heppnaðar, þó finna megi hnökra sem skrifast á reynsluleysi. í fáum orðum er Hvar er draumurinn? afbragðs frumburð- ur einnar fremstu poppsveitar landsins. Plata sem spannar flest- ar hliðar aðgengilegrar popptón- listar. B MÓTMÆLI- Á miðstjórnar- fundi Málm- og skipasmiðasam- bands íslands, sem haldinn var 5. desember síðastliðinn, var eftirfar- andi einróma samþykkt: Miðstjórn- arfundur MSÍ mótmælir harðlega þeim verðhækkunum á landbúnað- arvörum og opinberri þjónustu, sem dynja yfir launþega um þessar mundir. ■ ÁLYKTUN KÍ - Fulltrúaráð Kennarasambands ísíands lýsir yfir fullum stuðningi við þá kröfu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja að samningaviðræðum við ríki og sveitarfélög verði þegar í stað komið á og krefst þess meðal ann- ars að sú kjaraskerðing, sem launa- fólk hafi orðið fyrir, verði leiðrétt. Stjórnun fiskveiða / eftir Sigfús Sigfússon Kærí viðtakandi. Tilefni skrifa minna er hið hörmulega ástand sem er að skapast í fiskveiðimálum þjóð- arinnar. Ég þarf ekki að fara mörg- um orðum um það stjórnleysi sem hefur þrifist í framsóknarfjósinu á skrifborði Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra. Heilu bæjar- og byggðarfélögin að komast í þrot vegna vöntunar á fiski, svartamark- aðsbrask með kvóta, fjölgun fiski- skipa, eftirlitslaus ferskfiskútflutn- ingur, óeðlileg sala ’ fiskiskipa milli lándshluta, útvegsbændum gert skylt að endurbæta skip sín fyrir meiri pening en kostar að kaupa ný, skip- asmíðastöðvar í erfiðleikum og sjálf- sagt mætti lengur telja. Bæjar- og byggðarfélögum bjargað til bráða- birgða úr vasa Byggðastofnunar, sem hefur að því er virðist ótakmark- að lánstraust hjá erlendum lána- stofnunum. En að öðru leyti ræður frumskógarlögmálið. Ég hef þá skoðun að það þurfi mann sem hefur ekkert vit á sjávar- útvegsmálum til að skapa þá óreiðu sem orðin er á þessum vettvangi. Þess vegna legg ég til að stjómun fiskveiða verði að mestu leyti færð til útvegsmanna og fiskverkenda sjálfra og sjávarútvegsráðuneytið verði lagt niður í þeirri mynd sem það er í nú. Ef á að halda byggðum landsins í jafnvægi, þurfa þær að vita að hveiju þær geta gengið þeg- ar aflamark (heildar) er ákveðið. Það verður að útiloka þann möguleika að stærstur hluti kvótans fari á fá- eina útvalda staði, eins og stefnan virðist vera nú. Það er hægt með því að fjórðunga kvótann, deila hon- um á landshlutana og láta útvegs- menn og fiskverkendur ráðstafa af- lanum sjálfa. Þeir veldu í ráð eða nefndir sem miðluðu síðan aflanum eftir þörfum t.d. 3-4 sinnum á ári. Sjávarútvegsráðuneytið ætti einung- is að vera úrskurðaraðili í ágreinings-^ efnum sem upp kynnu að koma. Það er sárt til þess að vita að sú spilling sem þrífst innan kvótakerfis- ins er runnin undan rifjum pólitískra valdhafa sem setja viðkomandi at- hafnamenn í þá stöðu að hver bjarg- ar sér sem betur getur án tillits til þjóðarhagsmuna. Að lokum, ég skora á alla þá sem þjóðin hefur kosið yfir sig að taka nú höndum saman og leiða sjávarút- veginn út úr þeim ógöngum sem hann er nú kominn í. Við skulum minnast þess landsmenn allir að fisk- urinn er aðalútflutningsvaran okkar og lífæð landsbyggðarinnar. Kvóta- kerfið má aldrei aftur verða leikfang pólitískra hrossakaupmanna. Höfíindur er sjómaður í Kefla vík. Joln markaðdl Vörumarkaóur allt órió i W Nýjar vörur I JL HUSINU, 2. HÆÐ SÍMI11911 Verslunin Búsóhöld og Gjaf avörur - Leikfanga- og Gjafahúsió Kaff i- og matarstell, glös, hnífapör, svissneskar klukkur, sængur, koddar, sængurverasett, kápur, úlpur, buxur, blússur, jakkar, pils, barnafatnaóur, skyrtur, og margt, margt f leira. Bókamarkaóur s-k- i • f• a• n Hljómplötur og geisladiskar Opió frá kl. 10-18.30 Laugardaga frá kl. 10-18 Samkort Vid erum i VERSLUNARMIÐSTÖO VESTURBÆJAR HRINGBRAUT 121 jyx A1IKLIG4RDUR - restur PÍZ2A-RAMÍ HEIMSENDING / bx RAFBÚÐ VESTURBÆJAR HF. simi 622732 Ay Hársnyrting W^GREIFVm simi 21066 v J>peimDííabari simi 22077 8öluturn í JL-h úsinu Verslunin Búsáhöld og Gjaf avörur simi 11981 Videoleiga og sölutum simi 17620 ^fiÍL BAKARl KOIDITORI KAFFl simi 15676 Opið til kl. 22.00 öll kvöld. ÓSKABLÓMIÐ simi 625880
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.