Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. iDESEMBER 11989 Hallgrímur Bjarnason frá Tjörn í Biskupstungum og Valgerður Stef- ánsdóttir frá Rifshalakoti i Rangár- vallasýslu. Þau eignuðust 4 börn: Bjarnhéðin, sem var elstur, Ingi- gerði og Guðlaufi s'em báðar eru látnar, og Stefán. Bjarnhéðinn var garðyrkjumaður að mennt en fékkst mestan hluta ævinnar við önnur störf. Hann réðst ungur til starfa hjá Reykjavíkur- borg og hafði lengst af yfirumsjón með gæsluvöllum borgarinnar. Árið 1953 gekk Bjarnhéðinn að eiga Dagnýju Pálsdóttur, hjúkrun- arfræðing, ættaða frá Þýskalandi. Þau eignuðust fjórar dætur: Elísa- betu (f. 1953), lyijafræðing í Þýska- landi, sem gift er Jörg Steinmann, lækni; Hallgerði (f. 1955), hjúkr- unarfræðing í Þýskalandi, sem gift er Inga Boga Bogasyni, lektor; Dagnýju (f. 1959), hjúkrunarfræð- ing, sem gift er Bernt Roar Kasp- ersen, kerfisfræðingi, og Karenu (f. 1970) sem lýkur stúdentsprófi næsta vor. Hún er trúlofuð Tómasi Torfasyni, rekstrarfræðinema. Auk dætranna eignaðist Bjarnhéðinn einn son fyrir hjónaband, Þórhall. Viðkynni Bjamhéðins og þess sem hér heldur á penna eru orðin löng í árum talið. Eins og góðri vináttu sæmir hófst hún ekkert endilega vel. Bjarnhéðni þótti nógu vænt um dætur sínar til þess að hafa náið auga með því hvetja þær umgengust. Bjarnhéðinn var á hinn bóginn fljótur að bijóta ísinn og eftir því sem árin liðu komu eigin- Ieikar hans betur í ljós, mannkostir sem hann flíkaði ekki hversdags- lega. Það var gaman að eiga glaða stund með Bjarnhéðni því að glað- værðin var óijúfanlegur þáttur í skapgerð hans. Þótt tengdasynirnir væru frá þrem þjóðlöndum gaf Bjarnhéðinn sundurlausum upp- runa þeirra ákveðinn samnefnara sem byggðist m.a. á alíslenskri gestrisni og persónulegri kímni. Hann átti það til að senda tengda- sonunum góðlátleg skeyti, kvartaði stundum yfir því hve erfitt væri að skilja þá, .jafnvel þótt þeir tali íslensku". Bjarnhéðinn var skapstór rnaður og hafði til að bera ákveðna reisn sem þó var sveigjanleg. Hann hafði fastar skoðanir á mönnum og mál- efnum, sætti sig ekki við einhveijar sýndarmálamiðlanir sem voru ein- göngu til að halda stundarfrið. Honum var þvert um geð að gerast jábróðir annarra sakir kurteisi eða misskilins umburðarlyndis. Lífsskoðun sinni tróð hann samt ekki uppi á neinn en gaf á hinn bóginn færi á því að skeggræða eitt og annað sem hann vissi að menn voru ekki á eitt sáttir um. Með þessu móti kynntist maður smátt og smátt trúmennsku hans og hollustu við það og þá sem hann tók að sér. Oft flaug manni í hug áð hann svaraði kröfum, sem gerð- ar voru til hans, af köllun en ekki nauðsyn. Eitt sýnist mér sérstak- lega vera til vitnis um þetta. Ef hann var beðinn einhvers þá gerði hann það — ekki bráðum, eða þeg- ar „gott“ tækifæri gæfist — heldur aldrei seinna en strax. Lengi hefur mér fundist Bjarn- héðinn vera einn af seinustu Islend- ingunum með heiibrigt siðferði. Hjá honum hafði verðbólguhugsunar- háttur ekki eyðilagt hugtökin „rétt“ og „rangt“, ýmis andleg verðmæti .héldu sínu gildi, alveg sama hvaða hvirfilvindar beljuðu kringum hann. Bjarnhéðinn lét ekki drepa á dreif afstöðu sinni til manna og málefna með þeim rökum að flest sé í heim- inum afstætt. Að þessu leyti minnti hann á afa í Brekkukoti: hjá honum 67. Morgunblaðið/Emilía Steinn Kárason og Eva Gunnlaugsdóttir í versluninni Blómahafið. var fiskverðið alltaf það sama óháð aflabrögðum. Lífsmáti Bjarnhéðins var agaður. Sérhver athöfn hafði sinn tíma. Meðan hann vann þá vann hann. (í þau fáu. skipti sem ég þurfti að hitta hann af persónulegum ástæð- um í vinnutíma hafði ég á tilfinning- unni að ég truflaði.) Þannig lauk hann vinnudegi sínum á skikkanleg- um tíma til þess að komast heim og njóta samvista konu sinnar og dætra — og síðar barnabarna. Þarna ávaxtaði hann sitt pund ríku- lega án þess að bera það við að ræða uppeldisfræði sín á einn eða annan hátt. Slíkt var óþarfi. Að þessu leytinu var ríkidæmi hans víðfeðmara en margra sem hringla digrum veraldlegum sjóðum og týna sjálfum sér í flaumósa hringdansi um eigið sjálf. Og við ut'ðum ríkari sem vorum nálægt Bjarnhéðni. Síðastliðið sum- ar, oftast í blíðskaparveðri, nutu litlu börnin samvista afa og ömmu á rölti um háa beykiskóga og brenn- heitar baðstrendur. Þessi tími er liðinn en Bjarnhéðinn skilur eftir í hugum okkar auðlegð sem ekki gjaldfellur. Ingi Bogi Bogason Ég var svo heppinn að fá að vera með Bjarnhéðni afa síðastliðið sumar. Ég og afi fórum oft í mini- golf hérna í Þýskalándi. Hann var alltaf mjög góður við okkur krakk- ana. Hann var alltaf að gefa okkur eitthvað. Svona voru þessar ijórar vikur sem að hann var hér í Þýska- landi. Svo fékk ég að búa hjá hon- um og ömmu í tvær vikut' á Is- landi. Og þar var það alveg sama sagan. Hann stjanaði bókstaflega við mann. Og við öll, sem höfum þekkt hann, vitum að við vorum mjög heppin að hafa átt hann að. Og ég ætla að vona að við eigum öll eftir að muna eftir honum hress- um og kátum eins og hann var oft- ast. Tómas Ingason ■ NÝ BLÓMAVERSLUN- Haf- inn var rekstur á versluninni Blóma- hafið við Gullinbrú fyrir skömmu en þar eru seld afskorin blóm, potta- blóm og blómaskreytingar,. svo ’og gjafavara. Eigendur Blómahafsins eru hjónin Kristín Arnardóttir og Steinn Kárason, ylræktarfræðing- ur og skrúðgarðameistari, en hann riistýrði tímaritinu Gróandanum um skeið. Verslunin er opin til klukkan 22 öll kvöld. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGFRÍÐ BREIÐFJÖRÐ, Réttarholtsvegi 89, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 15. desember kl. 15.00. Grétar Breiðfjörð, Kolbrún Dam, Jörgen Dam, Ævar Breiðfjörð, Ásta Guðjónsdóttir, Ragnar Breiðfjörð, Jóna Kristinsdóttir, Dorothy M. Breiðfjörð, Danfel Guðmundsson, Óskar Breiðfjörð, Margrét Breiðfjörð, Kristin Breiðfjörð, Jón Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Otför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, ÁRNA MAGNÚSSONAR, Víðihóli, Mosfellsdal, fer fram mánudaginn 18. desember. Athöfnin hefst kl. 15.00 í Fossvogskirkju. Guðrún Elísabet Þórðardóttir, Þórdís Árnadóttir, Ingvar Birgir Friðleifsson, Þórður Árnason. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI F. HALLDÓRSSON fyrrv. skólastjóri, - Háteigi7, Keflavik, verður jarðsunginn frá Vtri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 1 5. des- ember kl. 14.00. Gunnar Örn Arnarson, Anna Ó. Bjarnadóttir, Björn Bjarnason, Einar S. Bjarnason, Fanney S. Bjarnadóttir, Bjarni S. Bjarnason, Guðrún S. Björnsdóttir, Jón Erlendsson, Guðrún Skúladóttir, Sigriður Gisladóttir, Þorvaldur Ólafsson, Guðrún Richardsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNU GUÐJÓNSDÓTTUR, fv. formanns Verkakvennafélagsins Framsóknar. Sérstakar þakkir til stjórnar og félagsmanna Vkf. Framsóknar og starfsfólks sjúkradeildar, 3. hæð Hrafnistu í Hafnarfirði. Fyrir hönd vina og ættingja, Þórunn Valdimarsdóttir, Kristín Bjarnadóttir. t Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og útför SIGHVATAR SIGURJÓNSSONAR, Gnoðarvogi 40. Fyrir hönd ættingja hins látna, Guðrún ívarsdóttir, Innilegar þakkir fyrir aðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS ELÍASAR BJÖRNSSONAR, Faxastig 5, Vestmannaeyjum. Sigríður Sigurðardóttir, Óskar Elias Oskarsson, Guðný Óskarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Ármey Óskarsdóttir, Sigurður Agnar Sigurbjörnsson Margrét Óskarsdóttir, Auðberg Óli Valtýsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum, sem sýndu-okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hlíðarvegi 76, Njarðvík. Ólafur í. Hannesson, Hannes J. Ólafsson, Kristin Gunnarsdóttir, Ottó Ólafsson, Magnea Reynarsdóttir, Björn Olafsson, Oddný Leifsdóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim fölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU INGIBJARGAR ÁSGRÍMSDÓTTUR, Einigrund 3, Akranesi. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks sjúkrahúss Akraness og krabbameinsdeildar Landspítalans, sem önnuðust hana í veik- indum hennar. Sigurður Jónsson, Jón Atli Sigurðsson, Sigrún Eliasdóttir, Sigurður Arnar Sigurðsson, Ásgeir Guðmundur Sigurðsson og barnabörn. REGINE DEFORGES Régine Deforges er lesendum að góðu kunn fyrir bækurnar um Stúlkuna á bláa hjólinu. Nýja bókin hennar heitir: Himlnninn yllr Novgorod Rússneska miðaldaprinsessan Anne frá Novgorod yfirgefur áhyggjuleysi æskunnar til að gerast drottning í Frakklandi. Af tilfinningu og innlifun lýsir höfundur ástum og hatri, guðrækni og guðleysi, stríði og friði, undirgefni og vináttu stórbrotinna sögupersóna ÍSAFOLD f * * jl8 arma. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.