Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 Brýnt að efla dagskrár- gerð vegna örra breytinga í fjölmiðlun í umheiminum - segir Sveinn Einarsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins „Það er yfirlýst stefiia Sjón- varpsins að efla innlenda dag- skrárgerð. Það virðist vera samdóma áljt allra sem þar um fjalla að það sé mjög nauðsynleg og æskileg þróun. Auðvitað blandast saman við það þjóðern- iskennd, við íslendingar erum þannig að við viljum gera vel í öllum efnum og þarna er um að ræða svið sem snertir allar greinar þjóðlífs okkar,“ sagði Sveinn Einarsson, dagskrár- stjóri Sjónvarpsins, í samtali við Morgunblaðið um hver stefhan væri í íslenskri dagskrárgerð og hver verkefiiin væru í næstu framtíð. Sjónvarpið endurspegli þjóðlífið Sveinn benti á að umræðan í samfélaginu færi mikið til fram í sjónvarpi bæði í fréttum og ýmis konar þáttum tengdum því sem efst væri á baugi í þjóðmálunum hveiju sinni. Þá færi talsverð sköpun fram í sjónvarpi, hvort sem um væri að ræða á sviði bók- mennta, leiklistar eða tónlistar. „Sem menningar- og skemmti- tæki er sjónvarpið komið til að vera sá heimilisvinur sem það þeg- ar er orðið og mjög eðlilegt fyrst við búum nú í þessu landi að það spegli þá eitthvað af því lífi sem hér er lifað bæði hvað varðar þau almennu einkenni sem við eigum sameiginleg með öðrum þjóðum og þau sérkenni sem gera það að verkum að við erum íslendingar en ekki einhver önnur þjóð. Svo er náttúrlega önnur ástæða sem gerir það að verkum að ein- mitt þessi ár er mjög brýnt að efla innlenda dagskrárgerð og það eru þær öru breytingar sem eiga sér stað í fjölmiðlun í umheimin- um. Nú þegar er nokkur hluti þjóð- arinnar farinn að ná fjölda er- lendra sjónvarpsstöðva í gegnum gervihnetti og það á eftir að auk- ast. Ég held að það sé spáð einum 16 rásum á næsta ári eða þarnæsta og ég hef heyrt nefndar á annað hundrað 'rásir í Evrópu árið 1992. Hvort sem þessar tölur eru nákvæmar eða ekki er það auðvitað augljóst að framboð er- lends efnis, bæði úrvalsefnis og rusls, ef ég má leyfa mér að orða það þannig, kemur til með að auk- ast stórkostlega. Þetta er rás sög- unnar og henni verður aldrei snú- ið við, en nýjum ögrunum, nýjum kröfum og nýjum tímum þarf að bregðast við með vitrænum hætti. Við Islendingar virðumst vera samdóma um það, ef við ætlum að halda áfram að lifa í þessu landi sem sjálfstæð þjóð með sjálfstæða menningu og sjálfstætt atvinnulíf, þá sé hluti af þeirri sjálfsvitund okkar fólgin í því að eiga íslenskt sjónvarp fyrir Islendinga," sagði Sveinn. Innlend dagskrá nú 40-42% Hann sagði að erlendis hefði víða farið fram talsverð umræða um það hversu stór hluti dagskrár- ihnar ætti að vera innlendur og sumar þjóðir hefðu beinlínis sett ákveðinn kvóta til að tryggja stöðu innlends efnis, einkum þegar stór hluti efnisins væri frá engilsax- neska menningarhlutanum. Evr- ópskar sjónvarpsstöðvar væru nú að taka sig saman gegn því flæði af ensku og amerísku afþreyingar- efni, sem hafi á tiltölulega ódýran hátt komist inn í margar sjón- varpsstöðvar og vilji ákveðnar reglur um það hve mikið af efninu eigi að vera evrópskt og hve mik- ið frá öðrum löndum. Hann segist persónulega vera fremur andvígur því að setja reglustrikureglur í þessum efnum, „en ég held að engin þjóð með raunverulega sjálfsvirðingu sætti sig við að meirihluti sjónvarpaðs efnis sé á einu erlendu tungumáli. Hlutfall íslensks. efnis var lengi vel um 35% en betur má ef duga skal. Eftir stóraukið átak að und- anförnu skilst mér að hlutfallið sé nú 40-42% og ef það markmið á að nást að íslenskt efni verði 50% af dagskránni, þarf að efla dag- Þá væri verið að sýna vinsæia myndröð um Fugla landsins, þar sem sérhver fugl væri tekinn fyrir og kynntur í 5-10 mínútna þætti. Sýningar stæðu yfir á myndröð- inni Hin rámu regindjúp, þar sem jarðsagan væri rakin. Þetta væri mjög metnaðarfullt verk á alþjóð- legan mælikvarða hjá Guðmundi Sigvaldasyni, jarðfræðingi, og Jóni Hermannssyni, kvikmynda- gerðarmanni. Önnur þáttaröð um Islendingaslóðirnar í Kaupmanna- höfn yrði framsýnd eftir áramótin, en hana hefði Saga film gert fyr- ir Sjónvarpið og leiðsögumaður væri Björn Th. Björnsson, sem skrifað hefði vinsæla bók um þetta efni. Atriði úr Steinbarni eftir Vilborgu Einarsdóttur og Kristján Frið- riksson, sem Sjónvarpið sýnir á nýársdag. Rúrik Haraldsson og Lilja Þórisdóttir í hlutverkum sínum. skrárgerð á öllum tegundum efn-' is,“ sagði Sveinn. Hann sagði að nú í vetur muni gamall draumur rætast um að frumsýna í hverjum mánuði eitt leikið íslenskt verk í vetrardag- skrá. Á síðasta vetrardag hafi Stríðsárablús verið sýndur og 1. desember sjónvarpskvikmyndin Nóttin já nóttin eftir Sigurð Páls- son. Verðlaunaleikritið Steinbarn eftir Vilborgu Einarsdóttur og Kristján Friðriksson verði frum- sýnt á nýársdag og áramótaskaup- ið sé á sínum stað á gamlársdag. Leikritið Englakroppar verði frumsýnt í lok janúar og fyrsta íslenska óperan sem flutt sé í sjón- varpi verði sýnd í febrúar. Hún heiti Mann hef ég séð og sé eftir Karólínu Eiríksdóttur. Því næst verði sýndur gamanleikur eftir Árna Ibsen sem heiti Afsakið hlé og loks verði Vikivaki, ópera Atla Heimis Sveinssonar frumsýnd á öllum Norðurlöndunum um pá- skana. Það hafi víst aldrei gerst áður heldur að sýndar væru tvær íslenskar óperur á sama vetri. Þáttaröð um íslendinga í Kaupmannahöfn Hann segir að gerð skemmti- efnis hafi verið aukin talsvert og nefnir Spaugstofuna sem dæmi um það. Þá væri mikið gert af heimildamyndum, bæði söguleg- um, menningarlegum og um íslenska náttúru. Nýlega hefðu verið sýndir þættir um skáldin Gunnar Gunnarsson og Jakobínu Sigurðardóttui'. Sýndur yrði bráð- lega þáttur um Nonna og í smíðum væni þættir um Gunnlaug Sche- ving, listmálara, Jórunni Viðar, tónskáld, og Thor Vilhjámsson, rithöfund, sem sýndur yrði um hátíðarnar og fleira mætti telja, svo sem þátt um hákarlaveiðar á Vopnafirði og Pétur Thorsteinsson og utanrikisþjónustuna. Sveinn Einarsson nema um 130 milljónir, þrátt fyrir allt það efni sem væri framleitt. Ef vel ætti að vera þyrfti fjárveit- ingin að vera 250-300 milljónir. Með því yrði hægt að auka inn- lenda efnið upp í helming af dag- skránni og þá yrði hægt að fram- leiða miklu meira af leiknum myndröðum. Hann hafi þegar va- lið efni og gert tillögur um slíkar myndraðir. Það bíði bara eftir peningum til framkvæmdanna, en margt af því geti örugglega orðið mjög vinsælt sjónvarpsefni, þar sem það geti sameinað það að vera tekið beint úr umhverfi okkar og vera til skemmtunar, auk þess sem það efni sem hann hafi í huga sé ágætur skáldskapur. Pen- ingana skorti, en allt annað sé til staðar. „Það eru hæfileikar á öllum sviðum fyrir hendi í þessu landi. Hér er fullt af bráðgáfuðu skap- andi fólki. Við eigum góða rithöf- unda og leikstjóra og fólk sem kann mjög vel til handritsgerðar. Auðvitað þarf endurnýjun alltaf að eiga sér stað og mig dreymir til dæmis um að halda dálítið af námskeiðum, því ég finn að það er ósk til okkar um það, bæði hvað varðar handritsgerð, þátta- gerð og leikstjórn. Ég er einnig með hugmyndir, sem ég get ekki sagt frá hér, um ýmis nýmæli í sambandi við sjónvarpsvinnuna og þær munu koma í ljós eftir nokkra mánuði ef guð lofar.“ Eignm ekki að ein- angra okkur Aðspprður um muninn á því að Sveinn sagði að ennfremur væri neytendaþáttur í undirbúningi sem hæfi göngu sína eftir áramótin. Þá yrði litið inn til tónlistarmanns hálfs mánaðarlega í þætti sem hlotið hefði nafnið Tónstofan og Sjónvarpslæknirinn hæfi göngu sína á útmánuðum, en það væri þáttur um lækningar og heilbrigð- ismál sem væri unninn í samstarfi við landlæknisembættið og Félag barnalækna. Þá myndi Ólína Þor- varðardóttir taka á móti gestum í þætti á miðvikudögum sem yrði aðra hvetja viku á móti skemmti- þætti Hemma Gunn, sem slægi öll met í áhorfi eins og kunnugt væri. Þáttaröð um handíð annars vegar kölluð Þræðir og gamla íslenska matargerð undir heitinu Innansleikjur hins vegar væru í undirbúningi eftir áramótin. Þá yrði Ágúst Guðmundsson með kvikmyndaþátt, sem hæfi göngu sína eftir áramót, og síðan yrði tekinn upp þáttur, sem væri eins konar sjónvarpspistill, þar sem fjallað væri um þau mál sem efst væru á baugi í umræðunni hveiju sinni. Þessi þáttur hefði ekki feng- ið heiti ennþá, en hann kæmi á útmánuðum. Einnig væri þáttaröð um byggingarsögu í undirbúningi og ótal margt annað mætti nefna, auk fastra þátta sem væru á dag- skrá í hverri viku. Sérstakur íþrótta- spegill fyrir börn Hann segir að þá sé ótalið efni fyrir börn-Og unglinga, en því sé hvað brýnast að sinna. Gjörbylting hafi orðið hvað snerti talsetningu efnis fyrir börn og hlutfallið nái nú 95%. Stundin okkar og Töfra- glugginn séu fyrir yngstu börnin og tveimur þáttum verði bætt við eftir áramót fyrir aðeins eldri krakka. Annar þátturinn heiti íþróttaspegill, þar sem fjallað sé Þekktar persónur úr Spaugstofúnni, Ragnar Reykás og Erlendur fréttainaður. um íþróttir frá sjónarhóli barna. Þessi þáttur verði hálfsmánaðar- lega og á móti honum verði þáttur þar sem tónlistarskólar landsins verði heimsóttir, en þeir séu hvorki meira né minna en 80 talsins með um 10 þúsund nemendur. Þar fari þannig fram mikið starf, sem ástæða sé til að kynna, auk þess sem í grunnskólunum fari fram umfangsmikið tónlistarstarf. Um jólin verði frumsýnd myndin Eng- inn venjulegur drengur eftir Ið- unni Steinsdóttur, en það sé fram- lag okkar í norrænu samvinnu- verkefni um myndir fyrir börn. Einnig verði um hátíðarnar sýnd klukkutímalangt leikrit um Mjall- hvíti, sem Leikbrúðuland hafi gert. „Það kostar auðvitað meira að halda úti svona metnaðarmikilli dagskrá. Auðvitað þurfum við í innlendri dagskrárgerð að hafa meira fé handa milli. Það hjálpar hins vegar að við finnum að við erum í talsverðri sókn, eins og skoðanakannanir að undanförnu sýna, og það er mikil hvatning. Maður finnur það skýrt hvað fólki er annt um innlenda efnið, bæði þegar það er ánægt og óánægt, því það sýnir að fólki stendur ekki á sama. Ég hygg að á okkar tímum sé í raun eina eðlilega og bráð- nauðsynlega svarið sem við höfum við framvindu fjölmiðlamála að hlúa að innlendri dagski;árgerð.“ 130 milljónirtil eiginlegrar innlendrar dagskrárgerðar Hann segir aðspurður að fjár- veitingin á þessu ári til eiginlegrar innlendrar dagskrárgerðar sé ekki stjórna dagskrárgerð í sjónvarpi og stjórna leikhúsi, eins og hann gerði um árabil, fyrst hjá Leik- félagi Reykjavíkur og síðan hjá Þjóðleikhúsinu, segir hann: „Ég var leikhússtjóri í ýfir 20 ár, þann- ig að það að reka menningarstofn- un er ekkert nýtt fyrir mér. Hins vegar er ævinlega gaman að glíma við ný verkefni. Mér finnst það örvandi. Menningarstefnan er í raun hin sama. Þegar ég var í Iðnó var það efling innlendrar Ieik- ritunar og það sama var upp á teningnum í Þjóðleikhúsinu. Hér er ég nú kominn og ég er ennþá að bögglast við það sama. Ég held að það sé lífsnauðsyn fyrir hveija þjóð að byggja á og hlúa að sínum menningararfi til þess að vera í stakk búin til að vega og meta það besta sem kemur erlendis frá. Við eigum ekki að einangra okkur. Þvert á móti eig- um við að geta mætt öðrum seni jafningjar. Eftir því sem við gerum meiri kröfur til okkar sjálfra, þeim mun færari erum við um að gera kröfur varðandi það sem að utan kemur. Við viljum reyna að hafa sem fjölbreytilegasta dagskrá vegna þess að þetta er jú sjónvarp sem á að þjóna öllum landsmönnum og það er enginn kominn til með að segja að allir landsmenn hafi sama smekk eða sömu áhugamál. Við þjónum því best okkar hlut- verki með því að koma víða við en reyna að vanda til vinnubragð- anna á hveiju sviði um sig. Við eigum ekki að eltast við einhvern sameiginlegan samnefnara, sem ekki gerir kröfur til nokkurs manns,“ sagði Sveinn Einarsson að lokum. HJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.