Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 9 Vissir þú að spariskírteini ríkissjóðs eru ekki alltaf eignarskattsfrj áls? Eigir þú spariskírteini ríkissjóðs greiðir eignarskatt en skuldar jafnframt eitthvað, þá er einungis sá hluti spariskírteinanna, sem er umfram skuldir þínar, eignarskattsfrjáls. Dæmi: Hjón nokkur eiga íbúð, bíl og spariskírteini ríkissjóðs upp á Þar af eru spariskírteini upp á 1,0 millj. kr. Þau skulda Byggingarsjóði ríkisins Hrein eign þeirra er því - Skattleysismörk hjóna í ár verða líklega Eignarskattur reiknast því af 10,0 millj. kr. 1.5 millj. kr. 8.5 millj. kr. 5,8 millj. kr. 2,7 millj. kr. Væru spariskírteini ríkissjóds alltaf eignar- skattsfrjáls, ætti því að draga 1 milljón króna spariskírteinaeignina frá, þannig að eignar- skattur yrði reiknaður af 1,7 milljón kr. í stað 2,7 milljón kr. En til þess að svo sé unnt, þá mega hjónin ekki skulda neitt. Þar sem skuldirnar eru hærri en spariskírteinaeignin, ÞÁ ERU SPARISKÍRTEININ ÞEIRRA EKKIEIGNARSKATTSFRJÁLS, HELDUR REIKNAST FULLUR SKATTUR Á ÞAU. Allar upplýsingar um eignarskatt gefa ráðgjafar K\ÚPÞíNGS HF. í síma 68 90 80. Sölugengi verðbréfa 14. desember 1989 EININGABRÉF 1........4.486 EININGABRÉF 2........2.470 EININGABRÉF 3........2.956 LÍFEYRISBRÉF.........2.255 SKAMMTÍMABRÉF .......1.533 KAUPÞING HF Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sítni 91-689080 Bókaverðlaun og breyttirtímar I Staksteinum í dag er staldrað við tvö mál. Annars vegar er vitnað í breska vikuritið The Economist og frétt þess um furðulegan at- burð, þegar bókaverðlaunum var úthlutað í New York. Þa er vitnað í grein eftir Ingemar Dörfer í Svenska Dagbladet um viðbrögð sænskra menningarmanna við því sem er að gerast í Austur-Evrópu. Hvort tveggja er umhugsunarefni fyrir okkur hér á þessum síðustu verðlauna- og umbrotatímum. Lasekki bækurnar í The Economist, sem dagsettur er 9. desem- ber, er bent á, að í Nati- onal Book Awards í Bandaríkjunum felist mesti heiður, sem rithöf- undum þar sé sýndur, auk þess sem verðlaunin séu hin leiðinlegustu sem um geti. Um árabil hafí verið brýn þörf fyrir op- inbert rifrildi til að vekja áhuga almennings á verðlaununum. Nú hafi loksins verið stofiiað til þess. Robert Heilbroner, sem var formaður dóm- nefndarinnar, sem valdi bókina From Beirut to Jerusalem eftir Thomas Friedman til verðlauna að þessu siimi sem besta heimildaverkið, mátti þola hróp og köll þegar hami játaði það hrein- skilnislega í ræðu þegar verðlaunin vom afhent í New York 29. nóvember sl., að hann hefði lesið fæstar af bókunum 190, sem voru tilnefndar til verðlaunanna. Benjamin DeMott, formaður dóm- nefiidarinnar sem fjallaði um skáldverk, kynti verulega undir þegar liann flutti ræðu sína. Hami tók sérstaklega fram, að í sinni nefiid hefðu menn lesið hverja einustu þeirra 138 bóka sem tilnefiidar vom ofan í kjöliim, áður en þeir ákváðu að veita John Casey verðlaunin fyrir bókina Spartina, sem snýst um fiskisjómann á Nýja-Englandi og bát hans. Heilbroner, sem hefúr ritað 15 bækur, þ.á m. metsölubókina The Wordiy Philosophers, segist ekkert hafa orðið var við öll þessi læti. Honum sé hvort eð er alveg sama um þau. Hann sé alls ekki latur. Hami hafi eytt að mhmsta kosti 10 mínút- um í að fletta í gegnum hveija bók, litið á fyrstu og siðustu síðuniar, kápukynningu og efiiis- yfirlit, áður en hann ein- beitti sér að þeim 20 til 30 bókum, sem haim og liinir dómnefiidarmenn- imir Qórir töldu mestu skipta. Hami segir, að þetta hafi verið mjög kiefj- andi. „Ég vann myrkr- anna á milli,“ bætir haim við. Hins vegar myndi hann aldrei taka að sér aftur að vera i slíkri dóm- nefiid. Það væri næstum ógerlegt að meta ævisög- ur til jafns við ferðabæk- ur og sagnfræði og benda siðan á besta höfundinn. Heilbroner fær ekki mik- ið fyrir sinn snúð, aðeins 125.000 krónur fyrir dómarastörfín og þann skattaafslátt sem haim fær fyrir að gefa bækum- ar 190 til almennings- bókasafhs. Verðlaunaha- famir fengu hvor um sig 620.000 krónur. Það em hins vegar hreinir smá- munir í samanburði við 31 milljónar króna verð- launin, sem Ted Tumer, eigandi CNN og fleiri sjónvarpsstöðva, hefur boðið. Hvemig geta menn unnið til þeirra? „Skrifið aðeins skáldsögu sem stuðlar best að lausn heimsvandamála, og gætið þess vandlega að fyrstu og síðustu blað- síðumar séu góðar,“ seg- ir The Economist að lok- um. Furðuleg við- brögð í Svíþjóð hafa vinstri- sinnar leitast við að túlka atburðina í Austur-Evr- ópu á sérkennilegan hátt eins Ingemar Dörfer, sér- fræðingur í öryggismál- um, reifar nýlega í grein í Svenska Dagbladet Hann segir, að Ame Ruth hafi á menmngar- síðu Dagens Nyheter (DN) reynt að gefa les- endum blaðsins vísbend- ingu um, hvemig þeir eigi að hugsa um at- burðina fyrir austan tjald og komist þannig að orði: „Haustið 1983 gengu nokkrar milljónir hug- sjónamanna út á götur í Haag, Róm og Frankfúrt og annars staðar í vest- rænum borgum og mót- mæltu áætlunum um að setja upp nýjar kjam- orkuflaugar og stýri- flaugar." Telur Ruth þetta sambærilegt við það, sem nú er að gerast í Leipzig og Prag, þegar fólkið rís upp gegn sljómum kommúnista. Dörfer bendir á, að Ruth þegi um það, að stjómir Vesturlanda hafi, þrátt fyrir andmæli hugsjóna- mannaima á götunum, komið eldflaugunum fyr- ir. Einmitt þess vegna hafi verið samið um núll- lausnina svonefiidu og upprætingu allra meðal- drægra eldflauga. Til þess megi einnig rekja að Gorbatsjov ákvað að létta tökin á ríkjunum i Austur-Evrópu. I grein sinni gagnrýnir Ingemar Dörfer einnig þá, sem hann telur leggja alltof inikla áherslu á samstarfið iiman Frí- verslunarbandalags Evr- ópu (EFTA) i stað samt- arfs Evrópubandalags- rílyanna. Telur hami EFTA gervi-verslunar- samband, þar sem menn eigi álíka mikið almennt sameigúilegt og sjómað- ur frá Islandi og banka- stjóri í Ziirich. Og hann segir: „A meðan danska ríkisstjómin fjallar stöð- ugt um breytingar í Evr- ópu, í NATO og EB, í Vínarviðræðunum um fækkun vei\julegs herafla (CFE) og trúnaðarsam- tölum um START-við- ræðumar, er Svíum vísað til Sameinuðu þjóðanna, EFTA, Norðurlandaráðs og Alþjóðasambands sós- íalista. Þá er ekki auð- velt að fylgjast með þvi sem er að gerast.“ Þannig dcila menn í Svíþjóð á sama tima og því er haldið að okkur, að lieimurinn snúist um „frumkvæði" Islands um afvopnun á höfunum, sem ekki er á dagskrá ncma i ræðum Gorb- atsjovs. En að sögn Washington Post telja ýmsir bandarískir emb- ættismenn, að þetta sé í þeim ræðum vegna þess að Gorbatsjov vilji mark- visst æsa talsmenn af- vopnunar á höfunum inn- an NATO upp, svo að þeir knýi fram breytingu á afstöðu Bæularíkja- sljómar. Og í New York Times segir: „Iceland has been the most aggressive member of this camp“, Islcndingar liafii verið fi-ekastir í flokki þeirra, sem vilja að Bandarikja- menn breyti um stefnu að skapi Gorbatsjovs. SIEMENS Litlu raftœkin frá SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjafir! Ikaffivélar hrærivélar brauðristar vöfflujárn strokjárn || handþeytarar eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvarnir ,yaclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Lítiö inn til okkar og skoöiö vönduð tœki. Munið umboösmenn okkar víös vegar um landið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.