Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 74
M.OKGUNBLAÐJÐ IÞROTTIR FIMMTODAGUK tl..DESi:,\UJKK J-J89 74 KNATTSPYRNA / VESTUR ÞÝSKALAND Ásgeir Sigurvinsson sendir Arie Haan tóninn: Kyngi þessum vinnubrögðum ekki lengur ÁSGEIR Sigurvinsson gagn- rýndi í gær Arie Haan, þjálfara Stuttgart, harðlega, vegna leiks félagsins gegn Werder Bremen í vestur þýsku bikar- keppninni ífyrrakvöld. Bremen sigraði mjög örugglega í leiknum, 3:0, og átti lið Stuttgart aldrei möguléika. „Þetta var vægast sagt hörmulegt," sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var ekki í byijunarliði Stuttgart en kom inn á í hálfleik, þegar Bremen hafði skorað öll mörkin. Mikið er skrifað um það í v-þýskum blöðum í gær að Ásgeir hafi ekki byijað inni á og furða blaðamenn sig mikið á því. Þegar Morgunblaðið ræddi við Ásgeir hafði hann nýlega lokið samtali við blaðamann Bild, þar sem hann sagðist hafa látið „allt flakka,“ ein- sog hann orðaði það sjálfur. Ber ekki vott um skynsemi „Mér gekk sjálfum ágætlega í leiknum gegn Mannheim um helg- ina, þrátt fyrir að við stöpuðum 2:1. Haan sagði mér svo daginn fyrir leikinn gegn Bremen að ég yrði í byijunarliðinu, en þegar kom að töflufundinum fyrir leikinn var uppstillingin orðin önnur, og hann hafði ekkert talað við mig í milli- tíðinni. Mér finnst þessi vinnubrögð ekki bera vott um skynsemi — ég skil þetta ekki,“ sagði Ásgeir. Haan setti ungan leikmann í stöðu Ásgeirs vinstra megin, en sá réð einfaldlega ekki við hlutverk sitt. „Vinstri vængurinn var galop- inn alveg frá byijun, og leikmenn Bremen léku strákinn sundur og saman. Taktík okkar gekk alls upp, en Arie Haan virtist vera eini mað- urinn á vellinum sem sá það ekki. Hann virðist ekki vera í jafnvægi þessa dagana,“ sagði Ásgeir. Hvað á þetta að þýða? Þegar blásið var til leikhlés kom aðstoðarþjálfarinn til Ásgeirs og sagði honum að fara að hita upp — hann ætti að byija inni á í síðari hálfleik. „Ég kallaði þá strax í Haan, sem var að labba inn, og lét hann heyra það. Spurði hvað þetta ætti eiginlega að þýða; hvort ég væri allt í einu orðinn sá maður sem ætti a_ð fara inn á og bjarga málun- um. Ég sagðist ekki skilja þessa ráðstöfun hans; að ég teldi væn- legra að setja varnarmann inn á til að reyna að kom í veg fyrir enn meiri niðurlægingu en allt stefndi í. En hann var ekki á sama máli — sagði mér að ég ætti að fara í mína stöðu, leika á miðjunni fyrir aftan framheijana tvo! Hann virðist ekki einu sinni vita hvar ég er vanur að leika á vellinum. Enda færði ég mig út á vinstri vænginn um leið og leikurinn byijaði eftir hlé, reyndi að halda boltanum og loka svæðun- um þar.“ Kyngi þessu ekki lengur Það vakti mikla athygli í 'V- Þýskalandi í haust hvernig Ásgeir tók því að vera settur úr liðinu. Hann tók því þegjandi og greip síðan tækifærið þegar það gafst á ný, og lék frábærlega allt þar til að hann meiddist fyrir all nokkru. „Maður er búinn að kyngja þesu allt of lengi — ég geri það ekki leng- ur nema fá einhveijar almennilegar skýringar á því hvað þjálfarinn er að hugsa," sagði Ásgeir í gær. Þegar hann var spurður hvort sæti Haan sem þjálfara væri farið að hitna, sagðist Ásgeir ekki geta sagt um það, en bætti við: „Þetta getur þó ekki gengið svona lengur." Síðasti leikur Stuttgart í deildinni fyrir jólafrí verður á heimavelli gegn Hamburger SV á laugardag- inn. „Það verður spennandi að sjá hvort maður fær að spila. Haan hefur lýst þvf yfir að hann muni ekki stilla [Maurizio] Gaudino, [Argentínumanninum] Basualdo og mér upp saman í liðinu framar. Einhver okkar verður því að víkja, en miðað við frammistöðu í síðustu leikjum myndi ég halda að ég væri fyrsti maður inn. Það kemur svo í ljós hvort þjálfarinn stendur við þessa yfirlýsingu," sagði Ásgeir Sigurvinson. Ásgeir Sigurvinsson með knöttinn í leik með Stuttgart. Hann er ekki ánægður með gang mála þessa dagana. ÍÞRÖmR FOLK ■ PETERReid, sem leikið hefur með QPR síðustu 10 mánuði, hefur gengið til liðs við Manchester City og mun leika sinn fyrsta leik með ■■IM liðinu gegn Everton FráBob á Goodison Park á Hennessy sunnudaginn. Reid ÍEnglandi lék áður með Ever- ton undir stjórn Howards Kendall, sem tók við stjórninni hjá City á mánudaginn. Reid, sem er 31 árs, gerði þriggja ára samning við City. Hann fékk fijálsa sölu frá QPR. ■ HOWARD Kendnll hefur fal- ast eftir Alan Harper frá Sheffi- eld Wednesday. Harper var hjá Everton er Kendall var með liðið og þekkir því vel til hans. Félögin hafa samþykkt félagaskiptin og er talið að Harper skrifi undir hjá Manchester City í dag. UPERRY Suckling, varamark- vörður Crystal Palace, hefur verið lánaður til QPR í einn mánuð. Ástæðan er sú að báðir markverðir QPR eru meiddir. Suckling er einna frægastur fyrir það að hafa fengi á sig 16 mörk á aðeins níu dögum fyrr í vetur. Þess má geta að einn þessara leikja var gegn Liverpool e.r Crystal Palace fékk á sig níu mörk. ■ GUÐMUNDUR Torfason leik- ur væntanlega við hliðina á Paraguaymanni á næstunni. Félag hans, St Mirren, hefur áhuga á að fá Villebar frá Paraguay og er nú verið að vinna í því að fá atvinnu- leyfi fyrir hann. Villebar hefur æft með skoska liðinu í tvær vikur. KORFUKNATTLEIKUR ísland burst- aði lið Kýpur Anna María Sveinsdóttir, lands- liðskona úr Keflavík, var stigahæst í leik íslands og Kýpur. Islenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik sigraði stöllur sínar frá Kýpur, 73:56, í fyrsta leik sínum í 8-landa keppninni í Luxemborg í gær. ísenska liðið hafi 9 stiga for- skot í leikhléi, 34:25. ísland lék síðast gegn Kýpur á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í maí og sigraði þá með tíu stiga mun en gerði betur í gær. Lið Kýpur byijaði vel og sjíoraði þijár fyrstu körfurnar, en síðan tók Islenska liði við sér og hafði undirtökin sem eft- ir var og jók muninn jafnt og þétt. Anna María Sveinsdóttir úr ÍBK var stigahæst í liði Islands með 17 stig. Linda Stefánsdóttir kom næst með 13 og Björk Hafsteinsdóttir og Lilja Björnsdóttir gerðu 1, Herdís Gunnarsdóttir 7, María Jó- hannsdóttir 6, Vanda Sigurðardótt- ir 4 og Vigdís Þórisdóttir eitt. ísland leikur í A-riðli ásamt Kýp- ur, Austurríki og Wales. í B-riðli leika Luxemborg, írland, Malta og Gíbraltar. FRJALSIÞROTTIR Skarphéðinn setti þrjú strákamet Skarphéðinn Ingason setti þijú strákamet á hinu árlega unglingamóti í fijálsíþróttum inn- anhúss sem fram fór í íþróttahús- inu að Laugum um síðustu helgi. Mikil gróska er í unglingastarfinu hjá HSÞ. Skarphéðinn sem keppti í flokki 11 til 12 ára, náði þeim góða ár- angri að setja strákamet í þremur greinum, langstökki og þrístökki án atrennu og í hástökki og sigr- aði í öllum þeim greinum sem keppt var í. Hann stökk 2,55 metra í langstökki, 7,26 metra í þrístökki og vippaði sér yfir 1,63 metra í hástökki. Að baki þessu dugmikla ungl- ingastarfi hjá HSÞ standa þeir Gunnar Jóhannesson, sem er framkvæmdastjóri HSÞ og Unnar Vilhjálmsson, þjálfari. P.D. Ufórn FOLK ■ V-ÞÝSKALAND sigraði Svíþjóð í úrslitaleik í B-heimsmeist- arakeppni kvenna í handknattleik, 20:18, í Danmörku á sunnudaginn. A-þýsku stúlkurnar urðu I 3. sæti eftir að hafa unnið þær rúmensku, 25:23. MAC MÍLANÓ kom til Japan í gær og mun leika þar við Medellin frá Kolombíu um titilinn besta fé- lagslið heims í Tokyo á sunnudag. Leikmenn ítalska liðsins fóru beint á æfingu eftir 12 tíma flug til Tokyo frá Mílanó á Ítalíu. AC Mílanó mun feista þess að ná þriðja alþjóða titlinum á þessu ári, en liði er Evrópumeistari og vann síðan Barcelona í „Super Cup“ á dögun- um. Keppnin um besta félagslið heims fer árlega fram í Tokyo og eigst þar við Evrópumeistarnir og Suður-Amferíkumeistararnir. AC Mílanó hefur einu sinni unnið þessa keppni, árið 1969 með því að vinna Independienté frá Argentínu. ■ ROY Wegerle, sem hefur mest- an áhuga á að leika með Banda- ríkjamönnum í úrslitakeppni HM í knattspyrnu, hefur fengið óform- legt tilboð um að leika með Eng- lendingum. „Ef hann hefur áhuga á að leika fyrir hönd Englands, læt ég hann vera með í næsta b-lands- Ieik,“ sagði Bobby Robson, lands- liðsþjálfari. „Ég veit að Banda- ríkjamenn vilja fá hann, en hvað framtíð hefur hann með þeim, sem knattspyrnumaður?“ spurðu þjálf- arinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.