Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1989 ÁRNI í HÓLMINUM - ENGUM LÍKUR! Kafli úr bók um Árna Helgason, fyrrum sýslufulltrúa, póstmeistara oggamanvísnahöfund Komin er á mark- að viðtalsbók við Arna Helgason í Stykkishólmi sem Æskan gefur út. Eðvarð Ingólfsson skráði. í bókinni sti- klar Arni á stóru í lífshlaupi sínu. Hann bregður upp mynd af umhverfi sínu og samferða- mönnum — en hann hefúr kynnst þeim fjölda fólks að ein- stakt er — og lýsir dvöl sinni á Eski- firði og í Stykkis- hólmi. Hér er gripið nið- ur í þijá sjálfstæða kaila í bókinni með leyfi höfúndar og útgefenda: Árni við störf á pósthúsinu. * Arið 1931 var merkisár í sögu samgangna á Austurlandi. Þá var brúin á Jökulsá vígð. Það var taíið kraftaverk að skyldi vera hægt að beisla þetta ægilega fljót enda talið að sá sem kæmist í kast við það ætti bana vísan. Engum manni hafði tekist að bjarga úr helgreipum fljótsins. Vegavinnumenn höfðu unnið að því um langan tíma að gera veg að fljótinu austan megin. Það var erfitt starf því þeír höfðu ekki slík verkfæri sem nú eru notuð við vegaframkvæmdir og gera þessa vinnu auðvelda á móts við það sem áður var. Þeir urðu að notast við hesta og kerrur og haki og skófla voru aðalvopn þeirra í baráttunni við mold og grjót. Vegavinnumennimir sváfu í tjöldum. Eitt þeirra var nefnt matartjald því þar var matur- inn eldaður. Reynt var að kaupa hann jafnóð- um því að engin tök voru á að geyma hann kaldan nema þá í köldu vatni. Unglings- drengur, sem hafði eftirlil með hestum vega- vinnumanna og hírti um þá, keypti mjólkina á næstu bæjum. Brúin var sett þar sem áin var mjóst. Hún stendur enn. Það var líka vandað til efnis og vinnu. Eins og áður sagði voru hestar og kerrur notuð til að aka ofaníburð í vegina en snyddur skomar í vegkanta og stundum notaðir steinar. Frumstæð voru þau vinnu- brögð öll. Kaupið var lágt en helsti kosturinn sá að hægt var að treysta á að það yrði greitt. Georg bróðir fékk þarna vinnu síðasta sumarið sem brúin var í smíðum. Á þær tekj- ur var líka treyst heima. Það var honum að þakka hvað vel gekk að halda heimilinu sam- an enda fómaði hann sér fyrír það. Undir haustið átti að vígja brúna. Það var auglýst með pompi og pragt. Sunndagur var auðvitað valinn og reynt að útvega farkost svo sem frekast var unnt. Kaupfélagið á Reyðarfírði léði farartækin. Það voru vöru- bílar með yfirbyggðum trésætum og smá- gluggum svo að hægt væri að sjá landsiagið. Eg náði í sæti í einum bílnum. Ætli hann hafí ekkí tekið 20-30 manns. Farþegar voru á öllum aldri. Ferðín gekk vel fyrsta hluta leiðarinnar. Mikíð var sungið tíl að stytta stundir. Því míður var bíllinn, sem við fórum með, seinast- ur í röðinni upp Fagradal. Þegar komið var upp á miðjan dalinn byijaði farartækið að híksta. Sá híkstí fór vaxandi uns að því kom að bífreiðín stöðvaðist. Blessaður bilstjórinn fór að athuga málið.og velti öliu mögulegu og ómöguiegu fyrir sér og reyndi allt, sem hægt var, til að komast að raun um hvað að værí! Það hefði verið fróðlegt að hafa allt það á prentí sem fór á milli hans og farþeganna. Vangaveltumar voru kostulegar. Þama var hangið allan daginn yfir biluðum bC og eígínlega merkílegt að okkar skyldi ekkí saknað. Engin talstöð var í bílnum. Við áttum ekkí annarra kosta völ en að bíða þess að farartækíð kæmist í lag. Það gerðist ekki. Loks ákváðum víð að ýta ferlíkinu í átt til Reyðarfjarðar og freista þess að koma því þannig í gang. Við getum orðað það sem svo að við höfum getað fengið það til að „hiksta" sig til baka. Það var langt liðið á nótt þegar við náðum loksins á Reyðarfjörð og vorum þá orðin ansi þreytt. Við misstum að sjálfsögðu af vígslunni. Það þótti okkur slæmt því að þar var margt stórmenni, ræður fluttar og söngv- ar. Við þurftum að sjálfsögðu ekkert fargjald að greiða og nokkrum dögum seinna fengum við sem lentum í þessu tilkynningu um að við gætum fengið bílinn, sem þá var kominn í lag, endurgjaldslaust í heilan dag í sárabót. Því miður gátu ekki nema fáir notfært sér það. Þetta er eitt eftirminnilegasta ferðalag sem ég hef farið í um ævina. A áfangastað Ég gleymi aldrei hvernig Stykkishólmur kom mér fyrir sjónir í fyrsta sinn. Það greip mig viss tilfinning sem ekki verður lýst með orðum. Það var dumbungur og mikið vetr- arríki yfir öllu. Eitt það fyrsta, sem ég tók eftir þegar við komum inn í höfnina, var hve mikill munur var á flóði og fjöru á Snæfells- nesi. Mér brá við þegar við lögðumst að bryggju og ég sá að masturstopparnir rétt náðu upp fyrir bryggjubrún. Þetta þekkti ég ekki að austan. Það þótti alltaf viðburður þegar einhver nýr kom í Hólminn, einkum ef hann ætlaði að taka að sér ábyrgðarstarf. Mér var sagt síðar að Hólmarar hefðu velt mikið vöngum yfir væntanlegum starfsmanni á sýsluskrif- stofunni. 0g nú var hann sem sé kominn! Kristján Þorleifsson frá Grund í Eyrar- sveit, sýslunefndarmaður og endurskoðandi sýslureikninga, var þarna kominn til að taka á móti mér. Hann var stór og þrekinn en ég fremur lágvaxinn. Ég heyrði að hann tautaði fyrir munni sér um leið og hann rétti mér hönd sína: „Jæja, er þetta þá gripurinn?" Líklega hefur honum ekki litist beint stór- mannlega á mig. Við lögðum svo af stað fótgangandi upp á hótel þar sem Kristján Steingrímsson sýslumaður beið okkar með kaffisopa. Ég tók eftir því á leiðinni að fólk var að gjóa augunum á þessa „sendingu að austan“ svo að lítið bar á. Það var mikið slabb á götunum og kannski þess vegna fannst mér aðkoman fremur kaldranaleg. Ég gleymi því aldrei hvernig slettist á buxumar mínar og endaði með því að ég varð votur í fætuma. Svo bar fundum okkar sýslumanns sam- an. Hann kom mér vel fyrir sjónir. En það var síður en svo til að lyfta anda mínum eftir erfitt ferðalag aö frétta þarna á hótel- inu að hann hafði gleymt að senda mann til að sækja föggur mínar um borð í Súðina (en hún hafði komið í Hólminn viku áður og stansað stutt). Guð mátti vita hvar þær voru niðurkomnar. Ég hafði engin önnur föt en þau sem ég stóð í og var sannast sagna illa til reika eftir sjóferðina og slabbið á götunum. Mér leist hreint ekki á blik- una! En hvað um það. Þeg- ar við höfðum drukkið kaffi kvaddi Kristján á Grand okkur og við sýslumaður héldum tveir upp á sýsluskrif- stofu þar sem hann af- henti mér lyklana að húsakynnunum og bauð mig formlega velkominn til starfa. Hann sagði síðan: „Þú skalt hafa þeSsa lykla. Láttu mig aldrei fá þá því að ég ætla aldr- ei að eiga neitt við fjár- málin. Þú tekur.þau al- veg að þér. Ég get fylgst með þeim en ég vií alls ekki hafa umráð yfir kassanum því að það er nú þannig að þegar maður tekur lán hjá sjálfum sér veit maður aldrei hvar það end- ar.“ Ég hef alltaf verið stoltur af þessum ummælum sýslumannsins og fannst hann strax trúa mér fyrir miklu. Síðan tók ég til starfa þann sama dag enda var ekki eftir neinu að bíða. Ég sá strax að safnast höfðu fyrir hjá embættinu mörg plögg sem sýslumaður hafði ekki komist til að sinna. Það lágu fyrir margar beiðnir um veðbókarvottorð og þing- lýsingar á skjölum. .Svara þurfti fjölda bréfa, símskeytum og öðru. Ég byrjaði á því að taka það saman sem þurfti að hafa forgang og vann við það langt fram á kvöld. Sýslumaður hafði leigt handa mér her- bergi á hótelinu og þar átti ég líka að hafa fæði fyrst í stað. Þegar ég kom á hótelið þetta fyrsta kvöld leið mér satt að setja illa yfir útganginum á mér. Ég hreinlega skammaðist mín. Það voru vandræði að ég ■ átti ekkert til skiptanna. Mér datt helst í hug að ég yrði að fara í myrkri á milli sýslu- skrifstofunnar og hótelsins á meðan ég biði eftir sendingu að sunnan. En þá var það eins og oft áður að ein- hver ósýnileg hönd greip inn í. Maður þacna á hóteiinu gaf sig á tal við mig þetta kvöld. Hann spurði mig spjörunum úr um mína hagi og eftir að við höfðum spjallað saman dágóða stund gat ég ekki á mér setið að segja honum frá fatavandræðum mínum. . „Það getur vel verið að ég geti bjargað þér, vinur minn,“ sagði hann þá. Hann kvaðst eiga systur í Hólminum; hann gæti beðið hana um að þvo fötin fyrir mig og svo myndi hann koma með þau hrein til mín í bítjð morguninn eftir. Þungu fargi var af mér létt! Þetta var eins og himnasending. Allt gekk þetta eftir og sýslufulltrúanum leið miklu betur en fyrr þegar hann kom til starfa í hreinum fötum daginn eftir. Þá fór líka að birta yfir staðnum. Það var svo ekki fyrr en tveim mánuðum seinna sem ég fékk fatapokann minn og dívaninn aftur. Það hafði farið á Hólmavík í staðinn fyrir Hólm. Georg bróðir sendi mér hins vegar önnur föt með næsta skipi. Þau gat ég notast við þangað til. Þessi litla saga lýsir því vel hvað menn máttu við litlu á þeim tíma sem samgöngur voru stijálar og erfiðar. Þá var ekki heldur hægt að hlaupa í næstu búð til að kaupa nýja flík því að þær vora ekki á hveiju strái. A skemmtunum Ég var ekki búinn að vera nema tæpa. viku í Hólminum þegar tveir menn komu til mín og báðu mig um að skemmta á sam- komu hjá iðnaðarmönnum. Þeir höfðu ekki von um neitt annað skemmtiefni og því var erfitt að neita þeim um þetta. Ég ákvað að vera með um það bil stundarfjórðungs dag- skrá. Þetta tókst svo vel að allan veturinn og fram á vor var ég í þessu. Ég varð líka að fara í Ólafsvík, Borgarnes, Akranes og á Staðarfell í Dölum — svo að einhveijir staðir séu nefndir. Ég eignaðist fljótt vini úti um alla sýsl- una. Þeir hringdu til mín á skrifstofuna og bentu mér á yrkisefm ef eitthvað var um að vera í sveitunum. Ég skrifaði þetta allt hjá mér því ég vissi að fólkið vildi helst heyra gamanvísur um sveitunga sína. Það féll alltaf best í kramið. Þessir „fréttaritar- ar“ mínir veittu mér alveg ómetanlega að- stoð. Ég sé enn í anda viðbrögð fólksins þegar mér tókst hvað best upp og stakk á viðkvæm- um kýlum. Það var engu líkara en þökin ætluðu að rifna af húsunum. Ég varð oft að gera langt hlé á milli vísna þar til ég fékk aftur gott hljóð í salnum. Þegar ég kom í Hólminn voru ekki marg- ir bílar á Snæfellsnesi. Það segir sína sögu að fyrsta númerið sem ég skráði á sýsluskrif- stofunni, var P-19. Vegir vora fáir og mjög slæmir svo ekki sé meira sagt. Það var ekki hægt að aka hringinn í kringum Nesið þó að yinhverjir hefðu haft áhuga á því. í Ólafsvík hafði maður að nafni Guðjón keypt sér fína drossíu, eina af þeim fyrstu sem sáust á götunum þar. Á sjálfstæðis- mannaskemmtun í Ólafsvík árið 1948 datt mér i hug að syngja um hann og drossíuna. Bragurinn var svona: Enn er það að stelpur bæði og strákar dragast saman. Stundum verður lífið þá í bæði moll og es. En það er víst að bráðum verður geysilega gaman þegar Guðjón fer á drossíunni í kringum Snæfellsnes. Salurinn ætlaði að ærast af hlátri. Af hveiju? Af því að það datt ekki nokkram manni í hug að hann Guðjón ætti eftir að komst á bílnum sínum kringum Nesið. Það var svo fjarlægt fólki að bílar ættu eftir að verða almennt samgöngutæki og vegir svo góðir sem raun hefur orðið. Og vissulega sá fólkið Guðjón í anda á nýja, fína bílnum sínum reyna að bijótast yfir hraun og fjöll. Þetta litla minningarbrot segir ákveðna sögu um ástandið. Ég var ákaflega vakandi fyrir öllu því sem gerðist í kringum mig. Ef mér fannst mega færa eitthvað til betri vegar reyndi ég að vekja athygli á því í gamanvísunum mínum. Ég þoldi til dæmis illa að sjá rusl á víðavangi í Hólminum. Sem dæmi má nefna að oft duttu þorskhausar af vörabílspöllum vítt og breitt um bæinn og enginn hirti um að tína þá upp. Þetta fór í taugamar á mér. Kringum Gamla apótekið var stórt og mikið stakket og algengt að auglýsingar frá bæjarbúum væra hengdar á það. Eitt sinn tók ég eftir því að húsráðandinn, Þorvarður að nafni, var farinn að hengja ýsuspyrður á stakketið svo að taumarnir láku niður. Und- an þessu var kvartað og ég reyndi oft að fá hann til að fjarlægja stakketið og hreinsa það sem fyrir irinan var — en talaði þar fyrir daufum eyrum. Haldin var 1. maí skemmtun og ég beðinn um að troða upp. Þó að ég segi sjálfur frá þá var alltaf húsfyllir í Samkomuhúsinu þegar spurðist að ég myndi syngja gamanví- sur því að fólk hafði svo gaman af að heyra þær. Ég vissi að Þorvarður yrði á þessari skemmtun og hugsaði því með mér að nú væri gott tækifæri til að fjalla um bæði fisk- ana og stakketið. Hluti kveðskaparins var eitthvað á þessa leið: En kvenfélagið ræskir sig og vill reyna að gera margt, rútta til og punta upp alla garða. í kringum Gamla apótekið er nú agalega smart og alltaf fríkkar stakketið hjá Varða. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur hvernig umhorfs var í Samkomuhúsinu þegar ég lauk við að syngja þessa vísu. Það titraði allt og skalf. En mest hafði ég gaman af því að sjá framan í Varða. Hann vissi ekki hvort hann átti að hlægja eða verða reiður, var gersamlega frosinn ef hægt er að orða það svo. En þessi eina hending varð til þess að hann fjarlægði spyrðuböndin strax og hann kom heim og stakketið fór litlu síðar. Ég hef alla tíð gætt þess að særa fólk ekki með vísunum mínum. Ef ég hef verið í einhveijum vafa hef ég borið þær undir ágæta vini mína og leitað álits þeirra áður en ég hef flutt þær. Ef þeim hefur fundist broddarnir of hvassir hef ég eyðilagt þær en ef þeir hafa talið þær hæfilegar hef ég oftast látið þær vaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.