Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBIjADID FIMMTUDAGUR M. DESEMBER 1989 Bretland: Hart deilt um áfengisdrykkj u St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HÖFSAMLEG víndrykkja er holl segir í bæklingi eftir háskóla- kennara og lækna sem gefinn var út i Bretlandi á mánudag. Hafa þessar fullyrðingar vakið miklar deilur. Einnig hefur verið sér- staklega gagnrýnt, að bækling- urinn skuli gefinn út svo skömmu fyrir jólahátíðina, sem oft hafi Bandaríkin: 94 ára kona gengur með steinbarn London. Daily Telegraph. SKÝRT hefúr verið frá því að 94 ára gömul kona gangi enn með barn, sem átti að fæðast fyrir 61 ári. Bandarískii' sérfræðingar uppgötvuðu þetta þegar þeir ákváðu að rannsaka klump i kviði konunnar er hún var lögð inn á sjúkrahús vegna lungna- bólgu. Rannsóknin leiddi í ljós að hún var með kalkhimnu með beinagrind fósturs. Sonur hennar, sem er 73 ára gamall og býr hjá henni, rifjaði það upp að hún hefði sagt sér þeg- ar hann var tólf ára að hann myndi senn eignast bróður eða systur, en ekkert varð úr því. Sonurinn skýrði einnig frá því að hún hefði verið nokkuð holdug en síðan lést smám saman. Slík steinbörn eru mjög fá- tíð og venjulega eru fóstrin fjarlægð með skurðaðgerð en vegna aldurs konunnar var ákveðið að gera það ekki. reynst mörgum hættuleg í áfeng- ismálum. Þeir sem beijast gegn ofneyslu áfengis telja, að líta beri á það sem alvarlegan sjúkdómsvald. I hinum breska bæklingi, sem háskólakenn- arar og læknar hafa samið, segir að vín leggi líkamanum til orku án fitu; hófleg rieysla dragi úr líkum á hjartveiki og í því séu mikilvæg steinefni. Ein niðurstaða höfundanna er að ólíklegt sé að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir neytandann þótt hann drekki allt að einum og hálfum lítra af bjór á dag eða tæplega^eina flösku af léttu víni. I ritinu er lögð áhersla á að nauð- synlegt sé að kenna börnum og unglingum að umgangast áfengi. Bent er á að besta leiðin til að rnissa ekki vald á víndrykkju sé sjálfstjórn og félágslegur þrýstingur, en að- gerðir ríkisins séu ekki líklegar til að bera árangur. Þá er einnig bent á að viðhorf manna til áfengis- neyslu séu mismunandi eftir þjóð- félögum: Múhameðstrúarmenn álíti víndrykkju viðbjóðsiega, en það tíðkist meðai sumra svokallaðra frumstæðra þjóðflokka að sitja saman að drykkju nánast um hveija helgi þar til menn falli í öngvit. Heilbrigðisnefnd breska ríkisins og áfengisvarnafélög hafa fordæmt skoðanirnar í ritinu. Þessir aðilar segja að þeir sem drekki einn og hálfan lítra af bjór á dag séu á hraðri leið í áfengissýki, auk þess sem þeim sé bráð hætta búin af skorpulifur, magasári og næring- arskorti. Heilbrigðisnefnd ríkisins segir ekki ráðlegt fyrir karlmenn að drekka meir en tæpa fimm lítra af bjór á viku og þijá og hálfan lítra fyrir konur. Nefndin leggur ein- dregið til að áfengi sé ekki snert í að minnsta kosti einn eða tvo daga vikulega. Reuter Borgari í Zagreb, höfuðborg júgóslavneska sambandsríkisins Króatíu, undirritar áskorun til forsætis- nefndar ríkisins þar sem krafist er frjálsra kosninga, lýðræðis og annarra umbóla. Júgóslavía hefúr verið hlutlaus frá 1948 en kommúnistar hafa verið einráðir frá 1945. Frelsisvindar í Júgóslavíu: Króatískir kommúnistar ræða frjálsar kosningar Belgrað. Reuter. FLOKKSÞING kommúnista- flokksins í Króatíu, næstfjöl- mennasta sambandsríkinu í Júgóslavíu, kaus í gær umbóta- sinnann Ivica Racan í embætti flokksforseta í Króatíu. Hann er 46 ára gamall, lögfræðingur að mennt, og á sæti í stjórnmálaráði kommúnistaflokks Júgóslavíu. Á mánudag lýsti miðstjórn króatí- skra kommúnista yfir stuðningi við frjálsar kosningar og tók þar með undir hugmyndir flokks- systkina i Slóveníu sem efna til fijálsra kosninga í maí á næsta ári. „Það er ekki hægt að fram- kvæma lýðræðislegan sósíalisma án fjölflokkakerfis sem byggist á félagafrelsi og samkeppni jafn rétthárra skoðana í stjórnmál- um,“ sagði Stanko Stojcevic, leið- togi króatískra kommúnista. Ekki hafa verið greidd atkvæði um tillöguna á þinginu enn þá. Tillagan gerir ráð fyrir að kosið verði í janúar en ekki í mars eins Mannræningjar í Kasmír: Ráðherradóttur sleppt úr haldi Srinagar í Indlandi. Reuter. SAMTÖK sjálfstæðissinna í indverska sambandsríkinu Kasmir slepptu í gær úr haldi 23 ára gamalli dóttur innanríkisráðherrans í stjórn Indlands. í staðinn létu yfirvöld lausa úr fangelsi fimm herskáa fylgismenn samtakanna. Mannræningjarnir höfðu hótað að drepa konuna yrði ekki látið undan kröfúm þeirra. Umrædd samtök, er nefna sig Frelsisheyfingu Jammu og Kasmír, JKLF, fögnuðu ákaft lausn mannanna úr haldi og þús- undir manna streymdu syngjandi út á göturnar í helstu borg Kasmír, Srinagar. Sumir skutu af byssum út í ’ loftið. Innanríkisráðherrann, Mufti Mohammad Sayeed, er fyrsti músliminn sem gegnir hinu valda- mikla embætti innanríkisráðherra Indlands en ný stjórn undir forystu Prataps Singh tók við völdum í síðustu viku. Ræningjarnir tóku dótturina, Rubiu, á föstudag er hún var á leið heim úr vinnu. Nokkrum stundum fyrr hafði ráðherranum verið falin formennska í stjórnarnefnd sem reyná á að leysa deilur vegna sjálf- stæðiskrafna í Kasmír og sam- bandsríkinu Punjab þar sem síkar hafa árum saman barist fyrir auknu sjálfsforræði. Um 1900 manns hafa fallið í átökum í síðarnefnda ríkinu á þessu ári en um 80 í Kasmír. Sayeed er sjálfur frá Kasmír. Hann sagði að vandi Kasmír væri mun erfiðari viðfangs og hann myndi einbeita sér að honum. Eftir að dótturinni hafði verið sleppt sagðist ráðherrann ekki telja að yfirvöld hefðu gefist upp fyrir ræn- ingjunum. „Við teljum ekki að þeir hafi unnið siðferðislegan sigur. Með því að ræna konu hafa þeir glatað samúð fólksins,“ sagði Sayeed. Meirihluti íbúa í Kasmír og ná- gannahéraðinu Jammu er múha- meðstrúar og JKLF vilja að stofnað verði sjálfstætt ríki á landsvæðinu og síðan bætt við þeim hluta Kasmír sem Pakistanar ráða. Aðr- ir hópar vilja sameina ríkið Pakist- an. Kasmír hefur verið bitbein Pakistana og Indveija frá því að ríkin tvö voru sett á stofn fyrir rúmum fjórum áratugum og valdið tveim af þrem styijöldum sem Iönd- in hafa háð sín í milli. Talsmenn JKLF sögðust í gær óttast að indversk stjórnvöld myndu hefna sín. „Ég óttast skyndiárás því að þeir hafa komið fyrir fjölda hermanna og annarra vopnaðara sveita hér,“ sagði leiðtogi samtak- anna, Amanullah Khan, frétta- manni Reuters. „En að sjálfsögðu verður slíkum aðgerðum svarað," bætti hann við. og áður hafði verið áætlað. Komm- únistaleiðtogar í fjölmennasta sam- bandsríkinu, Serbíu, hafa hafnað öllum fjölflokkahugmyndum. „Við núverandi aðstæður getur komm- únistaflokkurinn aðeins þróast ef komið verður á pólitískri sam- keppni,“ sagði Stojcevic á fundi miðstjórnar flokksins í Zagreb. Hvatt var til þess á fundinum að afnumið yrði stjórnarskrárákvæði um forystuhlutverk kommúnista- flokksins. Á sunnudaginn sendu flokkarnir í Króatíu og Slóveníu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun, er Serbar tóku fyrir skömmu um að hætta öllum við- skiptum við Slóvena, var harðlega fordæmd. Sagt var að Serbar gætu með þessu hrundið öllu landinu út í efnahagslega borgarastyijöld. Undanfarin tvö ár hefur verið stofnaður fjöldi sjálfstæðra, póli- tískra hópa í Króatíu og boða sum- ir þeirra jafnaðarstefnu, aðrir hóf- sama hægristefnu en margir höfða til þjóðerniskenndar landsmanna. Talið er kommúnistar treysti því að kjósendur muni telja þá eina hafa nægilega reynslu til að gæta hags- muna landsins gagnvart æ öfga- fyllri þjóðernisstefnu Serba undir forystu nýkjörins forseta þeirra, Slobodans Milosevic. Ibúar í Króatíu og Slóveníu eru flestir kaþólskir og mótaðir af menningu Mið- og Vestur-Evrópu. Serbar eru á hinn bóginn tengdari Rússum, nota kyrillískt letur eins og þeir og eru í Rétttrúnaðarkirkj- unni. leóE. Löve kannrAn íslendingar mega ekki til þess hugsa að stórglæpir séu framdir í þeirra friðsæla landi. Trúverðug spennubók um atburði sem enginn vildi þurfa að upplifa. ÍSAFOLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.