Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 42
Útgerðarfélag KEA: Frystitogarinn Snæfell seldur frá Hrísey til Grindavíkur Sigurður Þorleifsson GK tekinn upp í kaupin SNÆFELL EA 740, frystitogari Útgerðarfélags KEA, hefiir verið seldur til Grindavíkur, en það er útgerðarfyrirtækið Þorbjörn hf. sem keypti togarann. Útgerðarfélag KEA tekur Sigurð Þorleifsson GK 256 upp í kaupin. Skipt verður á skipunum í Reykjavík 2. jan- úar næstkomandi. Útgerðarfélag KEA keypti Snæfellið á síðasta ári, skipið var smíðað í Flekkufirði í Noregi og kom það í fyrsta sinn til heimahafnar, Hríseyjar, síðari hluta októbermánaðar í fyrra. Jóhann Þór Halldórsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags KEA í Hrísey sagði allt óráðið hvað gert yrði við Sigurð Þorleifsson GK er félagið fengi hann afhentan, verið væri að skoða þau mál og ákvörðun lægi pkki fyrir fyrr en um áramót. „Menn eru að spá í spilin og það er ýmislegt sem kemur til greina,“ sagði Jóhann Þór. Útgerðarfélag KEA keypti Súlnafellið frá Þórs- höfn í mars á þessu ári og hefur það ásamt Sólfellinu iandað afla til vinnslunnar í landi. Jóhann Þór sagði að afli þessara tveggja skipa hefði dugað vinnslunni á þessu ári. „Með lagni getur kvóti Sólfells og Súlnafells enst nokkuð og hann gerði það í ár. En það er alltaf að harðna á dalnum og ljóst að mun meiri samkeppni verður um fiskinn í sjónum á næsta ári en var,“ sagði Jóhann Þór. Jóhann Þór vildi ekki gefa upp hvert kaupverð skipsins var, en tryggingaverðmæti þess var, miðað við 1. júní síðastliðinn, 532,4 millj- ónir króna. Heildarsmíðaverð skips- ins nam á síðasta ári 471 milljón króna, en Útgerðarfélagið fékk um 60 milljónir króna fyrir gamla Snæ- fellið sem norska skipasmíðastöðin tók upp í og niðurgreiðsla norska ríkisins vegna smíðinnar nam um það bil 15% af kaupverðinu, þannig að ný fjárfesting félagsins vegna kaupa á Snæfellinu nam á síðasta ári 340 milljónum króna. Sigurður Þorleifsson GK var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1973 og er alhliða togskip, um 160 tonn að stærð. Tryggingaverð- mæti hans var miðað við 1. júní síðastliðinn 87,6 milljónir króna. Sigurður Þorleifsson GK er á afla- marki og er kvóti hans 413 tonn af þorski, 92 tonn af ýsu, 234 tonn afíifsa, 20 tonn af karfa, 40 tonn af rækju og 1.100 tonn af síld. Snæfellið er á sóknarmarki og má að hámarki veiða 1.045 tonn af þorski, 1.550 tonn af karfa og 550 tonn af grálúðu og aðrar tegundir, eins og ýsu og ufsa eins og sóknar- dagar hans leyfa. Með sölu Snæfellsins tapast nokkur kvóti úr byggðarlaginu, en skipið hefur ekki lagt upp hráefni í Hrísey, þar sem það er frystiskip. í áhöfn Snæfellsins eru átta Hrísey- ingar, en allri áhöfn skipsins hefur verið sagt upp störfum. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Jólaföndur í Dalvíkurskóla Hefð er orðin fyrir því að foreldrar og börn fjölmenni í Dalvíkurskóla fyrir jólin og eigi saman dagstund við að útbúa muni til að prýða heimili sín yfir hátíðirnar. Kennarar skólans undirbúa daginn, taka til efni og annað slíkt, og krakkar í 9. bekk standa fyrir kaffisölu. Þá eru spiluð jólalög til að auka enn á stemmninguna. Þessi föndurdagur hefur átt miklum vinsældum að fagna jafnt hjá börnum og foreldrum og heyrst hefur að dagurinn njóti slíkrar hylli að það fólk sem ekki á börn á skólaaldri fái þau lánuð þennan dag til að geta tekið þátt.. Fundur um virðisaukaskatt Meistarasamband byggingamanna efiiir til fúndar um virðisauka- skatt í iðnaði og byggingastarfsemi, í kvöld, fimmtudagskvöld og hefst hann kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu, á fjórðu hæð. Á fundinn koma fulltrúar frá Landssambandi iðnaðarmanna, meistara- og verktakasambandi byggingamanna og frá ríkisskatt- stjóra. I fyrstu verður almennt fjall- að um virðisaukaskatt og fram- kvæmd hans og síðan verða teknar fyrir sérstakar reglur um fram- kvæmd virðisaukas^atts í bygg- ingariðnaði. Styttan var a Hamarkotsklöppum í FRÉTT í blaðinu fyrr í vikunni var greint frá því að styttan af Helga magra og Þórunni hyrnu hefði verið tekin niður af stalli sínum og færð í kyndistöð Hitaveitu Akureyrar. Þar var sagt að styttan hefði verið á Miðhúsaklöppum, sem er rangt, staðurinn sem styttan hefur verið á síðastliðin 30 ár heit- ir Hamarkotsklappir. „Hæðirnar upp af Oddeyri heita Hamarkots- klappir og ná vesturundir hið gamla Kotártún. Draga þær nafn sitt af hjáleigunni Hamarkoti," segir í bæklingnum Örnefni í Akureyrarl- andi, sem Stemdór Steindórsson frá Hlöðum tók saman. Alþýðubankinn og Menor: Ruth Hansen á listkynningu Menningarsamtök Norðurlands og Alþýðubankinn kynna lista- konuna Ruth Hansen, en hún er fædd á Akureyri árið 1944. Á list- kynningu sem nú stendur yfir í Alþýðubankanum eru 9 verk eftir Ruth, öll unnin í olíu á striga. Ruth sótti námskeið í Myndlistar- skólanum á Akureyri 1974-81. Hún er einn þeirra sem standa að Mynd- hópnum og hefur tekið þátt í sam- sýningum hópsins frá 1979. Ruth hefur haldið tvær einkasýn- ingar, í Gamla Lundi á Akureyri 1985 og á Selfossi sama ár. Þá hef- ur hún tekið þátt í fjölda samsýn- inga víða um Norðurland. Sýningunni í Alþýðubankanum lýkur 2. febrúar 1990. Morgunblaoið/Runar Sumarskyrið best Verðlaun voru veitt fyrir bestu skyrhræruna í sam- keppni sem Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga stóð fyrir, í fyrradag. Best þótti Sumarskyr Magnús- ar Kristinssonar og fékk það fyrstu verðlaun. Auk þess voru veitt fimm önnur verðlaun til handa þeim sem einnig sendu inn góðar skyrhrærur að mati dómnefndar. Alls bárust á annað hundrað skyr- hrærur í keppnina og var dómnefnd mikill vandi á höndum að velja úr, að sögn Margrétar Kristins- dóttur formanns dómnefndar. Þórarinn Egill Sveins- son mjólkursamlagsstjóri gerði við verðlaunaaf- hendinguna grein fyrir sögu skyrsins frá landnáms- öld og ýmsum þeim erfiðleikum sem við er að etja varðandi framleiðsluna, en skyr væri ein þeirra vörutegunda sem væri alíslensk og því ekki hægt að sækja í smiðju útlendinga. Tilgangur samkeppn- innar var, að sögn Þórarins, að vekja athygli á skyrinu, en nýlega hóf mjólkursamlagið að fram- leiða hrært skyr í dósum auk þess sem unnendur skyrsins geta enn fengið gamla góða „barnaskyrið“ í sellofanumbúðum. Á myndinni eru þeir sem hlutu verðlaun í samkeppninni ásamt Margréti Kristins- dóttur formanni dómnefndar. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar skoðuðu Dagshúsið; Morgunblaðið/Rúnar Þór Verk eftir Ruth Hansen eru til sýnis á listkynningu Alþýðubank- ans og Menningarsamtaka Norð- urlands Hentar ekki nægilega vel sem skrifstofiihúsnæði fyrir bæinn - segir Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarsljórnar HÖRÐUR Blöndal framkvæmdastjóri Dags og Dagsprents hf. seg- ir að allra leiða verði leitað til að fá fjármagn inn í rekstur fyrir- tækjanna og væru menn opnir fyrir öllum tilboðum í því sam- bandi. Sameining fyrirtækjanna tveggja og Prentverks Odds Björnssonar hf. er í biðstöðu þar sem ekki hefiir tekist að selja eignir, en forsvarsmenn Akiireyrarbæjar skoðuðu Dagshúsið fyrir skömmu með það í huga að það gæti nýst bænum sem skrifstofú- húsnæði. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar sagði í sar.itali við Morgunblaðið að - Akureyrarbæ hefði ekki borist formlegt erindi vegna hugsanlegra kaupa á hús- inu, en það hefði verið orðað við menn og húsið hefði verið skoðað í þeim tilgangi að athuga hvort það nýttist bænum sem skrifstofu- húsnæði. Málið var rætt á bæjar- ráðsfundi í fyrradag og var niður- staðan sú að húsið hentaði ekki nægilega vel fyrir starfsemi bæj- arins. Byggðastofnun hefur verið boð- ið húsið til kaups, en ekkert form- legt svar hefur borist við erindinu, en Hörður Blöndal sagði það nokk- uð ljóst að stofnunin myndi ekki kaupa húsið undir sína starfsemi í bænum.„Ef okkur tekst að selja húsið þá teljum við okkur sleppa, án þess að til komi viðbótarfjár- magn inn í reksturinn," sagði Hörður. Eigendur blaðsins eru Framsóknarflokkur Akureyrar og Framsóknarflokkur Eyjafjarðar. Hörður segir að nú séu breyttir tímar að því leyti að öðrum hlut- höfum gefist kostur á að koma inn í reksturinn. „Við munum leita allra leiða til að fá fjármagn inn í reksturinn og erum opnir fyrir öllum tilboðum." Fimm mánaða greiðslustöðvun Dags og Dagsprents rennur út 7. janúar næstkomandi og segir Hörður að mál fyrirtækjanna þurfi að fara að skýrast sem fyrst. Gunnar Þórsson skrifstofustjóri POB sagði að varðandi sameiningu fyrirtækjanna væri ljóst að selja þyrfti húseign annars hvors fyrir- tækisins. „Þetta mál er í biðstöðu, það er enginn kaupandi í sjónmáli hjá okkur, en menn hafa eyru og augu opin fyrir þessu,“ sagði Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.