Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 65
MORGÚNTBLAÐID :IGMMVubAGÍÍlt H DESKMteÚR 1989' 65 Guðrún Bjarna- dóttir — Minning Fædd 16. ágúst 1931 Dáin 15. nóvember 1989 Þú gekkst að störfum þýð og þolinmóð, í þrá að verða öllu góðu að liði. Þín ævi var sem hugljúft, heilsteypt ljóð, sem hjörtun fyllir ró og mildum friði. (G.A. „Við fjöllin blá.“) Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja í Granaskjóli 15 í Reykjavík féll frá 15. nóvember 1989, 58 ára að aldri. Hún var Öræfingur að ætt og uppeldi. Foreldrar hennar voru hjónin Bjárni Sigurðsson frá Hofs- nesi og Lydía Pálsdóttir ljósmóðir í Svínafelli. Þau gengu í hjónaband á öndverðu ári 1931. Bjarni hafði þá flutt sig í Svínafell. Hófu hjónin búskap þar og bjuggu nokkur ár félagsbúi með bróður Lydíu, en hann var kvæntur systur Bjarna. Félagsbúskapur máganna fór vel úr hendi, enda einlægur samhugur allra heimilismanna um það að láta ekki niður falla merkið, sem um langan aldur hafði verið borið vel og giftusamlega á þessu ættaróð- ali._ Árið 1936 fluttust Bjarni og Lydía frá Svínafelli á Hofsnes. Per- sónulegar ástæður á þeim bæ með nánum skyldmennum Bjarna ollu einkum þessari breytingu á högum hjónanna. Tóku þau þá við búráðum á föðurleifð Bjarna og bjuggu á Hofsnesi æ síðan meðan þau héldu heilsu til þess og starfskröftum. Guðrún, elzta barn þessara hjóna, fluttist ekki með þeim á Hofsnes, en átti heima í Svínafelii mörg ár eftir það. Svínafeilsheimilið var fjölmennt. Auk húsráðenda' voru þar heimilismenn tvær systur Lydíu og bróðursonur hennar, einn- ig bróðurdóttir og hennar maður og oft enn fleira fólk. Guðrún Bjarnadóttir ólst upp með þessu fólki við ástríki og nærgætni í hinni stóru fjölskyldu, enda voru minn- ingar hennar frá Svínafelli síðar á ævinni á þann veg, að hún af heilum hug gat tekið undir þessi orð skálds- ins: Æska mín leið þar sem indælt vor. Þegar Guðrún var rúmlega þrítug, fluttist hún frá Svínafelli til Jón M. Jóhanns- son - Minning Fæddur 18. nóvember 1904 Dáinn 2. desember 1989 Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sóiin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem) í dag fer fram útför móðurbróður míns, Jóns M. Jóhannssonar, er lézt eftir langvarandi og erfið veikindi á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 2. desember sl. Hann fæddist 18. nóvember 1904 að Sauðanesi í Svarfaðardal, sonur hjónanna Þóru Baldvinsdóttur og Jóhanns Gunn- iaugssonar. Börn þeirra voru sex, fimm komust til fullorðinsára. Þau voru auk Jóns, Sveinn, Axel, Bald- vina, og Lára móðir mín, sem var elst og er nú ein eftir af systkina- hópnum. Nonni eins og ég var vön að kalla hann óist upp í foreldrahúsum og stundaði sjóinn með föður sínum eins og þá var títt. Um tvítugt fór hann til Hafnarfjarðar og nam smíðar. Hann var með fyrstu nem- endum Iðnskólans í Hafnarfirði. Til Sigluijarðar flutti hann árið 1930, þá húsasmíðameistari, og setti þar á stofn verkstæði. Nonni var hamingjumaður í sínu einkalífi. Kvæntist ágætiskonu, Oddnýju Nikódemusdóttur, og eign- aðist með henni þijú mannvænleg börn, Þóru, skrifstofustúlku, Val- gerði, kennara, og Björgvin Svein, efnafræðing. Þau eru öll Tjölskyldu- fólk. Barnabörnin eru níu og barna- barnabörnin fimm. Við smíðar vann hann í átta ár og þótti sérstaklega vandvirkur og nákvæmur í starfi sínu. Aldrei hafði hann þó svo mikið að gera að hann færi ekki niður á bryggju þegar bátarnir komu að. Heilsunnar vegna hætti hann við verkstæðið og fór til sjós. í Stýrimannaskólaiin í Reykjavík fór hann svo 42 ára gam- ali og lauk þaðan skipstjóraprófi. Sjóinn stundaði hann meðan heilsan leyfði, ýmist sem skipstjóri eða stýrimaður á ýmsum skipum og síðast var hann með sína eigin trillu. Til Reykjavíkur fluttu þau hjónin Ávarp til íslendinga frá Landssambandinu gegn áfengisböli Fulltrúafundur Landssambands- ins gegn áfengisbölinu haldinn 28. nóvember 1989 hvetur fólk til íhug- unar um hvernig hefja megi sókn til bættra lífskjara og héilbrigðari Jólahlað- borðið á Borginni í ÁR BÝÐUR Hótel Borg upp á tvenns konar jólahlaðborð — jóla- hlaðborð hið minna og jólahlað- borð hið meira. Jólahlaðborð hið minna: Ostabakki með öllu tilheyrandi, ofnbakaður réttur, súpa dagsins og brauð. Verð kr. 600. Jólahlaðborð hið meira: Jólagrísalæri, nautaschnitzel, vænn fiskur í orly-deigi, gnótt af meðlæti. Rjómasúþa, sveskjugraut- ur, hrísgijónagrautur, ostabakki og margar gerðir af ábætisréttum. Verð kr. 1200. Tekið er á móti pöntunum fyrir vinnustaðahópa og félagasamtök. (Fréttatilkynning). og hamingjuríkari lífshátta. Margt í lífsstíl okkar leiðir til mikilla erfið- leika, veldur heilsuleysi og marg- þættum félagslegum vanda. „Hver er sinnar gæfu smiður.“ Einn stærsti þátturinn í þessum vanda er hin almenna neysla áfeng- is og annarra efna sem valda vímu. Hún skerðir sjálfsstjórn fólks og þá eru oft unnin ofbeldisverk í einni eða annarri mynd, lög brotin og fleira mætti telja sem unnið er í skjóli vímunnar. Gegn henni verður að rísa og almennri neyslu þeirra efna sem henni valda. Til þess þarf bæði kjark og þor. Árangurinn verður ekki mikill með því að sitja hjá og ætia öðrum verkið. Hver og einn verður að takast á við sjálfan sig, losa sig úr viðjum vímunnar og síðan í fullri einlægni og af heil- indum að aðstoða aðra. Þá er nauð- synlegt að stjórnvöld á öllum stigum þjóðlífsins séu með og veiti virkan stuðning í þessum efnum og frá þeim þarf að koma markviss for- ysta. ísienska þjóðin hefur orðið fyrir þeirri ógæfu að nú stefnir í mjög aukna áfengisneyslu og það þrátt fyrir rýrnandi kaupmátt fólks. Af- leiðingarnar láta ekki heldur á sér standa. Ölvunarakstur og ofbeldis- verk aukast nú mjög. Það verður að snúa vörn í sókn. Reykjavíkur og tók að stunda þar vinnu. Sigurður Ingvarsson járnsmiður hefur lengi átt hús og heimili í Granaskjóli 15 í Reykjavík. Þegar hann missti fyrri konu sína, Svöfu Magnúsdóttur, voru fimm börn hans stálpuð, en þó flest eða öll á skólaaldri. Eftir að högum hans var þannig komið, réð hann Guðrúnu Bjarnadóttur til að gegna ráðskonu- störfum á heimilinu. Fluttist hún þangað á öndverðu ári 1965 — og fyrir lok þess árs gengu þau Sigurð- ur og Guðrún í hjónaband. Þau eignuðust eina dóttur. Hún heitir Svafa og er nú uppkomin. Þetta heimili var starfssvið Guðrúnar 24 ár, alveg fram að dánardægri henn- ar. Guðrún var vel verki farin og vildi jafnan vera vandvirk. Þess naut heimili hennar. Það var í henn- ar huga ekki eingöngu vettvangur til starfa heldur jafnframt hug- þekkur vermireitur fjölskyldulífs. Hun var að eðlisfarí fróðleiksfús, og gerði sér ijósa grein fyrir fegurð landsins og fjölbreytni í ríki náttúr- unnar, enda alin upp á fögrum stað og gróðursælum. Fögur blóm vöktu oft eftirtekt hennar og hógláta gleði. Guðrún fyigdist með öðru fólki í samkvæmum vina oþ- kunningja og vildi þar sem annars staðar láta gott af sér leiða. En hún tók ekki þátt í almennum félágsmálum, enda fann hún sig ekki alltaf svo sterka til heilsu sem æskilegast væri. Hvar sem hún kom duldist ekki hógværð hennar og hjartagæði. Hún gekk jafnan fram, hvort sem var til starfa eða vinafunda, þýð og þolinmóð í þrá að verða öllu góðu að liði. Minningarathöfn um Guðrúnu Bjarnadóttur var haldin í sóknar- kirkju hennar, Neskirkju í Reykja- vík. En útför hennar var gerð frá Hofskirkju í Öræfum. Ætia má eftir hugarfari og- fram- komu Guðrúnar, að hún hafi að síðustu hugsað til'sveitar sinnar líkt pg Vestur-íslendingur hugsaði til íslands úr fjarlægð: Móðir, hve Ijúft er að muna og geyma myndir frá æskunnar dögum heima. Og sveitungarnir heima kveðja hina framliðnu húsfreyju með alúð- arþökkum og hugsunum eins og þeim, sem felast í þessum ljóðlínum úr ljóðasafninu Sefafjöll. Farðu guðs í friði fijáls af jarðlífs sviði með þinn heila, hreina skjðld. P.Þ. 1972. Þar vann hann sem vaktmað- ur og síðan sem eftirlitsmaður við byggingu Sundskála. Að lokum kveð ég svo elskulegan móðurbróður minn með söknuði og þakklæti fyrir alia þá vinsemd, sem hann sýndi mér frá því ég fyrst man eftir mér. Það, er margs að minnast frá heimili þeirra hjóna í gegnum árin. Eiginkonu hans, börnum og fjöl- skyldum þeirra sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Lára Fólk verður að gera það upp við sig hvort vímunni er ekki fórnandi fyrir nýjan og betri lífsstíl. Hveijir eru tilbúnir? Er ég tiibúin(n)? Ert þú tilhúin(n)? Vilji menn hjálpa geta þeir það aðeins með því að byija á sér sjálfum. Annað er blekking og látalæti. íslendingar! Við getum búið okk- ur gott þjóðfélag þar sem hagsæld, menning, heilbrigði og hamingja ríkir. Til þess þarf óskerta dóm- - greind og færni þar sem hver legg- ur sitt af mörkum af heilindum með mannlega reisn að leiðarljósi. Ert þú með? HOMSOFAR - SOFASETT Ný sending af hornsófum í lúxefni. Verð: 2. sæta, horn, 2. sæta kr. 86.500,- stgr. 2. sæta, horn, 3. sæta kr. 94.000,- stgr. Eitt besta úrval borgarinnar af hornsófum íleðri og lúxefni. Ný sending af sófasettum í lúxefni: Módel Ríó, 3+1 +1 kr. 11 Ó.000,- afb., kr. 99.000,- stgr. Módel Púma, 3+1 +1 kr. 121.000,- afb., kr. 109.000,- stgr. Einnig fjölbreytt úrval af sófasettum í leðri. Góð greiðslukjör Ármúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.