Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1'4. DESEMBER 1989 75 HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ Litlu jjólin hjá FH-ingum í Kópavogi Guðmundur Hrafnkelsson lagði grunn- inn að öruggum sigri Hafnfirðinganna FH-IIMGAR voru í sannkölluðu jólaskapi í gærkvöldi, tóku for- skot á steikina og héldu litlu jólin í Kópavogi — fóru í mánað- arleikjafrí í deildinni á toppnum eftir níu marka sigur gegn HK, 32:23. Hafnfirðingar létu sér síðasta leik að kenningu verða, enda var allt annað að sjá til þeirra í gærkvöldi. Þeir komu samstilltir, HHI ákveðnir og ein- Steinþór beittir til ieiks; Guð- Guðbjartsson mundur lokaði skrifar markinu, vörnin var vel á verði og nær allt gekk upp í sókninni í fyrri hálf- leik. Þar með var ísinn brotinn — sigurinn var öruggur þegar fyrir hlé. Gestirnir tóku lífinu með ró í seinni hálfleik, en voru á stundum of kærulausir og fyrir vikið var jafn- ræði með liðunum seinni hálf- tímann. ípRÓmR FOLK M SIGURÐUR Lárusson, fyrrum fyrirliði og síðar þjálfari ÍA, og þar áður leikmaður IBA og Þórs á Akureyri, er að íhuga að taka fram skóna aftur og leika að nýju næsta sumar. „Ef ég fer af stað aftur verð ég í 1. deildinni," sagði hann í gærkvöldi. Hann dró sig í hlé í fyrra vegna meiðsla en sagðist orð- inn góður af þeim. Sigurður, sem er 35 ára, sagðist annað hvort verða með ÍA eða Þór. Hugsanlegt er að hann flytji til Akureyrar á ný, en hann hefur verið á Akranesi í tíu ár —i lék fyrst með ÍA 1979. „Ég flyt til Akureyrar ef ég fæ vinnu þar,“ sagði Sigurður. ■ PETER Miiller, fyrrum heims- meistari í bruni frá Sviss, slasaðist á æfíngu í brunbrautinni í Val Gardena á Ítalíu í gær. Fyrsta brunmót heimsbikarsins á að fara fram í Saslong brunbrautinni í Val Gardena á laugardaginn og voru keppendur að æfa sig fyrir mótið. Keppendur fá tvær æfingaferðir fyrir hvert brunmót og var sú fyrri í gær. Miiller féll í brautinni eftir að hafa komið illa niður af hengju í miðri braut. Hann marðist mikið og meiddist á vinstra hnéi. Talið er að hann verði frá keppni í sex vikur. Tveir aðrir keppendur urðu fyrir meiðslum í brautinni í gær. Philip Schuler frá Sviss varð fyrir hnémeiðslum og Austurríkismað- urinn, Gerhard Pfaffenbichler, fingurbrotnaði eftir fall í brautinni. ■ GLENN Hausman, sundmaður frá Ástralíu, náði betri tíma en gildandi heimsmet Sovétmannsins Vladimirs Salnikov í 1.500 metra skriðsundi karla a móti í Ástraliu í gær. Tími Hausmans fékkst þó ekki staðfestur þar sem rafmagnst- ímatakan bilaði er sundið stóð sem hæst. Handtími sýndi hins vegar að Hausinan hafi synt á 14.53,59 mínútum sem er 1,17 sekúndum betri tími en gildandi heimsmet Salnikovs sem sett var í Moskvu 1983. Óskar Elvar, fyrirliði HK, fylgdi Héðni eftir sem skugginn lengst af, en við það losnaði um Guðjón, sem skoraði, þegar hann vildi svo við hafa. Þorgils Óttar gaf tóninn, en hvíldi að mestu eftir fyrsta stundar- fjórðunginn og gaf Hálfdáni tæki- færi. Hann brást ekki og var örygg- ið uppmálað á línunni. Aðrir stóðu sig vel, leikmennirnir unnu vel sam- an og uppskáru eftir því. Heimamenn áttu aldrei mögu.- leika á stigi og sitja því áfram á botninum. Markvarslan var engin í fyrri hálfleik, vömin slök og leik- mennirnir ráðþrota í sókninni. Held- ur birti yfir leik liðsins eftir hlé, en það var of seint. Óskar Elvar, minnsti maðurinn á vellinum, stóð sig vel í gæslunni á Héðni, hávaxnasta manni leiksins, og gerði auk þess góð mörk. Ró- bert var góður í hægra horninu og Magnús sýndi ágæta takta, en í heild átti liðið við ofurefli að etja og því ekki að sökum að spyija. Sigurður Lárusson. ■ IVO KnoOicek, varð fyrsti tékkneski knattspymumaðurinn sem fær leyfi stjómvalda í heimal- andi sínu til að leika með erlendu félagsliði. Knoflicek, sem leikið hefur með Slavia Prag, gerði í gær þriggja ára samning við vestur- þýska úrvalsdeildarliðið, St. Pauli. Talið er líklegt að nokkrir tékkne- skir knattspymumenn feti í fótspor Knoflicek á næstunni og leiki er- lendis. ■ ROGER Kingdon frá Bandaríkjunum og Ana Qui- rot frá Kúbu vom í gær útnefnd frjálsíþróttamaður og frjálsíþrótta- kona ársins 1989 af Alþjóða fijáls- íþróttasambandinu, IAÁF. King- dom setti heimsmet í 110 m grinda- hlaupi í Ziirich í Sviss í ágúst, hljóp á 12,92 sek. Said Aoutia frá Ma- rokkó varð annar í kjörinu og há- stökkvarinn kúbanski, Javier So- tomayor, þriðji. Ana Quirot er hlaupakona og hefur unnið 33 síðustu hlaup sín á síðustu þremur ámm. í kvennakjörinu var Paula Ivan, hlaupakona frá Rúmeníu, í öðru sæti og Sandra Farmer- Patrick, Bandaríkjununi, í þriðja sæti. íkvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild Seltjamames, KR-Haukar......kl. 21 1. deild karla Hagaskóli, Víkveiji-Léttir.kl. 20 Laugarvatn, UMFL-ÍS......kl. 20 _ __ Morgunblaðjð/Þorkeil Gunnar Beinteinsson gerir níunda mark FH og HK-mennirnir, Birgir Frostason í markinu, Óskar Elvar Óskarsson og Asmundur Guðmundsson, koma engum vörnum við. ÚRSLIT HK- FH 23:32 íþróttahúsið Digranesi, Islandsmótið í hand- knattieik, VÍS-keppnin, miðvikudaginn 13. desember 1989. Gangur leiksins: 0:2, 1:3, 3:3, 3:5, 4:7, 7:7, 7:13, 9:14, 9:16, 9:17, 14:20, 14:22Í 17:24, 17:26, 22:28, 22:31, 23:32. HK: Magnús Sigurðsson 6/1, Óskar Elvar Oskarsson 6/1, Róbert Haraldsson 5, Gunn- ar Már Gíslason 3, Ásmundur Guðmundsson 2, Eyþór Guðjónsson 1, Rúnar Einarsson, Sigurður Stefánsson, Páll Björgvinsson. Varin skot: Bjarni Frostason 9 (þar af 5, er boltinn fór aftur til mótherja), Þórður Sigurðsson 3 (þar af eitt, er boltinn fór aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur og ein útilokun. FH: Guðjón Ámason 8, Hálfdán Þórðarson 7, Héðinn Gilsson 5, Gunnar Beinteinsson 4, Óskar Ármannsson 4/3, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jón Erling Ragnarsson 2, Ólafur Magnússon, Viktor Guðmundsson, Magnús Einarsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 23/3 (þar af 9/1, er boltinn fór aftur til mðt- heija), Bergsveinn Bergsveinsson. Utan vallar: 10 mínútur. Áhorfendur: Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli P. Ólsen. Guðmundur Hrafnkelsson, Guðjón Árnason og Háifdán Þórðarson, FH. Óskar Elvar Óskarsson og Róbert Haralds- son, ÍK. Gunnar Beinteinsson, FH. 2. deild karla: UBK - Selfoss........................27:22 Ámann - Fram.........................14:26 2. deild kvenna: Þróttur - UMFA.......................15:19 KNATTSPYRNA Robson skoraði tvívegis gegn Júgóslövum Brian Robson, fyrirliði, gerði bæði mörk Englendinga í 2:1 sigri gegn Júgóslövum í vináttu- landsleik í knattspymu á Wem- bley í gærkvöldi. Robson skoraði fyrra markið eftir aðeins 40 sekúndur. Brotið var á Gary Lineker rétt utan víta- teigs hægra megin eftir fyrstu sókn Englendinga. Chris Waddle tók spyrnuna og Robson skallaði í netið. Júgóslavar jöfnuðu með marki Haris Skoo á 17. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Robson skoraði sigurmarkið fyrir Englendinga á 69. minútu eftir að enskir höfðu skipt inná tveimur frískum varamönnum. Paul Parker, hægri bakvörður, lék upp kantinn ásamt Lineker og komst síðan upp að endamörkum og gaf fyrir á Steve Bull, sem missti af knettinum. En fyrirliðinn var mættur við fjærstöngina og skoraði af öryggi. SJONVARP Chelsea-Liverpool í beinni útsendingu Leikur Chelsea og Liverpool í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu, verður sýndur í beinni út- sendingu í Ríkissjónvarpinu á laug- ardaginn. Leikurinn hefstkl. 15.00. Þess má geta að nokkrir af fasta- mönnum í liði Liverpool em meidd- ir og óvíst að þeir verði með. Þar á meðal er John Barnes. íslenskar Getraunir styrkja út- sendingu ieiksins. „Með því gerir fyrirtækið okkur kleift að sýna leik- inn beint,“ sagði Ingólfur Hannes- son, deildarstjóri íþrótta hjá Sjón- varpinu, við Morgunblaðið í gær. Knattspyma Vinátlulajidsleikur England - Júgóslavía................2:1 Bryan Robson (1. og 69.) - Haris Skoro (17.). Áliorfendun 34.796 Spánn - Sviss.......................2:1 Gonzalez (43. vítasp.), Minambres (60.) - Knup (47.). Áliorfendur. 22.000. Skoska úrvalsdeildin St Mirren - Dundee United 1:0 ■Fiestaður leikur frá 2. desember Enska bikarkeppnin, 2. umferð Aylesburj' - Northampton..............0:1 (Northampotn mætir Coventry á heimavelli) Bishop Auckland - Crewe...............0:2 (Crewe mætir Chelsea á útivelli) Exeter - Maidstone.................. 3:2 (Exeter mætir Norwich á heiamvelli) Belgiska 1. deildin: Waregem - Antwerp.....................1:4 Ghent - Beerschot................... 2:0 Hollenska 1. deildin: FC Groningen - FC Twente..............5:0 HANDBOLTI Austur- ríkismenn koma ekki Islenska landsliðið í handknattleik leikur ekki landsleiki hér á landi í næstu viku eins og fyrirhugað var. Til stóð að Danir kæmu, en þeir afþökkuðu um helgina og þá var Austurríkismönnum boðið, en þeir afboðuðu í gær. Ástæðan fyrir því að Austurríkismenn koma ekki er að flestir leikmanna liðsins er nú í prófum. HANDBOLTI Leikið á föstudags- kvöldá Akureyri Leik KA og Stjömunnar, í 1. deild karla í handknatt- leik, sem átti að vera á laugar- dag, hefur verið flýtt. Hann hefst í íþróttahöllinni á Akur- eyri kl. 20.30 á morgun, föstu- dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.