Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 66
MÖltáÚN&IÍA:í)lÐ( 'FIMMWDAÖÚR-' l4í'ÚÉSEMBETÚ l389 ' 6^ t Systir mín, INNA HALMUNG (Jóninna Sigurlaug Jónsdóttir) lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 20. nóvember sl. Jarðarförin hefur farið fram í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Jónsdóttir. t Unnusti minn, sonur okkar, bróðir og mágur, MAGNÚS BLÖNDAL SIGURBJÖRNSSON, Stigahlíð 44, lést í Landakotsspítala að kvöldi 12. desember. Útförin auglýst síðar. Margrét Tómasdóttir, Erna Magnúsdóttir, Sigurbjörn Kristinsson, Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, Þór Hauksson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR KARL EIRÍKSSON rafvélavirki andaðist 1. desember sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingibjörg Adolfsdóttír, Friðrik Eiriksson, Halldóra Sigurjónsdóttir, Sandra Friðriksdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, Lönguhlíð, Seyðisfirði, andaðist á sjúkrahúsi Seyðisfjarðarföstudaginn 8. desember sl. Jarðarförin fer fram á Seyðisfirði laugardaginn 16. desember kl. 14.00. Kristján Þórðarson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, systir og frænka, KRISTÍN S. STEINSDÓTTIR, Hvassaleiti 23, sem lést 8. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 15. desember kl. 15.00. Steina Haraldsdóttir Williams, Pálína Steinsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Kristín Hjörvar, Pálfna Karlsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS ZOÉGA, Bankastræti 14, sem andaðist 4. desember sl., fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. desember kl. 13.30. Sigríður Zoéga, Hanna Zoéga, Guðmundur Ágúst Jónsson, Jón Gunnar Zoéga, Guðrún Björnsdóttir, Anna Sigriður Zoéga, Valdimar Tómasson, Nanna Guðrún Zoéga, Lárus Atlason, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, bróðir okkar, frændi og afi, ÓFEIGUR JÓNSSON, Stórholti 26, Reykjavík, (frá Vatnagarði, Landsveit) verður jarðsunginn frá Skarðskirkju í Landsveit laugardaginn 16. desember kl. 14.00. Ferð frá B.S.Í. kl. 11.30. Þeir sem vildu minnast hins látna láti Reykjalund (Hlífarsjóð S.f.B.S.) njóta þess. Laufey Ófeigsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Óskar Jónsson, Brynhildur Ósk Gisladóttir. Ásdís Kristinsdóttir. Minning: Bjarnhéðinn Hall- grímsson deildarsijóri Fæddur 26. mars 1923 Dáinn 4. desember 1989 Bjarnhéðinn hafði starfað hjá Reykjavíkurborg um árabil enda var hann að komast á eftirlaunaald- ur þegar kallið kom. Kynni okkar hófust fyrir tæpum þremur árum þar sem hann sá um innkaup á leiktækjum fyrir garð- yrkjudeild Reykjavíkurborgar. Það var gott að vinna fyrir Bjarnhéðin enda léttur í lund þó svo hann fylgd- ist grannt með sínum málum. Það sem fékk okkur til þess að setjast niður og rita þessi orð er það hversu ánægjulegt var að starfa fyrir hann. Það hlýtur að vera mikill missir að slíkum starfsmanni fyrir borgina því trúlega hefur oft reynt á þolin- mæði, kurteisi og drengskap í starfi. Að lokum viljum við votta ástvin- urn og samstarfsfólki samúð okkar og um leið biðja guð að varðveita góðan dreng. Elín og Hrafii Hinn 4. desember sl. lést í Land- spítalanum Bjarnhéðinn Hallgríms- son. Gæslukonur minnast hans sem vinar og góðs yfirboðara um langt árabil. Hann var traustur maður, sem gott var að leita til og leysti úr hvers manns vanda af tilfinninga- semi og einlægni. Við sendum eiginkonu hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Bjarnhéðins Hallgrímssonar. Við munum sakna vinar í stað. F.h. Félags gæslukvenna, Guðrún Guðjónsdóttir. í dag er kvaddur Bjarnhéðinn Hallgrímsson, deildarstjóri hjá garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar, en hann lést 4. desember sl. Bjarn: héðinn fæddist 26. mars 1923 við Skólavörðustíginn, þar sem hann ólst upp til 10 ára aldurs. Þá flutti fjölskylda hans á Laugaveginn og átti hann því öll sín uppvaxtar- og þroskaár í gamla austurbænum. Foreldrar Bjarnhéðins voru hjónin Valgerður Stefánsdóttir frá Götu í Hrunamannahreppi og Hallgrímur Bjarnason verkamaður frá Króki í Biskupstungum. Á kreppuárunum, þegar Bjarn- héðinn var að alast upp, var ekki um langskólagöngu að. ræða hjá unglingum frá efnaminni heimilum. Strax eftir fermingu gerðist Bjarn- héðinn nemi í garðyrkju hjá Matt- híasi Ásgeirssyni, sem þá var garð- yrkjuráðunautur Reykjavíkur. Hann starfaði síðan nær óslitið hjá Reykjavíkurborg að undanskildu ári, sem hann vann sem garðyrkju- maður við garðyrkjustöð að Nesja- völlum. Þegar hann kom þaðan vorið 1945, var hann ráðinn yfir- verkstjóri hjá gai'ðyrkjudeild borg- arinnar. Árið 1955 varð sú skipulags- breyting, að leikvallamál voru flutt frá garðyrkjudeild og færð undir skrifstofu fræðslustjóra. VarBjarn- héðinn þá ráðinn þangað til þess að stjórna rekstri allra leikvallanna. Þegar leikvellirnir voru aftur sam- einaðir garðyrkjudeild 1973 var honum áfram faiið að veita þeim málaflokki forstöðu, jafnframt sem hann var fulltrúi garðyrkjustjóra og seinustu árin rekstrarstjóri garð- yrkjudeildar. Bjarnhéðinn var hvatamaður að og einn af stofnendum Félags íslenskra garðyrkjumanna 1943. Sat hann þar lengi í stjórn fyrstu árin. Þegar skrúðgarðyrkja varð síðar lögfest sem iðngrein hlaut hann þegar meistararéttindi. Á sínum yngri árum ferðaðist Bjarnhéðinn mikið innanlands. í sumarleyfunum ók hann lang- ferðabílum með Páli Arasyni, sem var einn af frumkvöðlum að hóp- ferðum í öræfi landsins. Svo bar til í einni af þessum ferðum, að þar kynntist hann ungri þýskri hjúkrun- arkonu, Dagný Welding, sem var nýkomin til starfa hér á landi. Þau Dagný gengu í hjónaband 1953 og upp frá því hefur heimilið verið sá vettvangur, sem Bjarnhéðinn lagði mesta rækt við. Þau hjónin eignuð- ust Ijórar dætur. Tvær eldri dæt- urnar, Elísabet, lyfjafræðingur, sem er gift þýskum lækni, Jörg Stein- mann, og Hallgerður, hjúkrunar- fræðingur, gift Inga Boga Bogasyni lektor, eru báðar búsettar í Köln. En yngri dæturnar eru Dagný, gift norskum tölvufræðingi, Bernt Kaspersen, og Karen menntaskóla- nemi, sem er heitbundin Tómasi Torfasyni. Áður en Bjarnhéðinn kvæntist eignaðist hann soninn Þórhall. Hálf öld er langur starfstími hjá sama vinnuveitanda. Bjarnhéðni auðnaðist að vera virkur þátttak- andi í allri þróun garðyrkjumála hjá Reykjavíkurborg. Viðfangsefnin voru vissulega margbreytileg. En hvert það verk, sem honum var falið, vann hann af einstakri alúð og samviskusemi. Það fór þó aldrei á milli mála, að einn málaflokkur var honum sérstaklega hugleikinn, það var að búa í haginn fyrir bön> in í borginni. Uppbygging og rekst- ur leiksvæðanna undanfarna þijá áratugi hvíldi að langmestu leyti á hans herðum. Auk þess var honum mjög umhugað um, að koma upp skólagörðum og starfsvöllum í sem flestum hverfum borgarinnar. Starf Bjarnhéðins fólst mikið í samskiptum við annað fólk. Bæði samstarfsmenn og hina almennu borgara. Með hlýju, velvilja oggam- ansemi tókst honum að leysa flest saniskiptavandamál á farsælasta hátt. Vissulega gat hann verið fast- ur fyrir ef því var að skipta því rangsleitni átti hann erfitt með að umbera. Yfir allri framkomu hans var þó hógværð sem ávann honum virðingu allra sem til hans leituðu. Þegar undirritaður tók við starfi garðyrkjustjóra fyrir fjórum árum var það ómetanlegur stuðningur að hafa Bjarnhéðin sér við hlið. Hann var alltaf reiðubúinn að veita aðstoð og upplýsingar. Kom þar glöggt fram, hve víðtækri þekkingu hann bjó yfir varðandi garðyrkju og úti- vistarmál í Reykjavík. En samtímis var hann einnig opinn íyrir nýjum hugmyndum og manna glaðastur, ef framkvæmdir þeirra tókust vel. Við sem störfum í garðyrkjudeild Reykjavíkur söknum öll Bjarnhéð- ins. Við finnum hve dijúgan þátt hann hefur átt í því að skapa þann góða starfsanda, sem ríkir í deild- inni. Við minnumst hans með virð- ingu og vináttu. Fyrir hönd alls starfsfólks garð- yrkjudeildar Reykjavíkur votta ég Dagnýju og fjölskyldunni allri inni- lega samúð okkar. Jóhann Pálsson Vinur minn og félagi, Bjarn- héðinn Hallgrímsson, Grensásvegi 56 hér í borg, andaðist mánudaginn 4. desember sl. Hann hafði verið frá vinnu í nokkra daga vegna umgangspestar, inflúensu, mætti til vinnu snemma á mánudags- morgni einsog hans var vani, en fann sig þá vanmáttugan og fór heini, var lagður inná Landspítal- ann um hádegið og þegar vinnudegi lauk var hann allur. Bjarnhéðinn var aðeins 66 ára að aldri er hann andaðist, hann var að jafnaði heilsuhraustur, hafði þó kennt hjartakvilla, en mætti því með daglegum heilsubótargöngum og bættu mataræði. Ég sem þessar línur rita kynntist Bjarnhéðni Hallgrímssyni fyrir nærri hálfri öld, við vorum þá unglingar og vinnufé- lagar hjá Matthíasi Ásgeirssyni garðy rkj u ráðu n au t Rey kj avíku r- borgar, og þessi varð vinnustaður Bjarnhéðins og hans starfsvett- vangur var við garðyrkju og leik- velli borgarinnar. Bjarnhéðinn komst fljótt til trún- aðarstarfa, hann var mjög traustur og samviskusamur og svo stundvís að til var tekið. Bjarnhéðinn lærði garðyrkju- störf, varð garðyrkjuverkstjóri og að lokum deildarstjóri við embætti garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Hann var félagslega sinnaður, var um árabil í fulltrúaráði St. Rv. og í samningsnefnd, var mjög áhuga- samur og tillögugóður og sérlega vel liðinn af sínum félögum. Hann var virkur félagi í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar og í félagi borgarstarfsmanna TBO.. Foreldrar Bjarnhéðins voru Hall- grímur Bjarnason verkamaður og Valgerður Stefánsdóttir, sem lengst af bjuggu á Laugavegi 41B. Þau eignuðust 4 börn og eru nú þijú þeirra fallin frá um aldur fram. Eftirlifandi er Stefán málari, sem er verkstjóri við starfsvelli borgar- innar. Bjarnhéðinn kvæntist Dagnýju Pálsdóttur hjúkrunarkonu og eign- uðust þau fjórar dætur, sem eru: Elísabet, gift Jörg Steinmann, Hall- gerðut', gift Inga Boga Bogasyni, Dagný, gift Bernt Kaspersen, og Karen, hennar maður er Tómas Torfason. Dagný reyndist manni sínum traustur lífsförunautur, voru þau Bjarnhéðinn mjög samrýnd og hjónaband þeirra farsælt og gott. Margar minningar eru frá þeim dögum þegar við Bjarnhéðinn vor- um að he§a okkar lífshlaup, þetta var í stríðsbyijun og miklar svipt- ingar í lífi fólks. Allt í einu var næg atvinna eftir atvinnuleysi kreppuár- anna, fólk hafði peninga handa á milli og nóg að bíta og brenna. Þetta voru mikil viðbrigði frá allsleysinu á milli stríðsáranna. Fólk rétti nú úr kútnum. Þetta voru upp- gangstímar og sem betur fer hafa lífskjör okkar haldist góð þrátt fyr- ir nokkur áföll. Framkvæmdir voru miklar og atvinnulíf blómgaðist. Þetta var bakgrunnur unglings- og þroskaára okkar Bjarnhéðins. Við kveðjum nú með söknuði góðan vin sem sárt var að missa svo fljótt og snöggt. Eftirlifandi eiginkonu hans, dætrum, tengdasonum og barna- börnum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Minning góðs manns lifir þótt genginn sé. Pétur Hannesson „Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir." Þessi orð, úr Innansveitarkroniku Hall- dórs Laxness, sagði Guðrún Jóns- dóttir gegnumköld eftir að hafa hímt úti fjórar nepjunætur og hafði ekki snert brauðið sem henni var falið að sækja. Þessi orð hafa hljóm- að í huga mínum undanfarna daga eftir óvænt fráfall tengdaföður míns, því hann var maður fárra orða en fleiri verka. Bjarnhéðinn Hallgrímsson fædd- ist í Reykjavík 26. mars 1923 og sleit barnsskónum við Laugaveginn. Foreldrar hans voru af Suðurlandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.