Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.12.1989, Blaðsíða 10
ió IVÍokGUíÍBLAfeiÐ FIMIVÍTUDAGUR Í4. dMSÉMÖÉR Er miðstýrður ríkisrekstur hag- kvæmur í heilbrigðisþjónustu? eftir Einar Stefánsson Heilbrigðisþjónusta á íslandi er að hluta ríkisrekin, að hluta rekin á vegum sveitarfélaga og að hluta rekin á vegum einstaklinga og samtaka. Hlutur ríkisrekstrar í heilbrigðisþjónustu hefur vaxið hröðum skrefum á síðustu árum, en þó er enn umfangsmikil starf- semi utan ríkisgeirans. Hér má telja sjúkrahús sveitarfélaga, t.d. Borgarspítalann; sjálfseignar- stofnanir eins og Landakotsspít- ala; stofnanir á vegum ýmissa samtaka, svo sem Reykjalund og Heilsuhæli Náttúrulækningafé- lagsins í Hveragerði; og loks einkareknar læknastofur og læknastöðvar. Núverandi ríkisstjórn hefur stefnt markvisst að auknum ríkis- rekstri í heilbrigðismálum. Þetta hefur gerst annars vegar með áróðri og árásum gegn einka- rekstri, sérstaklega gegn Landa- kotsspítala og sjálfstæðum læknastofum, og hins vegar með lögum og lagafrumvörpum, sem leiða til meiri og meiri miðstýring- ar og ríkisrekstrar. Sámkvæmt lögum, sem samþykkt voru á síðasta Alþingi munu öll sjúkra- samlög landsins falla undir ríkið. Sömuleiðis munu heilsugæslu- stöðvar um land allt falla undir ríkið og mörg hundruð starfs- manna þeirra verða ríkisstarfs- menn. Loks hefur heilbrigðisráð- herra nýlega lagt fram lagafrum- varp um heilbrigðismál, sem tekur enn eitt skref í átt til fullrar mið- stýringar og algers ríkisrekstrar í heilbrigðisþjónustu. Hið nýja frumvarp heilbrigðis- ráðherra verður að skoðast í réttu samhengi. Það er eitt skref í langri göngu, sem stefnir að fullri miðstýringu ríkisins. Þessi mið- stýringarganga hefur farið fram eitt skref í einu. Eitt skrefið var að fella niður sjúkrasamlagsgjöld- in og veita sjúkratryggingafé landsmanna gegnum ríkissjóð. Annað skref var að leggja sjúkra- samlögin niður og koma þannig á nær algerri miðstýringu rekstr- arfjármagns til heilbrigðisþjón- ustu. Þriðja skrefið er að koma sveitarfélögunum út úr heilsu- gæslu, bæði hvað varðar heilsu- gæslústöðvar og með meiri ítök- um ríkisins í sjúkrahúsum sveitar- félaganna (og á endanum yfirtöku þeirra). Fjórða skrefið er að leggja af allan rekstur heilbrigðisstofn- ana utan ríkisgeirans. Hið nýja frumvarp gerir ráð fyrir að óheim- ilt verði að veita rekstrarleyfi sjúkrastofnunum utan ríkisgeir- ans. Stefnan er ljós, og stutt í mark. Hér verður miðstýrður ríkisrekstur í allri heilbrigðisþjón- ustu innan fárra ára, ef ekki er brugðist við. Það er kominn tími til að spyrja: Er miðstýrður ríkisrekstur hag- kvæmur eða æskilegur í heilbrigð- isþjónustu? Þessari spurningu hafa miðstýringarmenn ríkisgeir- ans aldrei reynt að svara. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til þess að miðstýrður ríkisrekstur leiði til betri eða ódýrari heilbrigð- isþjónustu, betri aðbúnaðar starfsfólks eða neinna annarra framfara í heilbrigðismálum. Þvert á móti bendir reynsla ann- arra þjóða til þess að miðstýrður ríkisrekstur heilbrigðismála sé mjög til skaða. Hér er auðvitað fyrst að nefna reynslu Austur- Evrópubúa af miðstýrðum ríkis- rekstri, en þessar þjóðir hafa sannað að miðstýrður ríkisrekstur er óhæfur í öllum greinum at- vinnulífs og er heilsugæsla þar engin undantekning. Nærtækari er svo reynsla Svía, sem komu á miðstýrðum ríkisrekstri í sínu heilbrigðiskerfi fyrir tveimur ára- tugum. Þet.ta leiddi að sjálfsögðu til mikillar minnkunar í afköstum starfsmanna heilbrigðisþjón- ustunnar og afleiðingin var verri og dýrari heilbrigðisþjónusta og er sænsk heilbrigðisþjónusta fimmtungi dýrari en sú íslenska. Langir biðlistar hafa nýlega neytt Svía til að koma á einkarekstri til hliðar við ríkisgeirann, og má segja að þeir séu að byrja að leið- rétta sín mistök - þeir eru á leið upp úr feninu, en við, tuttugu árum á eftir, erum á leiðinni ofan í sama fenið. Ein helstu rök miðstýringar- manna eru þau, að ríkið borgi nær alla heilbrigðisþjónustu og því sé eðlilegt að það sjái einnig um reksturinn (eða að rekstrarleg og fjárhagsleg ábyrgð fari saman). Ekki er deilt um að ríkinu sé bæði rétt og skylt að reyna að fá Einar Stefánsson „Steftian er ljós, og stutt í mark. Hér verð- ur miðstýrður ríkis- rekstur í allri heil- brigðisþjónustu innan fárra ára, ef ekki er brugðist við.“ sem besta þjónustu fyrir það skattfé, sem þjóðin leggur til heilsugæslu. Það þýðir hins vegar ekki að þetta markmið náist best með því að miðstýra öllum heil- brigðisrekstri úr ráðuneytinu. Þvert á móti er líklegt að mest hagkvæmni náist með því að nýta hina almennu yfirburði einka- rekstrar og valddreifingar yfir miðstýringu og sósíalisma. Þessir yfirburðir felast í meiri afköstum sjálfstæðra rekstraraðila og starfsmanna, sem eiga kjör sín undir gæðum og magni þjón- ustunnar; í beinni stjórnun og hagræðingu eigenda smárra rekstrareininga; og í hraðri aðlög- un rekstrar og fjárfestinga að tækniframförum og bre /tingum á þörfum fólks fyrir Ijónustuna. Auðvitað eru þetta hinir almennu yfirburðir fijáls markaðskerfis yfir miðstýringu og ríkisforsjá. Ríkisvaldið nýtir sér kosti einka- rekstrar á ýmsum sviðum, til dæmis með útboðum verklegra framkvæmda og í vegagerð. Á þessum sviðum er hagsmunum ríkissjóðs best borgið með því að láta aðra um rekstur og fram- kvæmdir. Miðstýrður ríkisrekstur hefur marga galla. Frelsi sjúklinga til að velja sér lækni eða sjúkrahús, er eitt það fyrsta sem tapast. I hinu nýja frumvarpi heilbrigðis- ráðherra eru íbúar Reykjavíkur dregnir í dilka eftir búsetu og munu skikkaðir til að njóta þjón- ustu tiltekinnar heilsugæslustöðv- ar, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ekkert tillit virðist tekið til vilja þegnanna, sem vildu ef-til vill leita til einhvers tiltekins læknis, eða halda áfram í gömlu heilsugæslustöðinni eftir aðset- ursskipti. Tilraunir stjórnvalda til að hefta sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa eru á sama hátt skerð- ing á valfrelsi einstaklinga um heilsugæslu. í miðstýrðu ríkis- bákni er hveijum sjúklingi vísað á þá stofnun, sem er á vakt eða tilheyrir viðkomandi hverfi, enda eru möguleikar til valfrelsis næsta litlir í slíkum rekstri. Ríkisrekstur leiðir yfirleitt til minni afkasta starfsfólks, eins og reynsla annarra þjóða sannar. Tveir þriðju hlutar kostnaðar við heilbrigðisþjónustu fara í laun, og minni afköst þýða því annaðhvort svipaða þjónustu fyrir meira fé eða minni þjónustu fyrir sama fé. Heilbrigðisþjónusta á íslandi er þegar hömluð af fjárskorti. Þetta- kemur fram í skömmtun á þjón- ustu í formi biðlista, og skorti á lækningatækjum, sem leiðir til þess að sjúklingar fá þjónustu með úreltum tækjum. Líklegt er að sú óhagkvæmni, sem leiðir af aukinni miðstýringu og ríkis- rekstri, myndi ekki leiða strax til aukinna framlaga til heilbrigðis- mála. Því myndi þjónustan minnka og versna og biðlistar hrannast upp. Eftir einn eða tvo áratugi undir miðstýringu yrði ljóst að miðstýrður sósíalismi er jafnslæmur í heilsugæslu og í öðrum greinum. Myndi þá byija að myndast einkarekstur á ný, og hefðum við þar með apað vitleys- una fullkomlega eftir Svíum. Er illt, ef við getum aldrei lært af mistökum annarra. Höfundur er prófessor / augnlæknisfræði við HI og yfirlæknir augndeildar Landakotsspítala. ■ GEÐHJÁLP- Heiðdís Sigurð- ardóttir sálfræðingur heldur fyrir- lestur um meðferð við sjúklegri megrun (anorexíu) í kvöld, fimmtu- daginn 14. desember. Fyrirlesturinn verður í kennslustofu á 3. hæð geð- deildar Landspítalans og hefst klukkan 20.30. 28444 SEILUGRANDI Mjög falleg 60 fm 2ja herb. á jaröhæð. Einkagarður og bílskýli. Góð áhv. lán. Nýleg íb. V. 4,9 m. ORRAHÓLAR Mjög góð 65 fm íb. í lyftuhúsi. Góð lán. V. 4,3 m. ÞANGBAKKI Mjög falleg 70 fm á 8. hæð í lyftuhúsi. Stórkostl. útsýni. Góö sameign. Frábær staðsetn. V.: Tilboð. KARLAGATA Mjög góð 60 fm á 1. hæð. Skuldlaus. Laus. V. 3,9 m. SÓLVALLAGATA Falleg og góð 65 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð í nýlegu húsi. Suðursv. Laus. Ekk- ert áhv. V. 5,1 m. VESTURGATA Mjög falleg risíb. 95 fm 4ra herb. Sérþvh. Suðursv. 2 millj. áhv. veðdeild. Ákv. sala. V. 5,4 m. JÖRFABAKKI Falleg 110 fm á 3. hæð ásamt auka- herb. í kj. Sérþvh. Góð sameign. Lítið áhv. ÆSUFELL Góð 110 fm 4ra herb. á 3. hæð. Laus Hagst. lán áhv. DUNHAGI Björt og góð 110 fm á 3. hæð. Suð- ursv. V. 6,5 m. EIÐISTORG Nýleg 110 fm íbúð á tveim hæðum. Mikið útsýni. Blómaskáli. Góð áhv. lán. Ákv. sala. V.: Tilboð. UÓSHEIMAR - „PENTHOUSE" Góð íb. á efstu hæð í lyftuhúsi. Mikið útsýni. Laus. KAPLASKJÓLSVEGUR Mjög björt og falleg 125 fm á 5. hæð í lyftuhúsi. Sérlega góð sameign. Tvennar svalir. Getur losnað fljótl. HÁALEITISBRAUT Sérstaklega falleg 125 fm endaíb. ásamt bílsk. 4 svefnherb. Tvennar sval- ir. Skuldlaus. KÁRSNESBRAUT Mjög laglegt 140 fm einbýli, hæð og ris, ásamt 48 fm bílskúr. Góð staðsetn- ing. V. 9,1 m. HÚSEIGNIR VELTUSUNDI 1 SIMI 28444 &SKIP_ Daníel Ámason, lögg. fast., íP Helgi Steingrímsson, sölustjóri. 11 V-I^ATORAR steinsteypu. Léttir £),. meðfærilegir viðhaldslitlir. Avallt tyrirtiggiandl. i Þ. ÞDRGBIMSSON & CO Áim^. m :mr..o FTinmuat ttialmaii imi mmi - nin - siíinun • UHiran • uunli - nw iimimh íslensk teikni- myndasaga MÁL OG menning hefúr sent frá sér teiknimyndasöguna 1937 sem myndlistarmaðurinn Þorri Hringsson og skáldið Sjón hafa sett saman. í kynningu útgefanda segir: „Sagan fjallar um dularfullt hvarf ungra drengja sumarið 1937 sem vekur ugg í mörgu íslensku bijósti. Þýskir fuglaveiðimenn sem eru á ferð um landið þykja líka allein- kennilegir. Hinn franskmenntaði rannsóknarlögreglumaður Hreinn Bhrgfjörð kemur til landsins til að vinna að lausn málsins. Tinna, stúlkan knáa, verður honum stoð og stytta í æsilegri atburðarás. Auk þeirra kemur fjöldi persóna við sögu, og munu glöggir lesend- ur kannast við margar jafnt úr íslensku þjóðlífi sem erlendum teiknimyndum. 1937 er 48 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Sigurjónsson. Skopsögur úr skólanum SKÓLASKOP, gamansögur af kennurum og nemenduin, nefnist bók eílir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Sigurjónsson, sem Al- menna bókafélagið hefur gefið út. í bókinni eru 150 gamansögur. Á bókarkápu segir, að höfundar séu báðir kennarar og hafi safnað ýms- um spaugiulegum sögum úr skólalífinu. „Hér eru kaflar úr rit- gerðum nemenda, föst og laus skot sem kennarar hafa orðið fyrir í tímum og gullvægar samræður læ- rifeðra og námsmanna. I bókinni eru bæði nýjar sögur og aðrar sem heita má að séu orðnar sígildar. Skólaskop ætti því að kitla hlátur- taugar og vekja skemmtilegar end- urminningar með öllum þeim er verið hafa í skóla, kennurum sem nemendum.“ Þ.ÞOBBBlMSSON&CP ABETEadirt HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 í hjarta borgarinnar við Bergstaðastræti Stórglæsileg 140 fm íbúð á 2. hæð ásamt stæði í bílgeymslu. Afh. tilb. undir tréverk, sameign og hús að utan fullfrágengið. Verð 8,5 millj. 28444 HÚSEIGNIR HISNIP VELTUSUNDI 1 SIMI 28444 Daníel Amason, lögg. fast., æm Helgi Steingrímsson, sölustjóri. || {% ‘S‘621600 e HÚSAKAUP Borgartúni 29 Boðagrandi - 3ja herb. Höfum fengið í sölu 3ja herb. íbúð á 10. hæð í eftir- sóttri blokk (lyftuhúsnæði). Einstakt útsýni. Gufubað í sameign. Stæði í bílgeymslu gæti hugsanlega fylgt. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ragnar Tómasson hdl., Brynjar Harðarson, viðskiptafræðingur, Guðrún Árnadóttir, viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.