Morgunblaðið - 22.12.1989, Page 4

Morgunblaðið - 22.12.1989, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 Breytingartillaga við fjárlagafrumvarp: Heidurslaun lista- manna hækki um 25% Fjárlög gera ráð fyrir sömu upphæð og í ár FJORTÁN þingmenn hafa lagt fi’am þá breytingartillögu við frum- varp til íjárlaga fyrir árið 1990 að heiðurslaun listamanna verði samtals 12 milljónir 750 þúsund krónur, eða 25% hærri upphæð en í frumvarpinu. Þar var gert ráð fyrir að fjárhæðin verði sú sama og í fjárlögum ársins 1989, eða 10,2 milljónir króna. I breytingartillögunni er lagt til að sömu menn fái heiðurslaun listamanna á næsta ári og fengu þau í ár en þeir eru 17 talsins. Í fyrra fékk hver þeirra 600 þúsund krónur í heiðurslaun en samkvæmt breytingartillögunni eiga 750 þús- und krónur að koma í hlut hvers og eins. Þeir, sem fengu heiðurslaun listamanna í fyrra, eru Ámi Krist- jánsson, Finnur Jónsson, Guð- mundur Daníelsson, Halldór Lax- ness, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteinsson, Jakobína Sigurð- ardóttir. Jóhann Briem, Jón Nord- al, Jón úr Vör, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson, María Mark- VEÐUR an, Matthías Johannessen, Stefán íslandi, Valur Gíslason og Þor- steinn Ö. Stephensen. Morgunbladið/Bjami Frá afhendingu fyrstu húsbréfanna í Húsnæðisstofiiun í gærmorgun. Frá vinstri Sigurður Geirsson deildarstjóri húsbréfadeildar, Sigur- laug Guðmundsdóttir seljandi og Stefán Guðleifsson kaupandi. Fyrstu húsbréfin afhent FYRSTU húsbréfin voru afhent Sigurlaugu Guðmundsdóttur, seljanda fjögurra herbergja íbúðar á Þinghólsbraut 39 í Kópavogi, í gærmorgun, viku eftir að kaupsamningur hafði verið undirritaður. Kaupsamningur var undirritaður þann 15. desember síðastliðinn milii Sigurlaugar og kaupendanna, Stef- áns Guðleifssonar og Köru Arn- gi’ímsdóttur, hjá fasteignasölunni Eignamiðlun í Reykjavík. Kaupverðið er 5,5 milljónir króna og húsbréfin fjármagna um 60% af því, eða 65% að frádregnu I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFURIDAG, 22. DESEMBER. YFIRLIT í GÆR: Um 300 km suðvestur af Reykjanesi er 975 mb lægð, sem grynnist og þokast austur. Yfir Grænlandi er 1.018 mb hæð. Hiti breytist lítið. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, 5-7 vindstig á Suðvestur- og Vest- urlandi í kvöld og nótt en annars hægari vindur. Skýjað unn allt land og sums staðar smáél eða dálítil snjókoma, einkum þó við norður- og austurströndina. Frost um ailt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á ÞORLÁKSMESSU: Framan af degi lítur út fyrir hæga aust- an- og norðaustanátt með smáéljum við norður- og austurströndina, en annars úrkomulaust veður, en undir kvöld fer að hvessa með snjó- komu sunnan- og suðaustaniands. Frost víðast 5-10 stig. HORFUR Á AÐFANGADAG: Stif norðanátt með snjókomu um allt norðan- og austanvert landið en éljum sunnanlands og vestan. Frost- laust við austurströndina, en allt að 10 stiga frost norðvestanlands. TAKN: Heiðskírt a Norðan, 4 windstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r / / / / Rigning / / / * / * r * r * Slydda r * r * * * •**■** Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J. Skafrenningur Þrumuveður áhvílandi Byggingarsjóðsláni. Upp- hæð fasteignaveðbréfsins sem kaupendur gefa út á móti húsbréf- unum er 3.255 þúsund krónur. Þórólfur Halldórsson fasteigna- sali, sem hafði milligöngu um kaup- in, segir að viðskiptin hafi gengið vel og að nánast sé um stað- greiðslu að ræða, þar sem megin- hluti kaupverðsins greiðist með húsbréfum og eftirstöðvum á mjög skömmum tíma. Landsvirkjun: Viðbrögð við tekjuskatti íhuguð frekar Á stjórnarfúndi Landsvirkjunar í gær voru engar ákvarðanir tekn- ar um viðbrögð við fyrirhuguðum tekjuskatti, sem á að leggjast á fyrirtækið samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Halldór Jónat- ansson, forsljóri Landsvirkjunar, segir að þar sem afgreiðslu frum- varpsins hafi verið frestað fram yfir áramót, muni menn taka sér tíma til íhugunar og til að reikna betur út áhrif skattsins. Á stjórnarfundinum var heldur engin ákvörðun tekin um gjaldskrár- hækkun, en hún verður til umræðu áfram. Halidór sagði að gjaldskrár- hækkun væri rædd vegna verðbólgu og gengisbreytinga, en ekki væri von á að hún yrði meiri en almennar verðbreytingar. Ljóst þykir að tekjuskatturinn, sem leggjast mun á orkufyrirtæki, vet'ði frumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum, muni nema hundruðum millj- óna króna hjá Landsvirkjun einni. Getum hefur verið leitt að því, að skatturinn muni hækka orkuverð til almennings og hafa áhrif á samninga um nýja stóriðju hérlendis. 4 m w % 1 w T */ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að isl. tíma hiti veður Akureyri t13 aiskýjað Reykjavik t4 alskýjað Björgvin 4 rigning Helsinki 4-1 léttskýjað Kaupmannahöfn 10 skýjað Narssarssuaq 47 snjókoma Nuuk 410 snjókoma Ósló 0 snjókoma Stokkhólmur 2 rigning Þórshöfn 0 skýjað Algarve 19 skýjað Amsterdam 13 skýjað Barcelona 17 skýjað Bertin 14 léttskýjað Chicago -i-24 heiðskírt Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 14 skýjað Glasgow 9 mistur Hamborg 14 skúr Las Palmas 25 heiðskirt Lundúnir 14 léttskýjað Los Angeles 9 heiðskírt Lúxemborg 12 alskýjað Madríd 18 þokumóða Malaga 17 skýjað Maliorca 17 skýjað Montreal 419 léttskýjað New York 48 snjókoma Orlando 11 þokumóða París 14 rigning Róm 16 skýjað Vín 8 skýjað Washington 47 skýjað Winnipeg 435 ísnálar Stefán A. Pálsson látinn STEFÁN A. Pálsson, fyrrverandi stórkaupmaður, er látinn í Reykjavík, 88 ára að aldri. And- lát hans bar skjótt að, og hann andaðist í Landspítalanum. Stefán fæddist 2. febrúar 1901 á Hrauni á Djúpavogi. Hann stund- aði nám við Verzlunarskóla íslands 1917-1919 og framhaldsnám í við- skiptafræðum í Edinborg í Skot- landi 1919-1921. Heim kominn setti hann á stofn eigin heildverzlun, sem hann rak til 1960, en eftir það varð hann skrifstofumaður hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur og sinnti því starfi til 1979. Stefán var alla starfsævi sína búsettur í Reykjavík. Stefán sinnti mjög félagsstörf- um. Hann var einn ötulasti starfs- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um áratuga skeið. Kosn- ingastjóri sjálfstæðismanna fyrir allar bæjar-, sveitarstjórnar- og al- þingiskosningar var hann frá 1932 til 1974. Hann sat í stjórn Lands- málafélagsins Varðar 1934-1938 og 1940-1943. Formaður félagsins var hann 1942-1943, og var gerður að heiðursfélaga 1971. Stefán var varatnaður í borgarstjórn 1938- 1946 og sat þá meðal annars í fram- færslunefnd. Hann var umboðsmaður Há- skólahappdrættisins 1934-1948 og forstöðumaður Vetrarhjálparinnar í Reykjavík 1934-1954. Hann var einnig formaður Knattspyrnufé- lagsins Fram og var sæmdur silfur- krossi félagsins. Þá var hann í stjórn og formaður Ftjálslynda safnaðarins 1942-1945. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Hildur E. Pálsson, fædd 1912. Metsölulisti Eymundssonar Eymundsson hefur tekið saman lista yfir söluhæstu bækur í versluninni. Listinn byggir á upplýsingum úr tölvuvæddu sölu- kerfi Bókaverslana Sigfúsar Eyniundssonar við Austurstræti og í Kringlunni d^gana 15.-21. desember. 1. Sagan sem ekki mátti segja. 10.-11. Kjölfar Kriunnar. Nanna Rögn valdardóttir. Þorbjörn Magnússon og 2. Ég heiti Isbjörg - Ég,er ljón. Vigdís Grímsdóttir. 3. Égoglífið. Inga Huld Hákonardóttir. 4. Dauðalestin. Alistair MacLean. 5. Sendiherrafrúin. Heba Jónsdóttir. 6. Fransí biskví. Elín Páimadóttir. 7. Með fiðring í tánum. Þorgrímur Þráinsson. 8. Náttvíg. Thor Vilhjáimsson. 9. Ráðgátan á Klukknahvoli. Enid Blyton. 10.-11. Fimm hittast á ný. Enid Biyton. UnnurÞóra Jökulsdóttir. 12. Égget séð um mig sjálf. Liz Berry. 13. Orrustuskipið Bismarck. Von Mullenheim-Rechberg. 14. Snorri áHúsafelli. Þórunn Valdimaisdóttir. 15.-16. Bakkabræður. 15.-16. Sandkorn tímans. Sidney Sheldon. 17. Frændi Konráðs. Vilhjálmur Hjálmarsson. 18. Skýrt og skorinort. lndriði G. Þorsteinsson. 19. EvaLauna. Isabel Allende. 20. Lata stelpan. 'Emil Ludvig og Zdenék Miler.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.