Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989 Breytingartillaga við fjárlagafrumvarp: Heidurslaun lista- manna hækki um 25% Fjárlög gera ráð fyrir sömu upphæð og í ár FJORTÁN þingmenn hafa lagt fi’am þá breytingartillögu við frum- varp til íjárlaga fyrir árið 1990 að heiðurslaun listamanna verði samtals 12 milljónir 750 þúsund krónur, eða 25% hærri upphæð en í frumvarpinu. Þar var gert ráð fyrir að fjárhæðin verði sú sama og í fjárlögum ársins 1989, eða 10,2 milljónir króna. I breytingartillögunni er lagt til að sömu menn fái heiðurslaun listamanna á næsta ári og fengu þau í ár en þeir eru 17 talsins. Í fyrra fékk hver þeirra 600 þúsund krónur í heiðurslaun en samkvæmt breytingartillögunni eiga 750 þús- und krónur að koma í hlut hvers og eins. Þeir, sem fengu heiðurslaun listamanna í fyrra, eru Ámi Krist- jánsson, Finnur Jónsson, Guð- mundur Daníelsson, Halldór Lax- ness, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteinsson, Jakobína Sigurð- ardóttir. Jóhann Briem, Jón Nord- al, Jón úr Vör, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson, María Mark- VEÐUR an, Matthías Johannessen, Stefán íslandi, Valur Gíslason og Þor- steinn Ö. Stephensen. Morgunbladið/Bjami Frá afhendingu fyrstu húsbréfanna í Húsnæðisstofiiun í gærmorgun. Frá vinstri Sigurður Geirsson deildarstjóri húsbréfadeildar, Sigur- laug Guðmundsdóttir seljandi og Stefán Guðleifsson kaupandi. Fyrstu húsbréfin afhent FYRSTU húsbréfin voru afhent Sigurlaugu Guðmundsdóttur, seljanda fjögurra herbergja íbúðar á Þinghólsbraut 39 í Kópavogi, í gærmorgun, viku eftir að kaupsamningur hafði verið undirritaður. Kaupsamningur var undirritaður þann 15. desember síðastliðinn milii Sigurlaugar og kaupendanna, Stef- áns Guðleifssonar og Köru Arn- gi’ímsdóttur, hjá fasteignasölunni Eignamiðlun í Reykjavík. Kaupverðið er 5,5 milljónir króna og húsbréfin fjármagna um 60% af því, eða 65% að frádregnu I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFURIDAG, 22. DESEMBER. YFIRLIT í GÆR: Um 300 km suðvestur af Reykjanesi er 975 mb lægð, sem grynnist og þokast austur. Yfir Grænlandi er 1.018 mb hæð. Hiti breytist lítið. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, 5-7 vindstig á Suðvestur- og Vest- urlandi í kvöld og nótt en annars hægari vindur. Skýjað unn allt land og sums staðar smáél eða dálítil snjókoma, einkum þó við norður- og austurströndina. Frost um ailt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á ÞORLÁKSMESSU: Framan af degi lítur út fyrir hæga aust- an- og norðaustanátt með smáéljum við norður- og austurströndina, en annars úrkomulaust veður, en undir kvöld fer að hvessa með snjó- komu sunnan- og suðaustaniands. Frost víðast 5-10 stig. HORFUR Á AÐFANGADAG: Stif norðanátt með snjókomu um allt norðan- og austanvert landið en éljum sunnanlands og vestan. Frost- laust við austurströndina, en allt að 10 stiga frost norðvestanlands. TAKN: Heiðskírt a Norðan, 4 windstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r / / / / Rigning / / / * / * r * r * Slydda r * r * * * •**■** Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J. Skafrenningur Þrumuveður áhvílandi Byggingarsjóðsláni. Upp- hæð fasteignaveðbréfsins sem kaupendur gefa út á móti húsbréf- unum er 3.255 þúsund krónur. Þórólfur Halldórsson fasteigna- sali, sem hafði milligöngu um kaup- in, segir að viðskiptin hafi gengið vel og að nánast sé um stað- greiðslu að ræða, þar sem megin- hluti kaupverðsins greiðist með húsbréfum og eftirstöðvum á mjög skömmum tíma. Landsvirkjun: Viðbrögð við tekjuskatti íhuguð frekar Á stjórnarfúndi Landsvirkjunar í gær voru engar ákvarðanir tekn- ar um viðbrögð við fyrirhuguðum tekjuskatti, sem á að leggjast á fyrirtækið samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Halldór Jónat- ansson, forsljóri Landsvirkjunar, segir að þar sem afgreiðslu frum- varpsins hafi verið frestað fram yfir áramót, muni menn taka sér tíma til íhugunar og til að reikna betur út áhrif skattsins. Á stjórnarfundinum var heldur engin ákvörðun tekin um gjaldskrár- hækkun, en hún verður til umræðu áfram. Halidór sagði að gjaldskrár- hækkun væri rædd vegna verðbólgu og gengisbreytinga, en ekki væri von á að hún yrði meiri en almennar verðbreytingar. Ljóst þykir að tekjuskatturinn, sem leggjast mun á orkufyrirtæki, vet'ði frumvarp ríkisstjórnarinnar að lögum, muni nema hundruðum millj- óna króna hjá Landsvirkjun einni. Getum hefur verið leitt að því, að skatturinn muni hækka orkuverð til almennings og hafa áhrif á samninga um nýja stóriðju hérlendis. 4 m w % 1 w T */ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að isl. tíma hiti veður Akureyri t13 aiskýjað Reykjavik t4 alskýjað Björgvin 4 rigning Helsinki 4-1 léttskýjað Kaupmannahöfn 10 skýjað Narssarssuaq 47 snjókoma Nuuk 410 snjókoma Ósló 0 snjókoma Stokkhólmur 2 rigning Þórshöfn 0 skýjað Algarve 19 skýjað Amsterdam 13 skýjað Barcelona 17 skýjað Bertin 14 léttskýjað Chicago -i-24 heiðskírt Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 14 skýjað Glasgow 9 mistur Hamborg 14 skúr Las Palmas 25 heiðskirt Lundúnir 14 léttskýjað Los Angeles 9 heiðskírt Lúxemborg 12 alskýjað Madríd 18 þokumóða Malaga 17 skýjað Maliorca 17 skýjað Montreal 419 léttskýjað New York 48 snjókoma Orlando 11 þokumóða París 14 rigning Róm 16 skýjað Vín 8 skýjað Washington 47 skýjað Winnipeg 435 ísnálar Stefán A. Pálsson látinn STEFÁN A. Pálsson, fyrrverandi stórkaupmaður, er látinn í Reykjavík, 88 ára að aldri. And- lát hans bar skjótt að, og hann andaðist í Landspítalanum. Stefán fæddist 2. febrúar 1901 á Hrauni á Djúpavogi. Hann stund- aði nám við Verzlunarskóla íslands 1917-1919 og framhaldsnám í við- skiptafræðum í Edinborg í Skot- landi 1919-1921. Heim kominn setti hann á stofn eigin heildverzlun, sem hann rak til 1960, en eftir það varð hann skrifstofumaður hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur og sinnti því starfi til 1979. Stefán var alla starfsævi sína búsettur í Reykjavík. Stefán sinnti mjög félagsstörf- um. Hann var einn ötulasti starfs- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um áratuga skeið. Kosn- ingastjóri sjálfstæðismanna fyrir allar bæjar-, sveitarstjórnar- og al- þingiskosningar var hann frá 1932 til 1974. Hann sat í stjórn Lands- málafélagsins Varðar 1934-1938 og 1940-1943. Formaður félagsins var hann 1942-1943, og var gerður að heiðursfélaga 1971. Stefán var varatnaður í borgarstjórn 1938- 1946 og sat þá meðal annars í fram- færslunefnd. Hann var umboðsmaður Há- skólahappdrættisins 1934-1948 og forstöðumaður Vetrarhjálparinnar í Reykjavík 1934-1954. Hann var einnig formaður Knattspyrnufé- lagsins Fram og var sæmdur silfur- krossi félagsins. Þá var hann í stjórn og formaður Ftjálslynda safnaðarins 1942-1945. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Hildur E. Pálsson, fædd 1912. Metsölulisti Eymundssonar Eymundsson hefur tekið saman lista yfir söluhæstu bækur í versluninni. Listinn byggir á upplýsingum úr tölvuvæddu sölu- kerfi Bókaverslana Sigfúsar Eyniundssonar við Austurstræti og í Kringlunni d^gana 15.-21. desember. 1. Sagan sem ekki mátti segja. 10.-11. Kjölfar Kriunnar. Nanna Rögn valdardóttir. Þorbjörn Magnússon og 2. Ég heiti Isbjörg - Ég,er ljón. Vigdís Grímsdóttir. 3. Égoglífið. Inga Huld Hákonardóttir. 4. Dauðalestin. Alistair MacLean. 5. Sendiherrafrúin. Heba Jónsdóttir. 6. Fransí biskví. Elín Páimadóttir. 7. Með fiðring í tánum. Þorgrímur Þráinsson. 8. Náttvíg. Thor Vilhjáimsson. 9. Ráðgátan á Klukknahvoli. Enid Blyton. 10.-11. Fimm hittast á ný. Enid Biyton. UnnurÞóra Jökulsdóttir. 12. Égget séð um mig sjálf. Liz Berry. 13. Orrustuskipið Bismarck. Von Mullenheim-Rechberg. 14. Snorri áHúsafelli. Þórunn Valdimaisdóttir. 15.-16. Bakkabræður. 15.-16. Sandkorn tímans. Sidney Sheldon. 17. Frændi Konráðs. Vilhjálmur Hjálmarsson. 18. Skýrt og skorinort. lndriði G. Þorsteinsson. 19. EvaLauna. Isabel Allende. 20. Lata stelpan. 'Emil Ludvig og Zdenék Miler.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.