Morgunblaðið - 22.12.1989, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.12.1989, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. 198Ó- Stutt og stuðlað eftirAuðun Braga Stutt og stuðlað nefnir Auðunn Bragi Sveinsson nýútkomið rit með smáljóöum. Það er fyrsta kverið sem hann sendir frá sér af frumortum ljóðum, en í hitteð- fyrra gaf hann út þýðingar á smáfjóðum danska skáldsins Piets Hein, auk þess sem ljóð hans fiafa birst í blööum, tímaritum og verið lesin upp í útvarpi í áratugi. „Hér er eingöngu um að ræða ljóð ort að hefðbundnuin hætti“, skrifar Auðunn Bragi í formála og á baks- íðu segir að ljóðin séu öll stutt og stuðluð. „Vísur undir hinum ýmsu bragarháttum er hér að finna, en einríig lengri erindi, gripin oft úr lengra máli...Hér er gripið niður á víð og dreif í kveðskap mínum frá æsku til efri ára. Bókin spannar um hálfa öld í efni. Hvað sem bók- menntagildi þessara ljóða líður, full- yrði ég, að þau séu óþvinguð, bæði að efni og formi. Ungum var mér Auðunn Bragi Sveinsson. kennt að stirt kveðin ljóð væru hnoð. Hef ég þá trú, að slíkt gildi enn í dag,“ segir ennfremur. ÞORLAKS SAGA HELGA Þegar Jóhannes Póll II pófi kom hingað til lands í júní sl., kom út ný útgófa af Þorláks sögu helga, Skál- holtsbiskups, búin til prent- unar af Ásdísi Egilsdóttur, bókmenntafræðingi, sem skrifar formála að bókinni. ÞORLAKS SAGA HELGA ER KAERKOMIN JOLAGJOF Þorlákssióður. Náttkjólar, náttföt, náttireyjur Stórkostlegt úrval í öllum verðflokkum -b lympii Laugavegi 26, sími 13300. - Glæsibæ, sími 31300. Nemendur 4. bekkjar K í Hvassaleitisskóla fluttu helgileik á Litlu jólunum. Morgunblaðið/Bjami Litlu jólin 1 Hvassaleitisskóla BÖRNIN í Hvassaleitisskóla í Reykjavík héldu upp á Litlu jólin í hátíðarsal skólans á þriðjudag. Börnin sungu jóla- söngva, nemendur 4. bekkjar K fluttu helgileik og margt annað var til skemmtunar. Að skemmtun lokinni var stig- inn dans í kringum jólatré. Börnin, sem klædd voru sínu fínasta pússi, fylgdust grannt með helgileiknum og skein eftirvænt- ing úr andlitum þeirra, ekki síst þegar jólasveinn kom í heimsókn. Vinkonurnar Helga Sigríður Þórhalisdóttir, Birna Pétursdóttir og Ragnheiður T. Guðmundsdóttir, átta ára gamlar. Kannski komajóla- sveinarnir of- an af Esjunni HELGA Sigríður Þórhallsdótt- ir, Ragnheiður T. Guðmunds- dóttir og Birna Pétursdóttir, sem eru í 2. bekk G i Hvassaleit- isskóla, sögðust hlakka mikið til jólanna. Þær voru vissar um að fara ekki í jólaköttinn að þessu sinni. „Ég veit að ein af jólagjöfunum verður tölva. Við ætlum að gefa okkur hana sjálf, fjölskyldan,“ sagði Helga Sigríður. Ragnheiður og Birna vissu ekki hvaða gjafir fylgdu þessum jólum enda voru stöllurnar allar sammála um að margt annað væri alveg jafn skemmtilegt við jólin og pakkarn- ir. Helga Sigríður og Birna sögð- ust ekki trúa á jólasveina. „Þetta eru bara gervijólasveinar," sagði Birna. Ragnheiður var hins vegar viss um að jólasveinar væru til. „Kannski koma þeir til byggða af Esjunni. í jólasveinabókinni minni fara þeir niður fjöllin á sleð- um,“ sagði Ragnheiður. Helga Sigríður sagðist líka hlakka til jólaborðhaldsins. „Ég held að ég fái hangikjöt eða kannski íjúpu á aðfangadag. Heima hjá mér er ekki alltaf sami maturinn á jólunum." Birna sagði að fjölskylda sín borðaði hangikjöt á jólunum en Ragnheiður sagði að ijúpur væru í uppáhaldi heima hjá sér. Bókaútgáfa Menningarsjóðs: LJÖÐARABB eftir Svein Skorra Höskuldsson BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs' hefúr gefið út ritið Ljóðarabb eft- ir Svein Skorra Höskuldsson próf- essor, en það er að stofni til er- índi sem höfúndur flutti í Ríkisút- varpi veturinn 1986-87, svo og tilvitnanir í kveðskap fjölmargra eldri og yngri íslenskra skálda. Segir i formálsorðum að kvæðava- lið beri noklíurn blæ af árstiðinni þegar erindin voru flutt. Þannig var þátturinn um jólaljóð fluttur á þeirri hátíð. Utgefandi kynnir í bókina og til- efni hennar svofelldum orðum á kápu: „Ljóðarabb fjallar um íslensk kvæði, sem orðið hafa höfundi hug- stæð vegna listrænnar snilli ólíkra skálda. Þetta eru hugvekjur, þar sem koma til álita ljóð mrgra skálda fyrr og nú, og lesanda-opnast þar marg- breytileg veröld. I Ljóðarabbi eru m.a. tekin til athugunar Ijóð eftir Bjarna Thorar- ensen, Jóhann Siguijónsson, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Stein Steinar, Hannes Sigfússon, Hannes Pétursson, Þorstein frá Hamri o.m.fl. Ljóðarabb lýsir skoðunarferð höf- undar, sem metur blæbrigðaríkan skáldskap af næmleika og þekk- ingu.“ Sveinn Skorri Höskuldsson Ljóðarabb skiptist í tólf þætti. Bókin er 109 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Rún, en bundin í bókbandsstofunni Flatey. Kápu gerði Sigurður Örn Brynjólfsson. (Fréttatilkynning;) Speki Konfusíusar í þýðingu Ragnars Baldurssonar KOMIN er út hjá Iðunni íslensk þýðing á Speki Konfúsíusar. Ragnar Baldursson þýddi bókina beint úr fruinmáliuu og ritar einnig inngang, skýrir orð meist- arans og lýkur upp Ieyndardóm- um þeim sem spakmæli hans geyma. í kynningu útgefandans á bók- inni segir m.a.: í orðum hins forna vitrings Konfúsíusar er að finna frábæra djúpskyggni og mikið mannvit og eiga þau enn fyllsta erindi við nútímamanninn. Vísdómsorð hins-mikla kínverska meistara hafa mótað og eflt hugsun menningu Kínveija og annarra þjóða að fornu og nýju. Margir kunnir andans menn á Vesturlönd- um hafa haft lífsspeki Konfúsíusar að leiðat'ljósi. Hann var sá heim- spekingur sem setti manninn og vegferð hans ofar öllu. Og víst er að orð hans munu enn um sinn verða mönnum þörf áminning, verð- ug til umhugsunar og eftirbreytni og eiga vissulega erindi til þeirra sem láta sig varða menningarsögu- Ieg verðmæti þjóðanna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.