Morgunblaðið - 22.12.1989, Side 16

Morgunblaðið - 22.12.1989, Side 16
16 MOHGUNBIAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 22. DESEMBER 1989 FRA RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: 1 2 3 4 5 6 Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa með farnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. ( flestum nýrri húsum eru sjálfvör (útsláttar- rofar) en í eldri húsum eru vartappar (öryggi). Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper - Ijós 20-25 amper - eldavél 35 amper - aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður skuluð þið gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þið sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straum- laus getið þið einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja leka- straumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. Við flytjum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR (Geymið auglýsinguna) Býsanskur dómsdagur Bókmenntir Sigurjón Björnsson Hörður Ágústsson: Dómsdagur og helgir menn á Hólum. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík. 1989. 173 bls. Árið 1924 komu í leitirnar í Bjarnastaðahlíð í Skagafirði þrettán fjalir sem á voru „myndir manna og dýra ristar á láréttar fjalir". Og 1952 komu fram aðrar fjalir og brot á bænum Flatatungu í Skagafirði. Líklegt þykir að allar fjalirnar hafi fram á síðustu öld verið í Flata- tungu. Talið er að á þessum fjölum séu „á ferðinni einhverjar elstu leifar íslenskrar myndlistar úr kristnum sið“. Um þessi myndverk hefur verið fjallað af þekktum fræðimönnum og er líklegast helst að minnast doktors- ritgerðar Selmu Jónsdóttur, „Byz- önsk dómsdagsmynd í Flatatungu“ (1959). Menn virðast hafa orðið sammála um að á þessum fjölum (fyrrnefnda hópnum) sé að finna leifar af dóms- dagsmynd með býsönsku sniði. En fjalirnar hafa bersýnilega verið fleiri upprunalega, auk þess sem sumt af því sem er varðveitt er einungis fjalabrot. En þó að menn hafi orðið sam- mála um þetta er engu að síður margt óljóst. Hvernig hefur þetta myndverk litið út í heild sinni? Frá hvaða tíma eru fjalirnar? Hvar voru þær upphaflega? Eftir hvaða leiðum hafa býsönsk áhrif borist norður í Skagafjörð? Þessar spurningar og ýmsar fleiri tekur höfundur til vendilegrar um- fjöllunar í bók þeirri sem hér er til umfjöllunar. Er víst óhætt að segja að þar hefur ekki verið kastað hönd- um að verki. í huga hans hefur það verið í rúma tvo áratugi. Höfundur fer margar leiðir í rann- sókn sinni. Þar verður kannski fyrst fyrir hin ákaflega nákvæma og vandaða rannsókn hans á fjölunum sjálfum. Við að athuga naglagöt, fláa og snið kemur hann auga á sitt- hvað merkilegt sem öðmm hafði yfirsést. Þá er ekki síður eftirtektar- verð sú elja sem hann hefur lagt í að athuga allt það erlenda myndefni sem hann hefur náð til. Þar hefur hann einnig haft árangur sem erf- iði. Ritaðar heimiidir hefur hann skoðað gaumgæfilega. Og síðast en ekki síst vekur athygli hvernig hon- um hefur nýst traust þekking á húsagerðarlist fyrri alda og hvaða ályktana það leiðir hann til. Ekki ætla ég mér þá dul að fara að fjalla um niðurstöður hans hér. En þær eru vissulega merkilegar. Margt tekst honum að leiðrétta í eldri rannsóknum. Og í raun tekst honum á mjög svo sannfærandi hátt að varpa nýju ljósi á upprunalegan samastað þessa myndverks. Tilraun hans til að endurgera „dómsdaginn" hlýtur og að vekja athygli fræði- manna. Hörður Ágústsson hefur margt það til að bera sem gerir honum mögulegt að komast lengra en fyrir- rennarar hans. Hann er tvímæla- laust ákaflega vandvirkur fræðimað- ur, rökfastur og gagnrýninn. Það er þó ekki einhlítt til árangurs í efni sem þessu nema við bætist fijó hug- kvæmni. Mörg dæmi hennar sjást í þessari bók. Þjálfun hans og þekking sem myndlistarmanns, svo og þekk- ing hans á húsagerðarlist sem hann Hörður Ágústsson er löngu kunnur fyrir hefur og kom- ið honum að góðu gagni. Það má ætla að fræðibækur þar sem nákvæmlega er farið í hvert smáatriði séu ekki ýkja aðgengilegur lestur fyrir allan þorra almennings. Hvernig sem því er farið orkaði lest- ur þessarar ritgerðar einstaklega vel á mig. Frásögnin er mjög skýr, skipuleg og rökföst og hvað efnis- framvindu varðar minnir hún mann helst á snjalla leynilögreglurannsókn þar sem allt er í uuphafi óljóst og í brotum en fellur svo saman í skilj- anlegt samhengi að lokum. Bókin er framúrskarandi vel út- gefin. Einkum er myndefni hreint frábært. Höfundur hefur sjálfur hannað bókina. Ég hygg að þetta ritverk hljóti að teljast allnokkur menningarsögu- legur viðburður. Klerkur, skáld og kraftamaður Bókmenntir Sigurjón Björnsson Þórunn Valdimarsdóttir: Snorri á Húsafelli. Saga frá 18. öld. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1989. 437 blaðsíður. I fljótu bragði mætti ætla að ekki þyrfti ofurlangt mál til að gera grein fyrir ævi manns sem uppi var á 18. öld, sérstaklea þegar heimildir um ævi hans eru í takmarkaðra lagi, a.m.k. um fyrri hluti ævi hans. Við nánari aðgæslu skilst þó að þessu hlýtur að vera gagnstætt farið. Ein- mitt vegna þess að söguhetjan lifði lífi sínu fyrir meira en tveimur og hálfri öld er nauðsynlegt að gera vandlega grein fyrir samtíð hans svo að feriil hans verði sæmilega skiljan- legur. Þetta hefur sagnfræðingurinn Þórunn Valdimarsdóttir skilið mæta vel. Þvi verður saga hennar af séra Snorra Björnssyni á Húsafelli einnig saga 18. aldarinnar á íslandi, því að Snorri fæddist snemma á öldinni (1710) og lifði fram yfir aldamót (1803). Þessi ævi- og samtímasaga er mjög metnaðarfullt og vandlega unnið verk. Engu er sleppt úr samtíma Snorra, hversu smálegt sem það kann að virðast, ef það getur á einhvern hátt varðað sögu- hetjuna. Virðist höfundur hafa valið þann kostinn að sníða stakk sinn frekar við vöxt en hitt. Má sjá bæði á texta og tilvísunum til heimilda að höfundur hefur aflað sér gríðar- mikillar þekkingar um þessa öld og leitað ótiúlega víða fanga. Liggur við að manni þyki stundum nóg um. Hægt og sígandi þegar á þetta mikla verk líður tekur séra Snorri að teygja höfuðið upp úr þessum hafsjó samtímalýsinga og um það er lýkur er hann aliur kominn upp- úr, mikilúðlegur öldungur, kjark- og kraftamaður, kennimaður, skáld og náttúruvísindamaður og e.t.v. galdramaður líka. Höfundur hefur þannig náð tilgangi sínum og hlotið laun erfiðis síns. Lesandi sem á ann- að borð hefur áhuga á Snorra karli fær hér líklega allt að vita sem hægt er um hann að vita og lærir að greina þjóðsögu frá sagnfræði. En sá sem meiri áhuga hefur á 18. öldinni fær h'ka mikið fyrir snúð sinn. Enga ástæðu hef ég til að bera brigður á sagnfræðilegan trúverðug- leika höfundar, þó að þar sé ég raun- ar naumast dómbær. Bókin ber öll merki vandvirkni og aðgæslu. Eins og áður getur var Snorri á Húsafelli skáld. Hann var t.a.m. eitt afkastamesta rímnaskáld aldarinn- ar. Talsvert er tilfært af skáldskap hans hér. Naumast fellur það vel að smekk nútímamanna, þó að það hafi tvímælalaust verið ofar meðal- lagi á sínum tíma. Snorri samdi einn- Einferli eftir Finn Torfa Hjörleifsson ÚT ER komin ljóðabókin Einferli eftir Finn Torfa Hjörleifsson. í henni eru 59 ljóð, langflest áður óbirt. Þetta er fyrsta bók höfundar, en hann hefur áður tekið saman tvær bækur til Ijóðakennslu í skólum, Ljóðalestur, ásamt öðrum, og Ljóða- safn handa unglingum. Bókin er gefin út á kostnað höfundar. Prent- stofa G. Benediktssonar prentaði. Finnur Torfi Hjörleifsson ig leikrit, víst það fyrsta sem samið hefur verið á íslensku. Hér er það prentað í fyrsta sinn. Það heitir Sperðill. Þá er einnig að lokinni æviskýrslu gerð rækileg grein fyrir öðrum fræðaiðkunum séra Snorra, eftir þeim handritum sem hann lét eftir sig og varðveist hafa. Skemmtileg nýmæli í bók af þessu tagi er að í bókarlok er rakið niðja- tal frá séra Snorra í fjóra ættliði. Safnað var til þess af Ara Gísla- syni, Hjalta Pálssyni og Þorsteini Þorsteinssyni. Sá síðastnefndi skrá- setti. Mér finnst líklegt að mörgum þyki líkt og mér mikið til þessa verks koma. Það er trúa mín að hér sé í uppsiglingu sagnfræðingur sem á eftir að láta að sér kveða á ritvelli. Hún býr yfir þeirri náðargáfu að geta gert sagnfræði aðgengilega og áhugaverða almenningi, jafnframt því að vera vandvirkur og kröfuharð- ur fræðimaður. Rithöfundarhæfi- leikar hennar og skáldlegt innsæi og tilþrif eru ótvíræð. Helst mætti hún hafa hemil á mælsku sinni og orðskrúði sem er i það mesta á köfl- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.