Morgunblaðið - 22.12.1989, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989
Grindavík:
Fangahúsi lög-
reglunnar lokað
Grindavík.
> Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja
bannaði notkun fangahúss lög-
reglunnar í Grindavík á miðviku-
dag. Hann gerði athugasemdir
vegna aðbúnaðar fanga og frá-
gangs á fangaklefa.
„Athugasemdirnar eru vegna
Bílslys við
við Kerling-
arskarð
Borg- í Mikiaholtshreppi.
UMFERÐARÓHAPP varð á
þjóðveginum um Kerlingar-
skarð á miðvikudag. Bíll
með tveimur mönnum fauk
út af veginum og lenti á
hvolfi.
Mennirnir sem í bílnum voru
sluppu ómeiddir en bíllinn er
ónýtur. Bíllinn var frá Stykkis-
hólmi.
Undanfarandi daga hefur
verið hvöss norðaustanátt,
frost komist í fimnltán stig
en snjólaust verið að mestu
og vegir vel færir.
Páll.
loftræstingar, þrifnaðaraðstöðu og
frágangs á niðurfalli í fangaklef-
um,“ sagði Sigurður Ágústsson
aðalvarðstjóri í samtali við Morgun-
blaðið. Sigurður sagði ennfremur
að frestur hefði verið gefinn undan-
farin ár til þess að bæta úr, en það
hefði ekki verið gert og því hefði
notkun verið bönnuð. Hann sagði
að ef lögreglan þyrfti að vista menn
yrði að aka þeim til Keflavíkur.
Sigurður sagðist vonast til þess
að ráðamenn tækju við sér í fram-
haldi af þessari lokun og ráðist yrði
í að fullgera nýja lögreglustöð í
húsi sem var keypt af Landsbank-
anum og hefur staðið autt síðastlið-
ið eitt og hálft ár.
„Aðstaða lögreglumanna er ekki
síður bágborin, til að mynda eru
allar skýrslur unnar á kaffistofunni
og fatahengið er um leið biðstofa
skrifstofu bæjarfógeta," sagði Sig-
urður að lokum. wa
INNLENT
Sex kvennanna sjö sem gerðar voru að heiðursfélögum Hjúkrunarféiags íslands. Frá vinstri: Elísabet
Erlendsdóttir, fyrrverandi bæjarhjúkrunarkona í Hafharfirði; Guðríður Jónsdóttir, fyrrverandi forstöðu-
kona Kleppsspítala; systir Hildegardis, priorinna Landakoti; Ingibjörg R. Magnúsdóttir, skrifstofustjóri
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis; María Lysnes, fyrrverandi rektor Statens skole fro psykiat-
riske sykepleiere Oslo og Sigurlín Gunnarsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Borgarspítala. A mynd-
ina vantar Sigrúnu Magnúsdóttur, fyrrverandi forstöðukonu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Hjúkrunarfélag íslands 70 ára:
Sjö brautryðjendur heiðraðir
HJÚKRUNARFÉLAG íslands,
sem í upphafi hét Félag íslenskra
hjúkrunarkvenna, stóð nýlega
fyrir ráðstefhu í tilefni af 70 ára
afmæli sínu undir yfírskriftinni
Hjúkrun - þjóðfélagslegt afl. í
upphafi ráðstefhunnar voru sjö
brautryðjendur í hjúkrunarmál-
um heiðraðir.
Á ráðstefnunni, sem um 370
hjúkrunarfræðingar sáu, var fjallað
um faglega þróum í hjíkrun, þróun
stjórnunar og rannsóknir i faginu.
Einnig var framtíð félagsins rædd.
í dag, föstudag, frá klukkan '
16-19 hefur Hjúkrunarfélag íslands
móttöku í húsakynnum síðum að
Suðurlandsbraut 22 fyrir hjúkruna-
rfræðinga og velunnara félagsins.
Skáldsaga um ungl-
inga og umferðina
BÓKAÚTGÁFAN Reykholt hefur í samstarfí við Uihferðarráð, SEM-
hópinn, Klúbb 17 og Rauða kross íslands gefið út bókina Lífið er
lukkuspil, sem er skáldsaga eftir Norðmanninn Erling Pedersen.
Sagan fjallar um þrjú ungmenni
á bílprófsaldri og hvernig hræðileg-
ur atburður breytir lífi þeirra allra.
Markmið bókarinnar segja útgef-
, endur vera að koma á framfæri
jákvæðum viðhorfum tii umferðar.
Það sé meðal annars gert með að
lýsa biturri reynslu ungmenna sem
lenda í umferðarslysi. Nauðsynlegt
sé að beina umfjöllun af þessu tagi
til ungra ökumanna, sem séu rúmur
fimmtungur af fórnarlömbum um-
ferðarslysa og um þriðjungur þeirra
sem látast í umferðarslysum.
Lífið er lukkuspil er til sölu í
bokabúðum. Næstu daga verður
bókinni einnig dreift ókeypis til
þeirra ungmenna sem eru að fá
ökuskírteini í fyrsta skipti.
Guðmundur Sæmundsson bóka-
útgefandi í Reykholti áfhendir
Sigmundi Sigurðssyni eintak af
bókinni Lífið er lukkuspil í af-
greiðslu lögreglustöðvarinnar
þar sem Sigmundir var kominn
til að fá afhent ökuskírteini.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM
21. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 58,00 54,00 56,55 61,318 3.467.219
Þorskur(óst) 75,00 58,00 62,47 0,468 29.235
Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,477 9.534
Ýsa 93,00 81,00 84,04 15,125 1.271.076
Ýsa(ósl.) 60,00 60,00 60,00 0,849 50.940
Karfi 35,50 30,00 33,58 27,239 914.638
Ufsi 38,00 20,00 37,46 9,785 366.565
Steinbítur 20,00 20,00 20,00 1,782 35.647
Langa 42,00 20,00 28,28 0,839 23.737
Lúða 235,00 170,00 184,50 0,314 57.988
Grálúða 37,00 20,00 23,93 2,628 62.901
Koli 35,00 35,00 35,00 2,624 91.854
Keila 10,00 10,00 10,00 0,080 797
Keila(ósL) 10,00 10,00 10,00 0,183 1.830
Skötuselur 110,00 110,00 110,00 0,030 3.344
Samtals 51,62 123,742 6.387.305
Selt var aðallega úr Sigurey BA 20. desember (109,386 tonn). Seld voru
samtals 5,153 tonn 21. desember fyrir 386.757 krónur, eða 75,06 króna
meðalverð. Þar af voru seld 3,569 tonn af ýsu fyrir 86,18 króna meðal-
verð, 0,471 tonn af steinbít fyrir 45 króna meðalverð, 0,253 tonn af löngu
fyrir 20 króna meðalverð, 0,197 tonn af lúðu fyrir 235,15 króna meðalverð
og 0,663 tonn af keilu fyrir 10 króna meðalverð.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur '53,00 40,00 43,03 35,197 1.514.404
Ýsa 102,00 50,00 93,89 28,034 2.632.233
Karfi 40,00 29,00 38,41 26,910 1.033.740
Ufsi 35,00 35,00 35,00 0,465 16.275
Hlýri+steinb. 60,00 60.00 60,00 0,645 38.700
Langa 20,00 20,00 20,00 1,307 26.140
Lúða 345,00 210,00 278,18 0,688 191.385
Skarkoli 41,00 41,00 41,00 1,461 59.901
Keila 6,00 6,00 6,00 0,231 1.386
Skata 90,00 20,00 75,80 0,079 5.988
Skötuselur 230,00 210,00 213,73 0,166 35.480
Kinnar 87,00 70,00 77,85 0,052 4.048
Samtals 58,38 95,236 5.559.681
Selt var úr Margréti EA og Hjalteyrinni EA.
Morgunblaðiö/Þorkell
Grundarfj örður:
Asi opnar matvöruverslun
Grundarfirði.
„MARKMIÐIÐ er að ná niður verði á matvöru,“ segir Friðrik
Clausen, Ási í Ásakaffi, en hann hefúr ásamt börnum sinum opnað
verslunina Ásakjör í Grundarfirði.
Ási og fjölskylda hans tók á leigu
hús Kaupfélags Grundarfjarðar og
keypti vörubirgðir félagsins en
kaupfélagið varð gjaldþrota fyrr í
mánuðinum. „Við lækkuðum verðið
á gömlu birgðunum og ætlum í
framtíðinni að selja alla matvöru,
mjólk, brauð, frystar kjötvörur og
nýlenduvörur, og hreinlætisvörur.
Til að halda vöruverði niðri verða
einungis tveir til þrír starfsmenn í
versluninni og hvorki reikningsvið-
skipti né greiðslukort. Framvegis
verður opið frá kl. 9 til 18 en lokað
í hádeginu. Nú fyrir jólin ætlum við
að hafa sama afgreiðslutíma og
aðrar verslanir," sagði Ási. Verslun-
arstjóri í Ásakjöri er Friðrik R. Frið-
riksson.
Ragnheiður
Moi-gunbladid/Ragnheiður Gunnarsdóttir
Friðrik, Ási og Anna Dröfh í nýju versluninni.
ÁTVR:
Lokað á Þor-
láksmessu
ÁFENGISÚTSÖLUR á landinu
verða lokaðar á Þorláksmessu
en opið verður til kl. 21 í kvöld
í Reykjavík og Akureyri. Opnun-
artími áfengisverslananna er
breytilegur eftir sveitarfélögum
en reglan er sú að þær eru opn-
ar jafn lengi og aðrar verslanir.
Búist er við miklum önnum í
áfengisútsölum í dag þar sem lokað
er á Þorláksmessu. Bjarni Þor-
steinsson, starfsmaður ÁTVR, sagði
að áfengisútsölurnar mættu ekki
hafa opið lengur en aðrar verslanir
og þar sem Þorláksmessu ber úpp
á laugardegi verður lokað þann dag.
27. desember verða áfengisútsöl-
ur opnar til kl. 18 í Reykjavík og
á Akureyri en 28. og 29. desember
verður opið til kl. 19. Lokað verður
í áfengisútsölum 30. desember.
Flutninga-
bifreið valt í
Kelduhverfi
Hraunbrún, Kelduhverfi.
FLUTNINGABÍLL valt efst
í Auðbjargarstaðabrekku í
Kelduhverfi laust fyrir há-
degi í gær, fimmtudag. Er
þetta annar flutningabíllinn
sem veltur í þessari brekku
í vetur en ekki hafa orðið
slys á fólki.
Flutningabíllinn er frá Sva-
vari og Pétri á Húsavík sem
sjá um mjólkurflutninga hér
austur um sveitir. Bíllinn var
kominn af stað niður brekkuna
þegar hann fór að renna til
vegna hálku og sá bílstjórinn
þann kost vænstan að beina
bílnum inn að hlíðinni en komst
ekki hjá því að velta. Það er
þó skárri leið en að fara fram
af því að brekkan er mjög há
og nánast þverhnípt. Bíllinn
virðist ekki vera mikið
skemmdur.
Inga t