Morgunblaðið - 22.12.1989, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989
Dómsdagnr og helgir
menn á Hólum
Lokakafli úr bók Harðar Agústssonar
um athuganir hans á Bjarnastaðahlíðar- ogFlatatungufjölum
ÚT ER komin hjá Hinu islenska
"~vi>ókmenntafélagi bókin Dóms-
dagur og helgir menn eftir Hörð
Agústsson, þar sem höfundur
kemur fram með nýjar hugmynd-
ir um Bjarnastaðahlíðar- og Flat-
atungufjalir.
Yfirlit og niðurstöður
Myndbrot Bjarnastaðahlíðarfjala
voru mönnum lengi ráðgáta uns
Selma Jónsdóttir leiddi rök að því
árið 1959 að þau væru hluti af
stórri býsanskri dómsdagsmynd. Á
þau rök hafa fræðimenn fallist skil-
yrðislaust. Selma taldi ennfremur
að myndin hefði upprunalega verið
á þverþili í skála í Flatatungu og
'lyrirmyndin að henni borist með
e'rmskum flökkubiskupum til ís-
lands á seinasta þriðjungi 11. aldar.
Um þá skoðun hennar hefur aftur
á móti ekki ríkt sami einhugur.
Kristján Eldjárn sýndi fyrstur
manna fram á hve hæpið væri að
ætla svo stórri mynd stað í skála
og varpaði um leið fram þeirri hug-
mynd að eðlilegra væri að skipa
henni sess í kirkju og þá dómkirkj-
unni á Holum í Hjaltadal. Hann
benti ennfremur á að skýring Selmu
» á ferli fyrirmyndarinnar gæti ekki
verið einhlít, heldur aðeins ein af
mörgum, sem til greina kæmu.
Selma taldi sig hafa rökstuddan
grun um að Bjarnastaðahlíðarfjalir
hefðu áður verið í Tungu. Á þau rök
átti Kristján aftur á móti erfitt með
að fallast og setti fram þá hugmynd
að e.t.v. hefði verið önnur dóms-
dagsmynd í Flatatungu. Á þessa
skoðun féllst Ellen Marie Mageroy,
þriðji aðalþátttakandinn í umræðun-
um um fjalahópana tvo. Kristján
Eldjárn gat sýnt fram á hvar 13.
fjölin hefði verið, en henni hafði
Selma Jónsdóttir ekki treyst sér til
að skipa til sætis með hinum 12.
Bók Selmu Jónsdóttur, „Byzönsk
dómsdagsmynd í Flatatungu", og
sú umræða er af henn hlaust vakti
óskipta athygli höfundar þessa rits
og örvaði hann til þátttöku í henni.
í fyrstu hafði hann einungis hug á
að kanna húsagerðarlega stöðu fjal-
anna. Fljótlega varð honum þó ljóst
að framhjá myndlist þeirra varð
ekki gengið,og seinna að hinar eig-
inlegu Flatatungufjalir yrðu að
fylgja með. Þær komu fyrst áþreif-
anlega í leitirnar árið 1952. Árið
eftir tók Kristján Eldjárn þær til
rækilegrar rannsóknar og sýndi
fram á að skrautverk þeirra var af
ætt Hringaríkisstíls en mannamynd-
irnar neðan þess helgir menn, ef til
vill Kristur og postularnir. Stílsögu-
legar hliðstæður þeirra fann hann
ekki erlendis yngri en frá ofan-
verðri 7. öld.
Að öllú samanlögðu taldi hann
fjalirnar úr Flatatunguskála komn-
ar í upphafi, enda þótt hann útilok-
aði ekki kirkju í því sambandi. í
erlendum fræðiritum hefur fyrri
skilningur verið ráðandi. Ellen
Marie Mageroy tók mannamynda-
stíl fjalanna til endurskoðunar og
reyndi að brúa hið mikla bil milli
erlends samanburðarefnis og mynda
Tungufjala.
Hér að framan eru niðurstöður
þessara fræðimanna teknar til end-
urmats. Rannsókninni er skipt í tvo
höfuðþætti, hinn fyrri um Bjarna-
staðahlíðarfjalir, hinn seinni um
Flatatungufjalir. Álitamál getur
verið, hvort þáttaskipan hefði átt
að vera öfugt farið. Bæði eru
Tungufjalir eldri og fyrr var um þær
ritað. Hinsvegar urðu Hlíðarfjalir
kveikja verksins og lengi vel var
einungis um þær fjallað. í upphafi
var því tekið mið af þeirri tilhögun.
Hver þáttur má og heita það sjálf-
stæður að þetta komi ekki að sök.
í fyrri hluta bókarinnar hefst
rannsóknin á fjölunum sjálfum.
Sýnt er fram á að þær hafi verið
endumotaðar aftur og aftur eftir
að þær gegndu upprunalegu hlut-
verki sínu, ef til vill í timburkirkju
í einhvern tíma.
Þetta er gagnstætt þeirri ætlun
Selmu Jónsdóttur að myndin hafi
haldist óbreytt fram á 19. öld. Rann-
sökuð eru og naglagötin á fjölunum
og niðurstöður notaðar til að skipa
myndbrotunum öðruvísi saman en
áður var gert. Bent er og á ýmis
smáatriði er ekki var tekið eftir
áður en eru mikilvæg til endursköp-
unar myndinni. En það er einmitt
það sem höfundur tekur sér fyrir
hendur meðal annars til þess að
rannsóknin verði ítarlegri. Niður-
staðan er meðal annars sú að dóms-
dagsmyndin breikkar bæði og
hækkar. Að vísu var Kristján Eld-
járn búinn að sýna fram á að hún
hlyti að vera breiðari en Selma Jóns-
dóttir taldi. Niðurstöður Kristjáns
og höfundar eru mjög svipaðar í
þeim efnum. Að sjálfsögðu eru mörg
vafaatriði í endursköpun verksins.
Höfundur var þó svo heppinn að
gögn í málinu hafa fundist, eftir að
Selma og Kristján gerðu sínar at-
huganir, frumstæðar teikningar,
sem fundust fyrir nokkrum árum
af týndum fjölum. Um líkt leyti kom
það og í ljós að Bjarnastaðahlíðar-
fjalir voru úr Tungu komnar, reynd-
ar ekki fyrr en 1874. Áður en að
endurgerð dómsdagsmyndarinnar
kemur er leitað nýrra leiða að fyrir-
myndum, austur á Gotlandi og í
Garðaríki. Töluverðu máli er og
eytt í það að sýna fram á hve litlar
líkur eru til þess að mynd, sem
krefst tæplega 9 metra breiðs rým-
is og ekki minna en 2,2 m hæðar
ofan dyra, geti rúmast í skála. Reynt
er og að gera stutta grein fyrir þró-
un skálans í gegnum tíðina og sýnt
fram á hve mikla bjartsýni þarf til
þess að halda að mynd í slíku torf-
húsi geti varðveist óbreytt í aldarað-
ir.
Til þess að fylgja eftir þeirri hug-
mynd að dómsdagsmyndin hafi upp-
haflega verið í dómkirkjunni á Hól-
um er saga hennar rannsökuð. Sú
rannsókn er árangur margra ára
athugana, sem rýmisins vegna er
ekki hægt að birta néma í ágrips-
kenndu formi. Höfundur þykist færa
sterk rök fyrir því að miðaldakirkj-
urnar þrjár, Jónskirkja, Jörundar-
kirkja og Péturskirkja, hafi allar
verið svipaðar að stærð og lögun.
Til eru, að hluta til, mál af Péturs-
og Jörundarkirkjum. Með þeim er
reynt að endurgera snið þeirra í
stórum dráttum og talið að sama
gildi um Jónskirkju. Með því móti
kemur frám stærð miðskips, sem
virðist vera mjög svipuð áætlaðri
breidd dómsdagsmyndarinnar. Lögð
er áhersla á ð fjalirnar frá Hlíð séu
myndgrunnur og hann hafi þó af
einhvetjum ástæðum náð inn í hlið-
arskip kirkjunnar. Auðu fletirnir á
fjölum 2, 8 og 9 eru skýrðir með
þeim hætti. Með engu móti verður
komið auga á annað hús á Norður-
landi en Hóladómkirkju sem rúmað
gæti svo stóra mynd á miðöldum.
Því næst veltir höfundur fyrir sér
með hvaða hætti fjalirnar hafi bor-
ist í Flatatungu og hvenær. Höfund-
ur telur að fjalirnar hafi verið notað-
ar aftur bæði við endurbyggingu
Jörundar- og Péturskirkna en gætu
hafa borist í Tungu eftir að Péturs-
kirkja féll árið 1625 og ný og minni
kirkja var reist. Hinsvegar telur
hann að nýfundnar altarissúluleifar
í Flatatungu séu úr Halldórukirkju
sem rifin var 1757 og sýni þar með
að hinar frægu fjalir hafi ekki kom-
ið þangað fyrr en eftir þann tíma.
Úr eftirhreytum gömlu dómkirkj-
unnar hefur svo verið m.a. byggður
skáli í Tungu, sem á þeim tíma er
enn svefnhús á öllum meiriháttar
bæjum á íslandi, og ef til vill fleiri
hús. Þegar umfangsmiklar híbýla-
háttabreytingar verða svo í lok 18.
og í upphafi 19. aldar hefur skálinn
verið tekinn niður og viðir hans
endurnotaðir við uppbyggingu hinna
ólíklegustu húsa. Seinast.var vitað
um við þennan að hann var notaður
í girðingarstaura um miðja þessa
öld.
Að byggingarsögulegri rannsókn
lokinni er athyglinni beint að mynd-
list fjalanna og tengslum hennar
við erlendar fyrirmyndir. Vegna
þeirra raka er öll hníga í þá átt að
dómsdagsmyndin íslenska sé ekki
gerð fyrr en í upphafi 12. aldar er
kenningu Selmu Jónsdóttur um hina
ermsku biskupa hafnað. Bent er á
aðrar leiðir, til dæmis þá að Jón
Ögmundsson sjálfur kunni að hafa
borið hina íkónógraflsku fyrirmynd
með sér til Islands úr vígsluförinni.
Jón helgi er talinn samkvæmt sögu
hans hafa komið við í nýstofnsettu
erkibiskupssetri í Lundi tvívegis, í
Róm og í Noregi. Hver þeska staða
er kannaður og tengsl hans við býs-
anska list. Á þeim tíma er Jón á
að hafa komið til Rómaborgar voru
mjög náin tengsl milli staðarins og
klaustursins á Cassínófjalli en það
var sannanlega á þeim tíma einn
aðaltengiliður milli býsanskrar og
vesturevrópskrar listar. Austan við
Lund, á Gotlandi, sjást enn merki
um býsanskar dómsdagsmyndir.
Bent er og á að náin tengsl voru
4
I