Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 52

Morgunblaðið - 08.02.1990, Side 52
kt/ WKIi FLUGLEIÐIR tfgtmfyUifeffe s — EMM'A — Kaffipokar FIMMTUDAGUR 8. FEBRUAR 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Gefur Hafii- firðingum 340 málverk EIRÍKUR Smith, listmálari, hefiir gefið Haftiarfjarðarbæ 340 verk eftir sig og verða þau í vörzlu Hafharborgar, menningar- og listastofhunar Hafnarfjarðar. I gjöfinni eru teikningar, vatnslita- myndir, pastelmyndir og olíumál- verk. Elztu myndimar eru krítar- teikningar frá 1948 og þær nýjustu frá því í fyrra. Sýning á 80 þessara mynda verður opnuð í Hafnarborg á laugardaginn. Sjá í miðopnu: „Mikill vegsauki að Eiríkur treystir okkur fyrir að varðveita sögu sína.“ Fimm félög samþykkja samninga Dagsbrún með fund á mánudag NÝGERÐIR kjarasamningar Al- þýðusambands Islands við vinnu- veitendur voru samþykktir á al- mennum félagsfundum i fimm verkalýðsfélögnm í gærkveldi og hafa þá verið samþykktir í níu aðildarfélögum ASI. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur samþykkti samningana með 77 atkvæðum gegn 22 og Trésmíðafélag Reykjavíkur með þorra atkvæða. Samningarnir voru einnig samþykktir í verkalýðsfélag- inu Boðanum í Þorlákshöfn með 40 atkvæðum gegn 1. Þá voru þeir sam- þykktir í verkalýðsféiaginu á Húsavík og í verslunarmannafélagi A-Skaftafellssýslu. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík verður með félagsfund um kjarasamningana á mánudaginn klukkan 16 í Bíóborginni við Snorra- braut. Þá verður verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík með félags- fund um samningana í kvöld í Sókn- arsalnum og Iðja verður með félags- fund á laugardaginn. MorgunDiaoiO/Kax Þröstur Kristófersson, Arsæll Arsælsson og Magnús Einarsson, skipverjarnir þrír af Dodda, sem björguð- ust í gærkvöldi. A innfelldu myndinni er Rafti Guðlaugsson skipsljóri á Auðbjörgu, sem bjargaði þre- menningunum. Doddi SH 222 fékk á sig brotsjó út af Rifí: Tel að röð af kraftaverk- um hafi bjargað lífi okkar segir Þröstur Kristófersson skipstjóri á Dodda „ÉG tel að röð af krafatverkum blaðið á heimiii sínu á Hellissandi hafi bjargað lfi okkar og svo það, að við héldum ró og yfirvegun í því sem við gerðum til að bjarga okkur, þegar þrír brotsjóir höfðu lagt Dodda á hliðina og hvolft honum eftir stutta stund,“ sagði Þröstur Kristófersson, skipstjóri á Dodda í samtali við Morgun- um miðnætttið í nótt. Skömmu eftir kvöldmat fórst bátur hans Doddi um 3,5 mílur frá heima- höfti. Skipverjarnir þrír, Þröstur, Arsæll Arsælsson og Magnús Ein- arsson, náðu að komast í björgun- arbát eftir að hafa svamlað i sjón- um hangandi utan á Dodda á Guðmundur Daníels- son rithöfímdur látinn GUÐMUNDUR Daníelsson, einn helzti rithöfundur landsins, Iézt á áttugasta aldursári á þriðjudaginn í sjúkrahúsi Suðurlands á Sélfossi. Guðmundur Daníelsson fæddist í Guttormshaga í Holtum, Rangár- vallasýslu, 4. október 1910. For- eldrar hans voru Daníel Daníelsson bóndi og kona hans, Guðrún Sigríð- ur Guðmundsdóttir. Guðmundur stundaði nám við Laugarvatnsskóla 1930-1932, lauk kennaraprófi 1934 og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Guðmundur Daníelsson samdi 50 bækur á rithöfundarferli sínum, þar á meðal skáldverk, viðtals- bækur, ferðabækur, bækur um lax- veiðiár og ljóðabækur. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Ég heilsa þér, kom út 1933 og fyrsta skáldsaga hans, Bræðumir í Grashaga, kom út árið 1935. Síðasta skáldverk Guðmund- ar var heimildaskáldsagan Óskin er hættuleg, sem kom út fyrir síðustu jól. Guðmundur Daníelsson þýddi einnig nokkrar bækur, þar á meðal ljóðabækur. Nokkrar skáld- sögur hans hafa verið þýddar á önnur tungumál og ljóð eftir hann líka. Guðmundur Daníelsson skip- aði heiðurslaunaflokk Alþingis frá 1974. Hann var ritstjóri Suðurlands í tuttugu ár frá 1953. Guðmundur var kennari frá 1934, skólastjóri á Suðureyri við Súgandafjörð 1938-43, kennari á Eyrarbakka 1943-44, skólastjóri þar 1945-68 og kennari við Gagn- fræðaskólann á Selfossi 1968-73. Guðmundur Daníelsson sat í hréppsnefnd Selfoss 1970-74. Hann var formaður Félags íslenzkra rithöfunda 1970-72 og sat í rithöfundaráði 1974-78. Guðmundur kvæntist 1939 Sigríði Arinbjarnardóttur, sem lifir Guðmundur Daníelsson mann sinn. Þau eignuðust þijú börn. Guðmundur Daníelsson skrifaði mikið í Morgunblaðið og átti blaðið. langt og ánægjulegt samstarf við hann. Er það nú þakkað um leið og ekkju hans, börnum og öðrum ástvinum eru sendar samúðar- kveðjur. hvolfi, en þremur stundarfjórð- ungum síðar var þeim bjargað um borð í Auðbjörgu SH 197, 70 tonna bát undir stjórn Rafns Guðlaugs- Við fengum skyndilega brotsjó á bátinn, sem hallaði honum og í sömu andrá reið annað brot yfir, sem lagði bátinn á hliðina þannig að ekkert varð gert honum til bjargar því stjórnborðsglugginn var þá kominn á kaf í sjó“, sagði Þröstur. „Þá los- aði ég björgunarbátinn með hand- fangi inni í stýrishúsinu, þar sem við vorum allir þrír, en við vissum þó ekkert hvernig björgunarbátnum reiddi af í sjónum eftir brotsjóina. Það var hvasst, sjö vindstig, og leið- indasjólag. Áður en við fórum út úr bátnum, þar sem hann lá á hliðinni, skipulögðum við hvemig við skyldum bregðast við, þegar við færum í sjó- inn Á sömu stundu og við komum út úr brúnni fór báturinn á hvolf. Ar- sæll svamlaði þá að björgunarbátn- um, sem var óuppblásinn og byijaði að toga í öryggislínuna, en ég náði taki á öxl Ársæls og dró hann aftur að bátnum. Okkur fannst líða langur tími, þar til bátinn blés upp, en ég tel að það hafi orðið okkur tii iífs að við losuðum bátinn strax. Og svo það, að hann kom upp hlémegin við Dodda og einnig að við náðum að hanga á lensportunum meðan við vorum að blása björgunarbátinn upp. Ef báturinn hefði komið upp á hitt borðið værum við ekki hér til frá- sagnar. Ég hafði náð að kalla neyðar- kall: Doddi er kominn á hliðina, áður en talstöðin datt út, en Auðbjörg hafði fylgst með okkur á landatím- inu. Okkur gekk vel að komast upp í bátinn, en það var mikill sjór í hon- um og kalt. Við tendruðum handblys og sendum neyðarblys á loft, en ég tel að það mætti vera meira af slíku í þessum bátum. Við vorum ekki í flotbúningum og maður nagar sig í handarbökin fyrir það eftirá. Við viljum senda þakklæti til þeirra sem björguðu okkur og þeirra sem voru reiðubúnir að koma okkur til liðs,“ sagði Þröstur. „Þetta gerðist allt saman ógurlega snöggt, en tókst vel,“ sagði Rafn Guðlaugsson skipstjóri á Auðbjörgu við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það var kolniðamyrkur, en við hugsuðum fyrst og fremst um að bjarga mönn- unum og það gekk áfallalaust. Mað- ur er alltaf hræddur, sérstaklega um svona litla báta, og mínúturnar, þeg- ar við sáum ekkert og vissum ekk- ert, voru langar og leiðinlegar." Sjá bls. 4: „Kallið var snöggt og ógreinilegt." Sparisjóðir sameinast ÞRÍR sparisjóðir í Suður-Þing- eyjarsýslu hafa ákveðið að sam-' einast í einn sjóð. Sparisjóðirnir eru Sparisjóðui*' Reykdæla, Sparisjóður Kinnunga1 og Sparisjóður Aðaldæla. Sam-' kvæmt heimildum Morgunblaðsins er veruleg hreyfing með sparisjóð- unum til sameiningar og slíkar hug-' myndir ræddar í Eyjafirði og ál Vestfjörðum. Sjá Viðskipti / Atvinnulíf Bl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.