Morgunblaðið - 19.04.1990, Síða 37

Morgunblaðið - 19.04.1990, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 37 Hin árlega kaffisala Skógarmanna KFUM verdur haldin á Amtmannsstíg 2B sumardaginn fyrsta (19. apríl) kl. 14.00-18.00. Að kvöldi verður Skógarmannasamkoma kl. 20.30. Skráning hefst 23. apríl á Amtmannsstíg 2B, sími 13437. Gleðilegt sumar Skógarmenn KFUM. DAGBOK Frá Dagbókarsíðu. ÁRNAÐ HEILLA pT A ára afmæli. Á laugar- OV/ daginn kemur, 21. apríl, er fimmtug frú Jó- hanna Þorbergsdóttir veit- ingastjóri, Haukshólum 4 hér í Rvík. Maður hennar er Jón Óli Gíslason skipstjóri og taka þau á - móti gestum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 17-19 á af- mælisdaginn. 2DAGA T I L B O Ð * Miðað við 2 fullorðinspör og 2 barnapör. /?A ára afmæli. Á morgun, 0\/ 20. apríl, er sextugur Víðir Fiimbogason, Blika- nesi 11 í Garðabæ, kaup- maður í Teppalandi hér í Rvík. Kona hans er frú Karen Magnúsdóttir. Taka þau á móti gestum á heimilinu í Blikanesi á afmælisdaginn eftir kl. 17. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' stóum Moggans! Bókauppboð Kiausturhóla: 0« VJOA6 A 990* á V«f* * RR Skór, Kringlunni Skóbúð Keflavíkur Skóhöllin, JL Húsinu Skóhöllin, Hafnarfirði Axel Ó, Laugavegi og Axel Ó, Vestmannaeyjum Eitt verka Huldu Halldórsdóttur, Við Tjörnina, acryl 80x100. Verk Huldu Halldórs- * dóttur í Asmundarsal HULDA Halldórsdottir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Ásmundarsal við Freyjugötu og er hún opin frá klukkan 14-20 alla daga. Á sýningunni eru verk, sem öll eru unnin úr acryl og olíu. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 22. apríl. Þá sýnir Hulda einnig smærri myndir í Mokka við Skólavörð- ustíg og stendur sú sýning til 1. maí. Byltingarsöngvar og læknisfræðirit KLAUSTURHÓLAR á Laugavegi 8 halda bókauppboð á laugardag kl. 14, þar sem seldar verða bækur og rit í fjölmörgum greinum fræða og vísinda og skáldskapar. Þar verða ljóð, skáldsögur, hag- fræðirit, sagnlræðirit, ferðasögur og gamlar ferðabækur uin ísland, landbúnaður og önnur atvinnumál frá fyrri tíð, fjöldi gamalla lækn- ingabóka, orðabækur, tímarit, norræn fræði og íslenzk og ótal fleiri flokkar. Af einstökum gripum og bókum má nefna: Auðfræði séra Arnljóts Ólafssonar, Kh. 1880, hina bylting- arsinnuðu ljóðabók séra Sigurðar í Holti: Hamar og sigð, sem vakti mikla hneykslan, þegar hún kom út 1930, hina mjög svo fáséðu ljóða- bók með æskuljóðum Vilhjálms skálds frá Skáholti: Næturljóð, Síðkveld eftir Magnús Ásgeirsson, fræðibækur um sögu Reykjavíkur eftir dr. Jón Helgason biskup, Árbækur Reykjavíkur og fleiri rit, Menn og menntir 1-4 eftir dr. Pál Eggert Olason, gamlar ferðabækur um ísland, m.a. eftir Feilberg, Shepherd, Jón Sveinsson, Nonna, Daniel Bruun, Stewart, Magnús Stephensen o.fl. Það verða alls 150 titlar seldir á þessu uppboði, sem hefst nk. laugardag kl. 14.00 á Laugavegi 8, í sýningarsal Klaust- urhóla, en bækurnar verða til sýnis daginn áður, föstudag, kl. 13-18, og einnig sumardaginn fyrsta á sama tíma og stað. (Fréttatilkyllning•) Biskupsvísitas- ía á Akranesi BISKUP íslands, Herra Ólafur Skúlason, sem um þessar mundir er á vísitasíuferð um Borgarfjarð- arprófastsdæmi, vísiterar Ákra- neskirkju og söfnuð á sumardag- inn fyrsta, þann 19. apríl nk. Hann verður viðstaddur skáta- guðsþjónustu í Akraneskirkju kl. 11. Sama dag kl. 14 prédikar biskupinn við hátíðarguðsþjónustu og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Að messu lokinni býður sóknamefnd til kaffidrykkju í safnaðarheimilinu Vináminni. Um kvöldið, kl. 20.30, verður biskup svo á Dvalarheimilinu Höfða og föstudaginn 20. apríl heim- sækir hann Sjúkrahús Akraness kl. 11. Þá heimsækir biskup Félagsheim- ili KFUM ogKá Akranesi mánudag- inn 23. apríl kl. 21 og Fjölbrauta- skóla Vesturlands þriðjudaginn 24. apríl kl. 10.30. (Frcttatilkynning.) Skátarnir í Kópavogi halda sína árlegu kaffisölu í dag, sumardaginn fyrsta. Kaffisala skáta í Kópavogi SKATARNIR í Kópavogi munu í dag, sumardaginn fyrsta, halda sína árlegu kaffisölu til styrktar félagsstarfsemi sinni. Hún verður í Félags- heimili Kópavogs, neðstu hæð og stendur yfir frá kl. 15.-18. Skátafélagið Kópar var stofnað árið 1946 og er eitt elsta æskulýðsfé- lag Kópavogs. Skátastarfsemi hefur ávallt verið mikil í bænum og notið skilnings og vinsælda hjá bæjarbú- um, ungum sem öldnum. í Kópum starfar mömmuskátasveitin Urtur. Þetta er hópur skátamæðra, sem vinnur að því að efla og styðja það starf sem unnið er í skátafélaginu og hjálparsveitinni. Hin árlega kaffi- sala er mikilvægur þáttur í ljáröflun- arstarfsemi skátanna. Sandgerðishöfii: Lægsta til- boð í dýpk- un 256 millj. Nýlega voru opnuð tilboð á skrifstofu Hafnamálastofnunar ríkisins í dýpkun innsiglingar inn- siglingarrennunnar til Sandgerð- ishafnar. Rennan verður um 800 metra löng og 50 metra breið. Dýpi yst í renn- unni verður 5,5 metrar en 5,0 metr- ar næst hafnarmynninu. Alls verða fjarlægðir um 65.000 ms af klöpp og lausu efni. Markmiðið með dýpkuninni er að loðnuskip, togarar og flutningaskip geti tekið höfnina á hálfföllnu' og sléttum sjó. Tilboð bárust frá 6 aðilum innlend- um og erlendum og voru þau eftirfar- andi 1. Haka Civii and Marine Ltd. 256.618.600 krónur. 2. Lundquist og Söner Muddrings AB 356.025.450 krónur. 3. Köfunarstöðin hf. 339.584.000 krónur. 4. Hagvirki hf. . 379.500.000 krónur. 5. Rock Fall Company Ltd. 444.749.207 krónur. Selmer-Furuholmen 352.599.750 krónur. Kostnaðaráætlun hönnuða var 313.700.000 krónur. Hafnamála- stofnun ásamt Almennu verkfræði- stofunni hf. hannaði verkið, en Þór Þorsteinsson, verkfræðingur, sá um gerð útboðsgagna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist nú í sumar og verði lokið í síðasta lagi haustið 1992.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.