Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.04.1990, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 1990 37 Hin árlega kaffisala Skógarmanna KFUM verdur haldin á Amtmannsstíg 2B sumardaginn fyrsta (19. apríl) kl. 14.00-18.00. Að kvöldi verður Skógarmannasamkoma kl. 20.30. Skráning hefst 23. apríl á Amtmannsstíg 2B, sími 13437. Gleðilegt sumar Skógarmenn KFUM. DAGBOK Frá Dagbókarsíðu. ÁRNAÐ HEILLA pT A ára afmæli. Á laugar- OV/ daginn kemur, 21. apríl, er fimmtug frú Jó- hanna Þorbergsdóttir veit- ingastjóri, Haukshólum 4 hér í Rvík. Maður hennar er Jón Óli Gíslason skipstjóri og taka þau á - móti gestum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 17-19 á af- mælisdaginn. 2DAGA T I L B O Ð * Miðað við 2 fullorðinspör og 2 barnapör. /?A ára afmæli. Á morgun, 0\/ 20. apríl, er sextugur Víðir Fiimbogason, Blika- nesi 11 í Garðabæ, kaup- maður í Teppalandi hér í Rvík. Kona hans er frú Karen Magnúsdóttir. Taka þau á móti gestum á heimilinu í Blikanesi á afmælisdaginn eftir kl. 17. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' stóum Moggans! Bókauppboð Kiausturhóla: 0« VJOA6 A 990* á V«f* * RR Skór, Kringlunni Skóbúð Keflavíkur Skóhöllin, JL Húsinu Skóhöllin, Hafnarfirði Axel Ó, Laugavegi og Axel Ó, Vestmannaeyjum Eitt verka Huldu Halldórsdóttur, Við Tjörnina, acryl 80x100. Verk Huldu Halldórs- * dóttur í Asmundarsal HULDA Halldórsdottir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Ásmundarsal við Freyjugötu og er hún opin frá klukkan 14-20 alla daga. Á sýningunni eru verk, sem öll eru unnin úr acryl og olíu. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 22. apríl. Þá sýnir Hulda einnig smærri myndir í Mokka við Skólavörð- ustíg og stendur sú sýning til 1. maí. Byltingarsöngvar og læknisfræðirit KLAUSTURHÓLAR á Laugavegi 8 halda bókauppboð á laugardag kl. 14, þar sem seldar verða bækur og rit í fjölmörgum greinum fræða og vísinda og skáldskapar. Þar verða ljóð, skáldsögur, hag- fræðirit, sagnlræðirit, ferðasögur og gamlar ferðabækur uin ísland, landbúnaður og önnur atvinnumál frá fyrri tíð, fjöldi gamalla lækn- ingabóka, orðabækur, tímarit, norræn fræði og íslenzk og ótal fleiri flokkar. Af einstökum gripum og bókum má nefna: Auðfræði séra Arnljóts Ólafssonar, Kh. 1880, hina bylting- arsinnuðu ljóðabók séra Sigurðar í Holti: Hamar og sigð, sem vakti mikla hneykslan, þegar hún kom út 1930, hina mjög svo fáséðu ljóða- bók með æskuljóðum Vilhjálms skálds frá Skáholti: Næturljóð, Síðkveld eftir Magnús Ásgeirsson, fræðibækur um sögu Reykjavíkur eftir dr. Jón Helgason biskup, Árbækur Reykjavíkur og fleiri rit, Menn og menntir 1-4 eftir dr. Pál Eggert Olason, gamlar ferðabækur um ísland, m.a. eftir Feilberg, Shepherd, Jón Sveinsson, Nonna, Daniel Bruun, Stewart, Magnús Stephensen o.fl. Það verða alls 150 titlar seldir á þessu uppboði, sem hefst nk. laugardag kl. 14.00 á Laugavegi 8, í sýningarsal Klaust- urhóla, en bækurnar verða til sýnis daginn áður, föstudag, kl. 13-18, og einnig sumardaginn fyrsta á sama tíma og stað. (Fréttatilkyllning•) Biskupsvísitas- ía á Akranesi BISKUP íslands, Herra Ólafur Skúlason, sem um þessar mundir er á vísitasíuferð um Borgarfjarð- arprófastsdæmi, vísiterar Ákra- neskirkju og söfnuð á sumardag- inn fyrsta, þann 19. apríl nk. Hann verður viðstaddur skáta- guðsþjónustu í Akraneskirkju kl. 11. Sama dag kl. 14 prédikar biskupinn við hátíðarguðsþjónustu og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Að messu lokinni býður sóknamefnd til kaffidrykkju í safnaðarheimilinu Vináminni. Um kvöldið, kl. 20.30, verður biskup svo á Dvalarheimilinu Höfða og föstudaginn 20. apríl heim- sækir hann Sjúkrahús Akraness kl. 11. Þá heimsækir biskup Félagsheim- ili KFUM ogKá Akranesi mánudag- inn 23. apríl kl. 21 og Fjölbrauta- skóla Vesturlands þriðjudaginn 24. apríl kl. 10.30. (Frcttatilkynning.) Skátarnir í Kópavogi halda sína árlegu kaffisölu í dag, sumardaginn fyrsta. Kaffisala skáta í Kópavogi SKATARNIR í Kópavogi munu í dag, sumardaginn fyrsta, halda sína árlegu kaffisölu til styrktar félagsstarfsemi sinni. Hún verður í Félags- heimili Kópavogs, neðstu hæð og stendur yfir frá kl. 15.-18. Skátafélagið Kópar var stofnað árið 1946 og er eitt elsta æskulýðsfé- lag Kópavogs. Skátastarfsemi hefur ávallt verið mikil í bænum og notið skilnings og vinsælda hjá bæjarbú- um, ungum sem öldnum. í Kópum starfar mömmuskátasveitin Urtur. Þetta er hópur skátamæðra, sem vinnur að því að efla og styðja það starf sem unnið er í skátafélaginu og hjálparsveitinni. Hin árlega kaffi- sala er mikilvægur þáttur í ljáröflun- arstarfsemi skátanna. Sandgerðishöfii: Lægsta til- boð í dýpk- un 256 millj. Nýlega voru opnuð tilboð á skrifstofu Hafnamálastofnunar ríkisins í dýpkun innsiglingar inn- siglingarrennunnar til Sandgerð- ishafnar. Rennan verður um 800 metra löng og 50 metra breið. Dýpi yst í renn- unni verður 5,5 metrar en 5,0 metr- ar næst hafnarmynninu. Alls verða fjarlægðir um 65.000 ms af klöpp og lausu efni. Markmiðið með dýpkuninni er að loðnuskip, togarar og flutningaskip geti tekið höfnina á hálfföllnu' og sléttum sjó. Tilboð bárust frá 6 aðilum innlend- um og erlendum og voru þau eftirfar- andi 1. Haka Civii and Marine Ltd. 256.618.600 krónur. 2. Lundquist og Söner Muddrings AB 356.025.450 krónur. 3. Köfunarstöðin hf. 339.584.000 krónur. 4. Hagvirki hf. . 379.500.000 krónur. 5. Rock Fall Company Ltd. 444.749.207 krónur. Selmer-Furuholmen 352.599.750 krónur. Kostnaðaráætlun hönnuða var 313.700.000 krónur. Hafnamála- stofnun ásamt Almennu verkfræði- stofunni hf. hannaði verkið, en Þór Þorsteinsson, verkfræðingur, sá um gerð útboðsgagna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist nú í sumar og verði lokið í síðasta lagi haustið 1992.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.