Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 93. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins V estur-Þýskaland: Lafontaine illa særður eftir hnífstungn í Köln Öryggisverðir leiða á brott konu sem reyndi að bana Oskar Lafontaine, kanslara- efhi vestur-þýskra jafhaðar- manna, á fundi í Köln. Á inn- felldu myndinn sést Lafont- aine á blaðamannafundi i Reykjavík í lok ágúst á síðast- liðnu ári. Þar sagði hann m.a. að alþjóðahyggja væri kjarni jafhaðarstefhunnar og aldrei hefði verið meiri þörf á henni en nú. Köln. Reuter, dpa. REYNT var að myrða Oskar Lafontaine, kanslaraefiii vestur-þýskra jafnaðarmanna, á kosningafundi í Köln í gærkvöldi. Hvítklædd kona með fangið fúllt af blómum gekk að Lafontaine, sem var meðal ræðu- manna og stóð á sviði iielstu samkomuhallar borgarinnar, Stadthalle. Áður en nokkrum vörnum varð við komið stakk hún stjórnmálaleiðtog- ann í hálsinn með hnífi. Lafontaine hneig blæðandi á gólfið, önnur hálsslagæðin mun hafa skaddast. Flogið var með kanslaraefhið í þyrlu á háskólasjúkrahúsið í Köln og er síðast fi-éttist var hann ekki lengur talinn í verulegri lífshættu. Ekkert var vitað um ástæðuna fyrir tilræð- inu en ósennilegt talið að konan tengdist hryðjuverkahópum. Lífverðir handsömuðu þegar til- ræðismanninn. Þeir sögðu að hún hefði tekið sér sæti í næst fremstu sætaröð í salnum og hefði verið búin að reyna oft að komast upp á sviðið en ávallt verið vísað á brott. Er Johannes Rau, forsætisráðherra Nordrhein-Westfalen og fyrrum kanslaraefni jafnaðarmanna, hafði nýlokið ræðu sinni komst konan skyndilega upp á sviðið, fékk leyfi til að biðja Lafontaine um eiginhand- aráritun. „Lafontaine og Rau stóðu hlið við hlið við borðið og veifuðu til áheyrenda," sagði sjónvarps- fréttamaðurinn Thomas Marowski. „Fagnaðarlætin voru gífurleg. Þá kom þessi kona skyndilega upp með blómvöndinn og litla bók undir eigin- handaráritanir í hendinni. Ég sá ekki hvernig hún komst upp. Og allt í einu gerðist þetta." Æstir lögreglu- menn og öryggisverðir hrópuðu á hana eftir tilræðið og heimtuðu að hún segði til nafns en konan neitaði að svara. Lögreglumenn í borgara- legum klæðum leiddu hana að lokum á brott; yfirvöld sögðu síðar að hún héti Adelheid Streidel, væri 42ja ára og frá bænum Bad Neuenahr, sunn- an við Bonn. Fjölmiðlar hafa eftir heimildum innan lögreglunnar að Streidel sé haldin ofsóknaræði og mögulegt væri að pólitískar ástæður væru að baki verkinu. Vopnið reynd- ist vera 20 sm langur slátrarahnífur. Eftir árásina slógu öryggisverðir skjaldborg um Johannes Rau og hélt hann þegar á brott. Á sjónvarps- skjánum sást Lafontaine, liggjandi við borð ræðumannanna og foss- blæddi úr sárinu. Sjúkrahúslæknar börðust í tvær stundir við að bjarga lífí stjórnmáláleiðtogans. Enn er ovíst hvort Lafontaine bíður varan- legan skaða af árásinni. Salurinn í Köln var þéttskipaður fólki en fundurinn var þáttur í kosn- ingabaráttu fyrir þingkosningar í sambandsríkinu sem verða í næsta mánuði. Lafontaine, sem er 46 ára að aldri og eðlisfræðingur að mennt, vann yfirburðasigur í kosningum í Saar- landi í janúar síðastliðnum en þar er hann forsætisráðherra. í mars ákvað hann að taka boði flokksfé- laga sinna um að verða kanslaraefni jafnaðarmanna í vestur-þýsku þing- kosningunum í desember nk. Stjórn- málaskýrendur telja að hann sé líklegastur allra leiðtoga stjórnar- andstöðunnar til að geta velgt Helmut Kohl, kanslara og formanni kristilegra demókrata, undir uggum og jafnvel sigrað í kosningunum. Oskar Lafontaine kom í stutta heimsókn til íslands í ágúst sl. í boði íslenskra jafnaðarmanna. Reuter Sjálfstæðiskröfur Eystrasaltsþjóðanna: Lettar búa sig undir efiia- hagsþvinganir Sovétmanna Litháar ræða viðskipti við nýkjörna umbótasinna í valdastöðum í Sovétríkjunum Riga. Frá Páli Þórhallssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Reuter. ÞVINGUNARAÐGERÐIR sov- éskra stjórnvalda gegn Litháum eru þegar farnar að hafa nokk- Chamorro sver embættiseið Violeta Chamorro sór í gær emb- ættiseið sem forseti Nicaragua. Hún lýsti því strax yfir að hún yrði æðsti yfirmaður varnarmála en myndi láta Humberto Ortega, yfirhershöfðingja landsins, sem kemur úr röðum sandinista og er bróðir fráfarandi forseta, halda stöðu sinni. Ákvörðunin hefur valdið mikilli óánægju meðal stuðningsmanna Chamorros en nýi forsetinn telur þetta nauðsyn- legt til að ná þjóðarsátt eftir borg- arastyrjöldina. Sjá einnig frétt á bls. 24. Reuter ur áhrif á líf fólks í nágrannalýð- veldunum Lettlandi og Eist- landi. Lettar fá mikinn hluta olíu sinnar og bensíns frá Lithá- en. Bensín er nú vart fáanlegt í höfúðborginni, Riga, nema á ákveðnar bifreiðir i eigu ríkis- ins. Baldurs Apinis, aðstoðarrit- stjóri Atmoda, vikurits Þjóð- fylkingarinnar í Lettlandi, segir að Lettar séu þegar farnir að búa sig undir hugsanlegar efha- hagsþvinganir af hálfú sovéskra stjórnvalda fari svo að þing landsins lýsi yfir sjálfstæði þeg- ar það kemur saman 3. maí nk. Að sögn Apinis gera Lettar sér vonir um að ná samningum við fyr- irtæki annars staðar í Sovétríkjun- um á næstu dögum um gagnkvæm viðskipti. Þegar blaðamaður Morg- unblaðsins spurði hvort hann teldi líklegt að sovésk stjórnvöld myndu líða slík viðskipti vitnaði hann í sovésk lög þar sem segir að standi miðstjórnarvaldið í Sovétríkjurlum ekki við gerða samninga um að sjá lýðveldum fyrir vörum þá megi fyr- irtæki grípa til eigin ráða. Hann taldi að sovésk stjórnvöld myndu hugsa sig tvisvar um áður en þau hindruðu slík viðskipti. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins í Finn- landi er talið að áframhaldandi efnahagsþvinganir Moskvustjórn- arinnar geti fljótlega farið að valda matvælaskorti í Leníngrad en borg- arbúar hafa lengi keypt mikið af landbúnaðarafurðum frá Litháen. í fréttum Reuters-fréttastofunn- ar kemur fram að Litháar hafi rætt viðskiptamál við nýkjörnar borgarstjórnir í Moskvu, Leníngrad og Lvov en á þessum stöðum eru róttækir umbótasinnar nú í meiri- hluta. Kazimiera Prunskiene, for- sætisráðherra Litháens, sagði í samtali við útvarpið í Vilnius að landsmenn ættu marga vini í borg- arstjórn Moskvu og olíuverkamenn í Tjúmen-héraði í Síberíu hefðu krafist þess að fá leyfi til að selja Litháum olíu og kaupa af þeim kjöt í staðinn. Um tveir þriðju hlutar lettneskra þingmanna eru fylgismenn Þjóð- fylkingarinnar, sem berst fyrir sjálfstæði landsins. Baldurs Apinis telur líklegt að þingið fari leið sem er mitt á milli þeirrar sem Litháar og Eistlendingar, er hafa samþykkt að beijast fyrir fullu sjálfstæði í áföngum, hafa fetað. „Ég tel að sjálfstæði verði lýst yfir með einum eða öðrum hætti,“ segir hann, „en Gorbatsjov jafnframt gefinn kostur á að svara á skynsamlegan hátt. En að sjálfsögðu vitum við ekki hvað Gorbatsjov gerir fram að 3. maí né eftir það. í síðustu viku, þegar fulltrúar okkar voru í Moskvu, lqfaði Gorbatsjov öllu fögru ef við hættum við að lýsa yfir sjálfstæði. En hvernig er hægt að taka mark á orðum manns sem með efnahagsþvingunum gagnvart Litháum þverbrýtur lög um efna- hagsmál sem sett voru fyrir hálfu Sjá ennfremur frétt á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.