Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 - ■ NÁMSKEIÐ til að bæta sam- skipti manna með aðferðum sál- fræðingsins dr. Thomas Gordons, verður haldið í Odda við Suðurgötu, stofu 201, iaugardaginn 28. apríl kl. 9 til 17. Leiðbeinendur eru sál- fræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norflörð. Dr. Gordon er meðal annars þekktur fyrir bókina „Samskipti foreldra og barna“ og námskeið henni tengd. Auk þess hefur fyrir- tæki hans „Effectiveness training" um langan aldur kennt aðferðir sem stuðla að bættum samskiptum. Rétt fyrir 1960 setti hann fram sam- skiptaleið í sex þrepum til að jafna ág»ining manna á meðal. í frétt af námskeiðinu segir, að þann 28. apríl 1990 verði aðferð hans kennd hér á landi og í hundruðum borga í 27 löndum. INNHVERF ÍHUGUN er huglæg þroskaaðferð, sem allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi. Kynningarfyrirlestur verður haldinn í kvöld, fimmtudag, á Laugavegi 18a (4. hæð) kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis, Upplýsingar í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið. Um 300 Taylor-vélar á íslandi framleiða mjólkurís. Geta framleitt jógúrt. Eiríkur Ketilsson Heildverslun, Vatnsstíg 3. Símar: 23472, 25234, 19155. AÐALFUNDUR Aðalfwidur íslandsbanka hf. áríð 1990 verður haldinn íÁtthagasal Hótels Sögu mánudaginn 30. apríl og hefst hann kl. 16:30 Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samrœmi við ákvœði 28. gr. samþykkta fyrír bankann. Músíktilraunir Tónabæjar: HAFNARFJARÐAR- ROKKIÐ SIGRAÐI LOKA tilraunakvöld Músíktil- rauna Tónabæjar og Rásar 2 var síðastliðinn fimmtudag. Þá kepptu fímm hljómsveitir um rétt til þátttöku í úrslitum, sem fram fóru kvöldið á eftir, þ.e.a.s. sl. fostudagskvöld. Fyrsta hljómsveit á svið á fímmtudag var Smaladrengirnir úr Neðrakoti; SÚNK, sem komu frá Húsavík. I framlínu þeirrar sveitar voru tveir söngvarar og minnti sam- söngur þeirra nokkuð á rokksveit- ina Ham, þó tónlistin hafi verið öllu léttari. Lögin sem Smaladrengirnir fluttu voru ágæt, en nokkuð skorti á þéttleika í flutningi þeirra, sem líklega má skrifa á reynsluleysi. Ekki var sama að segja um næstu sveit á eftir, en þar var Trassarnir úr Eiðaskóla. Trassarnir tóku einn- ig þátt í síðustu Músíktilraunum og náðu þá í úrslit. Sveitin hefur tekið töluverðum framförum síðan og var vel þétt og skemmtileg, en lagasmíðarnar drógu hana nokkuð niður; lögin voru alltof löng og ekki nógu vel uppbyggð. Einna skást var leikið lag um ást, en það hefði einn- ig mátt sleppa nokkrum milliköflum úr því. Þetta var þó áberandi þétt- asta sveitin þetta kvöld og vel ákveðin og náði öruggri kosningu í fyrsta sæti. Önnur Eiðaskólasveit kom á svið á eftir Trössunum, Blöndustrokkarnir, en í þeirri sveit voru bassaleikari Trassanna og gítarleikari, meðal annarra. Blöndustrokkarnir virtust vera hálf- mótuð sveit og lagasmíðar voru ekki sannfærandi. Það brá þó fyrir góðum sprettum í lögum og flutn- ingi, en að ósekju hefði söngkona sveitarinnar mátt hafa sig meira í frammi. Lokalag sveitarinnar mi- stókst í flutningi, sem spillti fyrir. Næsta sveit hét því óþjála nafni Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, og lék mjög óþjála tóniist. Réð þar mestu söngv- arar sveitarinnar, sem sýndu á sér ýmsa afkáralegar hliðar, en einnig sitthvað gott. Lögin sem sveitin flutti voru dæmigerð nýbylgjusam- suða sem fátt hafði við sig, en „Sauðféð" naut Selfyssinga í saln- Trassarnir. um og þess að vera öðruvísi og urðu í öðru sæti. Síðasta sveitin þetta kvöld, Hreinir sveinar, stakk nokkuð í stúf við það sem á undan var komið, því þar fór „gleðipopp- sveit“. Slíkar sveitir hafa oft sigrað í Músíktilraunum, en náði ekki í úrslit að þessu sinni, enda vantaði stuðning úr sal, en sveitin sem slík var ágæt og lögin prýðileg „stuð- lög“. Úrslit Úrslitakvöldið kom einna mest á óvart frammistaða ungsveitarinnar Strigaskór nr. 42, því sú sveit hafði tekið nánast ótrúlegum framförum frá því fyrsta kvöldið. Greinileg er að meðlimir sveitarinnar hafa lagt nótt við dag og gert sveitina prýði- lega. Einnig kom á óvart frammi- staða Ber að ofan. Sveitarmenn þar voru mun rólegri en fyrsta tilrauna- kvöldið og tvíræði texta komst vel til skila. Aðrar sveitir bættu litlu við sig, nema Nabblastrengir, sem voru í miklum ham. Þeir höfðu og sigur með nokkrum yfirburðum, en í öðru sæti var Skagasveitin Frímann. Sérstaka viðurkenningu sem efnilegasti gítarleikari, tónbj- ögunarapparat frá Poul Bernburg, 2. Stofnun Menningarsjóðs íslandsbanka. Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum skulu í samrœmi við ákvœði 25. gr. samþykkta fyrír bankann gera skriflega kröfu þar að lútandi til bankaráðs, Kringlunni 7, Reykjavík, í síðasta lagi 18. apríl 1990. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvœðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu íslandsbanka, Krínglunni 7, 1. hœð, dagana 25.-27. apríl 1990 kl. 9:15-16:00, svo og á findardag við innganginn. Reykjavík, 3. apríl 1990 F.h. bankaráðs íslandsbanka hf. Ásmundur Stefánsson, formaður ÍSLANDSBANKI 'SJ Eí »<» rtsr'as*' ■ LISTI Alþýðuflokksins var samþykktur a'ftindi hjá alþýðu- flokksfélögunum á Siglufirði og er hann eftirfarandi: 1. Kristján L. Möller, afgreiðslumaður. 2. Olöf Á. Krisljánsdóttir, bæjarfulltrúi. 3. Birgir Sigmundsson, af- Prufu-hitamælar 4- 50 til + 1000 C í einu taeki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. .L^L SftaairBsBíQjiuHr JéiiiiS8@trii & ©@ IM= Vesturgötu 16 - Sknar 14680-13210 greiðslumaður. 4. Regína Guð- laugsdóttir, kennari. 5. Rögnvald- ur Þórðarson, símaverkstjóri. 6. Arnar Ólafsson, rafvirkjameistari. 6. Margrét Friðriksdóttir, af- greiðslumaður. 7. Kristinn Hall- dórsson, vélstjóri. 9. Ámundi Gunnarsson, vélvirki. 10. Hrafn- hildur Stefánsdóttir, starfsstúlka. 11. Kristján Elíasson, skipstjóri. 12. Þórir J. Stefánsson. 13. Olaf- ur Þ. Haraldsson. 14. Anton Jó- hannsson, kennari. 15. Erla Ólafs- dóttir, húsfrú. 16. Hörður Hann- esson, skipstjóri. 17. Gunnar Jú- líusson, vélstjóri. 18. Jón Geir- Qörð, vélvirki. ÚTIHURÐIR Mlklð úival. Sýningarhuiðlr á staðnum. Tré-x búðin, Smiðjuvegi 30, s. 670777, Brúnás, Ármúla 17, Rvík, s. 84585 og 84461, Tré-x, Iðavöllum 6, Keflavík, s. 92-14700, Trésmiðjan Börkur, Frosta- götu 2, Akureyri, s. 96-21909. ■ GRIKKLANDSFÉLAGIÐ Hellas efnir nk. laugardag 28. apríl, til vorfagnaðar í Risinu, Borgartúni 32, efstu hæð. Samko- man hefst kl. 20.30 með borðhaldi þar sem á boðstólum verður hlað- borð með grískum réttum. Ræðu- maður kvöldsins er Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur og einnig verður flutt atriði úr Þing- konunum eftir Aristófanes. Leik- stjóri er Helga Bachmann en leik- endur eru líklegir til að koma á óvárt á þessu sviði. Þá verður grísk tónlist jafnt sungin sem leikin fyrir dansi. Þátttaka tilkynnist í síma 29670 eða 21749, ekki síðar en á föstudag. ■ DR. KRISTIAN Gernet, dós- ent í sagnfræði við háskólanní Lundi, flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla íslands, föstudaginn 27. apríl 1990 kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrir- lesturinn nefnist „Sovétríkin í dag og sjálfstæðiskröfur sambandslýð- velda“, og verður fluttur á ensku. Kristian Gerner er í hópi fremstu kunnáttumanna á Norðurlöndum um sögu, stjórnmál og efnahags- ástand í Sovétríkjunum og öðrum ríkum Austur-Evrópu og hefur sent frá sér fjölda rita og greina um þessi efni, segir í frétt frá Há- skóla íslands. Fyrirlesturinn er öll- um opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.