Morgunblaðið - 26.04.1990, Side 3

Morgunblaðið - 26.04.1990, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 3 Útseld vinna iðnaðar- manna hækkar þrátt fyr- ir ákvörðun Verðlagsráðs ÚTSELD vinna iðnaðarmanna hefiir verið hækkuð um 1% að meðaltali, þrátt fyrir að Verð- lagsráð hafí úrskurðað hækkanir óheimilar frá því sem var í lok síðasta árs. Vegna þessa hækkaði vísitala byggingarkostnaðar, sem tekin er út um miðjan apríl og gildir fyrir maí, um 0,3%. Útseld vinna iðnaðarmanna var hækkuð um 1,5% í kjölfar kjarasamning- anna í byrjun febrúar, en lækkaði aftur í sama horf í kjölfar ákvörð- unar verðlagsráðs um að hækkan- ir frá því verði sem gilti í árslok væru óheimilar. Ákvörðun Verð- lagsráðs liefur ekki verið breytt. Gunnar S. Björnsson, formaður Gera tilraunir við vinnslu á gulllaxi „SJÓLASTÖÐIN byijar fljótlega að gera tilraunir með að vinna gull- lax, sem við fáum meðal annars frá Aflakaupabankanum en við eigum sjálfir um tíu tonn af gulllaxi," sagði Helgi Kristjánsson, útgerðar- stjóri Sjólastöðvarinnar hf. í Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið. „Baader-þjónustan lánar okkur vél til að vinna gulllaxinn en hann er eftirsóttur í marning," sagði Helgi Kristjánsson. Helgi sagði að Frionor í Noregi hefði selt töluvert af gull- laxi til Bretlands og Vestur-Þýska- lands og fengið þokkalegt verð fyrir hann þar. „Við höfum einnig verið að vinna tindabikkju, sem seld hefur verið til Frakklands. Þetta er alit matur,“ sagði Helgi. Meistara- og verktakasambands byggingarmanna, segir að þessi hækkun útseldu vinnunnar sé tilkom- in í framhaldi af nokkurs konar sam- komulagi við Verðlagsstofnun um að hækkanir frá því verði sem gilti um áramót yrðu leyfðar í áföngum. Ástæðurnar fyrir hækkununum væru að iðgjöld ýmissa trygginga hefðu hækkað eins og alltaf í upphafi hvers árs og svo hefðu launatengd gjöld einnig aukist. Aðspurður sagði hann að þeir teldu sig hafa verið í fullum rétti að hækka útseldu vinnuna „mið- að við ýmisiegt annað sem fer í gegn- um þessa blessaða stofnun og ekkert er sagt við.“ Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, sagði að viðræður hefðu farið fram við Meistarasambandið um þessi mál, en engin niðurstaða hefði verið komin í þær viðræður. Þessi hækkun á útseldri vinnu hefði því komið á óvart, og yrði málið rætt á næsta fundi Verðlagsráðs. 6% hækkun á steypu og sementi VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 0,7% í apríl vegna 6% hækkunar á sementi og steypu, en 6% hækkun á sementi einu sér veldur um 3-4% hækkun á verði steypu. Víglundur Þorsteinsson, for- stjóri steypustöðvar BM Vallár, segir ástæðurnar fyrir hækkun steyp- unnar hækkun rekstrarkostnaðar frá því í fyrrahaust þegar steypu- stöðvarnar hækkuðu verð steypu síðast. Víglundur sagði að steypa hefði ekki hækkað frá því í september sl., þrátt fyrir verðbólgu á þessum tíma sem væri á annan tug prósenta. Verð steypu hefði að vísu hækkað um áramót þegar virðisaukaskattur lagðist á akstur steypunnar, sem hafði verið undanþeginn áður, en verð til steypustöðvanna hefði ekki hækkað í sjö mánuði. Þessi hækkun næði ekki að vega upp verðlags- hækkun frá því í fyrrahaust og því væri um raunlækkun á steypu að ræða. „Þetta er mjög hófsöm hækkun, en ég tel ekki ólíklegt að bæði sem- ent og steypa eigi eftir að hækka lítillega fyrrihluta sumars, þó minna en nú,“ sagði Víglundur. Hann sagði að Ijármagnskostnað- ur hefði ekki lækkað, raunvextir hefðu ekki lækkað frá því um ára- mót og jafnvel hækkað á skammtím- afjármögnun. Lækkun nafnvaxta breytti ekki miklu fyrir steypustöðv- arnar, þó hún breytti miklu fyrir við- skiptavini þeirra. Þá myndi steypu- stöðin fyrirsjáanlega þurfa að af- skrifa milljónatugi á þessu ári í töp- uðum viðskiptakröfum ofan í á þriðja tug milljóna á síðasta ári. Frjáls verðlagning er á steypu. Hjá Verðlagsstofnun fengust þær upplýsingar að hækkun á verði steypu væri þar til skoðunar, en stofnunin fylgdist nú mjög vel með ölium slíkum hækkunum. Á norðanverðu landinu skall á vonskuveður með snjókomu síðdegis í gær, en þar er enn víða mikið fannfergi eins og þessi mynd frá Húsavík ber með sér. Fauk í veðurofsan- um og fótbrotnaði VONSKUVEÐUR með blindbyl skall á um norðanvert landið síðdegis í gær, og varð víða ófært af þeim sökum. Á Sauðár- króki, Dalvík og Ölafsfirði voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar fólki að komast til heimila sinna. Nokkur umferðaró- höpp urðu vegna slæms skyggnis, og á Sauðárkróki fauk ungl- ingspiltur í veðurofsanum og fótbrotnaði, en ekki er kunnugt um önnur slys eða alvarleg óhöpp af völdum veðursins. Veður á Sauðárkróki var orðið verulega slæmt um kaffileytið, og hafði lögregla í nógu að snúast, bæði við að losa bíla sem voru fastir í sköflum víða um bæinn, svo og að flytja fólk heim af vinnu- stöðum og stofnunum. Björgunar- sveitin var kölluð út til að aðstoða við þessi störf og flytja nemendur heim úr skólum bæjarins, og var björgunarsveitin á vakt í nótt til að sinna hugsanlegum útköllum. Að sögn lögreglu urðu smávægi- legir árekstrar sem stöfuðu af litlu sem engu skyggni, og á einum stað í bænum fauk krossviðar- plata og lenti á bíl og stór- skemmdi hann. í Þistilfirði var komið hávaða- rok og stórhrfð síðdegis. Harður árekstur tveggja bíla varð milli Gunnarsstaða og Brúarlands af völdum veðursins. Toyotabíll frá vegagerðinni og Mitsubishi- skólabíll rákust saman og skemmdust báðir bílarnir allmikið. Engin börn voru í skólabílnum og sluppu báðir ökumenn ómeiddir. Sjá einnig Akureyrarsíðu bls. 30. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Iðnaðarbankans: Hagnaður á síðasta ári 202 milljónir Um 182 milljónir lagðar í afskriftarreikning- útlána HAGNAÐUR af rekstri Iðnaðar- bankans á síðastliðnu ári var 202 milljónir króna að teknu tilliti til afkomu dótturfélaganna, Glitnis og VIB. Varð þetta síðasta ár bankans sem við- skiptabanka eitt hið allra besta í sögu bankans. Lagðar voru 182,5 milljónir í afskriftarreikn- ing útlána og nam afskriftar- reikningurinn í árslok 305,6 milljónum króna eða 2,4% af heildarútlánum, áföllnum vöxt- um og ábyrgðum. Samsvarandi hlutfall í árslok 1988 var 2%. Eiginfjárhlutfall Iðnaðarbank- ans um síðastliðin áramót eins og það er skilgreint samkvæmt lögum um viðskiptabanka var 10,4% en var 9,6% í upphafi árs. Á aðalfundi Eignarhaldsfélags Iðnaðarbankans í gær kom fram Morgunblaðið/Sverrir Undirbúningur framkvæmda hafínn í Þjóðleikhúsinu Undirbúningur viðgerða og endurbyggingar Þjóðleikhússins er nú hafinn á meðan beðið er tilboða í þau verk. Vinnuflokkur er byrjaður að fjarlægja stóla, þiljur og annan búnað úr húsinu, og á myndinni sést hvar verið er að flytja stóla af svölum niður á svið leikhússins. að í byijun síðastliðins árs var gripið til sparnaðaraðgerða í Iðn- aðarbankanum í kjölfar minnkandi vaxtamunar og samdráttar í þjóð- félaginu. Miðuðu aðgerðirnar að því að minnka rekstrarkostnað í bankanum um a.m.k. 100 milljónir króna. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri, sagði í ræðu sinni að afkoma bankans hefði þróast mjög á verri veg í lok marsmánað- ar 1989 og hefði uppgjör þá sýnt 84,5 milljóna tap. „Þegar líða tók á sumarið fór verðbólgan lækkandi og tókst þá að rétta afkomuna af. í fyrsta lagi vannst upp það sem á hallaðist í vaxtamuninum fyrr á árinu, í öðru lagi með því að hækka gjaldskrá nokkuð að raungildi en síðast en ekki síst með áðurnefndu sparnaðarátaki. Lætur nærri að helming afkomunnar megi rekja til þess,“ sagði Ragnar. Hann sagði að þrátt fyrir árlega útgáfu jöfnunarhlutabréfa til jafns við verðlag og þrátt fyrir stöðug- leika í úthlutun arðs hefði safnast upp eigið fé umfram hlutafé fé- lagsins. Næmi þessi ijárhæð hálf- um milljarði króna og væri um- samið að það fé nyti sömu kjara og íslandsbanki greiddi á verð- bréfamarkaði. Útlán voru í árlok 11.055 millj- ónir og er það um 27% aukning frá fyrra ári. Innlán að viðbættum bankabréfum námu í árslok 11.398 milljónum og jukust um 33% á árinu. Lausaflárstaða inn- lánsstofiiana 15,6 milljarðar í lok mars Hækkun um 283% síðan í árslok 1988 LAUSAFJARSTAÐA innláns- stofiiana hefiir hækkað úr 4.071 milljón króna í árslok 1988 í um 15.600 milljónir í lok marsmán- aðar síðastliðins, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka. „Þetta eru að sjálfsögðu bata- merki og merki um batnandi jafiivægi í peningamálum," segir Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra um þessa þróun. Um það bil helmingur þessara 15,6 milljarða eru ríkisvíxlar til allt að þriggja mánaða. Nokkur hluti upphæðarinnar skýrist af inn- stæðum sem lagðar voru til hliðar af fyrirtækjum til að greiða virðis- aukaskatt á fyrsta gjalddaga hans í byijun apríl. Þann dag, 5. apríl, innheimtust um 2,6 milljarðar króna af virðisaukaskattinum. Hækkunin milli ársloka 1988 og ársloka 1989 er úr 4.071 milljón í 10.099 milljónir, eða 6.028 millj- ónir. Það er hækkun um 148%. Frá áramótum til marsloka hækk- aði lausafé innlánsstofnana um 5,5 milljarða króna, eða um 54,4%. Hækkunin síðan í árslok 1989 er um 283%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.