Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 19 sína hér í blaðinu. Áður en ég ræði um það, ætla ég þó að svara tveimur s'purningum, sem hljóta að kvikna. Önnur er, hvers vegna hér sé alltaf talað um tvo kosti, útgerðarmenn eða stjórnvöld. Er þriðji kosturinn ekki hugsanlegur, að arðurinn af fiski- stofnunum renni beint til almennings fram hjá ríkissjóði? Menn geta hugs- anlega sagt sem svo: Við erum ekki stuðningsmenn markaðs-sósíalisma (ríkiseignar fiskistofna ásamt einka- nýtingu þeirra) eða séreignar-kapit- alisma (einkaeignar aflakvóta), held- ur alþýðu-kapítalisma, almennings- eignar fiskistofna jafnframt einka- nýtingu þeirra. Þetta er falleg hug- sjón og skáldleg, en ég sé ekki, hvern- ig henni verður hrint í framkvæmd. Mér sýnist sem tveir öflugir þrýsti- hópar bítist um hugsanlegan arð að fiskistofnum, útgerðarmenn og stjórnvöld, og ég tek þar hiklaust útgerðarmenn fram yfir stjórnvöld. Almenningur er hins vegar ekki öflugur þrýstihópur, af því að hags- munir einstaklinganna í honum eru of dreifðir. Lítum þó sem snöggvast á tvö hugsanleg afbrigði alþýðu-kapítal- isma. Annað er, að stofnaður sé sjóð- ur, sem leigi aflakvóta á almennu uppboði á nokkurra ára fresti. Þá mun auðvitað ekki öll rentan inn- heimtast/ sumt fara í súginn í skammtímaákvörðunum veiðimanna. En sjóðurinn mun þó hafa talsverðar tekjur. Síðan sé tekjum hans skipt í jafnmarga hluta og kjósendur eru og þeim sendar ávísanir fyrir jól. Eg sé tvo galla á þessu aðra en þá að hluti rentunnar fer í súginn. Annar gallinn er sá, að kjósendur fá óverðskuldaðan arð. Sá munur er á honum og arði útgerðarmanna, að arður útgerðar- manna er ekki tekinn af neinum, heldur úr skauti náttúrunnar, en arð- urinn sem kjósendur fá sendan, er tekinn af útgerðarmönnum. Hinn gallinn er sá, að hærra hlutfall þess- arar heildarupphæðar mun fara í neyslu og lægra hlutfall til ijárfest- ingar en yrði, ef útgerðarmenn fengju að halda henni. Framfarír verða því ekki eins örar. Hitt af- brigði alþýðukapítalisma er, að stofn- að yrði hlutafélag utan um miðin og allir íslendingar fengju framseljanleg hlutabréf send heim til sín í pósti. Þá gsétu menn valið um, hvort þeir ættu hlutabréfin eða seldu. Sömu gallar eru á þessu afbrigði og hinu, en sá kostur fram yfir, að smám saman gætu útgerðarmenn eignast öll bréfin. Auðvitað eru þetta skrifborðs- lausnir. En til er þriðja afbrigðið af alþýðukapítalisma, sem mér finnst koma til greina. Það er, að útgerðar- fyrirtækin opnist. Almenningi gefist kostur á að kaupa hlutabréf í öllum þeim fyrirtækjum, sem fái aflakvóta. Búið verði svo um hnútana, að í upp- hafi geti menn ekki keypt nema til- tekna tölu bréfa hver, þótt síðar meir verði hlutabréfin að fullu fram- seþanleg. Þetta kann að þykja erfitt í framkvaæmd, en þetta gerði þó frú Thatcher í Bretlandi, þegar hún seldi ríkisfyrirtæki, til dæmis Símann. Fyrst breytti hún þeim í hlutafélög, lagði tiltölulega lágt verð á hlutabréf- in, en setti strangar reglur um það, að enginn mætti kaupa nema tiltekna tölu bréfa. Þetta var gert beinlínis í því skyni að fjölga hlutabréfaeigend- um með bresku þjóðinni, gera sem flesta, sem það vildu, að kapítalistum, en við það jókst auðvitað stuðningur við sjálfan kapítalismann. Útgerðar- menn ættu að sjá sér hag í þessu. Þeir myndu fá fé inn í fyriitæki sín og auk þess eignast öfluga banda- menn í hinum væntanlegu kaupend- um bréfanna. Og þeir einir myndu öðlast arð af útgerð, sem tilbúnir væru til að leggja eitthvað fram. Hin spurningin, sem hlýtur að vakna, er, hvernig ákveða ætti heild- arafla á hvetju ári, en vitaskuld ræð- ur það miklu um tekjur af aflakvótum (og rentu af auðlindinni). Aflakvóti kveður einmitt á um það, hversu mikið handhafinn megi veiða af hin- um leyfilega heildarafla. Svarið er að mínum dómi einfalt. Ef aflakvótar eru varanlegir og seljanlegir, þá er langbest, að samtök handhafa þeirra, sérstakt veiðifélag útgerðarmanna, ákveði heildaraflann með hliðsjón af ástandi fiskistofna og aðstæðum á mörkuðum. Útgerðarmenn eiga mest í húfi, og þeim er því betur treyst- andi til þess að ákveða aflann skyn- samlega en stjórnmálamönnum. Ef þeir eiga aflakvótana, taka þeir fram- tíðargildi þeirra með í reikninginn í nútíðarákvörðunum sínum. Ef þeir veiða meira nú, þá geta þeir veitt minna á morgun, og þá falla kvótar þeirra í verði. Stjórnmálamenn eiga engan slíkan refsivönd yfir sér fyrir óvarlegar ákvarðanir. Hitt er annað mál, að hagkvæmast er sennilega að veiða fast magn af hveijum fiski- stofni á hverju ári, þótt stundum verði það yfir og stundum undir ein- hveiju hagstæðasta magni eftir út- reikningum sérfræðinga. IV. Víkjum þá að lokaandmælum auð- lindaskattsmanna við kvótafrumvarpi Halldórs Ásgrímssonar. Þau snúa að hugsanlegum afleiðingum þess fyrir þjóðina, að útgerðarmenn öðlist svip- aðan eignarrétt á aflakvótum og bændur hafa lengi haft á hlunningum í afréttum. Giskað hefur verið á, að hrein renta af auðlindinni, arður af fiskveiðum, eftir að útgerðarmenn og aðrir veiðimenn hafa fengið eðlileg laun, geti orðið um tíu milljarðar króna á ári. Gerum nú ráð fyrir því rökræðunnar vegna, að þessi ágiskun reynist rétt. Þá horfir málið svo við mér. Hvort er betra, að þessir tíu milljarðár dreifist á eitt hundrað og fimmtíu útgerðarmenn eða komi óskiptir til viðbótar við þá áttatíu milljarða, sem nú þegar eru í höndum þeirra sextíu og þriggja manna, er sitja á Alþingi? Hvort stuðlar betur að valdajafnvægi í landinu? Hvort er líklegra til að leiða til arðsamari fjár- festinga? Ég held, að menn geti ekki deilt um svarið, aðeins um hitt, hvort þetta sé hin raunverulega spurning. Ég er hræddur um, að margir þeir fræðimenn, sem tekið hafa þátt í umræðum um þeta mál, séu of hrekk- lausir og einfaldir þrátt fyrir góðar gáfur sínar. Við getum ekki ætlast til skynsamlegrar hegðunar af stjórn- málamönnum, á meðan leikreglur stjórnmálanna (það, sem ræður úr- slitum um, hvort þeir ná kjöri og endurkjöri) knýja þá til óskynsamle- grar hegðunar. Menn geta auðvitað svarað þessu með hrakspám um það, að útgerðar- menn og hlutafjáreigendur verði engu betri en stjórnmálamenn. Þeir muni leggja arð sinn af fiskveiðum í banka í Svisslandi, flytja úr landi og gefa öðrum íslendingum langt nef. Slíkar hrakspár eru ekki nýjar. í Endimörkum vaxtarins árið 1972 var því til dæmis spáð, að olíu myndi þrjóta árið 1992. John Ken- neth Galbraith (sem Gylfi Þ. Gíslason segir í Jafhaðarstefnunni, aSsé einn helstu hugsuður jafnaðarstefnunnar) spáði því 1948, að Ludwig Erhard myndi mistakast í Vestur-Þýska- landi, og 1988, að Gorbatsjof myndi reisa við efnahag Ráðstjórnarríkj- anna. En aðalatriðið er ekki að skipt- ast á hrakspám við auðlindaskatts- menn, heldur að reisa forsagnir á viðurkenndum sannindum um mann- eðlið og reynslu af ólíkri skipan efna- hagsmála. Útgerðarmenn og hluta- fjáreigendur munu ekki leggja pen- ingaseðla sér til matar. Þeir munu ekki heldur setja þá á reikninga í Svisslandi, því að vextir eru þar mjög lágir (vegna alls þess fjár, sem stjórn- málamenn úr öllum heimshornum geyma þar). Þeir munu fjárfesta þar, sem þeir telja sér hagkvæmast. Þar eð þeir eru íslendingar, eru þeir kunn- ugastir íslenskum aðstæðum og munu að öðru jöfnu frekar íjárfesta hér en annars staðar. Góðir fjárfest- ingamöguleikar ættu að vera hér til, ef orkufyrirtæki landsins verða til dæmis seld einkaaðilum. Hvers vegna gætu’ íslenskir einkaaðilar ekki líka lagt fé í álver og járnblendiverksmiðj- ur á íslandi? Eða sjónvarpsstöðvar og stuðning við listir og vísindi? Það hefur mikið þjóðhagslegt gildi, að hér sé til stétt eignamanna, sem aflögu- fær sé um fjármagn. Reynsla granna okkar í Noregi ættu að verða okkur viti til varnaðar að tvennu leyti. í fyrsta lagi eiga Norðmenn miklar olíulindir. Stjórn- völd hirða meginhlutann af hagnaði þeirra, en hann hefur síðan að mestu leyti farið í súginn, þar eð stjórnvöld ráðstafa honum í samneyslu (sem oft er ekkert annað en fullkomin sóun) og í fjárfestingu, þar sem mið er tek- ið af möguleikum til endurkjörs frek- ar en framtíðararðs. í öðru lagi hafa Norðmenn styrkt sjávarútveginn, meðal annars með olíuauðnum, og þannig dregið mátt úr honum, svo að hann er ekki samkeppnisfær við hinn íslenska. Setjum nú í stað olíu- auðs í Noregi arð af sjávarútvegi á Islandi og í stað sjávarútvegs þar aðra starfsemi hér innan lands. Þá er tillaga auðlindaskattsmanna í raun og veru sú, að ríkið noti arðinn af sjávarútvegi til að halda uppi lífskjör- um eða starfsemi, sem ekki getur staðið á eigin fótum. íslendingar eigi ekki að vera samkeppnisfærir við aðrar þjóðir, heldur lifa (að minnsta kosti að einhverju leyti) á þeirri björg, sem útgerðarmenn dragi í bú. Þetta er ekkert annað en styrkja- stefna í nýrri mynd og hefur ná- kvæmlega sömu afleiðingar og slík stefna hefur alltaf haft. Skynsamleg rök og reynsla benda til þess, að arður af auðlindum sjávar mun nýt- ast þjóðinni miklu betur, fái hann að renna beint í hendur þeirra, sem nýta auðlindina, en ef hann er tekinn það- an og settur í ríkissjóð til ráðstöfunar fyrir stjómvöld. Hér ætla ég ekki að fjölyrða um gengi krónunnar, sem sumir auðlind- askattsmenn hafa gert að aðalatriði, því að það kemur þessu máli í raun og veru ekki við. Gengisskráning og eðlilegasta úthlutun aflakvóta eru sitt hvað. Það kann að vísu að vera rétt, að óbeinn auðlindaskattur hafi lengi verið lagður á útgerð með rangri (of hárri) gengisskráningu, og neytendur innfluttrar vöru og þjón- ustu missi spón úr aski sínum, verði gengi frjálst. En getur ekki verið, að kostnaður af þessari skattlagning- araðferð, þegar til langs tíma er lit- ið, jafnvel líka fyrir neytendur inn- fluttrar vöru og þjónustu, hafi verið meiri en ávinningurinn af henni? Aðrar útflutningsgreinar hafa verið kyrktar í fæðingu og menn ekki feng- ið réttar upplýsingar um, hvað inn- flutt vara og þjónusta kosta í raun og veru. Því má ekki gleyma, að neytendur innfluttrar voru og þjón- ustu eru um leið seljendur vinnuafls, og eftirspurn eftir vinnuafli hefur ekki aukist eins mikið og það hefði gert, hefði atvinnulífið búið við eðlileg skilyrði, rétt eða frjálst gengi. Lífs- kjör hafa versnað til langs tíma vegna einnar ráðstöfunar, um leið og þau hafa batnað til skamms tíma vegna annarrar. Síðan ber að minna á það, hvers vegna hefur stundum þurft að lækka hér gengið: Það er vegna þrálátrar offramleiðslu pen- inga, sérstaklega lánsfjárþenslu, sem stjórnvöld hafa hleypt af stað. Auð- vitað á gengi í senn að vera fast og frjálst: Peningamál eiga að vera í svo traustum böndum, að gengisbreyt- inga sé ekki þörf nema í undantekn- ingartilvikum, jafnframt þvísem eng- ar hömlur eiga að vera á kaupum og sölu peninga. Framtíðarskipan fiskveiða við ís- land er svo mikilvægt mál, að íhuga þarf vandlega alla fleti þess. Eftir því sem ég hef hugsað meira um það, hef ég orðið sannfærðari um það, að rétta ráðið er hér hið sama og best hefur jafnan gefist mannkyn- inu í öðrum málum. Það er að skipa sérstaka umsjónarmenn með náttúr- gæðum, sem gæta þeirra og rækta, en til þess verða þeir að fá að girða þau af. Atvinnufrelsi án einhvers konar eignarréttar eðá einkaafnota- réttar er eins og brosið án kattarins í skáldsögu Lewis Carrols, Lísu í Undralandi. Eignarréttur felur í sér ábyrgð á gæðum, langtímamarkmið í stað skammtímamarkmiða, ræktun í stað sóunar, viðnám við valdi. Ég vil heldur búa á íslandi bjargálna einstaklinga en í Undralandi hinna góðviljuðu, en hrekklausu og óraun- sæju fræðimanna, sem tekið hafa til máls um fiskveiðar síðustu vikur, og ég styð því meginstefnuna í kvóta- frumvarpi Halldórs Ásgrímssonar. Höfimdur er lektor í stjórnmálafrædi í Félagsvísindadeild Háskóla fslands. 50 glæsilegasti!'' Nýi Royal tjalcívagninn frú Ccimp-let d engan sinn líkci. Nú hefur Camp-let sett á markaðinn nýjan tjaldvagn sem er í algjörum sérflokki. Hann er einstaklega ein- faldur í uppsetningu og hlaðinn ósviknum lúxus. Meðal annars er að finna í honum ísskáp, eldavél og vask með rennandi vatni. Þú verður að sjá þennan i kjörgrip! Sundaborg II Sími 91-686644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.