Morgunblaðið - 26.04.1990, Síða 23

Morgunblaðið - 26.04.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 23 Þrjú rúðubrot á einni viku „ÞETTA er í þriðja sinn á rúmri viku sem rúða í húsinu er brotin með því að kasta steinhellu inn um hana. Hér eftir verður húsið vaktað, til að koma I veg fyrir að þetta komi oftar fyrir,“ sagði Kristrún Jónsdótt- ir, forstöðukona skóladagheimilisins Skála við Kaplaskjólsveg, í sam- tali við Morgunblaðið. Fyrir rúmri viku var aðkoman að skóladagheimilinu ljót, því þá hafði einhver rifið steinhellu upp úr blóma- beði og hent henni í gegnum litla rúðu í glugga. Þegar Kristrún kom að húsinu síðastliðinn sunnudags- morgun var stór tvöföld stofurúða mölbrotin og höfðu aðfarir allar ver- ið með sama hætti og í fyrsta skipti. Þriðja skemmdarverkið var svo unnið aðfaranótt þriðjudags, þegar önnur stór stofurúða var brotin. Lögreglan hefur ekki haft hendur í hári skemmdarvargsins, eða varganna. „Það hlýtur að hafa heyrst víða þeg- ar þessar stóru rúður mölbrotnuðu og ég vil biðja fólk í nágrenninu að vera á varðbergi,“ sagði Kristrún. „Annars höfum við ákveðið að láta vakta húsið hér eftir, til að koma í veg fyrir fleiri rúðubrot.“ M-hátíð á Vesturlandi M-HÁTÍÐ stendur yfír á Vestur- landi um þessar mundir. Eitt af fjölmörgum atriðum á hátíðinni er ráðstefna, „Mannlíf í framtíð11, sem haldin verður í Samvinnuhá- skóianum á Bifröst, laugardag- inn 28. apríl kl. 14. Ví HATIÐ Markmið ráð- stefnunnar er að opna sýn inn í 21. öldinaáýms- um sviðum mannlífs, með Borgarfjarðar- hérað í brenni- depli. Ráðstefn- unni er fyrst og fremst ætlað að kveikja hugmyndir og vekja umræður um framtíðina og að hvaða marki það er í mann- legu valdi að móta hana. Framsögumenn og umræðuefni: Guðjón Ingvi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri í Borgarnesi, um stjórnskipulag og stjórnsýslu; Guð- jón Auðunsson, kennari í Bifröst, um stjórnun fyrirtækja; Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri á Hvann- eyri, um landbúnað og sveitastörf; Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri á Grundartanga, um samgöngur og markaðsmál; Agnes Sigurðardóttir, prestur á Hvanneyri, um trú og menningu; Jónas Jónsson, skóla- stjóri í Reykholti, um menntun og fræðslu; Magdalena Schram, blaða- maður í Reykjavík, um land og fólk og tvö ungmenni lesa upp úr rit- gerðum sínum um mannlíf í framtíð. Á eftir verða pallborðsumræður og fyrirspurnir áheyrenda. Ráðstefnustjóri er Sigrún Jó- hannesdóttir, kennari í Bifröst. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Framleiðsluaukning inn á Evrópu það sem af er árinu Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild- ar flytur skýrslu sína. eða 8,75% en 1988 var það aðeins 53 milljónir eða 1%. Á sama tíma hefðu skammtímaskuldir fyrirtækj- anna minnkað og lausafé aukizt. Benedikt Sveinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjávarafurða- deildarinnar, fjallaði um stöðuna nú. Hjá honum kom fram, að framleiðsla frystihúsanna fyrstu 16 vikur árins væri svipuð nú og í fyrra hvað heild- ina varðaði. Aukning væri í vinnslu á karfa, ýsu, ufsa og rækju, en sam- dráttur í þorski, grálúðu og loðnu. Alls næmi framleiðslan eftir þetta tímabil 12.540 tonnum nú, en 12.360 í fyrra. Þá væru birgðir nú mun minni en á sama tíma í fyrra og hefðu ekki verið jafn litlar um ára- bil. Nú væri áætluð minni sala af- urða til Austurlanda fjær en í fyrra, til dæmis vegna minni veiði á loðnu og grálúðu, en stefnt væri að umtals- verðri aukningi á sölu djupkarfa, úr 270 tonnum í 2.000. Framleiðsla á Bandaríkin væri minni nú en í fyrra, en aukning væri á framleiðslu allra helztu tegunda fyrir Evrópu. Hátt verð réði þar mestu og sem dæmi um það mætti nefna, að fyrir þorsk- blokkina í Frakklandi fengjust nú 2 til 2,10 dollarar á pundið. Morgunblaðiö/J ullua Þrisvar sinnum á rúmri viku hafa rúður í skóladagheimilinu Skála verið brotnar með því að kasia í þær steinhellu. Á myndinni sest hvar neglt er fyrir einn gluggann. Skemmdarvargur situr um Skála: FRAMLEIÐSLA fískverkenda frystra sjávarafurða á vegum Sjavaraf- urðadeildar Sambandsins í fyrra dróst saman um 1,6% frá árinu áður. Útflutningur deildarinnar á freðfiski jókst hins vegar um 15,6%. Verð- mæti alls útflutnings Sjávarafiirðadeildarinnar varð í fyrra tæpir 10 milljarðar króna á móti rúmum 7 milljörðum árið 1988. Aukningin í krónum talið er því tæpir þrir milljarðar eða 42,3%. Tryggvi Finns- son, formaður stjórnar SAFF, segir ytri skilyrði fískvinnslunnar nú vera betri en um árabil. Hins vegar megi ekki gleyma því að á erfíð- leikatímum hefðu fyrirtækin safnað löngum skuldahala og hann gætu þau ekki greitt upp nema þau fengju svigrúm til að hagnast á rekstrin- um á næstu árum. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins og Félags sambandsfísk- framleiðenda, sem nú er haldinn á Kirkjusandi. Framleiðsla frystra sjávarafurða SAFF var á síðasta ári 50.660 tonn, en 51.490 árið áður. Útflutningurinn varð hins vegar 53.720 tonn og jókst um rúm 6.000 tonn milli ára eða um 15,6%. Skýr- ingin á auknum útflutningi er sú, að mjög gekk á birgðir frá árinu 1987. Útflutningur annarra afurða en frystra nam 8.260 tonnum á móti 10.030 1987. Þar var fyrst og fremst um að ræða skreið, mjöl, söltuð hrogn, ferskan lax og ferskan fisk annarra tegunda. Útflutningur fer- skra afurða jókst úr 207 tonnum í 403, útflutningur saltaðra hrogna fór úr 545 tonnum í 680.'Útflutningur skreiðar og hertra hausa jókst úr 1.540 tonnum í 2.230, en töluverður samdráttur varð á útflutningi mjöls, sem féll úr 7.110 tonnum í 4.950. Verðmæti alls útflutnings deildar- innar nam 9.992 milljónum króna samanborðið við 7.022 milljónir árið 1987 og er aukningin í krónum talið 42,3%. Umbúða- og veiðarfæradeild starfaði með hefðbundum hætti. Sala deilarinnar nam tæpum 500 milljón- um án söluskatts og varð 0,7% minni en árið áður. Samdráttinn má rekja til þess, að í árslok 1988 var tekin ákvörðun um að fella niður sölu á hluta af þeim vélum og tækjum, sem deildin hefur verzlað með. Heildarsala Iceland Seafood Corp., dótturfyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum, nam 132,7 milljón- um dollara á móti 134,1 milljón árið áður. Samdrátturinn nemur 1%. Ice- land Seafood Ltd. í Bretlandi seldi fyrir 44,2 milljónir punda og jókst salan um 7% milli ára. Af öðrum þáttum starfsemi deild- arinnar gat Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri hennar þess, að bókhald Sjávarútvegsdeildarinnar hefði verið flutt úr aðalbókhaldi Sam- bandsins yfír í nýtt tölvukerfi deildar- innar sjálfrar, sem þó tengist nýjum tölvum Sambandsins. í apríl hefði deildin síðan flutt starfsemi sína frá Sölvhólsgötu að Kirkjusandi og væri þar öll aðstaða hins ákjósanlegasta. I desembermánuði síðastliðnum hefði Framleiðni hf verið lögð niður, en fyrirtækið hefði verið stofnað árið 1977. Hluti af starfsemi þess flyttist yfir í Þróunarsetur Sjávarafurða- deildarinnar og hluti í deildina sjálfa. Síðasta ár hefði verið fyrsta heila starfsár Þróunarsetursins, en óhætt væri að fullyrða, að hvergi á íslandi væri betri aðstaða til þróunar frystra sjávarafurða. Segja megi að þessi aðstaða hafi orðið til á réttum tíma, þegar ljóst hafi verið, að framtíðar- möguleikar frystingar velti á því, að takast megi að þróa nýjar og verð- mætar afurðir til útflutnings. Tryggvi Finnsson, formaður stjórnar SAFF, rakti gang mála frá síðasta aðalfundi. Hann sagði árið 1988 hafa verið mjög slakt og hefðu hvalveiðar íslendinga skipt þar miklu. Vegna þess hefðu safnazt upp töluverðar flakabirgðir, en það mál hefði tekizt að leysa á síðasta ári. Þá ræddi hann frumvarp sjávarút- vegsráðherra um stjórnun fiskveiða og sagði um það skiptar skoðanir. Hann teldi það réttast að fiskvinnslan fengi yfirráð yfir um þriðjungi afla- heimilda því eins og kvótakerfið stuðlaði að fækkun í flotanum og aukinni hagkvæmni í útgerð, hlyti vinnslukvóti að stuðla að fækkun fiskverkenda og aukinni hagkvæmni í vinnslunni. Tryggvi nefndi einnig að nú væri mjög vegið að tilvist stóru sölusamta- kanna, en aukin fjölgun útflytjenda væri gegn allri eðlilegri þróun í þess- um málum. „Sundraðir ráðum við engu á mörkuðunum, aðeins stór sölusamtök geta það,“ sagði Tryggvi. Hann nefndi einnig að nokkuð hefði verið um það, að félagsmenn í SAFF seldu afurðir sínar í gegn um aðra en Sjávarafurðadeildina þó það stangaðist á við lög félagsins. Meðal annars vegna þess, hefði stjórn fé- lagsins mótað nýjar reglur um þessi mál. Grundvallar reglan væri su, að sjávarafurðadeildin annaðist sölu allra afurða fyrir félagsmenn í SAFF. Deildinni væri óheimilt að veita und- anþágur frá því fyrirkomulagi. Slík mál væru í höndum framkvæmdar- áðs SAFF, sem gæti við sérstakar aðstæður tekið ákvörðun um undan- þágu. Þá bæri Sjávarafurðadeildinni að beina hægstæðustu sölunni til þeirra félagsmanna, sem seldu allar afurðir sínar gegn um deildina og loks væri deildinni heimilt að semja við utanfélagsmenn um sölu afurða þeirra. „Menn geta ekki bæði haldið og sleppt," sagði hann. Ámi Benediktsson, framkvæmda- stjóri SAFF, fjallaði meðal annars um afkomu frystihúsa innan félags- ins. Hann kynnti þar samanlagða rekstrarreikninga 20 fyrstihúsa inn- an SAFF sem höfðu á síðasta ári tekjur upp á 5,4 milljarða króna. Vaxtagreiðslur þeirra námu alls 770 milljónum eða 14,2% af tekjum og var halli alls 65 milljónir króna eða 1,2%. -Við samanburð á afkomu milli áranna 1989 og 1988 kom fram hjá Áma, að halli hefði minkað úr 14,4% í 1,2% og væm það mikil umskipti. Eignir tiltekinna fyrirtækja innan SAFF voru talda að verðmæti 6 millj- arðar 1989, en 5,3 árið áður. Nú var eigið fé metið 525 milljónir króna VORLAUKAUTSALA Verðdæmi: Verð áður Verð nú Animónur 10 stk. 99,- Gladiólur 10 stk. A4Ú,- 98,- Dalíur 1 stk. í pk. 78,- Liijur 1 stk. í pk. JXÍ,- 56,- blömouol - ÞAR SEM VORIÐ BYRJAR Aðalfiindur SAFF og Sjávarafurðadeildar SÍS: Utflutningur jókst en framleiðsla dróst saman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.