Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 Eystrasaltsrík- in eru ekki dúsur eftir Emil Als Gunnar Eyþórsson skrifar að jafnaði góðar greinar í Dagblaðið/ Vísi sem bera vitni þekkingu og jafnvægi. Út af þessu bregður föstudaginn 20. apríl er Gunnar ætlar í senn að stjórna rússneskri innanríkispólitík og bjarga heimin- um með hæpinni afstöðu gagnvart óskum Eystrasaltsríkjanna um við- urkenningu á rétti þeirra til sjálf- stæðis. Tillitssemin við og lofsöng- urinn um hr. Gorbachev er að verða dálítið þreytandi. Einungis vitneskj- an um að augu heimsins hvíla á atburðum austur þar kemur í veg fyrir að Moskvustjórnin gangi fram með enn meiri hrottaskap og svín- beygi enn skjótar þjóðir Eystrasalts með hervaldi, fangelsunum og hverri þeirri þvingun og ánauð sem hún er kunn að og hefur beitt þess- ar þjóðir frá því 1940. Forseti Sov- étríkjanna fer sér hægt en túlkar þögn Vesturlanda sem frípassa fyr- ir sig að þjarma enn gróflegar að téðum þjóðum. En það má ekki styggja Sovétfor- setann, hann er með svo stór og hrein plön, að fáein níðingsverk mega fá að fljóta með. Að vísu er hr. Gorbachev nokkur vorkunn, hann hefur reiknað skakkt í þrem þýðingarmiklum atriðum. Hann of- mat styrk kommúnistaflokkanna, hann vanmat óánægju manna í nokkrum ríkjum Sovétsambandsins og hann vanmat gróflega heift og fyrirlitningu almennings í Austur- Evrópu á þeim alræðisstjórnum sem þær hafa mátt þola í rúman manns- aldur og voru þó ekki góðu vanar. A nú a(J bjarga andlitinu og skinn- inu með því að níðast á þrem smáum og varnarlausum nágrönn- um? Er þetta eðli stóra draumsins? Nú vill Gunnar Eyþórsson ásamt einhverjum gufuráðherrum í ríkis- stjórn Islands horfa á eftir þrem góðum þjóðum inn á altari rússne- skra mikilmennskudrauma. Séu mál þannig vaxin, að þíða í ævi Sovétleiðtoga eigi allt undir einum manni er lítil von um bjart- ari tíð í þeim heimshluta. En auðvit- að er þetta ekki svona í pottinn búið. Sovétstjórn er komin í þrot bæði siðferðilega og efnahagslega og á ekki annarra kosta völ en að sýna betri hegðun bæði heimafyrir og útávið. Á því þingi vilja menn öðlast virðingu og vera hlutgengir meðal þjóða sem þeir telja lengra á veg komnar. Um þessar mundir eru Rússar óþreytandi að vitna í alþjóðalög og mun koma mörgum spánskt fyrir sjónir. Það er almælt að engir hafi í viðlíka mæli og þeir brotið alþjóða- samþykktir og hundsað alþjóðlegar velsæmisvenjur og er þar þó marg- ur sekur. En gott og vel, þeir vilja taka upp nýja siði. Hvernig væri þá að viðhafa annað framferði gagnvart Eystrasaltsmönnum? Ríki þeirra eru samkvæmt upplýstu mati um allan heim í ótvíræðum rétti að ráða sínum málum. Nú er því tækifæri, gullið tækifæri, fyrir hið nýja Sovét að virða leikreglur sem heimfæra má til alþjóðalaga. Þeir Rússar sem í Eystrasalts- ríkjunum dvelja geta vafalaust sam- ið við gestgjafa sína um framleng- ingu og fasta búsetu vilji þeir lúta þeirra lögum ella hverfa þeir innfyr- ir landamæri Rússlands. Frá Kreml berast nú síendur- teknar fullyrðingar um að stjórnar- skrá Sovétríkjanna sé grundvöllur Eystrasaltsríkjanna. I þessum punkti er leikurinn í raun og veru tapaður fyrir Moskvustjórnina því engin alþjóðastofnun og enginn dómstóll í réttarríkjum heimsins getur fallist á þessa kenningu. Allt sem af því leiðir styrkir kröfur Eystrasaltsmanna um að hljóta við- urkenningu og það svo undir taki. Upplausn og órói innan Sovét- sambandsins á sér margar og djúp- ar rætur. Úr þeim málum verður að greiða og finna nýjar festingar á öðrum leiðum en þeim er liggi yfir lík Eystrasaltsríkjanna. Heimil- isvandræði hr. Gorbachevs verða ekki tekin gild sem afsökun fyrir Moskvustjórn að halda áfram þeim misþyrmingum sem stjórnir Rúss- lands hafa haft í frammi í Eystra- saltslöndum í hálfa öld. Afstaða íslendinga getur ekki orðið nema á einn veg. Hver og einn fulltrúi okkar á Alþingi sam- Emil Als „Afstaða íslendinga getur ekki orðið nema á einn veg. Hver og einn fiilltrúi okkar á Alþingi samþykkir taf- arlaust ályktun um sjálfstæðisrétt Litháa og hinna þjóðanna tveggja við strönd Eystrasalts og býður þeim diplómatíska kurteisi.“ þykkir tafarlaust ályktun um sjálf- stæðisrétt Litháa og hinna þjóðanna tveggja við strönd Eystrasalts og býður þeim diplómatíska kurteisi. Þetta mun auka sóma íslands og verða til styrktar þeim er vilja búa við þann þjóðarrétt sem gerir smá- þjóðum heimsins kleift að bjóða stærri þjóðum birginn ef þær sjá rétt sinn fyrir borð borinn. Og þetta eiga þær að geta í trausti þess að þær séu bænheyrðar í nauð- um sínum en ekki gerðar að leik- soppi barnalegra stjórnmálamanna sem eru reiðubúnir að tefla með líf þeirra og hamingju. En er ekki verið að biðja um hættulegan leik af hálfu íslands? Nei, útspil íslands { í þessu stóra máli er í anda sam- hjálpar og slysavarna og þannig verður það skilið um öll byggð ból. | Við viljum að Sovétríkin séu sterk og sjálfstraust þeirra vaxi. Til þess liggja ýmsar ástæður. Okk- | ur þykir vænt um margt í rúss- neskri og annarri slavneskri menn- ingu. íslendingar eru margir vel lesnir í rússneskum bókmenntum og kunna vel að meta stórfenglega tónlistarhefð Sovétmanna. Við vit- um að þjóðir ríkjasambands þeirra hafa þjáðst og fært gífurlegar fórn- ir. En það er kominn tími til að kardinálar Kremlar láti af alræð- istiiburðum sínum. Sagt er að þeir vilji bæta framferði sitt og trúum við því betur þegar þeir taka upp aðra og virðulegri hætti í samskipt- um sínum við Eystrasaltsríkin. Þau þijú ríki sem þar eru nefnd til sög- unnar eru utan landamæra Rúss- lands og Sovétríkjanna. Þjóðir þeirra vilja vera sjálfstæðar og hafa ekki hvikað frá þeirri stefnu síðan 1918. Þær tjá sig á eigin tungum og eiga menningu sem er af ann- arri sálfræði en menning Rússa. ( Þær hafa ekki burði til að ógna nágrönnum sínum en mynda friðar- belti á löngum kafla meðfram land- amærum Rússlands og Pójlands. Hvað er sjálfsagðara en að Islend- ingar árétti formlega þá skoðun flestra þeirra að þjóðirnar við Eystr- asalt eigi tafarlaust að fá full ráð landa sinna og fullt veð í eigin málum? Iiöfundur er læknirí Reykjavík. AÐ HUGSA EKKI í ÁRUM, EN ÖLDUM eftir Jóhann Siguijónsson Vart hefur það farið framhjá þeim er með fréttum fylgjast að á þessu ári og vonandi þeim næstu verður gert mikið átak í skógrækt á íslandi. Ber þar hæst um þessar mundir sérstakt átak til uppgræðslu landgræðsluskóga. Öllum fornum heimildum ber saman um það að „landið hafi verið viði vaxið milli Ijalls og fjöru“, eins og Ari fróði segir. Jafnframt mun land ofan skógarmarka hafa verið mun meira gróið en nú er. Ekki er ætlunin að rekja hér orsakir gróður- eyðingar og eyðingar skóga, heldur aðeins að segja stutt frá hefð sem skapast hefur við Menntaskólann á Akureyri. Hefð sem er örlítill þáttur í að snúa vörn í sókn og ef til vill gæti verið öðrum hvatning til að „gera slíkt hið sama“. Á 100 ára afmæli Menntaskólans á Akureyri 1980 var tekin upp sú nýbreytni sem liður í brautskrán- ingarhátíð nýstúdenta, að gróður- setja tijáplöntur sem Skógræktar- félag Eyfirðinga leggur til. Fyrsta árið voru gi'óðursettar 4.000 plönt- ur í Kjarnaskógi, en frá 1981 hafa verið gróðursettar árlega LANDGRÆÐSLUSKÓGAR ATAK 1990 2.500-6.000 plöntur í reit Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga við Lauga- land á Þelamörk. Á þessum 10 árum hafa stúdentsefnin gróðursett sam- tals 32.500 plöntur. Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari og formaður Skógræktarfélags Eyfirð- inga, hefur, ásamt starfsmönnum skógræktarfélagsins, haft veg og vanda að allri skipulagningu þess- ara gróðursetningarferða. Áhugi nýstúdenta var ekki alltaf mikill fyrstu árin þó flestir tækju þátt í ferðinni af skyldurækni. Þær raddir heyrðust að þetta kæmi nú lítið við hátíðahöldum við braut- skráningu. í dag er skógræktarferð „Við sem eldri erum vitum að vaxtarhraðinn skiptir ekki svo miklu máli, það sem skiptir máli er að eitthvað sé til að vaxa og það sem á að vaxa og dafiia verður að hafa þann jarðveg sem það getur þrifist í.“ stúdentsefnanna ómissandi þáttur í síðasta vinnuframlagi þeirra við skólann sem ■ fóstrað hefur þau í ijögur ár og þar sem Menntaskólan- um á Akureyri er slitið þann 17. júní, tengist þetta einnig því and- rúmslofti sem skapast þegar þjóð- hátíðardagurinn nálgast. Það er eðlilegt að vart verði við óþolinmæði unga fólksins þegar skógrækt er annars vegar. Trén sem plantað er eru svo lítil og þau vaxa svo hægt. Stúdentsefnunum finnst svo ofurlangt þangað til þeir verða þrítugir, svo ofurlangt þar til trén verða að skógi. En skyldi 10 ára stúdentum finnast þeir vera gamiir, skyldi þeim finnast svo langt síðan þau fóru saman í fyrstu skógræktarferðina? Nú þegar þeir koma til að „júbíl- era“, til þess að halda upp á 10 ára stúdentsafmæli sitt, jafn ungir og þeir voru fyrir tíu árum, bíða þeirra mannhæðarhá tré og þegar þeir koma aftur sem 25 ára stúdentar mun bíða þeirra myndarlegur skóg- ur. Við sem eldri erum vitum að vaxtarhraðinn skiptir ekki svo miklu máli, það sem skiptir máli er að eitthvað sé til að vaxa og það sem á að vaxa og dafna verður að hafa þann jarðveg sem það getur þrifist í. Vissulega er þjóðarátak eins og það sem nú er í gangi nauðsynlegt til þess að vekja athygli almennings í landinu á málefninu. Það sem þó ef til vill er mikilsverðast við þetta átak er að tilgangur þess er m.a. að vekja áhuga barna og ungs fólks á því að yrkja sitt umhverfi og að kenna þeim að ef við vinnum með tímanum, þá vinnur tíminn með okkur og að það skilar okkur miklu lengra að vinna hægt og örugglega að langtímamarkmiðum eins og Stephan G. Stephansson minnir okkur á þar sem hann segir: Að hugsa ekki í árum, en öldum að alheimta ei daglaun að kvöldum - því svo lengist mannsævin mest. Þannig eigum við ekki að hugsa í árum, heldur öldum og sjá fyrir okkur landið eins og það var á land- námsöld og getur orðið á næstu tveimur öldum. Nemendur Menntaskólans á Ak- ureyri koma alls staðar að af landinu og dreifast um allt land að Jóhann Sigurjónsson námi loknu. Frá upphafi hafa verið brautskráðir um 4.500 stúdentar frá skólanum, og væri það verðugt verkefni fyrir þá að halda uppi merki frægra náttúrufræðinga, sem kennt hafa við skólann, eins og Þorvaldar Thoroddsen, Stefáns Stefánssonar og Steindórs Stein- dórssonar, með því að gróðursetja svo sem eins og 50 tijáplöntur ár- lega. Það er því von mín að í stað þess að málefnið falli í gleymsku að átakinu loknu, eins og svo allt of oft gerist, verði til margir hópar sem taka stúdentsefni Menntaskól- ans á Akureyri sér til fyrirmyndar og eyði svo sem hálfum vordegi til gróðursetningarferða hver í sínu byggðarlagi. Ilöfundur er skólameistari Mcnnlaskólims á Akurcyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.