Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 43 JATNINGAR Eg var „toppmaður“ hjá Stasi Wolfgang Schnur var skær stjarna um stutt skeið á stjömuhimni austur-þýskra stjórn- mála. Sem formaður Lýðræðisvakn- ingar, eins og íhaldsflokkanna þriggja sem mynduðu með sér bandalag fyrir þingkosningarnar 18. mars, átti hann vísan aðgang að ráðherraembætti að loknum kosningum. Þegar orðrómur komst á kreik um að hann hefði verið á mála hjá hinni illræmdu öryggislög- reglu Stasi neyddist hann til að segja af sér þrátt fyrir að hann neitaði ásökunum í fyrstu. Schnur liggur nú á sjúkrahúsi búinn á líkama og sál. í nýlegu viðtali við vestur-þýska tímaritið Stern segist hann hafa verið „toppmaður“ hjá Stasi og reglulega gefið skýrslur um hrær- ingar meðal andófsmanna og innan kirkjunnar. Saga Schnurs er ekki einsdæmi. Nú þegar hefur Ibrahim Böhme, formaður Jafnaðarmanna- flokksins, þurft að segja af sér embætti af sömu ástæðum og eflaust eiga fleiri eftir að sigla í kjölfarið. Enda varla von á öðru. Stasi var ríki í ríkinu með 45.000 starfsmenn og um tvær milljónir uppljóstrara. Saga Schnurs er um margt athyglisvert dæmi um hvern- ig Stasi fékk menn til liðs við sig og notaði síðan. Wolfgang Schnur fæddist árið 1944 í Stettin. Hann var mjög heilsuveiil sem barn og var sendur á spítala á Eystrasaltseyjunni Riig- en. Spítalinn brann en barninu tókst að bjarga. Þar sem öll gögn um Schnur höfðu eyðilagst í brunanum og ekki var hægt að hafa uppi á foreldrunum tóku bændahjón barn- ið að sér. Schnur var alinn upp í þeirri trú að hann væri munaðar- leysingi og það kom honum því mjög á óvart er móðir hans hafði samband við hann þegar hann er sextán ára gamall. Hún hafði sest að í Vestur-Þýskalandi og haft uppi á honum í gegnum Rauða krossinn. Hann ákvað að fara vestur yfir til hennar en þau náðu ekki saman. Schnur gerðist lærlingur sem sölu- maður hjá Frankfurter Allgemeine Zeitung en var ekki ánægður með tilveruna. Hann nær ekki sambandi við annað fólk og í október 1962 fer hann svekktur aftur austur til Rúgen. Þar hefur hann störf sem sölumaður í verslun með iðnaðar- vörur. Skuggahlið lífs hans hefst árið 1963. A dansleik í Rúgen gerir Schnur sér dælt við stúlku eina, of dælt að mati vina hennar sem elta hann uppi eftir dansleikinn og mis- þyrma honum. Schnur kærir árás- ina fyrir lögreglunni og nokkrum mánuðum síðar koma tveir óein- kennisklæddir menn í verslunina til hans og biðja hann um að koma með sér til að svara nokkrum spurn- ingum varðandi árásina. Þeir fara með hann í sumarbústað og yfir- heyra. Snúast mál síðan á þann veg, að Schnur gengur í þjónustu öryggislögreglunnar Stasi og fær dulnefnið „Torsten“ í skýrslum hennar. Eftir þetta tekur lífshlaup Wolf- gangs Schnurs nýja stefnu. Hann lýkur stúdentsprófi í kvöldskóla og hefur síðan lögfræðinám. Á meðan á náminu stendur starfar hann fyr- ir ýmis ríkisfyrirtæki. Að loknu lög- fræðiprófi árið 1972 hefur hann störf í lögfræðingahóp og opnar síðan eigin skrifstofu árið 1978, en það leyfðist mjög fáum lögfræðing- um í Austur-Þýskalandi á þeim tíma. Allan þennan tíma gaf „Torst- en“ reglulega skýrslur til Stasi um samstarfsmenn sína og ástandið í þeim fyrirtækjum sem hann starf- aði hjá. Skömmu eftir að Stasi- mennirnir settu sig í samband við hann sýnir Schnur kirkjunni skyndi- lega mikinn áhuga. Hann lætur skíra sig og ferma og hefst ört til æðstu metorða innan kirkjunnar. Yfirmenn hans hjá Stasi voru auð- vitað yfir sig hrifnir því að Schnur lak öllum upplýsingum sem hægt var að leka. Ut á við er hann hins vegar guðhræddur samborgari. Árið 1966 giftist hann konu sem hann hafði kynnst í gegnum sókn- arstarfið og eignast með henni fjög- ur börn. Ekki einu sinni fjölskyld- una grunaði hvers konar tvöföldu lífi Schnur lifði og segir konan hans að þau hafi ávallt grafið bönnuðu bækurnar eftir Solzhenitsyn og fleiri niður í garðinum af ótta við Wolfgang Schnur brosir hér breitt á kósningaspjaldi í Austur-Berlín en það breyttist allt á einni nóttu. Kjörorð hans var „Til að framtak- ið borgi sig loksins" og þykir mörgum það dálítið kaldhæðnislegt í ljósi þess, að hann var á mála hjá Stasi, hinni illræmdu öryggislög- reglu, í langan tíma. að Stasi myndi gera húsleit. Wolfgang Schnur verður mjög virtur lögfræðingur í Austur- Þýskalandi og sérhæfir sig í að verja pólitíska andófsmenn. Hann sér um málefni þúsunda skjólstæð- inga á hverju ári og fær það orð á sig að vera einstaklega samvisku- samur, vinna dag og nótt. Nú segir Schnur að hann hafi aldrei svikið einn einasta skjólstæðing sinn í hendur Stasi þó að margir dragi þá fullyrðingu hans stórlega í efa. Mikilvægi hans fyrir Stasi jókst hvað sem öllu öðru líður með hverj- um degi. Hann fær nýtt dulnefni, er nú kallaður „Dr. Ralf Schirmer" og gefur skýrslu með sex til tíu daga fresti. Hann sækir leynileg matarboð með háttsettum Stasi- mönnum og er heiðraður með orð- um. Fjárhagslega gengur honum líka allt í haginn og fær hann jafn- vel oft greitt í vestur-þýskum mörk- um fyrir skjólstæðinga sem stjórnin í Bonn ákveður að aðstoða. Stjórnmálaferill Schnurs hófst í ágúst í fyrra er sjö prestar, þar á meðal Rainer Eppelmann og Fri- edrich Schorlemmer, hittust í Trin- itatis-kirkjunni í Dresden til að undirbúa stofnun nýs stjórnmála- afls. Schnut' var beðinn um að vera með sem lögfræðilegur ráðgjafi og var Stasi því með á nótunum frá fyrstu stundu. Stasi vildi vita allt um hina nýju hreyfingu og gaf Schnur skýrslu á nánast hverju kvöldi. Þegar Lýðræðisvakning var stofnuð sem flokkur 29. október var Schnur valinn formaður. Strax eftir kosninguna fór hann á fund yfir- manna hjá Stasi og skýrði þeim frá úrslitunum. „Þá brá þeim illilega,“ , segir Schnur við Stern. Næstu vikurnar var Schnur mjög áberandi í fjölmiðlum jafnt í Vest- ur- sem Austur-Þýskalandi. Hann myndaði kosningabandalagið „Bandalag fyrir Þýskaland" með hægri flokkunum CDU og DSU og kom fram á fjölmörgum kosninga- fundum, m.a. með Helmut Kohl kanslara. Hann var svo upptekinn við að njóta sviðsljóssins að hann íhugaði lítið fortíð sína. „Kannski trúði ég því jafnvel sjálfur að það væru ekki til nein gögn um Wolf- gang Schnur.“ En 5. mars hrundi spilaborgin. Borgaranefnd Rostock skýrir Lýðræðisvakningu frá því að gögn hafi fundist um samstarf formannsins við Stasi. Schnur fær hjartaáfall rúmum sólarhring síðar og er lagður inn á sjúkrahús. Hann neyðist til að segja af sér. Nú telur hann sig hafa fengið óréttláta með- höndlun. Það eigi ekki að bytja á að refsa þeim sem hafi þegar játað syndir sínar. Hann segist hafa gefið alla von um pólitískan frama upp á bát- inn í bili. Fyrst þurfi hann að finna sjálfan sig. Hann útilokar þó ekki stjórnmálaþátttöku í framtíðinni. Fyrst um sinn segist hann muni - væntanlega neyðast til að reka hana undir nafni samstarfsaðila síns meðan ástandið sé að róast. Hann segist lika ætla að skrifa bók um reynslu sína sem lögfræðingur pólitískra andófsmanna í Austur- Þýskalandi. Nafn bókarinnar er hann þegar búinn að ákveða. Hún á að heita „Tár“. stoSsholmur * Iþróttamenn síðasta árs heiðraðir Stjórn Héraðssambands Snæ- fells- og Hnappadalssýslu HSH bauð til hófs á Hótel Stykkishólmi um páskana til að gera grein fyrir kjöri þeirra sem skarað hafa fram úr í helstu íþróttagreinum á svæð- inu síðastliðið ár. Guðrún Gunnarsdóttir, formaður HSH, bauð gesti velkomna og lýsti því yfir að tilgangur mótsins væri að verðlauna félaga HSH fyrir bestu afrek í íþróttum á síðastliðnu ári. Til minningar um Pálma Frímannsson, lækni, sem um árabil var hér helsti aflvaki íþrótta, m.a. í hlaupum, göngu og allskonar íþróttum, en lést á besta aldri í fyrra, hefur HSH gefið farandbikar sem ætlaður er helsta íþróttamanni ársins til varðveislu og hlaut hann núna Hörður Gunnarsson frá Ung- inennafélagi Grundarfjarðar, en Hörður hefir stundað íþróttir með. góðum árangri síðustu ár. Afhenti Guðrún honum verðlaunin með nokkrum velyöldum orðum. Kristján Ágústsson var kjörinn Morgunblaðið/Árni Helgason Gísli Björnsson útnefnir Halldór Sigurjónsson, Grundarfirði, sund- mann HSH 1989. Halldór var einnig útnefhdur skíðamaður HSH 1989. besti körfuknattleiksmaðui' ársins og Gunnar Þór Haraldsson, besti knattspyrnumaður ársins báðir frá Ungmennafélaginu Snæfelli, Stykkishólmi. Halldór Siguijóns- son, Ungmennafélagi Grundar- fjarðar var kjörinn bæði sundmaður og skíðamaður 1989. Kristinn Frið- riksson frá Stykkishólmi var kjörinn bridgemaður ársins. ~T~‘: '. . Vaxandi áhugi hefir verið á íþróttum undanfarið hér á Snæfells- nesi enda hafa stjórnendur hér lagt sitt að mörkum íþróttum til efling- ar. Heilbrigt líf byggist á heilbrigð- um lífsháttum, það hefir fortíðin sýnt okkur og vonandi á það sem lagt er til íþróttamála hér eftir að skila sér. ...;: - Árni Bók Markham The Crystal Workbook komin aftur. Árituð eintök. Verð kr. 1.495,- Orkusteinar og kristallar í miklu úrvali Aðrar bækur um steina og kristalla: □ CRYSTALWISDOM □ HEALING WITH CRYSTALS &GEMSTONES □ CRYSTALENERGY □ FORTUNE-TELLING BY CRYSTALS AND SEMI- PRECIOUS STONES □ CRYSTAL CONNECTION □ STEINARÍKIÐ NYKOMIÐ: □ THE PRACTICAL PENDULUM PACK - pendúll og bók í sama pakka kr. 1.475,- □ GYPSY FORTUNE-TELLER spilastokkur, bók og borð til að leggja á í sama pakka kr. 2.265,- □ Mikið úrval af bókum um andleg málefni, sjálfsleit og nýjan lífsstíl, heilun, heilbrigt mataræði o.fl. □ Slökunar- og hugleiðslutónlist á spólum □ Tímarit - reykelsi - o.fl. □ MONDIAL-ARMBANDIÐ Tvær milljónir Evrópubúa nota nú Mondial daglega. Fjöldi fólks hérlend- is lofar áhrif þess sérstaklega varðandi streitu og svefnleysi. Við höfum í umboðssölu stjörnukort eftir Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking: ★ PERSÓNULÝSING ★ FRAMTÍÐARKORT ★ SAMSKIPTAKORT Afgreidd á meðan beðið er eða send í póstkröfu. Pantanasímar: (91) 62 33 36 og 62 62 65. beuRMiji VERSLUN I ANDA NÝRRAR ALDAR Laugavegi66- 101 Reykjavík^^ Símar: (91) 623336 ■ Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91) 62 33 36 og 62 62 65 626265

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.