Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUÐAGS MUéáiMkMSUáSLm Þessir hringdu . . . Vantar handrið Kona hringdi og taldi fráleitt að ekkert handrið væri upp tröppur Dómkirkjunnar. Fyrir vikið kæm- ist hvorki hún sjálf né fjölmargt aldrað fólk eða bæklað inn eða út úr húsinu án aðstoðar. Og ekki væri Dómkirkjan eina opinbera húsið sem væri þessu marki brennt ef út í það færi. Sérkennilegur hanski tapaðist Ung stúlka hringdi og hafði tapað hanska síðast liðið laugardags- kvöld. Hanskinn er úr svörtu leðri með stóru rauðu leðurblómi á handarbakinu. Stúlka þessi telur að hanskinn gæti hafa tapast í miðbænum, þá einkum í eða við Glaumbar, í einkabíl se'm hún fékk far með úr miðbænum upp á Hlemm, eða þá á Hlemmi. Síminn er 28783 og er boðið upp á fundar- laun. Týnd úlpa Móðir hringdi og sagði son sinn hafa týnt grárri úlpu með bláu fóðri í hettu í Mosfellsbæ á annan í páskum. Þau vita að kona fann úlpuna, því hringt var í Nóa-Síríus þar sem drengurinn vinnur og spurt hvort að einhver þar hefði tapað úlpu. Það vissi það engin á vinnustaðnum þá að úlpan var týnd. Vill nú úlpumaðurinn kom- ast í samband við konuna sem hringdi á vinnustað sinn á dögun- um. Síminn hjá honum er 666589. íbúi að Norðurbrún 1 skrifar: Okkur íbúa að Norðurbrún 1 langar til þess að beina þeirri fyrir- spurn til borgaryfirvalda hvenær fyrirhugað sé að ganga frá raflögn- um á göngum og í íbúðum hér í húsinu. Fyrir nokkrum mánuðum var hafist handa við að ieggja Kvenhanski við Glym Hringt var frá Félags- og Þjón- ustumiðstöð aldraðra Norðurbrún 1. Þar liggur nú nýr fóðraður kvenhanski sem fannst á bílaplan- inu við skemmtistaðinn Glym á sumardaginn fyrsta, en þann dag var skemmtun fyrir aldraða í hús- inu. Síminn er 686960. ísland fyrir íslendinga Torfi Ólafsson hringdi og vildi taka fyrir allan innflutning Víet- nama hingað til lands. Sagðist hann þar taka undir með kennara í Breiðholtinu sem lét hafa slíkt eftir sér í ljósvakamiðli fyrir skömmu. „Hér er nóg atvinnu- leysi fyrir þótt ekki bætist þetta við. Þrátt fyrir að fjölmargir landsmenn gangi um vinnulausir, getur maður vart snúið sér við að þessir Víetnamar séu ekki fyr- ir augum manns í góðum stöðum sem nær væri að einhver atvinnu- laus innfæddur skipaði,“ sagði Torfi. Skóvíxlun Móðir hringdi og sagði son sinn hafa farið á skíði í Bláfjöll 10. apríl síðast liðinn og hafi hann ferðast með rútu frá Guðmundi Jónassyni. Þegar heim kom reyndust vera allt aðrir en hans eigin skíðaskór í pokanum, sem var grænn og að öllu leyti eins og hans eigin poki. Þykir sýnt að tveir piltar hafi verið með eins poka en sitt hvort innihaldið. í poka drengsins voru skíðaskór sem eru af stærra númeri en hann notar sjálfur og var nafnið Ninni letrað á skóna, en í pokanum sem hann saknar eru auk skíðaskónna, gleraugu og tveir vettlingar. Kannist einhver við að hafa hald- ið til síns heima umræddan dag með rangan poka þá vinsamlegast hringi sá hinn sami í síma 31507 og spyrjið um Ingólf. leiðslur fyrir brunavarnakerfi í hús- inu og fylgir því mikið rask. Nú háttar þannig til að leiðslur hanga niður úr loftinu og hefur fram- kvæmdum ekkert þokað undanfar- inn einn og hálfan mánuð. Hvað eigum við íbúar í húsinu að búa lengi við þetta ástand? Það er ekki sama hvaðan flogið er í sólina. Sólarlandaferðir: Hví þessi ævintýra- legi verðmunur? Mér þætti vænt um ef ferðaskrif- stofufólk gæfi skýringu á þeim feiknalega verðmun sem er á því að kaupa neðangreinda sólarlanda- ferð hér heima eða í Svíþjóð. Um er að ræða sólarlandaferð fyrir fjóra fullorðna í þtjár vikur með brottför 14. ágúst til Hotel Ciudad Blanca á Alcudia-ströndinni á Mallorca. Gisting í tveggja her- bergja íbúð (eitt svefnherbergi og stofa). Fyrir ofangreinda sólarlandaferð greiða íslendingar kr. 79.750 pr. mann að meðtöldum flugvallar- skatti og forfallatryggingu eða samtals kr. 319.000 fyrir fjóra full- orðna. Fyrir sömu sólarlandaferð greiða viðskiptavinir sænsku ferða- skrifstofunnar Fritidsresor 18.360 sænskar krónur eða sem næst ísl. kr. 183.600 en brottför er frá Gautaborg og hér er verið í bókstaf- legum skilningi að tala um sömu hótelíbúðirnar og íslenska ferða- skrifstofan selur gistingu í. Verð- munurinn er hvorki meira né minna en 135.400 krónur. Sænsku farþeg- arnir greiða kr. 45.900 pr. mann en þeir íslensku kr. 79.750. Eini munurinn á þjónustunni er sá að flugið frá Keflavík er fjórar til fjór- ar og hálf klukkustund en frá Gautaborg er flugið þijár stundir og fimmtán mínútur. Hver er skýringin á þessum mikla verðmun? Ferðalangur Hvað á lengi að bíða? BREFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 Hótel, veitingahús, söluskálar og mötuneyti. Á RV-Markaöi fáiö þiö servíettur, dúka, kerti, diska- og glasamottur o.fl. á ótrúlega lágu veröi. ÞEKKING — ÚRVAL — ÞJÓNUSTA QsHlmi 5% staðgreiðsluafsláttur. Blomberg KÆLISKÁ PAR 'KS328 /KS335 /KS314 370 L kælir / 188 L kælir/133 Lfrystir/ 248 L kælir/79 L frystir / 226 L kælir/70 L frystir Mál:Hl 85B60D60 cm / Mál:Hl85B60D60 cm / Mál:Hl85B60D60 cm / Mál:H163B60D60 cm E. ipp 225 L kælir/55 L frystir Mál:Hl57B55D58 cm /KS 242 194L kælir/52 L frystir y Mál:Hl42B55D58 cm 220 L kælir Mál:H124B55D58 cm /KS 182 - KS140 KS180 I ip^Likælir / 169L kaplir/16 L frystjr/ 143L kælir • Má/;H,iP9TO8,Cmi;/,Mál:H1,0kB5,QP5P,pm / yflHftB53D66 cm Kl Hér sést hluti af úrvalinu, sem viö bjóöum af BLOMBERG kæliskápunum. BLOMBERG er vestur- evrópsk gæðaframleiðsla á verði, sem fáir geta keppt viö. BLOMBERG kæliskápur er sönn kjarabótl! Einar Farcstvcit&Co.hf. Borgartúni 28, símar 16995 og 622900 VERNDUM VINNU - VEUUM tSLENSKÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.