Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 4] Minning: Ragnheiður Jóns dóttir, sölustjóri Fædd 23. desember 1902 Dáin 16. apríl 1990 Að kvöldi annars páskadags and- aðist á elliheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði, föðursystir okkar, Ragnheiður Jónsdóttir, fyrrverandi sölustjóri á Keflavíkurflugvelli. Ragnheiður fæddist á Klyppstað í Loðmundarfirði á Þorláksmessu, 23. desember, 1902. Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson, bóndi og oddviti, og kona hans Ragnheiður Sigurbjörg ísaksdóttir, ljósmóðir. Ragnheiður var yngst í röð sex alsystkina, en syskini henn- ar voru: Jón (1891-1973), bóndi á Selstöðum í Seyðisfirði, Guðrún (1894-1941), gift Eide, húsmóðir í Reykjavík, Arnbjörg (1895-1980), húsmóðir í Reykjavík, ísak (1898-1963), skólastjóri í Reykja- vík, Sigurður (1900-1989), brúar- smiður á Sólbakka, Borgarfirði eystra. Hálfsystkini Ragnheiðar, samfeðra, voru Þorsteinn (1875-1953), bóndi í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, og Anna María (1877-1947), húsmóðir á Seyðis- firði. Sigurður bróðir Ragnheiðar lést síðastliðið sumar, og nú, þegar Ragnheiður er dáin, eru þau systk- inin öll horfin yfir móðuna mikiu. Árið 1907 fluttist Ragnheiður með fjölskyldu sinni að Seljamýri í Loðmundarfirði, og þar átti hún sín æsku- og unglingsár við hefðbundin sveitastörf. Átján ára gömul yfirgaf Ragnheiður foreldrahúsin og fór einn vetur í vist til Ágústs Flygen- ring í Hafnarfirði. Síðan fór hún til Seyðisfjarðar og var þar við ýmis störf, t.d. í banka. Kvöldin notaði hún til náms, m.a. í ensku, dönsku og vélritun. Á árunum 1925-1926 var hún í vist hjá Schi- ödt-fjölskyldunni á Akureyri, en fór svo aftur austur í heimahagana til 1928, þegar hún flutti suður til Reykjavíkur. Var hún fyrst í vist, en stundaði síðan ýmis störf, t.d. í Hattabúðinni en lengst af við skrif- stofustörf í sælgætisgerðinni Freyju. Frá því um 1950 til 1969 starfaði hún hjá Ferðaskrifstofu ríkisins sem sölustjóri í minjagripa- verslun á Keflavíkurflugvelli. Á þessum vinnustöðum eignaðist hún marga góða kunningja, sem hún minntist oft með ánægju síðar. Frá því við munum fyrst eftir okkur var Ragnheiður, eða Rænka eins og hún var alltaf kölluð, tíður gestur á heimili foreldra okkar, enda var hún með afbrigðum frændrækin og trygglynd, bæði ættingjum og vinum. Rænka giftist aldrei og átti ekki börn sjálf. Hún hafði samt mjög gaman af börnum og hafði gott lag á þeim. Fylgdist hún t.d. grannt með hvernig systk-' inabörnum og börnum þeirra gekk í námi og starfi. Rænka var hispurslaus í fram- komu, hrein og bein, var oft orð- heppin og snögg í svörum og talaði enga tæpitungu. Hún var ljóshærð og gráeyg, frekar smávaxin, en röskleg og kvik í hreyfingum og það gustaði af henni hvar sem hún fór. Rænka var dugnaðarforkur og útsjónarsöm að bjarga sér í lífinu. Hún hafði ágætar námsgáfur og aflaði sér menntunar með sjálfs- námi eftir vinnudag, en efni hennar og aðstæður leyfðu ekki frekara skólanám. Sem sölustjóri á Kefla- víkurflugvelli naut hún málakunn- áttu sinnar. Rænka hafði gaman af því að ■ferðast. Hún fór oft í skíðaferðir með vinkonum sínum og hjólaði mikið um landið ein eða með öðrum, þar til hún keypti sér bíl á sextugs- aldri. Á efri árum fór hún oft til útlanda, m.a. í hina frægu ferð með Baltiku 1966. Árið 1938, þegar hugtakið ferðagjaldeyrir var ekki til, fór hún til Þýskalands og ferðað- ist á eigin vegum, m.a. til Berlínar og Munchenar. Rænka hafði gaman af að tala um ferðalögin sín. Nýlega þegar við rædduni um Þýskalands- ferðina, kom fram að hún fór í skoð- unarferðir í nágrenni Berlínar með þýskum kvennasamtökum. Á þeim tímum var siður í því landi að heilsa með þýskri kveðju, og jafn- vel ætlast til þess að erlendir gestir gerðu það líka. Aðspurð hvort hún hefði notað þá kveðju, svaraði Rænka með þjósti: Uss, ég held nú síður! Eins og títt er um aldrað fólk, voru æskuárin henni minnisstæð. Þó að hún væri ung þegar hún fór að heiman, var mesta furða hvað hún mundi vel eftir örnefnum og öðrum fróðleik af heimaslóðum í Loðmundarfirði. Sem dæmi má nefna atvik sem hún sagði stundum frá. Það mun hafa verið veturinn 1926-27 að Ragnheiður var heima hjá foreldrum sínum á Seljamýri. Jóhannes Kjarval kom þá á bát frá Seyðisfirði, og var á leið til Borgar- fjarðar. Hann var þá afskaplega aðþrengdur fjárhagslega og konan eftir úti í Danmörku með börnin. Fjölskyldan á Seljamýri aftók að. hann færi lengra eins og veðurútlit var, auk þess sem hann var alls ekki klæddur til vetrarferða. Var hann nokkra daga á Seljamýri á ifteðan konurnar bættu fatakost hans. Notaði hann tímann til að teikna myndir af heimilisfólkinu, m.a. gerði hann þrjár myndir af Ragnheiði. Eina þeirra gaf hann Rænku, en aðra, sem hún var hrifn- ust af, vildi hann ekki láta, sagði að myndin væri svo kúnstnerísk að hann ætlaði að eiga hana sjálfur. Minnisstætt var Ragnheiði að Kjarval stóð tímunum saman við gluggann og horfði þögull út á fjörðinn. Ragnheiður var mjög músíkölsk eins og hún átti kyn til. Á æsku- heimili hennar var til harmóníum (orgel). Mikið var sungið á heimil- inu, einkum þegar gestir komu, og sá Rænka oft um undirleik. Var stundum endað úti á hlaði með því að syngja „Vegir skiljast“. Eitt sinn kom Ingi T. Lárusson tónskáld í Seljamýri, og heyrði Ragnheiði spila. Skömmu síðar sendi hann henni áritað nótnahefti. Þótti Ragn- heiði vænt um þá gjöf. Eftir að Ragnheiður hafði eignast fast heim- ili í Reykjavík, á Fálkagötu 24, keypti hún sér píanó, og stytti sér stundir með píanóleik. Skömmu eftir að Rænka hætti störfum, veiktist hún af vöðvagigt og gláku, og dofnaði sjónin þá nokk- uð. Henni tókst þó að rífa sig upp úr þeim veikindum og hélt hressi- leika sínum, andlegum og líkamleg- um í allmörg ár eftir það. Sem dæmi má nefna, að um áttrætt dreif hún sig með vinkonu sinni í dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Rænku fannst ekki nógu mikið „fútt“ í þessu dansnámi, fólkið væri bara látið róla á öðrum fæti; hún vildi læra fugladansinn! Á þessum árum fór Rænka í ferð- alög, bæði utanlands og innan, m.a. austur á land til að heimsækja ætt- ingja og vini. Sumarið 1983 fór hún til Ungveijalands; upp úr því fór að bera á ellisjúkdómi, sem lýsti sér m.a. í gleymni og sinnuleysi. Var henni fyrst útveguð heimilishjálp, en þar kom, að hún gat ekki lengur verið ein heima. í ársbyijun 1985 var Ingibjörg Jóhannsdóttir að helja rekstur vistheimilis fyrir aldr- aða á Blesastöðum á Skeiðum, og varð Ragnheiður fyrsti vistmað- urinn. Naut hún þar góðrar umönn- unar. Síðla árs 1988 for Ragnheið- ur að Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem hún dvaldist við góðan aðbúnað til æviloka. Þar eins og á Blesastöð- um líkaði Ragnheiði vistin vel, enda var það viðtekið svar hjá henni þeg- ar hún var spurð, að henni líkaði vel allstaðar þar sem hún hefði sam- astað. Hún væri þannig gerð. Af ættingjum Ragnheiðar hafði Björg systir okkar nánast samband við hana. Var hún Rænku ómetan- leg stoð í ellinni. Með Ragnheiði er gengin merki- leg kona, góður fulltrúi aldamóta- kynslóðarinnar, þeirrar kynslóðar sem hefur upplifað og tekið þátt í mestu umbyltingu sem átt hefur sér stað í sögu þjóðarinnar. Gylfí Isaksson, Sigurjón Páll Isaksson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN MARTEINSDÓTTIR fró Freyju, Neskaupstað, síðar búsett í Bogahlíð 13, Reykjavik, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 15.00. Ada Elísabet Benjamínsdóttir, Friðrik Á. Magnússon, Jón Benjamínsson, Benjamín Friðriksson, Baldur Friðriksson, Magnús Friðriksson, Ragnheiöur Jónsdóttir, Guðný M. Kjartansdóttir, Birna Magnúsdóttir, Lilja Björnsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Steinunn Jónsdóttir og barnabarnabörn. Útför, ÁSGEIRS EINARSSONAR aðalféhirðis, Kvisthaga 1, Reykjavík, ferfram frá Dómkirkjunni í Reykjavíkföstudaginn 27. apríl kl. 13.30. Ágústina Ágústz, Birgir Ásgeirsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Ásta Einarsdóttir, Sveinbjörn Einarsson, Sigrún Einarsdóttir, Hróbjartur Einarsson og barnabörn. + Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu okkar, EYVARAR GUÐMUNDSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. apríl kl. 10.30. Arndis Þorvaldsdóttir, Erna Hauksdóttir, Þorvaldur Hauksson, Benedikt Hauksson, Haukur Þór Hauksson, Hörður Hauksson, Haukur Benediktsson, Júlíus Hafstein, Kolbrún Jónsdóttir, Guðlaug Sveinsdóttir, Ásta Möller, Jóna Jakobsdóttir og barnabarnabörn. + Móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Meistaravöllum 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 15.00. Kristján Örn Ingibergsson, Þuríður Ingibergsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, EINAR MAGNÚS ÞORSTEINSSON húsgagnasmiður, Reynihvammi 33, Kópavogi, sem lést þann 14. apríl verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 15.00. Heiðrún Helgadóttir, Anna Einarsdóttir, Reynir Einarsson, Ólafía G. Einarsdóttir, Valgerður H. Einarsdóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Guðrún Þ. Hörgdai og barnabörn. Ragnar J. Jónsson, Laufey Jensdóttir, Sigurður Sigurðsson, Hilmar Adólfsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Ástkær unnusti minn, sonur, + bróðir og barnabarn, MAGNÚS JÓN MAGNÚSSON, andaðist þann 23. apríl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 2. maí kl. 13.30. Guðrún Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Hrönn Héðinsdóttir, Vigfús Elvan Friðriksson, Héðinn Magnússon, Sæbjörn Elvan Vigfússon, Hafþór Magnússon, Vigfús Elvan Vigfússon, Óskar Jacobsen, Hafrún Eivan Vigfúsdóttir, Héðinn Hermóðsson, Guðrún Magnúsdóttir, Hólmfrfður Jónsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, ODDURSKÚLASON bóndi, Mörtungu, er lést 17. apríl, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 28. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8.30 árdegis sama dag. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og barnabarna- barna, Ásta Ólafsdóttir. + Útför eiginmanns míns, SVEINBJARNAR PÉTURSSONAR frá Flatey á Breiðafirði, fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSÍ sama dag kl. 9.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á St. Fransiskusskjúkra- húsið í Stykkishólmi. Anna Kristín Björnsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömmu, ÞÓRDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Borgarnesi. Húbert Ólafsson, Guðrún Húbertsdóttir, Þorkell Þórðarson, Dagný Drífa og Þórey Þorkelsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.