Morgunblaðið - 26.04.1990, Side 26

Morgunblaðið - 26.04.1990, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 90 kr. eintakið. Vatnsföllum breytt í störf, verðmæti off lífskjör Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um virkjanir til að greiða fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar í framhaldi af yfirlýsingu Atlantsálsaðila. Frumvarpið felur í sér heimildir til stækkunar Búrfells- og Kröfluvirkjana og til að reisa og reka jarðgufuvirkjun til raforku- framleiðslu að Nesjavöllum (Hita- veita Reykjavíkur), ákvæði um að setja framkvæmdavaldinu reglur um röðun virkjunarframkvæmda, ákvæði um að Landsvirkjun reisi og reki tilteknar virkjanir og ákvæði til bráðabirgða um lántökuheimild til undirbúningsframkvæmda. Fyrir eru í lögum heimildir til Blönduvirkjunar, Fljótsdalsvirkjun- ar, Villingarnesvirkjunar, Sultar- tangavirkjunar, stækkunar Hraun- eyjafoss- og Sigölduvirkjana, auk ráðstafana til að tryggja rekstur orkuvera á Þjórsársvæðinu. Áætluð orkuþörf hins nýj'a álvers að meðtöldum orkutöpum við flutn- ing orkunnar er um 2A af heildar- vinnslu og 3A af heildarsölu orku hér á landi um þessar mundir. Þeir, sem tala fyrir nýju álveri, leggja megináherzlu á mikilvægi þess að breyta þriðju auðlindinni, fallvötnum og jarðvarma, í störf, verðmæti, gjaldeyri og lífskjör. Þeir benda á að landsframleiðsla verði rúmlega 6% hærri árið 1997 með nýju álveri en án þess. Varanleg áhrif á landsframleiðslu eru um 5,4% til hækkunar, þar af óbein áhrif tæpur helmingur. Þeir telja og að kaupmáttur ráðstöfunartekna verði 5% hærri 1997 með þeirri búbót, sem fylgir þessari fram- leiðslu, en án hennar. Þeir segja að atvinnuleysi verði að jafnaði 0,3% minna 1991-1994 ef ráðist verður i þessar framkvæmdir. Þjóð- hagsstofnun áætlar að útflutnings- verðmæti afurða verði um 21 millj- arður króna miðað við meðalgengi Bandaríkjadals 1989. Samanlagður útflutningur áls getur því orðið u.þ.b. 21% af heildarútflutningi árið 1997. Þeir, sem mæla gegn hinu nýja álveri, benda á hækkun erlendra skulda, vegna virkjanafram- kvæmda, mengunarhættu, fjár- hagsleg ítök erlendra aðila og meinta óvissuþætti varðandi orku- verð og skatta. Þingmenn Samtaka um kvennalista hafna frekari stór- iðju. Þingmenn Alþýðubandalags Ieika tveimur skjöldum sem oftar. Lántökur, sem ganga til arð- bærra framkvæmda, skila andvirði sínu fljótlega aftur til samfélagsins. Það má ekki skipa þeim á bekk með eyðslulánum, t.d. vegna halla- rekstrar í ríkisbúskapnum. Þannig má og um hnúta búa í samningum um orkuverð, mengunarvarnir og skattgreiðslur að viðunandi eða jafnvel vel sé fyrir samfélagið. Og ef við ætlum að treysta atvinnuör- vggi og lífskjör lil 'frambúðar, þá verðum við að nýta þá kosti sem forsjónin hefur lagt okkur upp í hendur í þeim efnum. Stjórnarfrumvarp um virkjanir horfir að meginefni til réttrar átt- ar. Framsal Alþingis á ákvarðana- töku til framkvæmdavaldsins varð- andi röð verkefna kann að orka tvímælis. Með eðlilegri fínpússun í þingnefnd ætti frumvarpið að geta haft greiða leið gegn um þingið. Aburðar- verð og ör- yggi fólks að þætti tíðindum sæta hjá þjóðum sem aðhyllast frjáls- ræði í efnahags- og atvinnulífi, ef fram kæmi stjórnarfrumvarp um að lögfesta verð á einni tiltekinni markaðsvöru. Nú liggur fyrir Al- þingi frumvarp eins af ráðherrum Alþýðubandalagsins um að lögfesta verð á áburði í landinu. Stjórn Áburðarverksmiðju ríkis- ins ákvað fyrir skemmstu að hækka söluverð áburðar um 18%. Ef verk- smiðjan sætti aðhaldi eðlilegar sam- keppni um sölu framleiðslu sinnar væri ekkert við þessa verðákvörðun að athuga. Stórhækkun verðs í skjóli einokunar sætir á hinn bóginn ætíð tortryggni. Einkafyrirtæki hafa á undanförnum misserum orð- ið að draga verulega úr kostnaði til þess að standast þann samdrátt, sem orðið hefur í viðskiptum. Þá kröfu verður að gera til opinberra fyrirtækja, að þau geri slíkt hið sama. Þau hafa hins vegar alltof lengi komizt upp með að tilkynna hvaða hækkun þau þurfi að fá og þar með hafa þau fengið slíka hækkun. Nú er tíðarandinn sá, að taka slíkum hækkunarkröfum með miklum fyrirvörum. Jafnvel þótt sérstakar aðstæður væru ekki fyrir hendi vegna kjarasamninga bæri að gera slíkar kröfur til áburðar- verksmiðjunnar. Og er ekki tíma- bært að leyfa innflutning á áburði til að ná fram samkeppni, aðhaldi í verði og betri kostum fyrir notend- ur áburðar? Áburðarverksmiðjan í Gufunesi er komin til ára sinna. Hún er baggi á skattborgurum og hvergi nærri jafn mikilvæg fyrir landbúnaðinn og áður. Verra er að hún er beinlín- is hættuleg umhverfi sínu, íbúum höfuðborgarsvæðisins, sem dæmin sanna. Þessvegna á að leggja verk- smiðjuna niður eða flytja í annað umhverfi. Það er á hinn bóginn út í hött ef ríkisvaldið krefur Reyk- víkinga greiðslu á kostnaði við að flytja ríkisrekstur, sem er hættuleg- ur umhverfi sínu, frá bæjarclyrum - þejrra;—------------------- Stjórnun fískveiða: Þrenn sjónarmið samein- uð í tillögum um Hagræð- ingarsjóð sjávarátvegs Samkomulag um afgreiðslu málsins meðal ráðherra ríkissljórnarflokkanna RÁÐHERRAR stjórnarflokk- anna náðu í gær með sér sam- komulagi um afgreiðslu frum- varps sjávarútvegsráðherra til laga að sljórnun fískveiða. Ekki er um miklar breytingar á frum- varpinu sjálfu að ræða, en spyrðing frumvarps um svokall- aðan Hagræðingarsjóð sjávar- útvegsins felur í sér mikla breytingu á stjórn fiskveiða. Með þeim sjóði ná saman þrenn sjónarmið; fyrri hugmyndir Halldórs Ásgrímssonar um öflugan úreldingarsjóð fiski- skipa, sem afli sér fiár til úreld- ingarinnar með sölu aflaheim- ilda; hugmyndir Alþýðuflokks- ins um leigugjald fyrir aðgang að fiskistofiiunum og hugmynd- ir Borgaraflokksins um byggða- kvóta. Enn er ekki ljáð máls á vinnslukvóta eins og Alþýðu- bandalagið hefur lagt áherzlu á. Þær breytingar, sem ráðherr- arnir náðu samkomulagi um, og lagðar voru fyrir sjávarútvegs- nefnd efri deildar, fela í sér nokkr- ar breytingar á frumvarpinu og smávægilegar tæknilegar „leið- réttingar“. Hugmyndin um breytt- an og efldan Ureldingarsjóð felur hins vegar í sér grundvallarbreyt- ingar á því fyrirkomulagi, sem við lýði hefur venð. Við fyrstu grein frumvarpsins, þar sem kveðið er á um að auðlindir hafsins séu sam- eign íslenzku þjóðarinnar, eins og er í gildandi lögum, er lögð til breyting til áherzluaukningar. Bætt verði við greinina ákvæði þar sem ótvírætt er tekið fram að út- hlutun veiðiheimilda samkvæmt því myndi ekki eignarrétt eða skerði forræði löggjafans til að ákveða síðar, án bótaskyldu til einstakra útgerða, breytingu á fyrirkomulagi við stjórn fískveiða. Töluvert hefur verið rætt um forkaupsrétt byggðarlaga að skip- um, sem ætlunin er að selja það- an. Lagt er til í því sambandi, að í stað þriðju málsgreinar 11. grein- ar frumvarpsins komi tvær nýjar málsgreinar svo hljóðandi: „Eigi að selja fiskiskip, sem leyfi hefur til veiða í atvinnuskyni, til útgerð- ar sem heimilisfesti hefur í öðru sveitarfélagi en seljandi, á sveitar- stjórn í sveitarfélagi seljanda for- kaupsrétt að skipinu. Forkaups- réttur skal boðinn skriflega þeirri sveitarstjórn, sem hlut á að máli og söluverð og aðrir skilmálar til- greindir á tæmandi hátt. Sveitar- stjórn skal svara forkaupsréttartil- boði skriflega innan fjögurra vikna frá því henni berst tilboðið og fell- ur forkaupsréttur niður í það sinn, sé tilboði ekki svarað innan þess frests. Sé skipi ráðstafað andstætt ákvæðum þessarar greinar um forkaupsrétt getur forkaupsréttar- hafi krafizt þess að salan verði ógild, enda sé málssókn hafin inn- an sex mánaða frá því að hann fékk vitneskju um söluna. For- kaupsréttur gildir ekki se 'skip selt á opinberu uppboði. Ákvæði þessarar greinar um forkaupsrétt gilda ekki við sölu opinna báta.“ Byggðakvóti og sala veiðileyfa (auðlindaskattur) eru hugmyndir, sem margir hafa haldið á lofti og þingflokkur Alþýðuflokksins hefur meðal annars lýst yfir því að leigu- gjald skuli innheimt af veiðiheim- ildum. Sjávarútvegsráðherra hefur áður hreyft þeirri hugmynd að Ureldingarsjóður fiskiskipa yrði efldur og honum gert að eignast kvóta við úreldingu skipa til eigin ráðstöfunar. í samkomulagi ráð- herranna er lagt til að Úreldingar- sjóður verði efldur og honum með- al annars ætlað stærra hlutverk varðandi byggðamál en gert er í því frumvarpi, sem nú er til um- fjöllunar. í samræmi við þetta víðtæka hlutverk verði nafni sjóðs- ins breytt og hann nefndur Hag- ræðingarsjóður sjávarútvegsins. Sjóðnum verði árlega fengnar til ráðstöfunar aflaheimildir, sem ekki nýttust árið á undan vegna skerðingar á aflamarki við ísfisk- útflutning, þó aldrei meira en svar- ar til 12.000 tonna af þorski, helm- ingur þessara aflaheimilda verði framseldur árlega og andvirðinu varið til að kaupa skip til úrelding- ar. Hinum helmingnum verði varið til að aðstoða einstök byggðarlög. Verði verulegt atvinnuleysi í byggðarlagi vegna sölu fiskiskipa milli útgerðarstaða, er stjórn sjóðsins, að fengnu samþykki Byggðastofnunar, heimilt að bjóða fram hluta þessara veiðiheimilda gegn því skilyrði að aflanum verði landað til vinnsiu á viðkomandi stað. Sveitarstjórn hefur forkaups- rétt að þessum veiðiheimildum. Neyti hún ekki forkaupsréttar síns skal framselja aflaheimildirnar til einstakra skipa. I þessum tilvikum verður heimilt að víkja frá ákvæð- um um verðlagningu veiðiheimild- anna. Þær heimildir, sem ekki verður ráðstafað til að mæta stað- bundnum vandamálum, skal leigja hæstbjóanda. Ákvæði til bráðabirgða vegna Hagræðingarsjóðsins er á þá leið, að vegna fyrstu 8 mánaða ársins 1991 skuli sjóðnum úthlutað þeim aflaheimildum, sem ekki nýttust á árinu 1990 vegna álags á afla- mark og aflahámark vegna út- flutnings á óunnum fiski. Afla- heimildir þessar skuli þó ekki vera meiri en svarar til 8.000 tonna af þorski. Áður hefur verið getið tillagna um smærri breytingar og ákvæða um endurskoðun, en í samkomu- Iagi ráðherranna felst endurskoð- unarákvæði svo hljóðandi: „Sjáv- arútvegsráðherra skal láta fara fram athugun á mismunandi kost- um við stjórn fiskveiða. Skal at- hugunin, er meðal annars taki mið af reynslu annarra þjóða, beinast að því að meta hagkvæmni hinna ýmsu aðferða miðað við íslenzkar aðstæður. Þá skal ráðherra fyrir árslok 1992 láta endurskoða lög þessi. Hafa skal samráð við sjávar- útvegsnefndir Alþingis og samtök helztu hagsmunaaðila í sjávarút- vegi við þá endurskoðun." Óánægja með Hagræðing-arsjóð meðal hagsmunaaðila Með þessum nýju hugmyndum, einkum Hagræðingarsjóði sjávar- útvegsins, breytast þær forsendur, sem hagsmunaaðilar innan sjávar- útvegsins höfðu til grundvallar er þeir lögðu mat á frumvarpið í þeirri mynd, sem það kom frá ráð- gjafarnefndinni. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins munu mjög skiptar skoðanir vera meðal hags- munaaðila um hinn nýja Hagræð- ingarsjóð, sem ætlað er að fylgi lögunum. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenzkra útvegsmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að útgerðarmenn ættu í flestum tilfellum að geta sætt sig við þær breytingartillögur, sem fram væru komnar á frumvarpinu sjálfu. Hins vegar andmæltu þeir hugmyndum um breytingar á Úreldingarsjóði eða „Hagræðingarsjóði sjávarút- vegsins“. Kristján sagði að útvegs- menn teldu að kvótakerfið sem slíkt dygði til að stuðla að fækkun fiskiskipa og aukinni hagkvæmni í útgerð. Því væri þessum sjóði í -raun ofaukið. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að- spurður um afstöðu sjálfstæðis- manna til samkomulagsins að málið væri ekki fullrætt í þing- flokknum, og menn ætluðu að skoða það betur. „Við teljum í fyrsta lagi nauðsynlegt að vinna ráðið frá grunni á nýjan leik í þeirri nefnd, sem fjallar um málið í neðri deild,“ sagði Þorsteinn. „Hér eru komnar fram tillögur sem ganga þvert á meginsjónar- mið upphaflega frumvarpsins um fiskveiðistjórnun og í fyrsta skipti sýnist sjávarútvegsráðherra vera að vinna að framgangi þessa máls án samráðs við helztu hagsmuna- aðila í sjávarútvegi. Það er alger nýlunda í vinnubrögðum af hans hálfu.“ Þorsteinn sagði að nefndin þyrfti að vinna málið á nýjan leik og kalla til samráðs þá aðila, sem sjávarútvegsráðherra hefði greini- lega hafnað. Þorsteinn sagði að hugmyndir um Hagræðingarsjóð gengju mjög gegn öllum grundvallarhugmynd- um Sjálfstæðisflokksins. „Þær miða að aukinni miðstýringu, geð- þóttastjórnun varðandi úthlutun á þessum leyfum og þær mið að því að veikja þá, sem bezt standa sig til þess að ýta undir hina, sem lakastir eru. Mér sýnist að þetta verði ekki íslenzkum sjávarútvegi til framdráttar,“ sagði hann. Má búast við mörgum nefndarálitum í gærkvöld náðist samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að afgreiða kvótamálið úr nefnd fyrir helgina. Þótt málið verði afgreitt til frekari umræðu má búast við að ágreiningur verði í nefndinni, og að hún skili Ijórum eða fimm álitum. Skúli Alexand- ersson, þingmaður Alþýðubanda- lags, hefur miklar athugasemdir við það samkomulag formanna stjórnarflokkanna sem gert var í gær og Karvel Pálmason, þing- maður Alþýðuflokks, er eindreginn andstæðingur þess. Sjálfstæðis- menn eru andstæðingar Hag- ræðingarsjóðs, og einnig má búast við minnihlutaáliti frá Kvenna- lista, auk álits framsóknarmann- anna í nefndinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.