Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 15 Auglýsing fyrir sjúkrahús eftir Asmund Brekkan prófessor Á undanförnum vikum höfum við glaðst yfír litfögrum heilsíðuauglýs- ingum í dagblöðunum með myndum af hressu og einörðu fólki að störf- um í heilbrigðisþjónustunni, þ.e. einum hluta hennar eingöngu, heilsugæzlunni. Auglýsingar þessar eru undirritaðar af heilbrigðisráðu- neytinu og þá væntanlega einnig kostaðar af því ráðuneyti. Það vek- ur sérstaka athygli, að í þeim er lögð mjög mikil áherzla á, að þjón- usta heilsugæzlustöðvanna og heimilislækna þeirra sé sjúklingi að kostnaðarlausu, og ennfremur að aðeins lauslega er minnst á aðra læknishjálp og heilbrigðisþjónustu, og þá á heldur hlutlausan, svo ekki sé sagt neikvæðan hátt. Það vekur einkum athygli mína, sem starfandi sjúkrahúslæknir á stærsta sjúkra- húsi landsins, sem jafnframt er höfuðkennsluspítali allra heilbrigð- isstétta, að hlutur sjúkrahúss sem meðferðar- og greiningarstofnun er nánast gerður að engu. Við höfum lengi og án teljandi missættis búið við lög hér í landinu, sem banna hverskonar auglýsinga- starfsemi lækna og heilbrigðis- stofnana umfram það, að læknar mega auglýsa í dagblöðum í tak- markaðan fjölda skipta, að þeir hafi opnað lækningastofu og hver sé sérgrein þeirra. Þetta er enda í samræmi við þær almennu siðaregl- ur, sem læknar hafa sett sér, bæði hér á landi og annars staðar. Á sama hátt hefur það fram að þessu ekki þótt sæmilegt að heilbrigðis- stofnanir, t.d. á við Landspítalann, auglýstu með sérstökum hætti og opinberlega í fjölmiðlum starfsemi sína, hvað þá að haldið sé fram ágæti einstakra þátta starfseminn- ar, á eigin kostnað eða annarra. Sjálfsagt hefur þessi hlédrægni stofnunar eins og Ríkisspítalanna orðið henni nokkur fjötur um fót, þegar litið er til þeirra fjölbreyttu og mjög vandasömu starfsþátta, sem þar eru daglega og stundlega leystir af hendi, og þeirra áhrifa, sem fjölmiðlar hafa, og hvað slík upplýsingastarfsemi gæti orkað á þau stjórnvöld og aðra aðila, sem endanlega ráða ferðinni þegar ákveða skal stefnu í heilbrigðismál- um og þar með stöðu sjúkrahúsa, rannsókna- og heilbrigðisstofnana. Vegna þeirrar hlédrægni, sem fyrst og fremst á rætur að rekja til almennra siðareglna læknastétt- arinnar svo og vegna þess, að hjá stofnun eins og Ríkisspítalarnir eru, er reynt að halda sér að ákveðnum vel skilgreindum markmiðum í rekstri, er mér til efs, að almennur vilji verði fyrir því, að bera á torg hástemmdar en nákvæmar lýsingar á starfsemi einstakra skipulags- heilda Landspítalans, eða skýra frá árangri, umfram það, sem gerist annarsvegar með rannsóknarstarf- semi og birtingu vi'sindalegra niður- staðna í fagritum innanlands sem utan, hinsvegar í skýrsluformi, eins og gerist í Arsskýrslu spítalanna, þar sem nákvæmlega eru rakin öll þau atriði, er snúa að rekstri, rann- sóknum og aðgerðum, auk yfir- gripsmikilla og vandaðra skýrslna um fjármál og rekstur. Vegna þess, sem sagt er hér á undan, tel ég ekki rétt að ég ríði á vaðið með auglýsingaherferð fyrir Landspítalann, í líkingu við fyrst greindar auglýsingar, en væri það gert, ætti þar að koma fram, að framkoma stjórnvalda gagnvart þessari stofnun, þau ár, sem ég hefi haft aðstöðu til að fylgjast mjög náið með málum, hefur verið með eindæmum: Nægir þar fyrst enn einu sinni að nefna hina fá- víslegu ákvörðun að stöðva bygg- ingu K-álmu spítalans í miðjum klíðum, og hefur valdið stofnuninni óbætanlegu tjóni. Þá er ofarlega í huga hið algjöra þekkingarleysi á því, hvaða lágmarkskröfur þjóðin og ráðamenn hennar eiga að gera til fyrsta flokks rannsókna-, með- ferðar- og kennslusjúkrahúss, og lýsir sér ár eftir ár í raunverulega rýrnandi fjárveitingum til viðhalds og endurnýjunar tækjakosts spítal- Ásmundur Brekkan „Þá er ofarlega í huga hið algjöra þekkingar- leysi á því, hvaða lág- markskröfur þjóðin og ráðamenn hennar eiga að gera til fyrsta flokks rannsókna-, meðferðar- og kennslusjúkrahúss.“ ans, ásamt mikilli tregðu á að skilja mannaflaþarfir og nauðsyn þró- unaraðgerða. í ofanálag bætist svo sá vandi sem stofnuninni er skapað- ur og magnaður ár frá ári með nið- urskurði á almennum rekstrargjöld- um, langt umfram það sem þekkist hjá öðrum stofnunum og kemur vitanlega niður á sjúklingum og meðferð þeirra. Nýlega las ég í blaði að útflutningsráð (held ég) hafi ákveðið að gera átak í því, að mark- aðssetja íslenska „heilbrigðisþjón- ustuþekkingu“ í öðrum löndum. Sjálfsagt ágæt hugmynd, sem gæti heillað einhveija. Hættan er bara sú, einkum þegar horft er til skilningsleysis innlendra stjórn- valda á þörfum sjúkrahúsaþjón- ustunnar, að það verði ekki aðeins markaðssetning á þekkingu, heldur útflutningur á mannafla í stórum stíl. Stjórnmálamenn, og aðrir „ábyrgir" aðilar, gleymið ekki að EB 1992 mun einnig hafa áhrif á heilbrigðis- og menntunarmálin — líka á Islandi! Höfundur er forstöðulæknir röntgendeildar Landspítalans og /yrófessor við læknadeild Háskóla íslands. M JAFNAÐAR- og vinstrimenn á SeyðisGrði hafa stofnað félagið Tinda í því skyni að bjóða fram til bæjarstjórnar á Seyðisfirði til að ná markniiðum sínum. Tindar hafa gengið frá framboðslista fyrir kosn- ingar 26. maí nk. og er hann eftir- farandi: 1. Margrét Guðmunds- dóttir, 2. Sigrún Ólafsdóttir, 3. Margrét Gunnlaugsdóttir, 4. Hallsteinn Friðþjófsson, 5. Pétur Böðvarsson, 6. Hermann V. Guð- mundsson, 7. Jóhanna Gisladótt- ir, 8. Þuríður Einarsdóttir, 9. Þorkell Helgason, 10. Jón Hall- dór Guðmundsson, 11. Þóra Bergný Guðmundsdóttir, 12. Eg- ill Sölvason, 13. Stefán Smári Magnússon, 14. Hilmar Eyjólfs- son, 15. Ragnhildur Billa Árna- dóttir, 16. Einar Jens Hilmars- son, 17. Ingibjörg Hallgrimsdótt- ir, 18. Emil Bergmann Emilsson. Að listanum standa 3 Iramboðs- listar frá fyrri kosningum, A-, G- og S-listi, auk annarra. MOTUNEYTI HÓTEL VEITINGA- STAÐIR PHI Eigum fyrirliggjandi stóra Ameríska kæiiskápa allt að 830 lítra á mjög hagstæðu verði. Hafið samband við sölu- menn okkar í síma 91-691500 «i 1 CS? 5 Heimilistæki hf ■ —| SÆTUNieSUWWlSfSBKRtNGLUNNi SIMI69 1520 íSOMJUfcptOK. BB un

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.