Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 5 Loðdýraræktin: Þetta er komið á síðasta snúning Margir á barmi örvæntingar Selfossi. „ÞETTA ERU óþverradagar að lifa og tilgangsleysi í því að fá frestað afborgunun, uppboðum, lokunum á rafmagn og þesshátt- ar. Það fer mikil orka í þetta sem ekki skilar neinu,“ sagði loð- dýrabóndi á Suðurlandi um afkomuna. Loðdýrabændur héldu nýiega fund með alþingismönnum þar sem þung orð féllu um stöðu mála í loðdýrabúskapnum. Staðan er verst hjá þeim bænd- um sem ekki hafa möguleika á að komast í aðra vinnu til þess að afla fyrir nauðþurftum heimil- isins. Bændur sem rætt er við geta allir sagt frá erfiðri stöðu manna í þessari grein, svo erfiðri að fólk sem fæst við loðdýrarækt er á barmi örvæntingar. Við verðum eignalausir „Maður einblínir á það að Dan- ir vonast til þess að ástandið batni og verðið fari að þokast upp eftir ár,“ sagði Gunnar Baldursson bóndi á Kvíarhóli. Hann er með 1.294 paraðar minkalæður en var áður með 1.600 læður. Það sem leikur okkur grimmt er íslenski ljármálamarkaðurinn. Við verðum eignalausir á meðan við bíðum eftir batanum. Menn hafa tapað öllu sem þeir áttu þeg- ar þeir byijuðu en það var mismik- ið eins og gengur. Við erum hér með tvöfalt fjöl- skyldubú sem við sjáum um sjálf og staðan er þannig að við fáum ekkert upp í vinnulaun. Það er algengt að ijölskyldubú með 700 læður skuldi 12 milljónir og það stendur enginn venjulegur launa- maður undir slíku. Og þeir sem eru eingöngu í þessari búgrein eiga ekki gott með að komast í vinnu annars staðar. Ef Framleiðnisjóður yfirtekur skinnin og lánin sem á þeim hvíla, eins og gælt er við núna, getur það komið í veg fyrir að menn verði dæmdir til ævilangrar fá- tæktar,“ sagði Gunnar Baldurs- son. Áhuginn er horfinn „Loforðin sem gefin hafa verið skila sér ekki til bænda,“ sagði Kristinn Gamalíelsson bóndi á Þórustöðum. Hann er með 13.60 minkalæður og 50 refalæður. „Það sem hjálpar mér er að ég er líka með kjúklingaræktina, þó ekki sé allt dans á rósum þar. Það sem þarf að gera svo þeir peningar glatist ekki sem sjóðir hafa sett í þessa grein er að koma mönnum á núllpunkt. Menn eru alltaf að tapa og missa áhugann á því að beijast áfram og afkom- an verður verri. Það leggur sig enginn fram við ræktunina þegar allur krafturinn fer í að halda lífi. Það er ekki nóg fyrir ríkið að lofa og lofa, því þegar loforðin koma út í kerfið er allt stopp. Ástandið er orðið svo slæmt að menn hafa varla í sig og á og það endar með því að þetta stoppar og þá hefur þetta fólk ekki neitt. Búgreinin mun aldrei geta greitt niður það sem til hennar hefur verið lagt nema menn geti stækkað búin. Eina vonin er að verðið fari að hækka næsta haust,“ sagði Kristinn Gamalíels- son bóndi. Gat I velferðarkerfinu „Maður heyrir tölur og ráðstaf- anir, en reynslan hefur verið sú að ráðstafanirnar hafa verið lengi í framkvæmd," sagði Ragnar Böðvarsson bóndi á Kvistum. „Staðan hefur svo orðið miklu verri við þennan drátt og ráðstaf- anirnar hafa farið í að greiða uppsafnaðan vanda. Það er engu líkara en stjórn- málamenn og starfsmenn kerfis- ins geri sér enga grein fyrir því hvernig vaxtastefnan verkar. Þeir virðast aldrei skilja að það skipti máli að bíða eftir peningum. Hins vegar virðast aðrir í þjóðfélaginu hafa áttað sig á þessu, því banki allra landsmanna greiddi fyrir- tæki í Iandinu peninga fyrir að það dróst að^ganga frá málum. Ég bíð eftir slíku frá stjórnvöld- um. Maður reynir að bjarga sér á öðru, en mér finnst það vanti í velferðarkerfið hjá okkur stuðn- ing við þá sem þurfa að hætta búskap. Fólk stendur ráðþrota uppi ef það þarf að draga saman. Það hefur ekki að neinu að hverfa," sagði Ragnar Böðvarsson bóndi. Kerfið tefur „Staðan er hörmuleg eins og er. Það er lágt verð á skinnum og engir peningar í reksturinn," sagði Guðmundur Baldursson bóndi á Kirkjufeiju, sem er með 1.400 minkalæður og 75 refalæð- ur. Svo hafa afurðalán ekki feng- ist í öllum tilfellum vegna þess að það skortir veð fyrir þeim. Það er ekki látið duga að taka veð í skinnunum og það er erfitt að reka fyrirtæki ef rekstrarfé skort- ir. Það er verið að lofa aðgerðum og þetta veltur áfram, en það gerir það ekki endalaust. Annað- hvort verður að fara að gera eitt- hvað raunhæft eða hætta þessu Guðmundur Baldursson á Ragnar Böðvarsson á Kvistum. Kirkjuferju. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gunnar Baldursson á Kvíarhóli. Kristinn Gamalíelsson á Þóru- stöðum. alveg. Ég trúi því nú enn að mað- ur geti þraukað áfram, það er að segja ef þetta er ekki bara orða- leikur með Framleiðnisjóð, að hann kaupi skinnin. Það þarf að liðka fyrir nýjum afurðalánum svo þau fari ekki í að greiða þau gömlu. Ég vona að menn fari að draga lúkurnar upp úr vösunum og taka á þessu máli. Það hefur ekki verið unnið að þessum málum af neinu kappi og maður fær það á tilfinninguna að það sé verið að bíða eftir því að menn gefist upp svo það þurfi ekki að hjálpa þeim. Það hafa ekki verið full heilindi í að fram- fylgja því sem hefur verið sam- þykkt. Svo virðist sem það sé kerfið sem tefur, en maður vill ekki gefast upp þó þetta sé kom- ið á síðasta snúning, ég hef trú á að það verði tekið á þessu,“ sagði Guðmundur Baldursson bóndi. — Sig. Jóns. Samviskufangar :§: Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli þessara sam- viskufanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem berjast gegn mannréttindabrot- um á borð við þau, sem hér eru virt að vettugi. íslandsdeild / Amnesty gefúr einnig út póst- kort til stuðnings föngum mán- aðarins. Hægt. er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrifstof- unnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 15-18 í síma 16940. Júgóslavía: Milaim Ziberi, 25 ára námsmað- ur, dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir að vera meðlimur í „óvinveittum“ samtökum. Milaim Ziberi var handtekinn í , . júní 1987 ásamt sjö öðrum ungum mönnum af aibönskum uppruna. Þeir höfðu allir verið bekkjarfélag- ar í gagnfræðaskóla í Kicevo í Makedóníu. Árið 1982 tóku þeir þátt í mótmælum nemenda gegn brottrekstri sex kennara af alb- önsku þjóðarbroti. Yfirvöld töldu kennarana „pólitískt óhæfa“. Fé- * lagarnir sniðgengu einnig tíma sem fram fóru á makedónísku. Flestir féiaganna fóru síðan í há- skóla annars staðar í Júgóslavíu. Ástæður fyrir handtökunni eru ekki Ijósar. Amnesty telur að yfir- völd í Makedóníu hafi viljað gefa fordæmi á tímurh mikillar ólgu milli þjóðarbrota. Félagarnir voru sakaðir um að hafa tekið þátt í íjandsamlegri starfsemi árið 1983 í þeim tilgangi að gera Kosovo-hérað að lýðveldi (en Kósóvó et' hluti af lýðveldinu Serbíu). Samkvæmt ákærunni höfðu þeir haldið leynilega fundi og gefið út „óvinveitt“ tímarit. Við réttarhöldin í Skopje í sept- ember 1987 neituðu þeir þessum ásökunum og sögðust eingöngu hafa stofnað hljómsveit. Vitni, sem áður höfðu staðhæft um grun- semdir í garð þeirra félaga, drógu þær til baka og sögðust hafa verið beitt þvingunum. Ákæruvaldið gat ekki lagt fram eintak af tímariti þvi sem fuilyrt var að þeir hefðu gefið út. Þrátt fyrir það voru allir dæmdir sekir og fangelsaðir. Vinsamlegast sendið kurteisleg bréf og farið fram á að Milaim Ziberi verði látinn laus tafarlaust. Skrifið til: His Excellency Janez Dmovsek President of the SRFJ Bulevar Leninja 2 Beograd Yugoslavia/Júgósjavía Filippseyjar: Zosimo Alpino er einn af 25 bændum sem eru í haldi í Bagong Buhay „endurhæfingarmiðstöð- inni“ í borginni Cebu í Leyte-hér- aði. Þeir eru allir sakaðii' um aðild að Nýja Alþýðuhernum, en það er vopnaðui' armur hins ólöglega kommúnistaflokks. Bændumir voru handteknir í nóvember 1987, sakaðir um upp- reisn og ofbeldi. Amnesty telur að þeir hafi verið handteknir fyrir að vekja athygli á mannréttindabrot- um sem framin eru af sjálfskipuð- um hersveitum, en þær starfa með samþykki yfirvalda. Lögfræðingar bændanna segja að fölsuð sönnun- argögn hafi verið notuð við réttar- höldin, en þeim lauk í febrúar 1989. Dómsúrskurður hefur ekki enn verið birtur. Bændurnir voru meðal 150 karla, kvenna og barna, sem flúðu heimili sín í Leyte-héraði í júní-okt- óber 1987 og leituðu hælis í Tækni- háskóla Filippseyja í Santa Mesa. 1. nóvember 1987 fór lögreglan inn á háskólasvæðið og handtók 39 manns, þ.á m. Zosimo Alpino og hina bændurna. Þeim var sleppt 3. nóvember, eingöngu til að vera teknir aftur 10 dögum síðar, ákærðir fyrir rán og morð sem rakin voru til Nýja Alþýðuhersins í Leyte. Zosimo Alpino þjáist af holds- veiki og er hafður ásamt hinum föngunum í klefa við ónóga loft- ræstingu. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á tafarlausa lausn Zosimo Alpino. Skrifið til: President Corazon Aquino President’s Office Malacanang Palace Manila Philippines/Filippseyj ar Egyptaland: Mubarak ’Abdu Fadhl, 61 árs blaðamaður, afplánar nú 3 ára dóm í Mazra ’at Tora-fangelsinu. Hann var sakfelldur í maí 1986 þegar öryggisréttur í Kairó felldi dóm í tveimur málum, annað frá 1979 og hitt frá 1981, sem tengd- ust meintum meðlimum í hinum ólöglega Egypska kommúnista- flokki. Allir sakborningarnir voru sýknaðir af ákæru um að stofna eða tilheyra ólöglegum kommún- istaflokki. Hins vegar voru 34 aðil- ar, þ.á m. Mubarak ’Abdu Fadl, sakfelldir fyrir að framleiða, hafa undir höndum og dreifa ritum í þeim tilgangi að grafa undan egypsku stjórnskipulagi og stjórn- arskrá. Áfrýjunardómstóll ógilti sakfell- ingu þeirra sem tengdust málinu frá 1979 á þeirri forsendu að um- rædd rit væru ekki ólögleg. Málið frá 1981 fékk aðra málsmeðferð þótt af svipuðum toga væri, því það var tekið upp aftur eftir að neyðarlögum hafði verið lýst yfir árið 1981. Samkvæmt neyðarlög- unum áttu sakborningarnir, 22 að tölu, ekki rétt á að áfrýja málinu. Dómsúrskurðurinn var lagður fyrir yfirmann hersins og hann sam- þykktur í september 1989 og til-' skipanir um handtöku voru gefnar út. Fram til þessa hafa 14 aðilar verið handteknir og fangelsaðir, þ.á m. Mubarak ’Abdu Fadhl. Mubarak ’Abdu Fahl er mennta- maður sem hefur verið virkur á vinstri væng stjórnmálanna í ára- tugi. Amnesty telur hann hafa verið handtekinn vegna friðsam- legi'a mótmæla gegn stefnu Sadats fv. forseta og tengsla við róttækan málstað. Mubarak ’Abdu Fadhl var hand- tekinn 27. september 1989, tíu dögum eftir að hann hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi þar sem blóðkökkur var fjarlægður úr heila hans. Heilsa hans er viðkvæm og óttast er að fangavist gæti stofnað lífi hans í hættu. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: His Excellency President Mohammad Husni Mubarak ’Uruba Palace ’Uruba Street Cairo Arab Republic of Egypt/ Egyptaland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.