Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 49 SKÍÐI / ANDRESAR ANDAR LEIKARNIR Hillan aðverða of lítil... Morgunblaðið/Reynir Sigríöur Hafliöadóttir. „ÉG var ellefu sekúndum á undan þeirri sem varð næst. Við vorum sex sem ætluðum að keppa en tvær hættu við í dag,“ sagði Sigríður Hafliða- dóttirfrá Siglufirði, sem sigraði í göngu 10 ára og yngri; bæði með hefðbundinni aðferð og frjálsri aðferð. Sigríður var vitaskuld hin án- ægðasta með árangurinn.„Ég á þtjá Andrésar bikara heima og fékk tvo núna.“ Þú verður sennilega að fá þér nýja hillu undir bikarana, skaut blaðamaður inn í. „Já, hún er eiginlega orðin of lítil — orðin full af bikurum." Sigríður sagðist hafa skautað á laugardaginn, þegar keppt var með fijálsri aðferð. En hvers vegna? „Ég gekk þegar keppt var með hefð- bundinni aðferð og langaði að prófa hitt líka. Við æfum hvort tveggja," sagði hún. Morgunblaðið/Rúnar Þór Agnes Kristjánsdóttir frá Grundarfirði í stórsvigs- keppninni. Hún keppti í 7 ára flokki. Morgunblaðið/Reynir Bræðurnir Árni Teitur, 8 ára, og Jón Garðar, 10 ára, Steingrímssynir frá Siglufirði. Bragi Finnbogason úr Kópavogi í stórsvigskeppni 10 ára. Morgunblaðið/Rúnar Þór „Lítið , sofið síðustu nóttina“ Bræðurnir Árni Teitur og Jón Garðar Steingrímssynir frá Si- glufirði unnu báðir tvöfalt í göngu- keppni. Árni Teitur, sem er nýorð- inn 7 ára, vann flokk 8 ára og yngri, og Jón Garðar í 10 ára flokki. 1 göngu með hefðbundinni aðferð var hann jafn Helga Hreiðari Jó- hannessyni frá Akureyri, en var einn með besta tímann þegar keppt var með fijálsri aðferð. „Það er ofsalega gaman að keppa á Andrésarleikunum," sagði Árni Teitur í samtali við Morgunblaðið, en hann var nú að keppa í annað skipti á leikunum. „Og það er lítið sofið síðustu nóttina fyrir leikana, vegna spennings," skaut móðir hans inn í. Ámi Teitur á enn eftir tvö ár í þessum flokki. Hann er'*r lítill og snaggaralegur, gaf sér eldri strákum ekkert eftir, og gerði sér lítið fyrir og sigraði tvívegis. „Ég . æfi að meðaltali 4 sinnum í viku,“ sagði hann, og móðirin skaut því inn að strákurinn væri mjög dugleg- ur að æfa. Stóri bróðir, Jón Garðar, nældi einnig í tvenn gullverðlaun. „Ég skautaði í dag. Mér finnst það miklu betra, léttara," sagði hann eftir seinni keppnina, með fijálsri aðferð. „Ég á einn bikar frá því áður,“' sagði kappinn, sem sagðist hafa æft mjög vel fyrir keppnina. „Rétt fyrir leikana æfðum við sex daga vikunnar.“ Morgunblaðið/Reynir Sigrún og Guðbjörg á verðlauna- pallinurh. M iviuiyui luiduiu/ORopu Maturinn godur Þessir hressu krakkar voru að bíða eftir því að opnað yrði inn í matsalinn í Lundarskóla, þegar blaðamann bar að garði. Þau dásömuðu matinn,,en það var starfsfólk Skíðastaða í Hlíðarfjalli sem sá um hann. Rúmlega 400 manps voru í mat í Lundarskóla og um 90 í Skíðastöðum, þar sem hópurinn frá Siglufirði gisti. j Vissum ekkert hvor af annarri - sögðu Sigrún Þorleifsdóttir og Guð- björg Friðriksdóttirsem voru hnífjafnarí göngu í 11-12 áraflokki TVÆR stúlkur urðu hnífjafnar í göngu 11 -12 ára stúlkna með frjálsri aðferð á laugardaginn. Það voru þær Sigrún Anna Þorleifsdóttir frá Ólaf sfirði og Guðbjörg Friðriksdóttir, Siglu- firði. Guðbjörg, sem lenti í þriðja sæti í keppninni með hefð- bundinni aðferð, var ræst á undan á laugardaginn. Þær sögðust því ekkert hafa vitað hvor af annarri og það varð ekki ljóst fyrr en tímarnir voru skoðaðir eftir að Sigr- ún kom í mark að þær voru með nákyýemlega sama tíma, Þess má geta að Sigrún vann fyrri keppn- ina, með hefðbundinni aðferð. Báðar sögðust stúlkurnar hafa verið mjög duglegar að æfa í vet- ur, þrjár fastar æfingar væru á viku en oft væri æft meira. **'' Sigrún Anna æfði alpagreinar þegar hún var yngri en snéri sér síðan alfarið að göngunni, skömmu fyrir leikana í fyrra. Guðbjörg hefur eingöngu stundað gönguna, byijaði að æfa 10 ára. Þær voru sammála um að braut- in hefði verið mjög erfið. „Snjórinn^, var laus í sér — það var erfitt am skauta,“ sagði Sigrún. Guðbjörg gekk hins vegar á hefðbundinn hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.