Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 11 „Fram allir verkamenn“ _________Leiklist____________ Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar: Fátækt fólk. Leikgerð eftir endurminninga- bókum Tryggva Emilssonar. Fátækt fólk og Baráttan um brauðið. Leikstjórn: Þráinn Karlsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Tónlist og áhrifshljóð: Páll Þorgrímur Þorgrímsson. Sú venja hefur um all langt skeið verið við lýði í leikhúsheimi íslend- inga, að breyta viðamiklum skáld- verkum í leikrit. Sennilega má rekja þann sið aftur til Guðmundar Kambans, sem sendi frá sér þá mikiu sögulegu skáldsögu Skálholt um og eftir árið 1930 og samdi jafnframt leikritið f Skálholti (Pá Skálholt, 1934), þar sem hann dregur saman meginefni skáldsög- unnar og býr í leikbúning með góðum árangri. Sem kunnugt er var Kamban vel menntaður og reyndur leikhúsmaður og hafði lagt stund á leikritun allt frá árinu 1914. Halldór Laxness hafði og snemma fengist við leikritagerð, skrifaði Straumrof sem út kom 1934, en smíðaði síðan leikrit úr hinu mikla skáldverki sínu íslands- klukkunni árið 1950 og var það eitt af þremur fyrstu verkefnum Þjóðleikhússins. Síðan hefur sá háttur, að breyta miklum skáldsög- um í leikhúsverk, færst mjög í aukana og á það ekki síst við um sögur Halldórs Laxness. Satt að segja hefur misjafnlega til tekist og minnir ósjaldan á bútasaum, en um það skal ekki fjölyrt hér. Sýn- ist óneitanlega vænlegra fyrir skáld, að sækja kveikjuna í smá- sögu eða jafnvel ljóð. Orstutt þjóð- saga varð Davíð Stefánssyni efni í sígilt leikrit. Ljóst er að leikrit lýtur yfirleitt öðrum lögmálum en skáldsaga og raunar ennþá síður ástæða til að velja þennan kost nú, þegar kvikmyndagerð er komin til skjalanna í samfélagi okkar. Kvik- myndun hentar betur til þess að koma til skila efni viðamikilla skáldsagna. Hitt er þó ljóst, að það verður að teljast nokkur undanláts- semi, þegar ekki er gert ráð fyrir að menn lesi lengur sér til ánægju, uppbyggingar og til þess að þroska hugsun og fijótt ímyndunarafl. Þessi formáli að umfjöllun um leik- gerð ævisögu Tryggva Emilssonar er ekki skrifaður með það í huga, að gera lítið úr verki Böðvars Guð- mundssonar. Eg hygg að fáum hafi tekist öllu betur að vinna leik- rit úr jafn veigamiklu ritverki, sem auk þess nýtur skilnings og innlif- unar leikstjórans, Þráins Karlsson- ar, og leikmyndahönnuðarins Sig- urjóns Jóhannssonar. Böðvar rekur ekki sögu Tryggva, notar jafnvel ekki nöfn persóna, heldur tekst honum að móta áhrifamikla mynd af upphafi verkalýðsbaráttu á Norðurlandi. Bernskusaga Tryggva er þannig rituð, að hún verður vart endursögð á leiksviði. Því er það einungis veikur endu- rómur og stijál ljósbrot þeirrar áhrifamiklu sögu, sem er inngang- ur sýningarinnar og verður vonandi til þess, að þeir sem ekki hafa les- ið Fátækt fólk, geri það nú. Árni Tryggason leikur lausa- mann og sögumann, sem segir drengnum (Tryggva Emilssyni), hvað hans bíði í óræðri framtíð. Ingvar Gíslason leikur smaladreng- inn af einlægni og skýrleika. Þeir mynda vel gerða og þekka umgerð um meginflöt þeirrar myndar, sem nefna má Baráttuna um brauðið. Já, myndar — það er ærin ástæða til þess að prísa þá sviðsmynd, sem Siguijón Jóhannsson hefur búið þessu verki. Þar fer saman mikil hugkvæmni, ósvikin kunnátta, næmur skilningur og kunnugleiki á því umhverfi, sem var vettvangur þessara norðlensku verkamanna, sem vöknuðu til vitundar um að sú dapurlega kúgun, sem þeir bjuggu við, var ekki grundvölluð á óijúfanlegu lögmáli og áttuðu sig á því, að gegn arðráni og fátækt urðu þeir að rísa og beijast. Öll þessi atriði, í Krossanesi, á Torfu- nefsbryggju og á Höpnerstorfu, eru með afbrigðum snjöll, leikstjóran- um tekst afbragðsvel að tengja þau saman á snurðulausan hátt. Hópur manna, sem að líkindum hefur aldr- ei á svið komið, lætur vel að stjórn og sviðsbreytingar verða í hugum áhorfenda eins og hluti af striti þessara manna í salti og við tunnu- burð. Og þá er beiting ljósa veiga- mikill þáttur, sem Ingvar Björnsson stýrir af öryggi, svo skin og skugg- ar færast til á nákvæman hátt svo aldrei skeikar. Um frammistöðu leikara verður ekki fjallað í löngu máli. Hér er fremur hægt að segja að sýningin mótist af öguðum sam- leik, en tilþrifum einstaklinga. Þeir, sem fara með veigameiri hlutverk, gæta þeirra vel, lúta styrkri stjóm Þráins Karlssonar og standa fast við hlið þeirra leikmanna í listinni sem kallaðir eru úr ýmsum áttum til þessarar athyglisverðu sýningar. 62-42-50 BRAGAGATA - 2JA Mjög falleg kjíb. ca 50 fm. Allt nýtt lagn- ir, gluggar, eldh., bað og gólfefni. Sér- inng. Áhv. 2,3 millj. Verð 4 millj. DUNHAGI - 2JA Nýuppgerð íb. á jarðh. Sérinng. Nýtt parket. Nýtt eldh. Nýtt bað- herb. Nýjar hurðir. Laus strax. Verð 3,9 miilj. MÁVAHLÍÐ - RIS Stórglæsil. 3ja herb. íb., mikið endurn. á eftirsóttum stað. Verð 5,3 millj. AUSTURBRÚN - 3JA Falleg björt ca 80 fm á jarðh. Parket á öllum herb. stórt eldh. Nýtt baðherb. Stórt hjónaherb. Sérinng. Verð 5,7 millj. EYJABAKKI - 4RA Falleg endaíb. á 3. hæð. Gott útsýni. Suðvestursv. V. 6,0 m. KÓNGSBAKKI - 4RA Mjög falleg 92 fm íb. á efstu hæð. Suð- ursv. Sérþvottaherb. og búr. Stórir gluggar í suður. Áhv. 3,2 millj. V. 6,3 m. ÖLDUGATA - 4RA Stórglæsil. nýstandsett íb. á 1. hæð. Nýtt eldh. Nýtt bað. Stórt hjónaherb. Saml. stofur. For- stofu/húsbóndaherb. Fallegt parket á allri íb. Stórt kjherb. Fallegur bákgarður. V. 7,9 m. HAGAMELUR - 5 HERB. Mjög góð ca 117 fm íb. á 2. hæð. Stórt eldh. m. borðkróki. Stórt flísal. bað. Saml. stofur. Suðursv. Forstherb. Ein- staklega virðul. eign. Verð 8,5 millj. BREKKULÆKUR - SÉRH. Mjög falleg 5 herb. efri sérh. 3 svefn- herb. 2 stofur. Þvottah. og búr innaf eldh. Tvennar svalir. Stór og góður bílsk. TJARNARBÓL- SELTJN. Mjög góð 5-6 herb. ca 135 fm íb. á 3. hæð. 4 rúmg. svefnherb. með skáp- um, parketi, stofa, borðst. Stórt eldhús og búr. Mikil og nýstandsett sameign. ÁLFALAND - RAÐH. Stórglæsil. 180 fm. 4 svefnh. „Hobby"- herb. Sjónvhol. Eldh. m. sérsmíðuðum innr. Búr og þvottah. Stór stofa og suð- ursv. Áhv. 2,0 millj. Verð 14,5 millj. ÁSGARÐUR - RAÐH. Vel staðsett 110 fm raðhús, tvær hæð- ir og kj. Nýtt þak. Áhv. 1,5 millj. Verð 6,7 millj. HELGUBR. - RAÐH. Glæsil. fullbúið raðh. á 3 hæðum. Innb. bílsk. Rúmg. sér íb. í kj. Allt fullfrágeng- ið úti sem inni. Mjög vönduð eign. Eignaskipti mögul. KAMBASEL - RAÐH. Glæsil. endaraðhús á tveimur hæðum. Á efri hæð er stór stofa, herb., bað og mjög rúmgott eldhús með borðkrók. Á neðri hæð eru 3 svefnherb., þvottahús og baö. Innb. bílsk. Mögul. á að innr. sjónvarpsherb. í risi. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA? Borgartúnl 31,105 Rvfc., s. 624250. Lögfr.: Pétur Mr Sigur Asson hdl., BIRTUSKIL ________Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Það má til sanns vegar færa að það sé birtan sem Bragi Hannesson er stöðugt að glíma við í málverkum sínum. Og birtan _er ekkert handfast og staðbundið á íslandi heldur er undir- orpin stöðugum breytingum eftir því hveiju sinni, hvernig á veðurguðun- um liggur. í eðli sínu er birtan því óhlutlæg og því ekki að undra, að Bragi freist- ist til þess að reyna að höndla bein áhrif hennar, er svo er komið, en þá verða málverk hans eðliléga líkust ljóðrænni tjáningu á hughrifum frá sköpunarverkinu. Það er greinilegt á sýningu Braga í listhúsinu Borg þessa dagana, að hann stendur á einhverskonar kross- götum í myndlist sinni, því að hann hefur ekki áður haft jafn mikla til- hneigingu til að vinna í sértækum atriðum á myndfletinum. Bragi endurskapar það sem hann málar, fer meira eftir áhrifunum sem hann verður fyrir af landslagi og húsum í landslagi, en að hann kapp- kosti að draga upp nákvæma mynd af því sem hann hefur í sjónmáli hveiju sinni. Kannski er Bragi að leitast við að ná fram meira af þeirri persónulegu lifun, sem hann verður fyrir and- spænis myndefni sínu á dúka sína, en þá má minna á orð Matisse, sem sagði eitt sinn, að maður ætti aldrei að reyna að vera persónulegur, því að ef til vill væri snefill af persónu- leika í manni, kæmi hann fram fyrr eða síðar. Þetta eru heilmikil sannindi, og margur hefur brennt sig á því að leita of mikið inn í sig, og þá kemur að því að menn trúi, að þetta sé persónulegt, sem maður gerir, þótt það sé einmitt sótt til annarra. En það er einmitt að leita út frá sér, sem færir mann nær persónuleika sínum og þannig studdist persónulegasti myndlistarmaður aldarinnar alltaf við aðra listamenn, er hann vann myndir sínar. Picasso var alltaf að Haust, olía 1989. Atvinnutekjur Söluturn í eigin húsnæði til sölu. Húsnæðið er einnig leigt undir aðra starfsemi. Skapið ykkur atvinnu um leið og inn koma leigutekjur. Laust strax. il SUÐURVERI SI'MAR 82040 OG 84755) REYNIR ÞORGRÍMSSON. grúska í bókum og fortíðinni, á með- an hann vann málverk sín, og slíkir jöfrar eru hreint ekkert að fela það, því að kjarninn í þessu er, að athöfn- in að skapa er að umskapa það, sem aðrir hafa gert. Einhvem veginn leggst það í mig, að Bragi hefði gott af því að grúska dálítið beint í list annarra, t.d. nokk- urra ólíkra málara og víkka þannig tæknisvið sitt alveg ósjálfrátt. Allir málarar eru í mótun til síðasta dags, séu þeir ekki staðnaðir, og málara- listin er lík skólabekk, sem maður situr í allt lífíð. Þetta er víst orðinn dálítið undar- legur listdómur, en ég hef víst skrif- að um allar sýningar nafna míns til þessa og þessi er nokkuð keimlík þeim fyrri. En ég finn eins og nýjan kraft og geijun í myndum eins og „Haust“ (1), „Baula“ (22) og „PIanta“ (24), sem virka eins og boðberar einhvers, sem er að þróast með gerandanum og hann vill ná fram, og á því vildi ég vekja sérstaka athygli. Auk þess eru veigamestu myndirnar á sýning- unni einmitt þær, þar sem hann fæ- rist mest í fang, svo sem „Á Þingvöll- um“ (8) og „Armót“ (26). Honda 90 Civic Shuttle 4WD 116 hestöfl Verð frn 1180 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA. H HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Grípandi málning á grípandi verði Síðumúla 15, sími 84533

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.