Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake ■yHrútur (21. mars - 19. apríl) Þér miðar vel áfram f vinnunni í dag. Fjárfestingartækifæri kem- ur upp í hendurnar á þér núna. Láttu heimilið ganga fyrir öllu öðru. Forðastu kíf og óþolinmæði. Naut (20. apríl - 20. maíl trfó Þú lætur félagsstörf til þín taka og verður vel ágengt. Varastu að lenda í deilum við vin þinn út af fjármálum. j*Tvíburar • (21. maí - 20. júní) 5» Eitthvað sem þú hefur lengi stefnt að tekst loksins giftusam- lega. Þú getur átt von á fjárhags- legum stuðningi. Tíminn skiptir miklu máli núna og um að gera að halda út. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >"$0 Þú ert selskapspáfagaukurinn í dag og nýtur þess til hins ýtr- asta. Þér gefst gott tækifæri vegna vináttu þinnar við ein- hvern. Lítils háttar óróleiki gerir vart við sig í kvöld. Ljón ^■^£3. júlí - 22. ágúst) Þú stofnar til mikilvægs sam- bands í dag. Sjálfsagi og góður þokki koma þér vel í starfinu. Vinur þinn getur orðið þér óþæg- ur ljár í þúfu í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) á* Þetta verður þér á margan hátt góður dagur, en varastu of mikla ýtni. Sinntu menningarlegum og andlegum málum. —~*Zog (23. sept. - 22. október) Þó að þú hafir undirbúið daginn vel skaltu forðast óþolinmæði ef eitthvað fer úrskeiðis. Eitthvað verður til þess í dag að þú lítur björtum augum til framtíðarinn- Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) 9)1(0 Þó að ást og rómatík liggi í loft- inu gætu orðið illindi út af við- kvæmu máli. Það eru skin og skúrir um þessar mundir og ekki ástæða til að gera veður út af smámunum. Bogmaður •^22. nóv. - 21. desember) $) Tækifærið bíður þín í dag og hjól- in fara að snúast hjá þér svo að um munar. Vertu samt heima í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tilfinningasambandið við ástvin þinn verður nánara. Þið hjónin ætlið að gera eitthvað sérstakt i dag. Bráðlæti þitt er meira en góðu hófi gegnir og væntingar þínar í sambandi við starfið. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þó að það sé hagkvæmt að gera innkaup urn þessar mundir verður þú að vera vakandi fyrir því hvar J^járhagur þinn setur mörkin. Þú færð verkefni sem þú áttir ekki von á. Lagfærðu það sem aflaga fer heima hjá þér. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert glaðvær og vingjarnlegur við alla í dag, það er að segja við alla nema einn í fjölskyld- unni. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Sýndu þolin- mæði og umburðarlyndi. AFMÆLISBARNÍÐ er stórhuga og á auðvelt með að tjá hug sinn. ---' Stundum laðast það að viðskipt- um sem tengjast listum, auk þess sem það er sjálft búið iislhæfíleik- um. Þijóska og stífni geta orðið því fjötur um fót, svo að það ætti að reyna að temja sér meiri sveigjanleika. Það er samvisku- samt, en getur verið kröfuhart við annað fólk. Góð kímnigáfa bjargar því oftlega fyrir horn. 3tj'órnuspána á ari lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á íraustum grurni visittdalegra starireynda. ____ DÝRAGLENS GRETTIR CT\ TOMMI OG JENNI LJÓSKA 'AF því AP ÉG HEF VERIPAE? FELTA PV\ TVRIR /VIÉR SJALF FERDINAND Jfi ffjjflP3 1 MiK» R.ÍÍ5T: — . PIB Copenn.gen^ ^ ’ ií.í. SMÁFÓLK it's impoliteto ask an ATTORNEV 50METHIN6 THAT MAKES HI5 HAT FLY OFF Það er ókurteisi að spyrja lögfræð- ing að einhverju sem fær hattinn hans til að fjúka. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson I>að er álitamál á hvað þrepi rétt sé að hefja sagnir með spil austurs. Opnun á fjórum hjört- um hefur auðvitað ótvírætt hindrunargildi, en þegar makker situr með öll spilin á móti er oft betur heima setið . . . Norður gefur, AV á hættu. Norður ♦ D863 V 3 ♦ G7632 ♦ G84 Vestur ♦ K92 ¥ 10 ♦ ÁD + ÁKD7652 llll Austur ♦ 754 VÁDG9542 ♦ K85 ♦ - Suður ♦ ÁG10 ¥ K876 ♦ 1094 ♦ 1093 Spilið er frá 4. umferð ís- landsmótsins. Þar sem austur vakti á fjórum hjörtum stóð vest- ur frammi fyrir óþægilegu vandamáli. Hugsanlega var slemma borðieggjandi, en hitt var ekki síður möguleiki að spil- ið þyldi engar rannsóknir á fimmta þrepi. Og fátt er jafn niðurdrepandi og að fara einn niður í fimm eftir slemmuleit. Auk þess átti eftir að velja slemmu. Sex lauf gátu hæglega staðið þótt 10 slagir væru há- markið í hjartasamningi! En þegar til kastanna kom var aðeins spiluð slemma á þremur 'borðum: einu sinni 6 grönd og tvisvar 6 lauf. Gröndin fóru hægt og hljótt tvo niður, en í leik Flugleiða og Ólafs Lár- ussonar fékk Matthías Þorvalds- son tígul út og gat því verkað 12 slagi með því að spila hjarta á ás og spaða á kónginn. Júlíus Sigurjónsson var ekki jafn hepp- inn með á hinu borðinu, fékk út hjarta og fór tvo niður. Sveit Flugleiða græddi því 17 IMPa. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson / Á opna sænska meistaramótinu i apríl kom þessi staða upp í skák Sævars Bjarnasonar (2.325), al- þjóðlegs meistara, sem hafði hvítt og átti leik, og Reynis Helgasonar (2.290). Svartur lék nú slökum leik: 39. — Df8 og Sævar vann auðveldlega eftir 40. Re5 — Hh6, 41. Rg4 — Hh5, 42. Hel - Hc8, 43. Re5 - Hxc7, 44. Hxc7 — Rxc7, 45. Dxc7. f staðinn hefði svartur getað tryggt sér sigur með 39. — Rxc7!, 40. Dxc7 — Hx,c4!, 41. Bxc4 — Dxe3 og málar. Sævar sigraði á mótinu, hlaut 7 'Avinning af 9 mögulegum. Sex skákmenn hlutu 7 v. Fimm alþjóðameistarar tóku þátt í mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.