Morgunblaðið - 26.04.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 26.04.1990, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRlL 1990 Hvers eiga íslenskir út- gerðarmenn að gjalda? eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson í umræðum um kvótafrumvarp Halldórs Ásgrímssonar hér í blaðinu hefur umhugsunarverðum mótbárum verið hreyft við þeirri meginhugsun þess, að kvótar skuli verða varanleg- ir og seljanlegir. Þeir Gylfi Þ. Gísla- son, Markús Möller og Einar Júlíus- son hafa nýlega birt hér vandaðar greinar, þar sem þeir vara sterklega við kvótafrumvarpinu og virðast allir vilja einhvers konar auðlindaskatt. Mótbárur þeirra eru einkum þrenns konar. í fyrsta lagi telja þeir, að ver- ið sé að afhenda útgerðarmönnum eignarrétt á fiskistofnum, sem séu hins vegar samkvæmt lögum og al- mennri réttlætisvitund sameign þjóð- arinnar. Þá segja þeir, að arður af fiskistofnum skapist af náttúrugæð- um, en ekki fyrir framlag einstakl- inga, og þess vegna sé óréttlátt að útgerðarmenn hirði hann. í þriðja lagi halda þeir því fram, að sú fram- tíðarskipan fiskveiða, sem að er stefnt í kvótafrumvarpinu, kunni að hafa ófyrirsjáanlegar og ef til vill mjög slæmar afleiðingar fyrir al- menning. Ég hef hins vegar talið kvótafrumvarpið skynsamlegt, þótt ekki sé það gallalaust, og mun hér reyna að rökstyðja það. Því meira sem ég hef velt þessu mikilvæga máli fyrir mér, því ljósari hefur mér hins vegar orðið, að ágreiningur minn og þessara ágætu fræðimanna er ekki aðallega um staðreyndir, heldur um það, hvaða augum beri að líta á þær. Þeir sjá sömu staðreyndir og ég, en nálgast þær úr annarri átt. Ég kemst því ekki hjá því að fara nokkrum orðum um hinar ólíku for- sendur mínar og þeirra. I. Lítum fyrst á þau andmæli, að með kvótafrumvarpinu sé útgerðar- mönnum afhentir fiskistofnar á ís- landsmiðum til fullrar eignar. Þetta er mikill misskilningur. Með kvóta- frumvarpinu er ekki myndaður eign- arréttur á fiskistofnum, heldur aðeins á veiðiréttindum, aflakvótum. Ég get tekið undir það, sem nokkrir auðlind- askattsmanna hafa sagt, að fiskimið- in eru líklega einhvers konar afrétt- ur. En hvaða reglur gilda hér á landi um veiði á afréttum? Þeir bændur, sem hafa upprekstrarrétt á afrétt, eiga þar öll veiðiréttindi, þótt þeir eigi ekki afréttina. Ef fara á eftir þeirri venju, þá er ekkert eðlilegra en eigendur skipa, útgerðarmenn, eigi einir öll veiðiréttindi á fiskimið- um. Með kvótafrumvarpinu verður ekki til eignarréttur á fiskistofnum, heldur afnotaréttur af þeim, hlunn- indi, lögvarðir hagsmunir. Annað svipað dæmi um afnotarétt án fulls eignarréttar eru lóðir í Reykjavík. Lóðir eru í eigu sveitarfélagsins, en þeim er úthlutað til nægilega langs tíma (99 ára) til þess, að menn fara með þær sem eigur sínar og þær ganga kaupum og sölum á ftjálsum markaði. Er eitthvað athugavert við það, að útgerðarmenn fái svipaðan einka- afnotarétt af fiskistofnunum og Reykvíkingar af lóðum eða bændur af hlunnindum í afréttum? Franski heimspekingurinn Rousseau kvað svo að orði í einu riti sínu, Orðræðu um ójöftiuð, að sá maður, sem fyrstur hefði girt af jarðarskika og sagt hann sinn, hefði verið upphafsmaður allra glæpa. Þetta er fráleitt eins og flest annað, sem Rousseau lét út úr sér. Ef menn geta ekki girt af landi, þá troðast allir þangað. Ef einstaklingar eignast ekki jarðir, lóðir og önnur náttúrugæði, þá gætir enginn gæð- anna. Þá er þeim sóað í stað þess að þau séu aukin og endurbætt. Þá verða engar framfarir. Þessa dýr- keyptu lexíu hafa Austur-Evrópu- þjóðimar nýlega lært. Það sem allir eiga hirðir enginn um. Hagfræðingar eru allir sammála um, að undirrót ofveiðinnar á íslandsmiðum sé, að núverandi veiðimenn hafa ekki haft rétt til þess að girða miðin af, ef svo má segja, vernda þau fyrir öðrum, gæta þeirra. Með kvótafrumvarpinu eiga þeir loks að öðlast þennan rétt. Vandinn er fólginn í óheftum að- gangi. Hann liggur í því, að þeir, sem nýta gæðin, hafa fram að þessu ekki getað meinað öðrum þess. Tökum tvö einföld dæmi til að sjá þetta betur fyrir okkur. Ef veitingahús tekur aðeins eitt hundrað menn, en aðgang- ur er óheftur og vistin skemmtileg, svo að eitthundrað og fimmtíu menn troðast þangað inn, þá leggja hinir fimmtíu, sem síðast koma, óþægindin á þá, sem fyrir eru. Ef aðeins kom- ast hundrað bílar fyrir á hraðbraut, svo að umferð sé greið, en eitthundr- að og fimmtíu bílar flykkjast þangað, þá tefja menn hver fyrir öðrum. Þeir eru þá hálftíma að komast leiðar sinnar, þegar stundarfjórðungur ætti að nægja. Þeir tapa tíma. Fiskimiðin eru eins og .veitingahúsið og hrað- brautin í því, að þau taka í raun og veru aðeins takmarkaðan fjölda veiði- manna. Viðbótarveiðimenn leggja á alla veiðimennina kostnað, sem er svipaðs eðlis ög óþægindin í veitinga- húsinu og tímatapið á hraðbrautinni. Þrír togarar draga jafnmarga þorska á land og tveir togarar hefðu getað gert. (Með þessari grein birtist skýr- ingarmynd af sambandi afla og flota síðustu áratugi, sem ætti að taka af öll tvímæli um þetta: Flotinn hefur vaxið miklu hraðar en aflinn.) íslandsmið eru lík gæði og hrað- brautin að því leyti, að menn valda hver öðrum fjárhagslegu tjóni með því að þyrpast þangað,‘en þau eru lík veitingahúsinu að hinu leytinu, að vandann má leysa á frjálsum markaði. Með kvótafrumvarpinu er gert ráð fyrir því, að þeir eitt hundr- að og fimmtíu menn, sem inni eru, fái varanleg og seljanleg réttindi til inniverunnar. Þetta merkir tvennt. Annars vegar munu einhveijir eitt hundrað af þeim eitt hundrað og fimmtíu, sem inni eru, smám saman kaupa út þá fimmtíu, sem þar er ofaukið, svo að vistin verður þægi- legri (þ.e. hagkvæmari, tveir togarar draga jafnmarga fiska að landi og þrír gerðu áður, tekjuafgangur eykst). Hins vegar munu þeir, sem úti eru, ekki komast inn nema þeir greiði einhveijum fyrir að fara út. Þetta er hliðstætt því, þegar maður í Reykjavík vill öðlast afnot af lóð eða íbúð: Hann verður þá að kaupa hana af einhveijum. Svipað er að segja um jarðir. Vilji maður hefja búskap, verður hann að kaupa jörð af einhveijum. Þetta er óhjákvæmi- legt. Gæðin eru af skomum skammti. Ef þau fá ekki að skiptast á menn í fijálsum viðskiptum, þá munu valdhafar skammta þau, og þeir eru misvitrir, eins og Einar Þveræingur benti best á forðum. II. Þetta leiðir hugann beint að ann- arri helstu mótbáru auðlindaskatts- manna við kvótafrumvarpinu. Þau eru, að nú verði vistin inni skyndilega miklu þægilegri, arðsamari, en áður, án þess að útgerðarmenn hafi neitt til þess unnið sjálfir. Ríkið sé nú að veita þeim rétt til að meina öðrum að veiða. Aflakvóti sé einmitt ekkert annað en einkaréttur til að veiða til- tekið magn af þorski, loðnu eða öðr- um fiski. Sjálfsagt sé, að útgerðar- menn greiði fyrir þetta með sérstök- um auðlindaskatti eða með því að kaupa veiðileyfi af ríkinu, helst á uppboði. NÚ tek ég fram, að ég vil eins og þeir, að aðgangseyrir sé inn- heimtur af fiskimiðum. Þessi gæði verða að bera verð, sem segir til um, hvers virði þau eru mönnum í saman- burði við önnur gæði. Spumingin er, hver á að innheimta aðgangseyrinn, útgerðarmenn eða stjórnvöld. Eins og ég sagði hér áðan, þá er einfald- ast og hagkvæmast, þegar miðin eru troðfull, að afhenda þeim eitt hundr- að og fimmtíu mönnum, sem inni eru, seljanleg einkaréttindi til innive- runnar, svo að smám saman geti hundrað þeirra keypt út þá fimmtíu úr sínum hópi, sem síst eiga þangað Þetta línurit veitir skýra hugmynd um, hvílík sóun hefur orðið í íslensk- um sjávarútvegi síðustu áratugi. Flotinn hefur stækkað miklu hraðar en aflinn, fjárfesting vaxið miklu hrað'ar en afrakstur hennar. Islenskir fískimenn hafa kostað miklu meira til að draga físk úr sjó en nauðsynlegt er. Afli er hér mældur í vísitölu aflaverðmætis á fostu verði og floti í vísitölu þjóðarauðmats á föstu verði (árið 1958=100). Hér sést það svart á hvítu, að verðmætasköpun getur stóraukist í sjávar- útvegi, takist að fækka fískiskipum án þess að fækka veiddum fískum. Tekjur haldast þá óbreyttar, en útgjöld stórminnka. Hannes Hólmstein Gissurarson „Framtíðarskipan fisk- veiða við ísland er svo mikilvægt mál, að íhuga þarf vandlega alla fleti þess.“ erindi. (Hinir hagsýnni kaupi út hin óhagsýnni.) Á þann hátt vinna menn sig smám saman og tiltölulega sárs- aukalaust út úr óhagkvæmninni. Hér eru auðlindaskattsmenn ósam- mála mér. Þeim fínnst eitthvað óeðli- legt við það, að útgerðarmenn fái skyndilega að græða. Nú geti vistin inni allt í einu orðið miklu þægilegri. Mér finnst þetta á hinn bóginn ánægjulegt fyrir hönd útgerð- armanna. Þetta er í raun og veru ágreiningur um, hvaða aðstæður séu éðlilegar í útgerð. Sá ágreiningur er svipaðs eðlis og þrætan um, hvort glas sé hálftómt eða hálffullt. Glasið er auðvitað hvort tveggja, eftir því hvemig á málið er litið. Auðlinda- skattsmenn miða (ef til vill óafvit- andi) við það ástand, þegar veiðimenn mega ekki meina öðrum að fara inn á miðin, svo að þau verða yfírfull og hugsanlegur gróði fer í súginn í aukn- um kostnaði. Ég tel það hins vegar miklu eðlilegra ástand, þegar ein- staklingar geta nýtt náttúrugæði sér og sínum til heilla og öðrum að skað- lausu, en þurfa ekki að óttast átroðn- ing annarra. Auðlindaskattsmenn segja: „Útgerðarmenn munu ekki tapa neinu. á því að þurfa að greiða fyrir veiðileyfi, því að verðið á veiði- leyfum er ekkert annað en sparnað- ur, sem myndast við það, að aðgang- ur að fískimiðunum takmarkast við handhafa veiðileyfa." Ég svara: „Aðrir en útgerðarmenn skaðast alls ekkert á því, að þeim verði nú gert kleift að græða í stað þess að tapa eins og áður, vegna þess að þeir höfðu þá ekki rétt til að girða miðin af.“ Þetta tengist vafalaust ólíkum skoðunum á hlutverki ríkisins. Ég tel, að ríkið eigi að vera eins konar umferðarvörður í mannlífinu, auð- velda einstaklingum með skynsam- legri löggjöf að afstýra árekstrum eins og þeim, sem verða á yfírfullum fískimiðum, hraðbrautum og veit- ingahúsum. „Garður er granna sætt- ir,“ sögðu fommenn. Ríkið á að vemda garða manna fyrir átroðn- ingi, en einstaklingamir eiga á hinn bóginn að rækta þá og hirða af þeim ávexti. Stjórnvöld eru að mínum dómi aðeins að gera skyldu sína, þegar þau vemda hagsmuni veiðimanna af því, að ekki taki of margir þátt í veiðun- um. Þau hafa vanrækt þetta hlutverk sitt fram að þessu. Auðlindaskatts- menn virðast hins vegar hafa þá skoðun um ríkið, að það eigi að banna allt, sem það leyfír ekki. Menn verða að réttlæta það sérstaklega fyrir öðrum að fá að græða. í því sambandi minna þeir á, að hugs- anlegur afrakstur af fískistofnum sé ekki verðskuldaður. Hann sé renta af auðlind. Útgerðarmenn eigi vissu- lega að njóta ávaxta erfiðis síns, segja auðlindaskattsmenn, en þeir eigi hins vegar ekki að njóta sérstak- lega náttúmauðlinda. En er sú regla skynsamleg, að menn skuli ekki halda þeim gæðum, sem rekja má beint til náttúmnnar? Verði sú regla viðurkennd, mun bændum, sem eiga vatnsréttindi og laxveiðiréttindi, gróðurhúsaeigendur í Hveragerði og eigendum dýrra lóða og háhitasvæða, eins og Blikastaða og Nesjavalla, fara að þykja þröngt fyrir sínum dymm. Þetta var óspart rætt á nítjándu öld, þegar Henry George krafðist auðlindaskatts á jarðir með sömu rökum og menn vilja nú auðlindaskatt á fískistofna. Þrenns konar andmæli komu þá eink- um fram við kröfu Georges. í fyrsta lagi er erfitt að greina á milli rentunn- ar og afraksturs eigin erfiðis. í öðm lagi ofmat George hugsanlegar tekjur af auðlindaskatti á landi. í þriðja lagi er rentan betur niður komin í höndum margra einstaklinga en eins ríkis, auk þess sem þá örvast menn til dáða (jarðabóta). Tökum tvö önnur dæmi í gamni og alvöru: Namsgáfur og lík- amsfegurð eru ekki verðskulduð gæði. Þetta er hrein renta í skilningi hagfræðinga. Vilja auðlindaskatts- menn því ekki skattleggja Hólmfríði Karlsdóttur? (í frægri kennslubók í hagfræði tekur Armen Alchian ein- mitt kvenlega fegurð til dæmis um rentu.) Þeir Gylfi Þ. Gíslason og Markús Möller voru góðir námsmenn í skóla. Ber þeim ekki að greiða auð- lindaskatt af námsgáfum sínum? Ég sé ekki betur en tvenn af þess- um þrennum andmælum við auðlind- askattshugmynd Henrys Georges eigi við um fískveiðar. Arðurinn er betur niður kominn hjá útgerðarmönnum en stjórnvöldum. Hann skapast þar. Þeir skipuleggja veiðarnar, bera ábyrgð á þeim. Valið er um að leyfa arðinum að vera kyrrum þar eða taka hann af þeim, færa hann úr vasa þeirra í sjóð ríkisins. Það kostar umstang og óþægindi. Er sönnunar- byrðin í raun og veru ekki á þeim, sem vilja flytja arðinn? í annan stað er erfítt að greina á milli rentunnar og ávaxta eigin erfíðis útgerðar- manna. Til eru þrjár leiðir. Ef kvótar eru boðnir upp í eitt skipti fyrir öll (eignarkvótar), þá munu veiðimenn ekki hafa bolmagn til að bjóða nægi- lega hátt verð fyrir þá, því að sá arður, sem á eftir að myndast, er einmitt ómyndaður, auk þess sem óvissuþættir munu lækka verðið. (Hér er gert ráð fyrir því, að aðeins megi selja kvótana íslendingum.) Ef kvótum er úthlutað endurgjaldslaust í byijun, en auðlindaskattur síðan lagður á arðinn, sem smám saman myndast, þá verður mjög erfítt að ákvarða rétta upphæð hans og koma í veg fyrir, að menn víki sér undan honum. III. Þá hefur tveimur mótbárum við kvótafrumvarpinu verið vísað á bug, að það feli í sér eignarrétt á físki- stofnum og að eðlilegt sé að skatt- leggja arð af fiskistofnum, þar eð hann sé óverðskuldaður. Einu sjónar- miði auðlindaskattsmanna nítjándu (og tuttugustu) aldar er þó ósvarað. Munar mjög um auðlindaskattinn? Það mál tengist auðvitað þeim and- mælum íslenskra auðlindaskatts- manna við kvótafrumvarpinu, að þjóðin kunni að tapa á því, að útgerð- armenn fái rétt til að girða miðin af. Kvótafrumvarpið geti jafnvel verið „árás á lífskjörin", eins og Markús Möller kaus að kalla nýlega grein

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.