Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 35 Stórsýning Sunnlendinga: Ferskur blær úr suðri Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Siggu-Brúnka vakti almenna athygli á sýningunni fyrir góð til- þrif og myndarskap. Knapi er Sigurður Sæmundsson. _________Hestar____________ Valdimar Kristinsson SUNNLENSKIR hestamenn og hrossaræktendur mættu með mikinn flota gæðinga og sýndu listir sínar á þremur sýningum í Reiðhöllinni fyrir páska. Voru þarna sýndir kunnir gæðingar og kynbótahross. Þrátt fyrir erfiða tíð og slæmt reiðfæri virðast Sunnlendingar vera komnir með hross sín í gott form. Meðal þess sem sýnt var voru afkvæmi stóðhestsins Þokka 1048 frá Garði sem er að geta sér gott orð sem reiðhestafaðir. Þrátt fyrir að Þokki sé ekki hátt dæmdur sem einstaklingur virðist ljóst að hann gefur afbragðsgóð reiðhross og sennilega má með réttu kalla hann kynbótahest. Væri hver hrossaræktandi full- sæmdur af því að hafa hryssu eins og Söndru frá Hala í stóði sínu, en hún og gæðingurinn Fáni frá Hala voru áberandi best af- kvæma Þokka sem þarna komu fram. En þó að þessi afkvæma- sýning vekti eftirtekt var það hryssusýningin sem var ijómi sýn- ingarinnar með þær Siggu- Brúnku undan Gusti 923 frá Sauðárkróki og Sælu undan Ófeigi 882 í broddi fylkingar. Vöktu þessar hryssur hvað mesta athygli enda báðar stórglæsilegar og bráðflinkar og þá sér í lagi Siggu-Brúnka. Þá voru sýnd afkvæmi undan Mána 949 frá Ketilsstöðum en sú sýning var frekar fátækleg, að- eins þrjú hross. Þar var í sér- flokki gæðingurinn Muni frá Ket- ilsstöðum. Hefði óneitanleg mátt sýna fleiri hross með svo vel þekktum og margsýndum stóð- hesti sem Máni er. Af gæðingum sem þarna komu fram má ætla að Sunnlendingar komi sterkir til leiks á landsmótið í sumar. Þá voru sýnd hross frá nokkrum bæjum á Suðurlandi og hefði þar í sumum tilfellum verið betur heima setið en af stað far- ið. í heildina var þetta skemmtileg sýning, en bar þess þó greinileg merki að ekki hefur verið mikið æft fyrir hana. __________Brids_____________ Amór Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Sveit Karls Hermannssonar sigraði í meistaramóti Bridsfélags Suðurnesja í sveitakeppni eftir horkukeppni við sveit GS. Níu sveitir tóku þátt í keppn- inni en spilaðir voru 32 spila leikir. Með Karli spiluðu Jóhannes Sigurðsson, Birkir Jónsson, Þórður Kristjánsson og Arnór Ragnarsson. Röð efstu sveita og skor: Karl Hermannsson 181 Sveit G.S. 179 Guðmundur Þórðarson 163 Grethe íversen 159 Karl Karlsson 122 Sl. mánudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Aðeins var spilað í einum 10 para riðli. Urslit: Þórður Kristjánsson — Arnór Ragnarsson 134 Gísli ísleifsson — Kjatrtan Ólason 120 Eiríkur Ellertsson — Heiðar Agnarsson 117 Arnar Arngrímsson — Sigurður Steindórsson 117 A mánudaginn kemur hefst tveggja kvölda vortvímenningur. Spilað er í Golfskálanum í Leiru og hefst keppni •klukkan 20. Bridsdeild Sjálfsbjargar Bridsdeild Sjálfsbjargar bauð Brids- klúbbi hjóna til keppni laugardaginn 7. apríl og var spilað á 6 borðum. Hjónaklúbburinn sigraði nokkuð örugg- lega með 113 stigum gegn 67. Ónefnd- ur velunnari deildarinnar gaf farand- bikar til þessarar keppni en stefnt er að því að hún verði árleg. Nýlega lauk 26 einstaklinga ein- menningi með sigri Karls Péturssonar sem hlaut alls 229 stig. Karl og Rúnar Hauksson háðu hörkukeppni um efsta sætið. Rúnar hlaut 226 stig. Næstu einstaklingar: Sigríður Sigurðardóttir 216 KarlKarlsson 213 GunnarGuðmundsson 212 Lokakeppni vetrarins verður tveggja kvölda tvímenningur sem hefst 23. apríl á sama stað og sama tíma. Bridsfélag Breiðholts Þriðjudaginn 10. apríl var spilað eins kvölds tvímenningur. Röð efstu para varð þessi: Baldur Bjartmarsson — Leifur Jóhannesson 244 Júlíus Sigurðsson — V aldimar Elíasson 231 Jóhann Stefánsson — ' GuðmundurBaldursson 231 Sigfús Skúlason — Bjöm Svavarsson 229 Bridsfélag HornaQarðar Sýslutvímenningur Bridsfélags Hornafjarðar var spilaður helgina 31. mars til 1. apríl sl. á Hótel Höfn. 24 pör spiluðu 88 spil eftir Mitchell. Efstu sætin skipuðu: Skeggi Ragnarsson — Magnús Jónasson /Landsbanki íslands 2065 Ragnar Björnsson — Ingvar Þórðarson /Eskey hf. Björn Gíslason — Sigfinnur Gunnarsson /VÍS Guðbrandur Jóhannsson — Gunnar P. Halldórsson/Samvinnubankinn Árni Stefánsson — Jón Sveinsson /Verkalýðsfélagið Jökull Ami Hannesson — Gestur Halldórsson /Hótel Höfn. Ofangreind fyrirtæki styrktu mótið. Aðaltvímenningi bridsfélagsins lauk svo 8. apríl sl. Ami Stefánsson — JónSveinsson 1934 Guðmundur/Gunnlaugur — Gestur Halldórsson 1830 Birgir Bjömsson/Jóhann/ Jón G. Gunnarsson 1816 Magnús Jónasson — Skeggi Ragnarsson 1784 Ingvar Þórðarson — Ragnar Bjömsson 1707 Svava Gunnarsdóttir — Gísli Gunnarsson 1702 Firmakeppni verður spiluð 22. apríl nk. og er einmenningur. Bridsfélag Kvenna Nú er þremur kvöldum af fimm lokið í hraðsveitakeppninni og er staða efstu sveita þannig: Sv. Öldu Hansen 1447 Sv. Sigrúnar Pétursdóttur 1413 Sv. Soffíu Theodórsdóttur 1407 Sv. Vénýar Viðarsdóttur 1395 Sv. Maríu Ásmundsdóttur 1344 íslandsmótið í tvímenningi 1990 — Undankeppni Undankeppni íslandsmótsins í tvímenningi verður spiluð í Gerðu- bergi helgina 28.-29. apríl. Spilaðar verða 3 lotur, tvær á laugardaginn - kl. 13 og kl.19,30 og á sunnudag kl. 11. Keppnisstjóri í undankeppn- inni og úrslitum verður Jakob Krist- insson <jg reiknimeistari Kristján Hauksson. Skráning í keppnina er hafín og skráð verður í síma Brids- sambandsins, 689360. Keppnis- gjald á par verður kr. 7.500. Menn eru beðnir að skrá sig tímanlega. 1%,/ Viðtalstími borgarfulltrúa k/ % Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík f Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. vff Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Jmr m Laugardaginn 28. apríl verða til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta ráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamálanefndar og í stjórn C og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarstjórnar. - og tómstunda lagvistar barna ( H S é w w w v: J:'i 'ii-rj 'uf.ioj: 3 i =3 Z z 5 5 rs Q Z oc TÖLVU- MÖPPUR /rá Múlalundi... .. þar er tölvupappírinn vel geymdur. Múlalundur SÍMI: 62 84 50 SIEMENS WV 2760 Margra ára sigurganga á íslandi! Þessi góða og hagkvaema þvottavél hefur sannað ágæti sitt svo að um munar. Það stað- festa þúsundir ánægðra notenda um allt land. • Mörg þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskir leiðarvísar. Staðgreiðsluverð: 6o.900,- SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Sfcrmerkjum ölglös jjm^ Höfðabakki 9 Sérmerkjum ölglös meö skemmtilegum teikningum eða eftir ykkartillögum! Reykjavík s. 685411

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.