Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 Stnrla Þórðarson og Engilborg Eiríksdóttir eftirÞórarin Þórarinsson íslendingar verða sennilega seint sammála um hver sé höfund- ur Njálu eða hvort henni hafi ver- ið ritstýrt af einum manni, sem tengt hafi saman ýmsar sögur og inn í frásögnina verið skotið smá- þáttum af þeim, sem síðar fjölluðu um söguna. Þeirrar skoðunar var Finnur Jónsson prófessor, þegar hann skrifaði Bókmenntasögu ís- lendinga. Um þessa kenningu sína farast honum þannig orð: „Það er af þessu ljóst, að ekki er hægt að ræða um höfund sög- unnar eins og hún er nú, en hitt má þó segja að sá sem setti sög- una saman hefur ekki verið neinn bjáni. Það er óhætt að segja að honum hafí tekist mjög vel yfir höfuð.“ (Bókmenntasaga íslend- inga, s. 265). Þótt ýmsir hafi orðið til að and- mæla þessari kenningu Finns og varpað fram öðrum kenningum hafa þær ekki náð traustri fót- festu. Þar sem það virðist yfírleitt við- urkennt, að Njála hafi verið skrif- uð á síðari helmingi 13. aldar, hefur Matthías Johannessen bent á þann mann, sem þá var fremst- ur íslenskra sagnaritara, Sturlu Þórðarson. Ég hefi tekið undir þá skoðun. Ég skal játa að fyrir þessu er ekki hægt að færa sannanir, en öllu sterkari líkur en fyrir öðr- um kenningum um tilurð Njálu. Mikil þáttaskil urðu í lífi Sturlu Þórðarsonar árið 1263. Hrafn Oddsson, sem þá var helsti fulltrúi Hákonar konungs á íslandi, hafði látið taka Sturlu höndum fyrir andstöðu hans við konungsvaldið og varð Sturla að vinna sér það til lífs að fara utan á konungs- fund, en þar átti hann sér ekki góðs að vænta. Hann fór félítill af landi burt og virtist eiga grimm örlög fyrir höndum. En skjót breyting varð á högum hans er til Noregs kom. í þessum breytingum átti meðalganga Engilborgar drottningar efalítið mestan þátt. í fyrri hluta Sturluþáttar, sem sennilega er að mestu saminn af Sturlu sjálfum eða ritaður eftir fyrirsögn hans, segir að þegar hann kom til Noregs 1263 hafi Hákon konungur verið farinn í Vesturvíking, en fyrir landstjórn voru Magnús konungur, drottning hans og Gautur af Meli. Þetta voru góð tíðindi fyrir Sturlu því að Gautur var vinur þeirra Sturl- unga. Sturla hraðaði sér á fund Gauts, sem fór með hann á fund Magnúsar konungs, sem tók hon- um fálega. Fóru þeir síðan á brott og sagði Gautur þá: „Þunglega fannst mér konungur taka þínu máli en þó eru þér grið ráðin. Og ætla ég að þú hafir mjög affluttur verið.“ Gautur hélt áfram að tala máli Sturlu við konung og fékk hann til að fallast á, að Sturla fengi að vera á skipi með konungi er hann færi suður með landi. I þessari sjóferð var Sturla fenginn til að segja sögu áður en menn tóku á sig náðir og mæltist svo vel að mikil mannþröng varð í kringum hann. Drottning var með konungi og spurði: „Hvaða þröng er þar fram á þiljunum?“ Henni var sagt, að þar segði íslendingur sögur af tröllkonu mikilli, og er góð sagan, enda er vel frá sAgt. Konungur bað drottningu að gefa þessu engan gaum og sofna. Hún mælti: „Það ætla ég að íslendingur þessi muni vera góður drengur og sakaður minnur en flutt hefur verið.“ Þá þagði kon- ungur og sváfu menn svo af nótt- ina. Daginn eftir var enginn byr og lá skipið því á sama lægi. Þeg- ar menn höfðu matast sendi drottning eftir Sturlu og bað hann koma til sín og hafa með sér tröll- konu-söguna. Gekk Sturla þá aft- ur í lyftingu og kvaddi konung og drottningu. Konungur tók kveðju hans lágt en drottning vel og létti- lega. Bað hún Sturlu að segja sög- una og tók hún mikinn hluta dags. Drottning þakkaði honum og margir aðrir og þóttust skilja að hann væri fróður maður og vitur. Konungur þagði en brosti þó. Það taldi Sturla góðs vita og bauðst þá til að flytja kvæði, sem hann hafði ort um konung og annað um Hákon föður hans. Drottning mælti: „Látið hann kveða, því að mér er sagt, að hann sé hið mesta skáld, og mun kvæðið vera ágæta gott.“ Farið var að þessu ráði drottningar og sagði konungur eftir að Sturla hafði flutt kvæðið um föður hans: „Það ætla ég að þú kveðir betur en páfinn!“ Það er ljóst af viðræðum þeirra konungs og drottningar í lyfting- unni að drottning veit að Sturla er góður drengur og hefur verið affluttur við þá Hákon og Magn- ús. Af þessu má draga þá álykt- un, að hér hafi vinur Sturlunga, Gautur, verið að verki og verið búinn að segja drottningu mála- vexti. Hún var því vel undir það búin að tala máli Sturlu og tekst það svo vel, að konungur lýkur ekki aðeins lofsorði á kvæðið um föður sinn, héldur segir við Sturlu: „Nú mun ég það að launum leggja, að þú skalt heim kominn með mér í náðum og góðum friði.“ Drottn- ing þakkaði konungi og gerði Sturlu forkunnar vel og svo gerðu aðrir. Litlu síðar var Sturla kominn í hina mestu kærleika við konung og hafði konungur hann mjög við ráðagerðir sínar og skipaði honum þann vanda að setja saman sögu Hákonar föður síns. Það virðist trúlegt, að hér hafi konungur farið að ráðum drottn- ingar, en öll ber framganga henn- ar í þessu máli vitni um mikla stjórnvisku. Hún hefur vafalaust vitneskju um, að Sturla var ná- skyldur höfundi Heimskringlu og hafði lært margt af honum. Því til viðbótar hafði hún heyrt hann segja sögu frábærlega vel. Það tók Sturlu tvö ár að semja sögu Há- konar, en þá fékk hann leyfí til íslandsferðar, en hét því að koma til Noregs aftur og setja saman Þórarinn Þórarinsson „En Sturla naut vald- anna skammt og forð- aðist að lenda í deilum. Dæg’urmálin áttu ekki lengur hug hans. Hug- ur hans var bundinn við sagnritun. Hann snýr sér að því að rita Islend- ingasögu og sennilega fleira, þar á meðal Njálu.“ sögu Magnúsar konungs. Þetta efndi Sturla og dvaldi nú lengur í Noregi en áður. Hann hafði líka fengið að hafa hjá sér eiginkonu sína, Helgu Þórðardóttur, og var hún af drottningu „tekin í hina mestu sæmd,“ eins og segir í Sturluþætti. Athyglisvert er, að í Njálu og Laxdælu er að finna tvær gerólík- ar frásagnir af viðskiptum Gunn- hildar kóngamóður og Hrúts Her- jólfssonar, ættföður Sturlunga. Sennilega eru þær báðar skráðar af Sturlu. í Njálu er Gunnhildi lýst sem göldróttri og hefnigjarnri og ber það saman við lýsingu á henni í Heimskringlu og Egils- sögu. í Laxdælu birtist allt önnur Gunnhildur, réttsýn, vitur og ráð- holl. Manni kemur helst í hug að þar sé Sturla að segja frá Engil- borgu drottningu og vináttu þeirra Sturlu. Hefur Sturla sennilega bætt þessu inni í Laxdælu, sem talin er eldri en Njála. Sturla kom heim frá Noregi 1271 og hafði meðferðis nýja lög- bók sem Magnús konungur hafði sett íslendingum, en jafnframt hafði hann skipað Sturlu lögmann, sem var valdameira embætti en lögsögumannsembættið hafði ver- ið. En Sturla naut valdanna skammt og forðaðist að lenda í deilum. Dægurmálin áttu ekki lengur hug hans. Hugur hans var bundinn við sagnritun. Hann snýr sér að því að rita íslendingasögu og sennilega fleira, þar á meðal Njálu. Það virðist rétt ályktun Matthíasar Johannessen, að Sturla hafi að fordæmi Snorra frænda síns sett upp fræðasetur fyrst á Staðarhóli og síðar í Fagurey. Þangað hafi hann safnað handrit- um og haft ritara sér til hjálpar. Auk Njálu hafa honum verið eign- aðar Éirbyggja, Grettissaga og Bárðar saga Snæfellsáss. Þá tók hann saman nýja Landnámabók. Trúlegt virðist, að íslendingar eigi það Engilborgu Noregsdrottn- ingu að þakka, að Sturla hóf sagnaritun, því Hákonarsaga er yfirleitt talin fýrsta ritverk hans, en eftir að hafa skrifað hana og sögu Magnúsar konungs gat hann ekki hætt sagnritun. Hún átti hug hans allan. Fyrir það mega íslend- ingar vera þakklátir. Athyglisverð eru þau ummæli Sturluþáttar, að Magnús konung- ur hafi falið Sturlu að setja saman sögu föður síns. Af því mætti álykta að hann hafí stuðst við mörg sögubrot og munnlegar frá- sagnir. Einmitt þannig virðist Njála unnin. En hver var forsaga þessarar konu, sem íslendingar virðast eiga svo mikið að þakka. Forsaga hennar er stuttlega rakin í Hákonarsögu eftir Sturlu og er henni jafnan borin vel sagan. Hákon konungur vildi gifta vel Magnús son sinn og höfðu þeir haft spurnir af því að Engilborg væri álitlegast drottningarefni norðan Alpafjalla. Móðurafí henn- ar var hertoginn af Saxlandi og fylgdi það sögunni, að hann myndi ráða mestu um gjaforð hennar. Sendimenn Hákonar konungs, sem áttu að bera fram bónorðið, hófu því för sína með því að ganga á fund hertogans. Hann kvaðst engu ráða um gjaforð jungfrúar- SUMARTILBOD 20“ kr. 44.800 stgr. 14“ kr. 29.880 stgr. ★ Úvals "sjónvarpstæki á frábæru verði. ★ Fjarstýring. ★ Monitor útlit. / $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ Hvað gerir ríkisstjórn- in í Litháen-málinu? Opið bréftil allra ráðherra í ríkisstjórn íslands eftirJón ValJensson Hæstvirti ráðherra. Þann 6. þ.m. afhenti ég undirrit- aður Steingrími Hermannssyni for- sætisráðherra undirskriftalista með nöfnum um 640 manna með áskorun á ríkisstjórnina að viður- kenna sjálfstæði og fullveldi Lithá- ens þegar í stað og undanbragða- laust. Þar sem mál þetta mun ekki hafa verið kynnt í ríkisstjórninni og fjölmiðlar hafa gert því misgóð skil, sendi ég yður hér með texta áskorunarskjalsins ásamt nöfnum nokkurra þekktra manna, sem undir það skrifuðu. Ég vil nota tækifærið til að ítreka þá staðreynd, að ríkisstjórn- in hefur ekkert aðhafzt það í þessu máli, sem uppfylli vilja okkar, sem stöndum að áskoruninni. Sé það á hinn bóginn afstaða ríkisstjórnar- innar í heild, að viðurkenning okk- ar á fullveldi Litháens frá því í nóvember 1922 sé í fullu gildi, þá ætti að sýna það og virða í verki með ótvíræðum hætti, svo að Lit- hár og við sjálfir séum fullsæmdir af. í 1. lagi er sjálfsagt mál að tilkynna þessa afstöðu okkar lit- háískum yfirvöldum og einnig til stjórnvalda í Sovétríkjunum, sem hafa rofið fullveldi Litháens með hervaldi; í 2. lagi er eðlilegt, að tekið verði upp stjórnmálasamband milli íslands og Litháens t.a.m. með því að sendiherra okkar í Stokkhólmi verði jafnframt sendi- herra okkar í Litháen; í 3. lagi ber íslendingum, í samræmi við þessa viðurkenningu sína, að sækja um vegabréfsáritun hjá Litháum sjálf- um, ef ferðazt er til landsins, en ekki hjá hinu gamla hernámsveldi Sovétríkjunum. Raunveruleg af- staða íslenzku ríkisstjórnarinnar til fullveldis Litháens mun koma í ljós í afstöðu hennar til þessara tillagna. Ekki verður hjá því komizt að átelja framkomu háttvirts þing- manns Páls Péturssonar — fulltrúa íslands í Norðurlandaráði og for- seta ráðsins — þegar hann leyfir sér að tala um Litháen sem „hluta „Raunveruleg afstaða íslenzku ríkisstjórnar- innar til fiillveldis Lit- háens mun koma í ljós í afstöðu hennar til þessara tillagna.“ Sovétríkjanna“ og kveðst efast um, að það sé „lögformleg leið“ að sækja um vegabréfsáritun beint til Litháa sjálfra og ekki fyrir milli- göngu Sovétmanna (viðtal í ríkis- sjónvarpinu þ. 17.þ.rn.) Með þess- um orðum er þingmaðurinn að óvirða þá viðurkenningu á fullveldi og sjálfstæði Litháens, sem forsæt- is- og utanríkisráðherra hafa sagt, að sé í fullu gildi. Ég vænti þess, að þér séuð mér sammála um þetta atriði. Með vinsemd og virðingu, Jón Valur Jensson Höfundur er guðfræðingur. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.