Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 Minning: Jón G. Jónsson á Fellsenda Fæddur 30. maí 1907 Dáinn 12. apríl 1990 Jón G. Jónsson eða Jón á Fells- enda eins og hann var jafnan kallað- ur af nágrönnum og vinum Iést á skírdag sl. og verður jarðsunginn í dag. Hér er í gildi hið sígiida lífsins lögmál; á köldum vorum er falls von fomu tré, — háaldraðir menn kveðja líf þessa heims, — jafn eðlilega og nýjar kynslóðir fæðast. Þeim mönn- um fækkar nú óðum sakir þessa óijúfanlega lögmáls tímanna, sem voru hluti af veröld hinna full- vöxnu, þegar sá sem hér heldur á penna var ungur drengur að alast upp á sveitaheimili sem var svo undarlega staðsett að vera á mörk- um tveggja sýslna og þriggja hreppa. Næstu bæir við Stardal, sem telst, svo skrítið sem það er, til Kjalameshrepps, voru Fellsendi í Þingvallahreppi, Fremri-Háls í Kjós og Skeggjastaðir í Mosfells- sveit. Líklega var ein mesta gæfa í lífi foreldra minna hin fjölmörgu bú- skaparár þeirra, hin góða sambúð við nágrennið. Fólk á þessum bæj- um varð ævilangt aldavinir; gagn- kvæm aðstoð, — væri hennar þörf — var jafnan fúslega í té látin eins og sjálfsagður hlutur. Þó þui-fti ekki að fara langt til þess að finna dæmi um samtýnisbændur eða tví- býli þar sem heimilisfólk talaði ekki áram saman við grannann. Helgi Jónsson, bóndi á Fellsenda, hóf búskap á þeirri jörð árið 1910, um svipað leyti eða aðeins fyrr en faðir minn, Jónas Magnússon, tók við búsforráðum í Stardal. Helgi tók saman við unga sjómannsekkju, Jónlnu Sigurðardóttur, ættaða úr Borgarfirði. Hún hafði eignast tvö böm með fyrri manni sínum, Fann- eyju, sem látin er fyrir mörgum árum, og Jón, sem ólst upp á Feils- enda hjá móður sinni og stjúpföður ásamt þremur yngri hálfsystram, Guðnýju, Margréti og Dóru, dætr- um þeirra Jónínu og Helga. ^Þeir faðir minn og Helgi höfðu verið vinnufélagar ungir menn á sumram í vegavinnu og milli heimil- isfólksins á þessum bæjum tókst vinfengi sem haldist hefur órofið æ síðan með afkomendum þeirra. Fellsendi var og er harðbýlisjörð, eitt þeirra heiðarbýla sem byggðust í upphafi laust fyrir miðja síðustu öld, en þar er hinsvegar sumarfag- urt og búsældarlegt þegar vel árar. Slík býli hafa jafnan alið upp kjamafólk því aukvisar þrífast illa við þvílíkar aðstæður. Það lætur að líkum að ábúendur slíkra heiðar- býla urðu á áram heimsstytjaldar og kreppu oft að sætta sig við kröpp kjör og vinna hörðum höndum frá blautu bamsbeini fyrir brýnustu nauðsynjum. Slíkt varð hlutskipti Jóns enda þótt heimili móður hans og fóstra væri annálað fyrir nýtni og snyrtimennsku. Jón átti þess lítinn eða engan kost að leita sér lærdóms umfram það sem skólaskyldan bauð og var það skaði, því hann var hinn greind- asti maður, stálminnugur, hafði sívakandi áhuga á þjóðmálum og var glöggur á menn og málefni. Jón fór því snemma að leita sér starfa utan heimilis þó þau væra ekki allt- af auðfundin á atvinnuleysistímum kreppunnar. Flest sumur var hann í vegavinnu og um skeið árvisst, það sem þá var kallað vormaður á heimili föður míns. Hann var hinn besti verkmaður, með afbrigðum glöggur og góður fjármaður, ef ein- hver skilur það orð nú orðið, dugleg- ur smali og kunnugir vissu að hann kunni utanbókar markaskrár næstu héraða þótt hann flíkaði því lítt. Eitt af því sem einkenndi Jón alla ævi og gerði hann aufúsumann, hvar sem hann dvaldi sem gestur eða starfsmaður, var barngæska hans og nærfærni við unglinga. Eftir að Jón fór að heiman bjó hann í nær þijá áratugi í Reykjavík o g vann fyrst um skeið hjá Sláturfé- lagi Suðurlands en lengst af hjá Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufu- nesi, — jafnskjótt og hún tók til starfa. Þannig má segja að nær allt ævistarf hans hafi tengst Iand- búnaðarstörfum, beint og óbeint. Hann kunni því án efa best enda varð hann aldrei, frekar en margir þeir sem alast upp við útilíf og víðfeðmi heiða og fjalla, borgarbúi, — nema sem gestur. Hugurinn leit- aði jafnan til æskustöðvanna og þar eyddi hann flestum frístundum. Eitt sinn átti ég tal við landskunnan stórbónda og sagðist öfunda hann af því að ríkja yfir og vera eigandi að stóram hluta íslands. Jæja, sagði hann, þessu er nú frekar öfugt far- ið. Það er miklu fremur að þessi + Móðir mín, BJÖRG BEIMEDIKTSDÓTTIR, lést í sjúkrahúsi Siglufjarðar 24. apríl. Guðrún Frímannsdóttir. t Elskutegur sonur minn, bróðir okkar og faðir minn, GUNIMAR INGÓLFSSON, lést í Norogi 7. apríl sl. Útförin hefur farið fram. Hulda Gunnarsdóttir, Pálmi Ingólfsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Maríanna Tonja. + Bróðir okkar, ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON bóndi, Holti, Þistilfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 22. apríl. Jarðarförin fer fram frá Svalbarðskirkju þriðjudaginn 1. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Arnbjörg Kristjánsdóttir, Árni Kristjánsson. jörð eigi mig. Ég hygg að Jóni hafi verið líkt farið. Hann var alla tíð ókvæntur og barnlaus og eignaðist ekki bú eða jörð. En æskuslóðirnar, íjöllin og heiðin, — Mosfellsheiðin ör af óttusöng vorsins, eða klædd ískaldri fönn vetrarins, þar sem hann sleit barnsskónum, áttu hann. Og mesta gleði hans í lífinu hygg ég að hafi verið að leggja því lið og sjá þann draum sinn rætast að Fellsendinn, hið harðbýla heiðarkot breyttist I höndum ættmenna hans í blómlegt býli, þar sem „fénaður dreifir sér um græna haga“ — og eyða þar síðustu dögum ævinnar í sátt við guð og menn. Rætur vináttu sem myndast í upphafi milli lítils drengsnáða og skilningsríks góðs manns era ekki til þess að bera á torg. Hér verða því aðeins að leiðarlokum fluttar skyldugar þakkir fyrir ævilöng, góð kynni og ættingjum og vinum hins látna sendar samúðarkveðjur. Egill Jónasson Stardal UnnurLilja Ólafs- dóttir — Kveðjuorð Fædd 11. október 1989 Dáin 12. apríl 1990 Þeir deyja ungir sem guðimir elska mest. Þann 12. apríl sl. var okkur til- kynnt að systurdóttir okkar Unnur Lilja Ólafsdóttir væri látin aðeins sex mánaða að aldri. Hún var dótt- ir hjónanna Ólafs Karels Jónssonar og Guðrúnar Klöru Sigurbjöms- dóttur. Maður spyr af hveiju hún? Þessi Iitla og hrausta stúlka sem átti allt lífið framundan. Hún sem virtist alltaf svo ánægð með lífið og ekki þurfti nema að líta á hana þá hló hún svo að það skríkti í henni því hún var svo glöð. En fyrir um fjórum vikum veikt- ist hún þetta litla skinn svo mikið að ekki var hægt að lækna hana. En eins og við vitum öll líður henni vel þar sem hún er núna. Maður getur lítið sagt um svona litla og fallega stúlku þegar maður fær varla að kynnast henni. Með þessum fátæklegu orðum viljum við votta Gunnu, Kalla og Irisi Ósk alla okkar samúð og biðj- um guð að geyma þau og styrkja í þessari miklu sorg. Guð geymi þau og styrki. Ó, Jesús bróðir bezti og bamavinur raesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Erna Karen Sigurbjörnsdóttir, Ragnar NorðQörð, Elísabet Sigur bj ör nsdóttir, Gunnar Vagnsson og fjölskylda. Dóttir, í dýrðar hendi drottins, mín, sofðu vært. Hann sem þér huggun sendi hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum guði, í guði sofnaðir þú. I eilífum andar friði ætíð sæl lifðu nú. (H.P.) Elsku Gunna, Kalli, íris Ósk og fjölskyldur ykkar. Við biðjum guð um að gefa ykkur styrk til að tak- ast á við þessa miklu sorg. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. (H.P.) Randý, Rafn og Qölskyldur Softia Pétursdóttir Líndal - Minning Soffía Pétursdóttir Líndal andað- ist þann 18. þ.m. og verður hún jarðsett á hinum forna kirkjustað, Holtastöðum í Austur-Húnavatns- sýslu. Soffía fæddist á Tjörn, Skaga- hreppi, 9. nóvember 1901. Ung fór hún úr föðurhúsum. Leitaði atvinnu og náms í Reykjavík. Þar nam hún hjúkrunarfræði. I framhaldi af því fór hún til frekara náms til Dan- merkur. Það hafa sagt mér kunnug- ir að Soffía hafi verið sérstaklega hæf í sínu starfi, glögg og nærgæt- in. Þann 7. júní 1938 giftist hún fóstra mínum, Jónatani J. Líndal bónda og hreppstjóra á Holtastöð- um. Þá hófust kynni okkar Soffíu, sem vöruðu í mörg ár og voru mér ávallt til góðs. Ég er ekki í vafa um að það varð mikil breyting á lífi Soffíu, við að flytjast út í sveit, gerast þar húsfreyja á stóra mann- mörgu heimili og undirgangast það sem fylgir slíkum breytingum. Hún settist þarna til starfa og stjórnunar eftir mikilhæfa konu, Guðríði Sig- urðardóttur frá Lækjamóti í Víði- dal. Guðríður var einstakur menn- ingarfrömuður einkum í sambandi við félagsmál, tónlist og málefni Kvennaskólans á Blönduósi. Heim- ili þeirra Jónatans og Guðríðar var orðlagt menningarheimili og þang- að sóttu margir ungir menntun, glaðværð og framsýn. Soffíu og Jónatan tókst með ein- stakri samheldni að byggja upp og bæta Holtastaði. Hún var einstak- lega góð og dugleg húsmóðir. Ég fékk alla mína tíð og uppeldisár að njóta góðs uppeldis og tryggðar þeirra Jónatans og Soffíu á Holta- stöðum. Fyrir það vil ég hér með færar mínar bestu þakkir. Þegar ég fór til náms árið 1942 í Bændaskólanum á Hvanneyri, þá 17 ára gamall, hafði fóstri minn gengið frá skólagjöldum við Runólf skólastjóra. En Soffíu fannst ekki nóg að gert, heldur lét mig'fá krón- ur 90, sem vasapeninga. Ég held að þetta hafi þá verið jafnvirði 8 dilka. Slík var Soffía. Jónatan hafði eignast tvö börn með fyrri konu sinni Guðríði, þau Jósafat, fyrrv. sparisjóðsstjóra í Kópavogi, og Margréti, húsfreyju í Hafnarfirði. Ég veit að Soffía mat þessi stjúpbörn sín mikils og þeirra börn kunnu að meta Holtastaða- heimilið fyrr og síðar. Mér er sér- staklega Ijúft að minnast Páls Pét- urssonar, bróður Soffíu, sem átti heima á Holtastöðum í 43 ár. Það yljar manni um hjartaræturnar þeg- ar maður hugsar til þeirrar gæfu að hafa mótast og alist upp með þessum systkinum frá Tjörn á Skaga. Jónatan og Soffía áttu miklu barnaláni að fagna, en þau eignuð- ust Harald Holta, bónda á Holta- stöðum, og Kristínu Hjördísi, hjúkr- unarfræðing búsett á Seyðisfirði. Eiginkona Haraldar Holta, er Kristín Margrét Jónsdóttir frá Skarðshól í Miðfirði. Þau eiga fjóra syni. Þeir eru Jón Pétur, fæddur 1964, Jónatan Elvar, fæddur 1965, Júlíus Bjarki, fæddur 1968, og Jó- hann Haukur, fæddur 1978. Eiginmaður Kristínar Hjördísar er Eggert Lárusson frá Grímstungu í Vatnsdal. Þeirra böm eru, Soffía, fædd 1964, Páll, fæddur 1967, Þröstur, fæddur 1972, og Jónatan, fæddur 1973. Allir eru þessir af- komendur Jónatans og Soffíu á Holtastöðum myndarlegt og vel gert fólk sem vænta má mikils af. Ég og Erla konan mín viljum með þessum línum þakka Soffíu Líndal fyrir árin sem við dvöldum hjá henni. Um leið verður okkur hugsað til alls þess góða fólks sem ávallt fylgdi þessu ágæta heimili. Við vottum afkomendum og öðru skyldfólki Soffíu okkar dýpstu sam- úð og biðjum þeim ailra heilla. Erla og Hörður Valdimarsson Til greinahöfunda Aldrei hefur meira aðsent efiii borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt er, að greinar verði að jafnaði ekki iengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöf- undar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfúm á birtingu. Minningar- og aftnælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Ef mikill fjöldi greina berst blaðinu um sama einstakling mega höf- undar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látnar bíða fram á næsta dag eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritstj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.