Morgunblaðið - 26.04.1990, Page 27

Morgunblaðið - 26.04.1990, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 27 . u ................................. Niðurstöður endurskoðenda íslandsbanka: Leiðrétt kaupverð Utvegsbanka Is- lands 859 milljónir ENDURSKOÐENDUR íslandsbanka komust að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni um reikningsskil Utvegsbanka og útlán, að til frádrátt- ar grunnverði hlutabréfanna 1.450 milljónir skyldi dragast frá 591 milljón. Leiðrétt kaupverð fyrir hlutabréfín í Utvegsbankanum yrði því 859 milljónir. Viðræður fúlltrúa viðskiptaráðherra við Islands- banka um endanlegt kaupverð hafa ekki leitt til niðurstöðu og verð- ur því leitað úrskurðar bankaeftirlits Seðlabankans eins og kom fram í blaðinu í gær. Brynjólfur Bjarnason, formaður stjórnar Eignarhaldsfélags Iðnaðar- bankans hf., greindi frá þessu á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði að í skýrslu endurskoðend- anna kæmi fram að þeir hefðu at- hugað sérstaklega tvo þætti, ann- arsvegar reikningsskilaaðferðir sem Sjálfstætt framboð á ísafírði; Haraldur boðínn fram sem pólitískur bæjarstióri Sjálfstæðisflokkur krefst afsagnar bæjarstjórans HARALDUR L. Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, segist stefha að því að standa fyrir umbótum á fjármálum ísafjarðarkaupstaðar á næsta kjörtímabili sem pólitískur bæjarstjóri. Haraldur er efsti mað- ur á lista framboðs undir nafiiinu Sjálfstætt framboð, sem býður fram I-lista, en aðrir frambjóðendur á listanum eru yfirlýstir sjálfstæðis- menn, þar á meðal formaður Sjálfstæðisfélagsins á staðnum. Fulltrúar- áð sjálfstæðisfélaganna á Isafirði hefúr harmað þá ákvörðun ein- stakra forustumanna úr röðum sjálfstæðismanna á Isafírði að efúa til sérstaks framboðs, og segir hana fúrðulega. Ráðið telur jaftiframt að bæjarstjórinn eigi að víkja úr starfi nú þegar. Ólafur Helgi Kjartansson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, sagði að sér væri það algerlega óljóst, hvers vegna sjálfstæðismenn teldu sig þurfa að fara í sérfram- boð, án þess að um væri að ræða málefnaágreining og án þess að hafa notfært sér tækifæri til að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins. í yfirlýsingu stjórnar fulltrúaráðs flokksins segir að sumir þeirra sem standa að sérframboðinu hafi starf- að í fulltrúaráðinu undanfarnar vik- ur og mánuði við framkvæmd próf- kjörs og endanlega ákvörðun um röðun framboðslista, en aldrei gert athugasemd eða ágreining við störf fulltrúaráðsins eða ákvarðanir. Þegar Ólafur var spurður hvaða áhrif hann teldi Sjálfstætt framboð hafa á framboð Sjálfstæðisflokks- ins, sagði hann að gera mætti ráð fyrir að það dragi fylgi frá Sjálf- stæðisflokknum. Sjálfstæðisflokk- urinn á nú 4 bæjarfulltrúa, Alþýðu- flokkurinn 3 og Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur 1 hvor. Ólafur sagði að Sjálfstæðisflokkurinn ætl- aði að leggja allt undir til að ná meirihluta í bæjarstjórninni. Aðhald í fjármálnm Haraldur L. Haraldsson var ráð- inn bæjarstjóri af meirihluta Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks en hann var fyrst ráðinn bæjarstjóri af meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og óháðra fyrir 9 árum. Haraldur sagði á fréttamannafundi í gær, að menn, sem hefðu áhyggjur af fjármálum Isafjarðarkaupstaðar, hefðu haft samband við sig í síðustu viku þar sem hann sat fund bæjarstjóra aust- ur á fjörðum, og óskað eftir að hann tæki fyrsta sætið á nýjum lista og stæði fyrir umbótum á fjármál- um Ísaíjarðarkaupstaðar næsta kjörtímabili sem pólitískur bæjar- stjóri. Haraldur, sem hafði fyrr í vetpr lýst því yfir að hann hyggðist flytja búferlum til Reykjavíkur nú í vor, sagðist nú vera tilbúinn til að tak- ast á við vanda ísafjarðar, fengi hann til þess brautargengi. Hann sagði að stefnuskrá framboðsins hefði ekki verið sett fram enn, umfram það að gætt verði aðhalds í fjármálum og dregið úr öllum framkvæmdum um sinn. Að hans sögn er ijárhagsstaða ísafjarðar álíka slæm um hún var þegar hann tók við störfum árið 1981. Framan af hefði tekist að bæta hana, en síðan hafi hallað aftur á verri veg og nú vanti 3% upp á að tekjur dugi fyrir útgjöldum. Haraldur vildi ekki á fundinum gagnrýna sérstaklega stefnu núver- andi meirihluta, enda hefði hann átt mjög gott samstarf við bæjar- fulltrúa. Hann sagðist aðspurður ekki sjá neina ástæðu til að segja af sér sem bæjarstjóri, þótt hann væri kominn í framboð á móti þeim meirihluta sem hann starfar fyrir. Hann hefði þó gert fulltrúum meiri- hlutans grein fyrir stöðu mála og það væri þeirra að taka afstöðu til þess. Smári Haraldsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, sagði við Morgun- blaðið að komin væri upp sérstök staða í bæjarstjórninni og meirihlut- inn hefði ekki tekið endanlega af- stöðu til hennar. Hann sagðist þó eiga von á að Haraldur lyki kjörtímabili sínu sem bæjarstjóri, þótt hann sæti ekki áfram á meiri- hlutafundum. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna hefur lýst því yfir, að hún líti svo á að með þátttöku í Sjálf- stæðu framboði sé bæjarstjórinn kominn í yfirlýsta andstöðu við starfandi bæjarfulltrúa og beri að víkja úr starfi nú þegar. Smári Haraldsson sagði að Har- aldur hefði áður gagnrýnt stefnu bæjarstjórnar og fundist að ráðist væri í of miklar framkvæmdir og :þar al' leiðandi safnað of miklum skuldum. Smári sagðist þó ekki sjá að framboð Haraldar nú myndi skaða framboð núverandi meiri- hlutaflokka í komandi kosningum. Óánægja með framboðslista Sjáfstæðisflokks ' Ágreiningur kom upp á yfirborð- ið hjá sjálfstæðismönnum á ísafirði við frágang framboðslista Sjálf- stæðisflokksins. Guðmundur Þórð- arson formaður Sjálfstæðisfélags ísfirðinga, sem er einn af forsvars- mönnum nýja framboðsins, segir að skiptar skoðanir hafi verið um það, hvort efna ætti til prófkjörs og einnig um framkvæmd þess. Eftir að listinn hafi komið fram hafi orðið vart mikillar óánægju margra ísfirðinga með listann og einnig hafi komið fram efasemdir um forystuhæfileika efsta manns- ins, Ólafs Helga Kjartanssonar. Segir Guðmundur, að mat hans og annarra aðstandenda Sjálfstæðs framboðs hafi verið, að þetta tvennt gæti valdið því, að flokkurinn fengi minna fylgi í kosningunum en ella hefði orðið og staða Sjálfstæðis- flokksins yrði gríðarlega veik á ísafirði ef ekkert yrði að gert. Guðmundur sagði að frambjóð- endur Sjálfstæðs framboðs væru allir sjálfstæðismenn og ekki kæmi til greina af sinni hálfu að segja af sér formennsku í Sjálfstæðisfé- laginu. Hann bætti við að á þriðju- dag hefði boðum verið komið til forystu Fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna og efsta manns Sjálfstæð- isflokksins, að aðstandendur Sjálf- stæðs framboðs væru til viðræðu um einhvers konar samkomulag. Slíkt yrði þó að vera að frumkvæði fulltrúaráðsins. Sagði Guðmundur að þeir hefðu engin viðbrögð fengið við þessum skilaboðum. í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrr í vor, fékk Sigrún Halldórsdótt- ir 2. sætið, en hún var ekki á endan- legum lista. Sigrún er ekki á framboðslista Sjálfstæðs framboðs en sagði við Morgunblaðið að hún hefði lýst yfir stuðningi við það. Sigrún sagði að ástæða þess að hún dró sig til baka af lista Sjálfstæðisflokksins hefði verið mikill persónulegur ágreining- ur við Ólaf Helga Kjartansson, efsta mann listans. Hins vegar væri það ekki eina ástæðan fyrir nýja fram- boðinu heldur mikil óánægja sjálf- stæðismanna með ýmis mál. Sérframboð undir- búið á Bolungarvík í Bolungarvík eru óánægðir sjálf- stæðismenn að undirbúa sérfram- boð. Víðir Benediktsson, varabæjar- fulltrúi, sem væntanlega verður í efsta sæti framboðslistans, sagði óánægju með vinnubrögð uppstillin- garnefndar ástæðu framboðsins. Sér hefði verið hafnað af Sjálfstæð- isflokknum vegna sjálfstæðra skoð- ana og fylgis við málstað Jóns Frið- geirs Einarssonar verktaka á síðasta ári. Víðir sagði að framboðs- listi væri að mestu tilbúinn en end- anleg ákvörðun verður tekin í dag. Jón Friðgeir Einarsson sagðist hafa unnið með Víði að undirbún- ingi framboðs, og að sonur sinn, Ásgeir Þór, myndi eiga sæti á list- anum. Jón Friðgeir sagðist ekki leyna því, að í sér sæti oánægja eftir alvarlegan ágreining við vini sína í bæjarstjórninni á síðasta ári. Hann sagðist þó vona að málin fengju farsælan endi, því hann vildi eiga gott samstarf við það fólk. notaðar voru við uppgjör Útvegs- bankans 31. júlí sl. og hinsvegar stöðu útlána og ábyrgða. „Niður- stöður þeirra voru þær, að gerðar hafi verið breytingar á reiknings- skilaaðferðum sem ekki voru í sam- ræmi við ákvæði í samningi bank- anna við viðskiptaráðherra. Jafn- framt töldu þeir nauðsynlegt að færa í reikninginn sérstaka útlána- afskrift sem kæmi til viðbótar öðr- um afskriftum bankans. Með hlið- sjón af þessu og eftir að hafa reikn- að út þau atriði samningsins sem að öðru leyti skyldi taka tillit tii við ákvörðun verðs hlutabréfanna, þá komust endurskoðendur að þeirri niðurstöðu, að til frádráttar grunn- verði hlutabréfanna, 1.450 milljón- ir, skyldi dragast frá tæplega 591 milljón og yrði því leiðrétt kaupverð fyrir bréfin 859 milljónir.“ Brynjólfur skýrði hluthöfum frá því að margvísleg grunnvinna hefði átt sér stað í matsnefnd bankanna og því væri ekki búist við að nefnd- in tæki langan tíma í að ganga frá niðurstöðum sínum. Væri reiknað með að nefndin lyki störfum sínum ■ fyrir mitt sumar. Þá kom fram hjá Brynjólfi að það hefðu verið sjónarmið Iðnaðar- bankamanna frá upphafi að eignar- haldsfélögin yrðu leyst upp og hlut- hafar fengju skipt á núverandi bréf- um sínum fyrir bréf í íslandsbanka. „Við teljum að það sé bæði eðlilegt og sjálfsagt, að hluthafar eigi beina eignaraðild að íslandsbanka og einnig er ljóst að eignarhaldsfélögin baka hluthöfum skattalegt óhag- ræði. Því ber að stefna að því að leysa eignarhaidsfélögin upp sem allra fyrst.“ Bankaráð Seðlabankans hafði síðdegis í gær engin gögn fengið um endurmat á kaupverði Útvegs- bankans og enga beiðni um að úr- skurða um það, að sögn Þórðar Ólafssonar forstöðumanns banka- eftirlitsins. Sauðárkrókur: Fullnægjandi grein gerð fyrir ástæðum urðunar eftiaúrgangs Steinullarverksmiðjan hf. hefur að mati fundar sem lialdinn var á Sauðárkróki á þriðjudag gert fullnægjandi grein fyrir ástæðum þess að bindiefhaúrgangur var urðaður á lóð verksmiðjunnar um mitt ár 1986, og í yfírlýsingu fundarins kemur fram að verksmiðj- an inuni láta eyða á fullnægjandi hátt þeim úrgangsefhum sem upp hafa verið grafin. Um var að ræða sameiginlegan fund bæjarráðs Sauðárkróks, full- trúa heilbrigðiseftirlits Norður- lands vestra, Mengunarvarna Holl- ustuverndar ríkisins, og Steinullar- verksmiðjunnar hf., en fundinn sátu jafnframt sýslumaður og lög- regluþjónn. Þeir síðasttöldu skrif- uðu ekki undir yfirlýsingu fundar- ins, enda er málið enn í lögreglu- rannsókn. I yfirlýsingu fundarins segir að um hafi verið að ræða takmarkað magn mikið þynntra efna sem urðuð voru á lóð verk- smiðjunnar, og Steinullarverk- smiðjan lýsi því yfir að ekki hafi komið til urðunar samskonar efna síðan. Ljóst sé að urðun fljótandi úrgangs sé ekki heimilaður í starfs- leyfi verksmiðjunnar. Steinullarverksmiðjan mun í samráði við Mengunarvarnir Holl- ustuverndar rannsaka vandlega jarðveg á lóð verksmiðjunnar, með tilliti til hugsanlegrar mengunar af völd(um ofangreindra efna, og þá sérstaklega á þeim stað sem eitthvað af efnum fóru niður við uppgröftin síðastliðinn föstudag. í framhaldi af niðurstöðum þeirra rannsókna verður síðan metið hvort ástæða er til frekari hreinsunar á lóð verksmiðjunnar. í yfirlýsingu fundarins segir að þátttakendur harmi þá villandi og oft á tíðum alröngu umfjöllun sem mál þetta hafi fengið i fjölmiðlum, og það sé von fundarins að þetta verði ekki til að spilla því ágæta samstarfi sem verið hefur um mál- efni verksmiðjunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.