Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 SKÍÐI / ANDRÉSAR ANDAR LEIKARNIR Ír ■ LEIKARNIR voru að þessu sinni hluti af Vetraríþróttahátíð ÍSÍ, og fengu allir þátttakendur við- urkenningarskjal frá Vetrarhátí- ðamefnd. ■ SIGURVEGARAR í 12 ára flokki, í alpagreinum og göngu, fengu skíði í aukaverðlaun fyrir árangur sinn á mótinu. ■ LEIKARNIR voru nú haldnir í 15. skipti. Bæjarstjórn Akureyrar afhenti Skíðaráði Akureyrar áletr- aðan^ silfurskjöld í tilefni þess. ■ ÁTTA manns hafa starfað í Andrésar andar nefndinni, frá því mótið var fyrst haldið 1976. Þeim var öllum færð að gjöf forláta bók frá bæjarsjóði, einstaklingum og fyrirtækjum á Akureyri, fyrir frá- bær störf. Björg „Bella“ Finn- bogadóttir afhenti þeim gripinn. Áttmenningarnir eru Kristinn G. Lórenzson, Einar Pálsson, ívar Sigmundsson, Friðrik Adolfsson, Magnús Gíslason, Hermann Sig- tryggsson, Kristinn Steinsson og Leifúr Tómasson, en hann átti ein- mitt hugmyndina að leikunum á sínum tíma. ■ KEPPENDUR að þessu sinni voru 742, um 150 fleiri en í fyrra. Kristinn G. Lórenzson, formaður Andrésar andar nefndarinnar, sagði ljóst að ekki væri hægt að fjölga meira á mótinu við núverandi að- stæður. „Nú verðum við að setjast niður og skoða hvað hægt er að gera. Við höfum nánast enga smugu til að fresta neinu; ekki þeg- ar mótið stendur yfir í þrjá daga. En miðað við þennan mikla kepp- endafjölda tókst allt stórkostlega vel nú,“ sagði hann. Morgunblaðið/Rúnar Þór Skin og skúrir Ólafur V. Rögnvaldsson frá Siglufirði sigraði með glæsibrag í stökki 12 ára á laugardaginn. Hann fór síðan rak- leiðis í svigkeppnina en varð þar fyrir því óhappi að fótbrotna. Það skiptust Jþví á skin og skúrir hjá þessum unga keppnismanni. En hann verður von- andi fljótur að ná sér og kominn á skíði aftur áður en langt um líður. Morgunblaðíð/Rúnar Þór Hannes Steindórsson frá Dalvík hampaði gullverðlaunum í svigi 11 ára flokks. Hann fékk besta tímann í báðum ferðum og fékk um hálfrar sekúndu betri samanlagðan tíma en Arngrímur Amarsson frá Húsavík, sem varð í öðru sæti. Hannesi gekk ekki eins vel í stórsviginu, en þar varð hann í 24. sæti. Hér rennir hann sér í sviginu, einbeittur á svip. Fékk betri tíma en strákamir Eva Björk Bragadóttir frá Dalvík hafði yfirburði í svigi 11 ára. Hún var meira að segja með betri tíma en strákarnir, sem kepptu í sömu braut. „Nú var það?“ sagði hún, og sagðist ekki hafa vitað hvaða tíma strákarnir hefðu fengið. Hún er ekki óvön því að sigra - vann bæði svig og stórsvig í fyrra og líka árið þar áður. Eva keppti nú í fjórða sinn á leikunum. Hún sagði ekki mörg mót hafa farið fram á Dalvík í vetur. „Mörgum mótum hefur verið frestað af því að veðrið hefur verið svo vont. Við höfum samt keppt nokkrum sinnum en ég man ekki hvernig mér gekk.“ Hún sagðist æfa þrisvar í viku. Þjálfarinn sinn héti Björgvin og það væri mjög gaman á æfingum. Eva er greinilega mjög efnileg skíðakona og ekki kæmi á óvart þó hún ætti mikið eftir að láta að sér kveða í brekk- unum á næstu árum. En þegar hún var spurð hvort hún ætlaði sér að verða skíðadrottning síðar meir brosti Eva bara og svaraði engu. Tíminn á eftir að leiða það í ljós. Eva Björk Bragadóttir frá Dalvík sigraði í svigi 11 ára. „Örugglega baragóð í báðum...“ Aðalheiður Rögnvaldsdóttir frá Siglufirði var fyrst til að taka á móti verðlaunabikar á þessum Andrésar andar leikum. Hún sigr- aði í stórsvigi 7 ára — hlaut bestan tíma í báðum ferðum. Aðalheiður er nýorðin 8 ára, átti afmæli 3. janúar. „Það hefur verið mikill snjór á Siglufirði í vetur og gott að æfa, kannski snjórinn hafi meira að segja verið of rnikill," sagði Aðalheiður og bætti því við að hún hefði verið dugleg að æfa í vetur. „Dugleg íi Þetta er fyrsti bikarinn sem ég vinn“ sagði Hildur Jónas- dóttir, 9 ára frá Seyðisfirði, eftir að hafa tekið við verðlaunum sínum fyrir sigur í stórsvigi á fimmtudaginn, og síðan • bætti Hildur því við að auðvitað stefndi hún að því að vinna marga bikara í framtíðinni. Hún er nú að keppa í þriðja skipti á Andrésar andar leikunum. Hildur sagði að margir krakkar æfðu skíðaíþróttina á Seyðisfirði. „Ég hef verið dugleg að æfa í vetur og keppt á nokkrum mótum. Bæði heima og svo fór ég til Neskaupstaðar að keppa. Mér gekk vel en vann samt ekki.“ Hildur Jónasdóttir. Vann þrenn gullverðlaun Jóhann Þórhallsson frá Akureyri er nýorðinn 10 ára, en hann vann þrefalt í 9 ára flokki, svig, stórsvig og stökk. Hann mundi ekki nákvæmlega hve oft hann hefði keppt á Andrésar andar leikunum, „svolítið oft“ sagði hann - en Jó- hann var með það á hreinu hve oft hann hefði unnið. „Ég hef fimm sinnum unnið, með jjessum," sagði Akureyringurinn og horfði stoltur á bikarinn glæsilega sem hann hafði nýlega hampað fyrsta keppnisdag- inn, eftir að hafa sigrað í stórsvigi. Tveir bikarar áttu þá eftir að bæt- ast í safnið. í fyrra vann hann tvöf- alt í átta ára flokki að eigin sögn, bæði svig og stórsvig. Jóhann sagðist fara á skíði næst- um því á hveijum degi. „Það er mjög gaman að keppa á Andrésar andar leikunum. Maður kynnist svo mörgum." Hann sagðist ekki hafa gert mikið af þvi að fara í Lundar- Jóhann Þórhallsson. skólann til að hitta hina krakkana. „En þegar ég er búinn að keppa nokkrum sinnum við sömu stráka annars staðar frá þekki ég þá svolítið vel,“ sagði Jóhann og hnýtti því við að hann væri staðráðinn í að halda áfram að æfa af kappi - og halda áfram að vinna. Það stóð ekki á svarinu þegar Jóhann var spurður um uppáhalds skíðamann sinn: „Það var Ingemar -Stenmark. En nú er hann hættur. Nú held ég mest upp á annan en ég man ekki alveg hvað hann heitir - hann er líka frá Svíþjóð . . .“ Eftir keppnina síðasta daginn, þegar Jóhann hafði einnig sigrað í svigi og stökki, spjallaði blaðamað- ur aftur við hann. „Ég datt í fyrri ferðinni í sviginu, en var ekkert hræddur. Stóð bara upp og hélt áfram. Ég var með þriðja besta tímann eftir fyrri ferðina og keyrði svo alveg eins og bijálæðingur í seinni ferð.“ Það dugði til sigurs. Jóhann sagðist ekkert æfa stökk. „Ég stökk ekki lengst, en fékk flest stig samanlagt." Hún hefur verið sigursæl í vetur - sagðist hafa keppt á fjórum mót- um heima í Siglufirði og hefði unn- ið þau öll. Aðalheiður vildi ekki dæma um það hvort hún væri betri í svigi eða stórsvigi; „Ég er örugg- lega bara góð í báðum," sagði hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Aðal- heiður tekur þátt í Andrésar andar leikunum og þótti henni það „ofsa- lega gaman" eins og svo mörgum öðrum viðmælendum blaðsins. Aðalheiður Rögnvaldsdóttir varð fyrst til að taka á móti verðlauna- bikar á leikunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.