Morgunblaðið - 26.04.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 26.04.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 25 Jóhannes Páll páfi II blessar fólk á leið sinni til messugjörðar í Velehrad, vöggu slavneskrar kristni. Var honum mjög innilega fagn- að í Tékkóslóvakíuheimsókninni. Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu: Páfi boðar biskupa á fund um framtíð kirkjunnar Segir endalok kommúnismans boða sameinaða, kristna Evrópu Páfagarði, Bratislava. Reuter. JÓHANNES Páll páfi II hefur ákveðið að boða til sérstakrar biskupa- stefiiu þar sem framtíð kirkjunnar og lýðræðisþróunin í ríkjum Austur-Evrópu verður tekin til umræðu. Talsmaður páfa sagði á þriðjudag að hans heilagleiki myndi væntanlega skipa fleiri biskupa í ríkjum þessum áður en biskupastefiian færi fram fyrir árslok 1991. Lét talsmaðurinn þess getið að æskilegt væri að katólskir biskupar í Evrópuhluta Sovétríkjanna gætu tekið þátt í .ráðstefhunni. Páfi sagði við lok tveggja daga heimsóknar sinnar til Tékkóslóv- akíu á sunnudag að hrun kommún- ismans í Austur-Evrópu hefði rutt brautina í átt til sameinaðrar krist- innar Evrópu. Sá tími væri liðinn, að komið væri fram við kristna Austur-Evrópumenn sem annars flokks borgara. „Það er trúa nn'n, að sigur vinnist á öllum erfíðleikum, að Evrópuþjóðirnar muni taka höndum saman í friði, frelsi og rétt- læti,“ sagði páfi þegar hann kvaddi á flugvellinum í Bratislava og minnti á, að Evrópa ætti sameigin- legan, kristinn arf, sem hún vildi endurnýja eftir hamfarir síðari heimsstyijaldar og „40 ára ok af- skræmislegrar hugmyndafræði, sem skipaði þjóðunum nauðugum í fjandsamlegar fylkingar“. Færeyjar: Allsherjar- verkfall yfirvofandi Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FÁTT virðist geta komið I veg fyrir að allsherjarverk- fall skelli á í Færeyjum í dag, fimmtudag, sökum víðtækrar óánægju almenn- ings með efnahagsstefnu samsteypustjórnar Sam- bandsfiokksins, Fólkaflokks- ins og Þjóðveldisflokksins. Mikil samstaða ríkir meðal stéttarfélaganna og bendir allt til þess að þrír af hveijum fjór- um launþegum leggi niður vinnu í dag. Þó er enn ekki ljóst hvort opinberir starfsmenn taka þátt í verkfallinu og fyrir liggur að hafnarverkamenn hyggjast starfa áfram. Krafa stéttarfélaganna er sú að þegar verði horfið frá þeirri harkalegu stefnu sem mótuð var á vettvangi efnahagsmála er núverandi samsteypustjórn var mynduð. Stjórnarflokkarnir segja að tilslakanir komi ekki til greina; einungis á þennan hátt verði unnt að endurreisa efnahag Færeyja. Talsmenn launþegahreyfingarinnar segja ríkisstjórnina hafa kallað at- vinnuleysi yfir eyjaskeggja auk þess sem þess er krafist að þeim sem eru án vinnu verði tryggðar bætur. Við messu í Velehrad, vöggu slavneskrar kristni, tilkynnti páfi, að hann ætlaði að kalla saman bisk- upa í Austur- og Vestur-Evrópu til að ræða framtíðarhlutverk kirkj- unnar. Verður það í fyrsta sinn í sögu kaþólsku kirkjunnar, að bisk- upar úr allri Evrópu koma saman til fundar. Ferð páfa til Tékkóslóvakíu er fyrsta ferð hans til Varsjárbanda- lagsríkis ef undan er skilið Pólland, ættland hans, og sú fyrsta eftir uppgjöf kommúnismans í Austur- Evrópu. Fór hann oft hörðum orð- um um þá „hörmulegu tálsýn", sem kommúnisminn hefði verið, og fagnaði jafnframt nýfengnu trú- frelsi eftir opinberan guðleysis- áróður í áratugi. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóv- akíu, sagði á sunnudag, að heim- sóknin væri kraftaverk og kallaði páfa „fulltrúa mannkærleikans", sem komið hefði til lands, er væri í rústum „af völdum hugmynda- fræði hatursins“. Honda *90 Accord Sedan 2,0 EX Verð fró 1.290 þúsund GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA ÍHONDA VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900 Eina lyktarlausa hvítlauksafurðin með allicini. En áður én að þú trúir því sem stendur í auglýsingum um hvítlauksvörur, þá skalt þú ganga úr skugga um að þær séu allar jafn vel ranns^kaðar. Við trúum því að þegar þú hefur valið þér þá tegund sem næst kemst því að líkjast hráum hvítlauk að gæðum, þá verður það Allirich lyktarlaus hvítlaukur frá Arizona Natural. Þess vegna er Allirich hvítlaukur frá Arizona Natural staðfestur allicin auðugur. Rannsóknir á óháðum rann- sóknastofum ásamt læknisfræðilegum rannsóknum staðfesta magn og virkni hinna mikilvægu sulfurblöndu. Við vitum að þú trúir á hoilustu hvít- lauks, og það er af góðum ástæðum sem við megum ekki nefna hér. Varist eftirlíkingar ium og inniheldur minna af ýrum heldur en venjulegt brauð. En hvað er það þá sem gerir hvítlaukinn einstakan? Svarið er Sulfur. Það eru 33 sulfur blöndur íhvítlauk, og afþeimerallicinið mikilvægast. Aðeins hvítlaukurer uppspretta þessara efna. og hvítlaukur án allicins er eins og appelsína án C vítamíns. V Borgartúni 28-104 Reykjavík Sími: 624522 Sannkallað SUMARHLBOÐ 20% afsláttur á ábætisostum til aprílloka! HNETUOSTUR PAPRIKUOSTUR PIPAROSTUR REYKOSTUR ÁBÓTI M/SÍTRÓNUPIPAR MUNDU EFTIR OSTINUM Fagnaðu sumrinu með fínum ábætisostum! Þeir fást í næstu búð UjU _____ °^S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.