Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 21 Mannréttindi og fiskveiðistj ómun eftir Birgi ísleif Gunnarsson Frumvarpið um fiskveiðistjórn- un, sem liggur fyrir Alþingi, er að vonum mikið rætt í þjóðfélaginu. Umræðurnar snúast fyrst og fremst um kvótann og aðra jiætti sem lúta að stjórn fiskveiða. I þessari grein verður hins vegar fjallað um þann kafla þessa frumvarps sem íjallar um viðurlög, ef brotið er gegn ákvæðum laganna. Þar eru greinar þess efnis að útilokað er að sam- þykkja þær óbreyttar. Dómur Hæstaréttar Að undanförnu hefur orðið mjög hröð þróun hér á landi í átt til betra réttarfars sem miðar að því að tryggja rétt einstaklingsins í þjóðfélaginu. Þann 9. janúar sl. kvað Hæstiréttur um dóm sem markar tímamót í þessum efnum. í því máli kom til álita hvort sýslu- manninum í Árnessýslu og fulltrúa hans, sem kvað upp héraðsdóm í sakamáli, hafi borið að víkja sæti í málinu en máljð var rannsakað af lögreglunni i Árnessýslu sem er undir stjórn sýslumanns. Niðurstaða Hæstaréttar varð sú „að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dóms- kerfinu þegar sami maður vinnur bæði að dómum og lögreglustjórn". Hinn áfrýjaði dómur var því felldur úr gildi og vísað heim í hérað til nýrrar dómsmeðferðar. Var í því sambandi bæði vitnað til megin- reglu íslensku stjórnarskrárinnar um þrískiptinp rík'isvaiásins og ao sérstakir dómarar fari með dóms- vald. Ennfremur til ákvæða í mann- réttindasáttmála Evrópu sem ísland er aðili að. „Á hinn bóginn verður á það að líta að ákvarð- anir ráðuneytisins um upptöku afla eru í eðli sínu dómsathafiiir. Varðandi þær hlýtur því að verða að taka tillit til þeirra mann- réttindaákvæða sem um getur hér að fram- an.“ Ofurvald ráðuneytis En hvað kemur þetta við frum- varpinu um stjórn fiskveiða? Þegar betur er að gáð eru greinileg tengsl á milli. Samkvæmt frum- varpi til laga um stjórn fiskveiða og með tilvísun þess frumvarps í lög nr. 32 1976 um upptöku ólög- legs sjávarafla eru verkefni sjávar- útvegsráðuneytisins meðal annars sem hér segir: a. Ráðuneytið ákveður heildar- afla og gefur út veiðileyfi, bæði til þeirra sem veiða í atvinnuskyni og til tómstundaveiða. Ráðuneytið út- hlutar og veiðiheimildum til ein- stakra skipa. Nánari reglur um þessi verkefni eru í lagafrumvarp- inu. b. Ráðuneytið annast eftirlit með framkvæmd laganna og ræður til þess sérstaka eftirlitsmenn sem hafa allviðtcBivi váiu ^íogregiuvaíd), c. Ráðuneytið leggur á sérstakt veiðieftirlitsgjald sem skal standa undir rekstri eftirlitsins að hálfu. d. Ráðuneytið úrskurðar hvort Fyrirbænarvika; Málefiii fanga og ís- lenska þjóðkirkjan ALÞJÓÐLEG samtök um fangelsismál beina þeim tilmælum til kris- tinna manna um heim allan að þeir sameinist vikuna 29. apríl til 6. maí í fyrirbæn fyrir þeim sem eru eða hafa verið fangar og Qölskyld- um þeirra, fyrir fangaprestum, skilorðseftirlitsmönnum, þjónustu við fanga og fyrir fórnarlömbum afbrota og glæpa. Þetta kemur fram í frétt frá bisk- upsstofu. Þar segir, að stuðningur við fyrirbænarvikuna og þátttaka í henni geti verið með ýmsu móti. Halda megi sérstaka „fangamessu" og fá fanga eða fyrrverandi fanga til að leggja sitt af mörkum't.d. með söng, vitnisburði eða ávarps- orðum til safnaðarins. Þá megi efna til söfnunar á nauðþurftum, bókum Samkvæmt tillögu Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, á nefndin að fjalla um fyrirkomulag á stuðningi við dagblöð, landshluta- blöð og stjórnmálasamtök hér á landi á undanförnum árum, og hafa hliðsjón af skipan þessara mála á Norðurlöndum. Þá á nefndin að hafa hliðsjón af fyrirliggjandi skýrslu um fjölmiðla- og menning- arsjóð og skýrslu frá framkvæmda- stjórum stjórnmálaflokkanna. Ríkisstjórnin samþykkti jafn- VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! um ólöglegan sjávarafla er að ræða og ákveður upptöku hans. Ráðu- neytið úrskurðar og um andvirði hins ólöglega sjávarafla. Aðgerðir þessar eru í eðli sínu refsingar og því ígildi dómsathafna. Samkvæmt því sem greinir í staf- liðum a—d hér að ofan hefur sjávar- útvegsráðuneytið vald til að 'setja efnisreglur um stjórn fiskveiða inn- an ramma laganna. Ráðuneytið hefur og lögregluvald, vald til skatt- lagningar, rannsóknarvald, „sak- sóknarvald og dómsvald". Ákvæðunum verður að breyta Þeir sem mæla fyrir frumvarpinu eins og það er, halda því fram að í raun sé hér um að ræða stjórn- valdsathafnir í öllum greinum, sem Birgir ísleifur Gunnarsson skjóta megi til dómstóla. Víst má halda því fram að svo sé, a.m.k. að formi til. í 4. gr. laga nr. 32 1976 um upptöku ólöglegs sjávar- afia er fram tekið að ákvörðun ráðu- neytis um upptöku afla megi „vísa til meðferðar sakadóms", en það fresti ekki því að ráðuneytið geti mnheimt andvirði ólöglegs afla. Ákvæði þetta er reyndar illskiljan- legt, því að ekki er unnt að sjá hvernig einstaklingar sem véfengja ákvarðanir ráðuneytisins, geti „vís- að“ málinu til sakadóms samkvæmt þeim réttarfarsreglum sem um það gilda. Á hinn bóginn verður á það að líta að ákvarðanir ráðuneytisins um upptöku afla eru í eðli sínu dómsat- hafnir. Varðandi þær hlýtur því að verða að taka tillit til þeirra mann- réttindaákvæða sem um getur hér að framan. Allt annað er í hróplegu ósamræmi við þá réttarfarsþróun sem hér hefur orðið á síðustu árum og er reyndar enn að verða og mið- ar að því að tryggja réttaröryggi einstaklingsins í þjóðfélaginu. Al- þingi getur því alls ekki samþykkt 20. gr. frumvarps til laga um stjórn fiskveiða eins og hún lítur nú út og raunar þarf einnig að endur- skoða lögin um ólöglega upptöku sjávarafla frá árinu 1976. Höfúndur er einn afþingmönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi. og Biblíum handa föngum og fjöl- skyldum þeirra eða safna fé til kaupa á slíku. Þá megi einnig efna til bænavöku. Nánari upplýsingar um fyrirbænarvikuna eru veittar á fræðsludeild Biskupsstofu, hjá Ólafi Jens Sigurðssyni fangapresti eða hjá Jóhánni Guðmundssyni, Látra- strönd 8. Nefiid skipuð til að semja lög um „lýðræðissjóð“ Ríkisstjórnin hefúr samþykkt að tillögu menntamálaráðherra að fela nefnd allra þingflokka að semja lagafrumvarp um lýðræðissjóð, sem á að tryggja lýðræðislegan rétt stjórnmála- og málefhasamtaka til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Verður nefndin á vegum forsætisráðuneytis. framt að fela menntamálaráðherra að undirbúa frumvarp til laga um menningarsjóð á grundvelli skýrsl- unnar um fjölmiðlasjóð. UR ISSKAP FRA LEC ENSKIR SK.ÁPAR Á FRÁBÆRV VERÐI KÆLISKAPUR MEÐ FRYSTI 215 L KÆLISKAPUR 215 L KÆLISKAPUR MEÐ FRYSTI 113 L KÆLISKAPUR 113 L GOTT VBRB’CÓS KJÖK-GÓO WÓNDSU HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.