Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 y, Ég bakcÉi. þessa. -fínujáUxtöku hftndcx þér', en i/örSurinn sagSi aS þaS /xri hxgi aénota. han-ase/n arasa/-i/opn." Ast er... .. . að rétta sáttarhönd. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1990 Los Angeles Times Syndicate Nú, er hægt að þekkja þig af myndinni í passanum? Með morgunkaffinu Ég er viss um að pabba líkar þetta. Hann er allur á kafi í víkingamenningunni... 2-8 prósent hækkanir en ekki 60 prósent Ágæti Velvakandi. George Grosman skrifaði bréf í dálka þína um helgina. Þar voru nokkrar rangfærslur um fargjöld Flugleiða sem ég get ekki látið hjá líða að leiðrétta og bið þig að ljá mér til þess rúm. Grosman segist hafa keypt far- miða til Bandaríkjanna fyrir fjórum mánuðum fyrir um 38.000 krónur. Mikið rétt. Farmiði með 30 daga hámarksdvöl og 14 daga lágmarks- dvöl kostaði þá 37.980 krónur. En nú kárnar gamanið. Bréfritarinn segist næst hafa ætlað að kaupa samskonar farmiða í apríl en verðið hafi þá verið komið í 60.000 krón- ur. Hann reyndar getur þess í næstu línu að hann hafi ætlað utan í apríl og heim í júlí. Hér var því um að ræða miða með þriggja mánaða gildistíma. Grosman er því að bera saman verð á mismunandi „vöru“. Annars vegar ber hann saman verð miða með mjög mismunandi gildistíma sem eru alltaf á mismunandi verði hjá öllum flugfélögum. Hins vegar ber hann saman verð á rýrasta tíma árs þegar miðaverð eru jafnan lægst og verð á vorin þegar miða- verð er að jafnaði hærra. Til að skýra þetta betur skulum við líta á miðann sem Grosman keypti í desember og notaði þá. Hann kostaði 38.000 krónur. Ef hann keypti sama miða í dag til að nota í desember næstkomandi myndi hann greiða 41.270 krónur Ágæti Velvakandi. Ég sendi til fróðleiks svar Hita- veitu Reykjavíkur við ósk minni um að fá að greiða reikninga móður minnar með VISA. Þar sem móðir mín er gömul kona sem getur ekki greitt reikn- inga sína sjálf þá ákvað ég að sækja um VISA kort fyrir hana svo allir þessir föstu reikningar færu þar inn og engin vandræði hlytust af greiðsludrætti. Ríkisútvarp, Stöð 2 og Raf- magnsveitan töldu þetta sjálfsagt — Verðið fer eftir ýmsu. eða um 8,6% meira. Það væri meira að segja hækkun á heilu ári. Miðinn sem Grosman ætlaði að kaupa í dag til ferðalags í apríl og með 3 mánaða hámarksdvöl kostar 55.320 eða 58.320 krónur eftir því hvort ferðast er á virkum dögum eða um helgar. Sami miði keyptur í desember til ferðalags nú í apríl og með 3 mánaða gildistíma kost- aði 54.000 krónur. Miðinn hefur því hækkað um 2,4-8%. Þetta allt er nokkuð langt fjarri þeirri 60% hækkun sem Grosman taldi hafa orðið á miðaverðinu. Ef við viljum sjá breytingar milli árstíma getum við skoðað miðann sem Grosman keypti í vetur og en þjónusta Hitaveitunnar kom mjög á óvart. Vinsamlega vektu athygli á þessu í dálki þínum svo vænta megi úrbóta. „Því miður tekur Hitaveita Reykjavíkur ekki við greiðslum gegnum VISA eða Eurocard. Við- skipti við Samkort eru nýlega til- komin. Ef hin kortin koma inn í myndina verður það eflaust auglýst á einhvern hátt.“ Kveðja, Steinunn ísfeld Karlsdóttir borið hann saman við miða með sambærilegum skilmálum í dag. Vetrarmiðinn var þá um 19% ódýr- ari. Öll flugfélög lækka fargjöld yfir vetrartímann þegar minnst er að gera. Stundum er talað um fargjalda- frumskóg í fluginu en ef nánar er að gáð eru þessi mál að jafnaði nokkuð einfaldari en í fyrstu virð- ist. Við allan samanburð er mikil- vægt að um sé að ræða samskonar fargjöld, með sambærilegum skil- málum. Grosman lýkur Velvakandabréfi sínu á smáklausu um að á flugleið- inni milli Keflavíkur og New York sýni Flugleiðir það sem hann nefnir „ófrýnilegustu hliðar kapítal- ismans: Einokun". Flugleiðir hafa eitt íslenskra flugfélaga rétt til flugs milli íslands og New York. En það vill gjarnan gleymast að bandarísk flugfélög hafa sama rétt til flugs á þessari leið og geta þess vegna byijað á morgun. Þar er ekki um einokun að ræða. Það dreg- ur hins vegar úr áhuga þessara félaga hve farþegar á þessari leið eru fáir og meðalfargjöld rýr. Þess vegna hafa Flugleiðir einar þjónað á leiðinni milli íslands og New York. Síðan er auðvitað opið að ferðast til New York um önnur Evrópulönd og jafnvel með öðrum flugfélögum. Fyrir hönd Flugleiða hf. Einar Sigurðsson Léleg þjónusta Hitaveitunnar Víkveiji skrifar Frá áramótum og fram til vors ár hvert birtast fréttir í fjöl miðlum um rekstur og afkomu fyrirtækja frá liðnu ári. Ýmist er um það að ræða að fyrirtækin sendi upplýsingar að eigin frumkvæði eða fjölmiðiar sækist eftir þeim eins og gengur. Margt er vel gert í þessu efni af hálfu fyrirtækjanna og til sérstakrar fyrirmyndar er kynning Flugleiða og Eimskips á afkomu sinni. Þar er ekki iátið nægja að senda fjölmiðlum fréttatilkynningu heldur er blaðamönnum boðið að sitja aðaifundi þar sem allar ræður og ársreikningar liggja fyrir. Flug- leiðir standa sig þó sínu betur með því að halda sérstakan blaðamanna- fund fyrir aðalfund félagsins. Þá má einnig benda á að til fyrirmynd- ar er hvernig Landsvirkjun stendur að kynningu á rekstri síðastliðins árs gagnvart fjölmiðlum. XXX * Imörgum tilfellum láta forráða- menn viðkomandi fyrirtækja hins vegar nægja að senda fréttatil- kynningu, en sleppa því að láta áritaðan ársreikning og aðrar nauð- synlegar upplýsingar fylgja með. Svo virðist sem einhveijir fjölmiðlar gleypi við þessum upplýsingum þegjandi og hljóðalaust og birti það sem að þeim er rétt, orðrétt og nær athugasemdalaust. Þessi vinnu- brögð hljóta hins vegar að heyra til liðinni tíð. Fréttatilkynningar um afkomu og hag viðkomandi fyrir- tækis eða stofnunar geta oft auð- veldað störf blaðamanna, en þeir geta ekki látið þar við sitja, eins og þeir sem senda þær þekkja manna best. Oft eru þessar tilkynn- ingar matreiddar eftir því sem kem- ur viðkomandi fyrirtæki/stofnun vel og hinu sleppt sem miður fer. Hitt er þó algengara að stutt yfirlit yfir helstu kennitölur séu villandi. Gott dæmi um þetta er frétt um ákveðna stofnun þar sem greint var frá því hver hagnaðurinn var og leit vel út. í Alþýðublaðinu var þessi frétta- tilkynning birt nær óbreytt og gagnrýnislaust og í fyrirsögn tekið fram að liðið ár hafi verið gott. Á Morgunblaðinu var hins vegar farið í það að útvega ársskýrslu og farið yfir hana auk þess sem talað var við helstu forystumenn viðkomandi stofnunar. í ljós kom að síðasta ár var ekki eins gott og af var látið og raunar hefði hagnaðurinn þurft að vera helmingi meiri til að eigin- fjárstaðan versnaði ekki frá fyrra ári. Þetta er aðeins eitt dæmi um það þegar blaðamenn styðjast eingöngu við fréttatilkynningar jafnvel þótt þær kunni að vera all- vel unnar. Víkveiji vill því beina þeim tilmælum til forráðamanna fyrirtækja og stofnana að ársreikn- ingar fylgi jafnan með fréttatil- kynningum um þetta efni svo og ræður sem fluttar eru á aðalfundum viðkomandi fyrirtækja eða stofn- ana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.