Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 Afmælisgangan Reykjavík — Hvítárnes: Frá Rauðavatni að Miðdal eftir Tómas Einarsson Um síðustu helgi hóf Ferðafé- lag íslands gönguferðir frá Reykjavík áleiðis að Hvítámesi sunnan við Kjöl. Þessi leið er alls um 160 km !öng og er ætlunin að skipta henni í 12 áfanga, mis- munandi langa, eins og frá er greint í ferðaáætlun félagsins. Er gangan farin til að minnast þess að í ár em 60 ár liðin síðan fyrsta sæluhús félagsins var byggt við Hvítárnes. Fyrsti áfang- inn var genginn um síðustu helgi frá gmnni væntanlegs félags- heimilis í Sogamýri að Rauða- vatni. Á sunnudaginn kemur, 29. apríl kl. 13, verður lagt af stað í annan áfanga og hefst gangan við Rauðavatn, þar sem frá var horfið síðast. Rauðavatn er nú í útjaðri borgarinnar, en fyrir 50-60 árum var það „langt uppi í sveit“. Þá voru þar beijalönd bama og bithagi búfjár. Það heyrir nú til liðinni tíð. Rauðavatn þekkja allir sem um Suðurlandsveginn fara. Það er lít- ið, afrennslislaust stöðuvatn (71 m y.s.) og liggur í jökulsorfinni dæid norðan við Selásinn. Um- hverfi þess er heldur gróðurs- nautt, blásnir melar og börð, en á síðari ámm hefur mannshöndin lagt sitt af mörkum til að græða það skógi. Sú saga er orðin nokk- uð löng. Árið 1901 var stofnað skóg- ræktarfélag í Reykjavík, sem nefndist Skógræktarfélag Reykjavíkur, hið fyrra með því nafni. Félagsmenn hófust strax handa og fengu trjáplöntur af ýmsum tegundum utanlands. Þær vom gróðursettar í brekkunum austan við Rauðavatn. Á þeim tíma var þekking manna á skóg- rækt eðlilega af skornum skammti, enda fór svo að flestar plönturnar þoldu ekki hið íslenska veðurfar og drápust. Þó hafði fjallafuran það af og myndar hún nú að mestu leyti skógarlundinn austan við vatnið. Ekki varð þessi framtakssemi til að efla skógrækt hér á landi þá og félagið lognað- ist út af, en um það bil 40 ámm síðar var það endurvakið og hefur starfað af miklum þrótti síðan. Á síðari ámm hefur það gróðursett mikinn fjölda tijáplantna á hæð- unum austan við vatnið og hefur árangur þess starfs þegar litið dagsins ljós. Afmælisgangan hefst einmitt við hliðið að skógarlundinum og verður stefnan tekin á Miðdal í Mosfellsbæ, en þar eru vegamót Hafravatnsvegar og gamla Þing- vallavegarins, nú Nesjavallarveg- ar, og þar endar gönguferðin að þessu sinni. Gamli Þingvallavegurinn lá meðfram Rauðavátni og þar áðu ferðamenn oft, þótt haglendið væri heldur af skornum skammti. Varla fer hjá því að ferðamenn festi sjónir á Rauðhólum, hinum fomu gervigígum, sem em sunn- an við veginn. Þeir eru taldir vera um 4.600 ára gamlir. Þá gaus úr gíg austan við Bláfjöll, sem heitir Leiti. Þaðan rann hraunstraumur til sjávar í Elliðavog. Þjóðvegurinn frá Litlu kaffístofunni í Svína- hrauni og niður undir Rauðhóla liggur á þessu forna hrauni. Þar sem Rauðhólar eru nú var þá vot- lendi. Þegar hraunstraumurinn rann yfir það urðu miklar gufu- og gassprengingar í glóandi hraunelfunni og myndaðist þá þessi þyrping gjallhóla, um 80 talsins. Menn fundu það fljótt, að gjal- lið í Rauðhólunum væri prýðisgott fyllingarefni. Og þegar gatnagerð og aðrar byggingarframkvæmdir ukust í borginni var farið að taka þar efni. En mesta afhroðið guldu þeir á styijaldaráranum, þegar meginefnið í flugbrautir Reykja- víkurflugvallar var sótt þangað. Nú em hólamir ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. í Rauðhólum voru haldnar vin- sælar útisamkomur á ámnum fyr- ir síðari heimsstyijöldina og sum- arið 1986 var þar starfrækt úti- leikhús sem sýndi þætti úr Njáls- sögu. Árið 1974 voru Rauðhólar gerðir að fólkvangi. Þar má nú engu spilla. Gönguleiðin liggur eftir þjóð- veginum að Geithálsi og er Hólms- heiðin á vinstri hönd. Að Geit- hálsi, við vegamót Suðurlandsveg- ar og Þingvallavegar, var áður vinsæli veitingastaður, en nú er búið að jafna þar öll mannvirki við jörðu og minnir fátt á liðna tíð. Vestarlega á Hólmsheiði, skammt fyrir norðan Suðurlands- veg, hafa fjáreigendur í Reykjavík byggt fjárhúsaborg mikla og ættu göngumenn að geta komið auga á hana, ef vel er að gáð. Og norð- ar á heiðinni blasir spennistöðin (Geithálsstöðin) við augum. Þang- að kemur raforkan frá virkjunun- um fyrir austan og þaðan er Tómas Einarsson „Þessi áfangi afinælis- göngnnnar, rúmlega 7 km langur, endar við Miðdal eins og fyrr segir. Fer vel á því, því þar var vinsæll áningarstaður þeirra sem áttu leið yfir Mos- fellsheiði hér fyrr á árum.“ henni dreift um höfuðborgarsvæð- ið og suður með sjó. Reynisvatns- heiði liggur norðan við Hólms- heiði. Þangað verða fluttir heita- vatnsgeymar frá Öskjuhlíð. Eiga þeir að taka við vatninu frá Nesja- völlum, þegar það byijar að streyma þaðan. Munu geymarnir setja mikinn svip á umhverfið, þegar gengið hefur verið frá byggingu þeirra. Leiðin liggur yfír leiðslurnar frá Nesjavöllum skammt frá Miðdal. Þótt gaman væri að geta geng- ið um þessi heiðalönd er það nokk- uð torsótt því mjög víða hafa ver- ið byggðir sumarbústaðir á svæð- inu og eru þeir flestir afgirtir. Eru gönguleiðirnar því ekki greiðar. Gleðilegt er að sjá hve víða er búið að gróðursetja barrtré. Ef vel tekst til munu bæði Hólms- heiði og Reynisvatnsheiði verða vaxnar þéttum skógi, þegar kem- ur fram á næstu öld. Þegar komið er á móts við Geithálsstöðina er leiðin að Miðdal um það bil hálfnuð. Gatan er greið og slétt undir fæti. Þessi vegur var gerður vagnfær um síð- ustu aldamót, og lagaður að mun í tilefni konungskomunnar 1907, en mestu vegarbæturnar munu þó hafa verið gerðar á styijald- arárunum því herinn hafði mikil umsvif á þessum slóðum og var með fjölmennar herbúðir bæði við Geitháls og Hafravatn. Nú eru minjarnar um dvöl hersins að mestu horfnar. Að því er nokkur eftirsjá, því hersetan er hluti af íslandssögunni. Margir kannast við Miðdal. Á fyrri hluta aldarinnar ólust þar upp bræðurnir Tryggvi og Guð- mundur Einarssynir. Tryggvi bjó lengi í Miðdal og var m.a. kunn refaskytta en Guðmundur var þekktur listamaður og gerði garð- inn frægan, bæði hér heima og erlendis. Hann byggði sér sumar- bústað í Miðdalslandi og liggur vegurinn þar fram hjá. Er hann auðþekktur á styttum, sem standa þar á hliðstólpum. Þessi áfangi afmælisgöngunn- ar, rúmlega 7 km langur, endar við Miðdal eins og fyrr segir. Fer vel á því, því þar var vinsæll án- ingarstaður þeirra sem áttu leið yfir Mosfellsheiði hér fyrr á árum. Við vegamót Hafravatnsvegar og Þingvallavegarins gamla bíður bíllinn, sem flytur hópinn aftur til baka. Eftir viku verður ferðinni hald- ið áfram og þá yfir Mosfellsheiði. Höfundur er kennari. BYRGJUM BRUNNINN Lions-Quest: „Að ná tökum á tilverunni“ eftirBjörn Magnússon Vigdís Finnbogadóttir fórséti sagði í nýársávarpi sínu til þjóðar- innar að „hagur bama í þessu vinnuþreytta þjóðfélagi [væri mörg- um] mikið áhyggjuefni og greini- lega er nauðsynlegt að finna leiðir til úrlausnar", og „við verðum að játa það fyrir okkur sjálfum að börn okkar eru afskipt". í tímaritinu Víðförla, 1. tbl. 9. árg., er grein eftir séra Þórhall Heimissön sem nefnist: Ánauð ótt- ans: unglingaofbeldi í Reykjavík. Þar lýsir hann starfi sínu í Útideild Reykjavíkur meðal unglinga á göt- um borgarinnar, aðallega um næt- ur. Lýsingin er ljót, en því miður sennilega sönn. Borgarfulltrúar,. sumir hveijir, álíta að. lausnin sé. fólgin í að fjölga lögreglumönnum til að bæla niður ofbeldið. Áslaug Bfynjólfsdóttir, fræð§lustjóri í Reykjavík, sakar skólakerfið um vanrækslu við bömin. Hún segir í grein í Þjóðlífi 1. tbl. 6. árg.: „Of- beldi unglinga á götum Reykjavík- ur, sem hefur aukist gríðarlega á undanfömum misserum, er ein af- leiðingin af því sinnuleysi sem böm- in búa við. Það hefur verið mikið rætt um þessi mál að undaförnu, en þvi miður virðast afskaplega fáir gera sér grein fyrjr eðli vand- ans. Borgaryfirvöld með Siguijón Pét- ursson og Magnús L. Sveinsson í fararbroddi telja að lausnin felist í að fjölga í lögregluliði borgarinnar rétt eins og lögreglan eigi að kenna börnum að hætta.að drekka.“ Meðferðarstofnanir ýmiskonar hafa mikið fylgi í dag, og eru góð- ar til síns brúks, en em eingöngu til þess að byrgja brunninn eftir að bamið er dottið ofan í hann og búið að dragk það upp úr hálf- dautt. Auðvitað verðum við að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi, en hvað mundi það spara þjóðinni ef við gætum gert þörfína fyrir meðferðarstofnanir minni, ef til vill margfalt minni? Lionshreyfingin á íslandi hefur fært skólayfirvöldum og þar með íslenzku þjóðinni Lions-Quest: „Að ná tökum á tilverunni“. Það er námsefni fyrir unglinga á aldrinum 10-14 ára og þjálpar þeim að ná tökum á tilvemnni eins og nafnið á námsefninu ber með sér. Það er námsefni sem var þróað í samvinnu fæmstu manna á sviði Björn Magnússon kennslutækni og kostað af mörgum menningarsjóðum og Alþjóðasam- bandi Lionsklúbba. Þess vegna heit- ir það Lions-Quest. Þetta námsefni þjálfar unga fólk- ið í því að takast á við lífið í flóknu samfélagi okkar með því að miðla því jákvæðri reynslu og þekkingu. Lionshreyfíngin á Islandi hefur séð um þýðingu alls efnisins í fullri samvinnu við menntamálaráðu- neytið og fyrsta laugardag í maí 1989 var Svavari Gestssyni mennt- amálaráðherra afhent námsefnið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Nú er búið að tilraunakenna Li- ons-Quest: „Að ná tökum á tilver- unni“ í mörgum skólum og í sept- ember næstkomandi er ætlunin að endanleg útgáfa, þýdd og staðfærð, verði tilbúin til notkunar í grunn- skólakerfinu. Um það bil 100 kennarar em búnir að sækja námskeið, sem Kennaraháskólinn hefur staðið fyr- ir, en Lionshreyfíngin hefur séð um uppihald kennaranna. Margir af þessum kennurum eru sjálfsagt til- búnir að kenna Lions-Quest: „Að ná tökum á tilverunni“ um leið og þeir fá tækifæri til. Næsta sumar, í ágúst 1990, verða tvö námskeið fyrir kennara til viðbótar auk þess sem námskeiði verður komið inn í kennslu í Kennaraháskólanum. Ekki er ólíklegt að haustið 1990 verði milli 150 og 200 kennarar með réttindi til að kenna Lions- Quest: „Að ná tökum á tilverunni“. Vonandi munu þeir allir gera það. Til þess að svo verði þurfa allir Lionsmenn og allir foreldrar að vinna saman og gerast þfystihópur og þrýsta á skólayfírvöldum að setja Lions-Quest: „Að ná tökum á tiiverunni“ inn í námsskrá fyrir 12 ára nemendur í 6. bekk grunnskóla. Höfundur er framkvœmdastjóri í Reykjavík og vímuefnavarnafulltrúi lijá Lions-lweyfíngunni. SUMARUTSALA Glungatlaldaetni Frá kr. 200.- metrinn GARDINUBUÐIN Skipholti 35, sími 35677. _________J-----------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.